Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1929, Blaðsíða 17
Mannfjöldaskýrslur 1921 —1925
13
og senda þessar skýrslur eftir hvern ársfjórðung til prófasts, sem svo
sendir þær Hagstofunni. En Hagstofan hefur á hendi úrvinsluna á öll-
um skýrslunum hvaðanæfa af landinu. Vinsar hún úr þær skýrslur, sem
koma í tvennu lagi um sama atburðinn (t. d. um hjónavígslu bæði frá
prestinum, sem framkvæmdi hjónavígslu, og frá presti brúðarinnar, eða
um mannslát bæði þaðan sem maðurinn dó og þaðan sem hann var
jarðaður), og notar þá þær upplýsingar úr hvorri, sem fyllri eru. Með
þessu móti verða skýrslurnar áreiðanlegri og ennfremur unt að vinna úr
þeim miklu meiri og margháttaðri upplýsingar heldur en unt var mpðan
prestarnir voru látnir gera yfirlitsskýrslur. Hafa þegar verið birtar í
mannfjöldaskýrslunum ýmsar nýjar upplýsingar, sem ekki var unt að fá
með eldra laginu, svo sem um hjónavígslustað, um skyldleika brúðhjóna,
um atvinnu brúðhjóna, foreldra fæddra barna og dáinna manna, um
manndauða eftir hjúskaparstjett og aldri o. fl., og ýmislegt fleira mætti fá
út úr skýrslunum, ef ástæða þætti til síðar.
2. Fjöldi hjónavígslna.
Mariages contractés.
Árin 1916—20 voru stofnuð alls 2 968 hjónabönd á landinu eða að
meðalíali 594 á ári, en árin 1921—25 2 857 eða að meðaltali 571 á ári.
Eftirfarandi yfirlit sýnir meðaltölu hjónavígslna á hverjum 10 eða 5 ár-
um undanfarið, svo og á hverju ári 1916—25.
Meöaltal 1876-85 483 eða 6.7 °/oo (af þús.) ')
— 1886-95 510 — 7.2 — — ‘)
— 1896—05 502 — 6.4 — — ')
— 1906—15 502 — 5.9 — — ')
— 1916—20 594 6.5 — — 2)
— 1921—25 571 5.9 — — 2)
1916 ... 574 eða 6.4 %o (af þús.)2) 1921 .. 562 eða 5.9 °/o (af þús.)
1917 ... 552 — 6.1 — 1922 .. 564 — 5.9 — —
1918 ... 600 — 6.5 — — 1923 .. 551 — 5.7 — —
1919 ... 620 — 6.7 — — 1924 .. 557 — 5.7 — —
1920 ... 622 — 66 — 1925 ., 623 — 6.3 — —
Á 5 ára tímabilinu 1921—25 hafa hjónavígslur yfirleitt verið til-
tölulega færri heldur en á næsta 5 ára tímabili á undan (1916—20), en
hafa verið tiltölulega álíka margar eins og á tímabilinu 1906 — 15. Á
stríðsárunum og næstu árum þar á eftir voru hjónavígslur töluvert tíðari
heldur en bæði á árunum á undan og eftir og tiltölulega flestar voru
1) Miðað við mannfjöldann á miöju tímabilinu.
2) Miðað við meðalmannfjölda.