Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1929, Blaðsíða 24
20
Mannfjöldasliýrslur 1921 —1925
7. Brúðkaupstíð og vígslustaður.
Mariages par mois et par lieu du mariage.
í töflu VIII (bls. 34) er sýnt, hvernig hjónavígslurnar hafa skifst
niður á mánuðina árin 1921—25. En vegna þess að mánuðirnir eru mis-
langir, sýna tölurnar ekki eins greinilega mismuninn á því, hve hjóna-
vígslurnar eru tíðari suma mánuði heldur en aðra. I eftirfarandi yfirliti
er því sýnt, hvernig 1200 hjónavígslur hefðu skifst á mánuðina 1916—
25, ef mánuðirnir væru allir jafnlangir. Er þá í öllum mánuðum reiknað
með daglegri hjónavígslutölunni 30-faldri.
1916-20 1921—25 1916-20 1921-25
janúar 45 51 Júlí 121 117
Febrúar .. . 42 51 Ágúst 46 60
Mars 38 42 September . 86 90
Apríl 49 60 Október .. . 157 152
Maí 167 157 Nóvember . 139 137
]úní 161 133 Desember . 149 150
Samtals 1 200 1 200
Ef hjónavígslur væru jafntíðar alt árið um kring, þá mundu 100
hjónavígslur af hverjum 1200 koma á hvern mánuð, þegar mánuðirnir
eru allir jafnlangir. En þessu fer mjög fjarri. Vfirlitið sýnir, að hjóna-
vígslur eru langtíðastar á vorin (maí—júlí) og fyrri hluta vetrar (októ-
ber—desember), en miklu minna um þær hina tíma ársins.
Síðan 1916 eru til upplýsingar um vígs/ustaðinn. Samkvæmt þeim
hafa hjónavígslurnar skifst þannig eftir vígslustað.
Hluffallstölur
1916-20 1921-25 1916-20 1921—25
I kirkju 523 392 17.6 0/0 13.7 0/0
Hjá presli 1 463 1 597 49.3 — 55.9 —
I heimahúsum 860 649 29.0 — 22.7 —
Hjá sýslumanni eða bæjarfógeta . 122 219 4.1 — 7.7 —
Samtals 2 968 2 857 lOO.o o/o 100. qO/o
Á yfirlitinu sjest, að aðeins um lh hluti hjónavígslanna eru kirkju-
brúðkaup og virðist þeim fara fækkandi, því að þau eru töluvert færri
síðara tímabilið heldur en hið fyrra. Aftur á móti fer meir en helmingur
hjónavígslnanna fram heima hjá prestinum, en rúml. tys í heimahúsum brúð-
hjónanna eða vandamanna þeirra. Síðasti liðurinn sýnir nokkurnveginn
tölu borgaralegra hjónavígslna, þó það komi reyndar einstaka sinnum fyrir, að
þær sjeu ekki framkvæmdar í embættisskrifstofunni heldur í heimahúsum.
(Svo var t. d. um 3 borgaralegar hjónavígslur 1921—25). Eru þær
töluvert fleiri síðara tímabilið heldur en hið fyrra.