Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1929, Blaðsíða 30
26
Mannfjöldaskýrslur 1921 — 1925
Á því 10 ára bili, sem að meðaltali liggur á milli þessara tímabila
hefur frjósemi giftra kvenna minkað í flestum aldursflokkum, en aukist
töluvert í hinum vngsta (16 — 19 ára). Eins er um ógiftu konurnar. I
eldri aldursflokkunum hefur frjósemin minkað, en aukist í hinum yngsta.
Mest er frjósemi giftra kvenna í yngsta aldursflokknum og fer svo mink-
andi með aldrinum. En meðal ógiftra kvenna er frjósemin mest á aldr-
innm 30—34 ára, en minkar bæði upp á við og niður á við.
5. Alvinna foreldranna.
Profession des parents.
í töflu XIX (bls. 41) hefur verið sett yfirlit um atvinnu foreldra,
er börn hafa eigast, samkvæmt upplýsingum þeim, sem í fæðingarskýrsl-
unum standa. En þessum upplýsingum er töluvert ábótavant ennþá.
Dæði vantar oft alveg upplýsingar um þetta og svo er atvinnutáknunin
oft svo ónákvæm að vafi leikur á, í hvaða flokki skýrslan eigi að lenda.
Það þykir því ekki hlýða að fara nánar út í þessi atriði að þessu sinni.
6. Kynferði fæddra.
Naissances par sexe.
Þau 13 162 börn, sem fæddust árin 1921—25, skiftust þannig eftir
kynferði, að 6 788 voru sveinar og 6 374 meyjar. Af hverjum 1000 börn-
um voru þannig 516 karlkyns, en 484 kvenkyns. Á næsta 5 ára tíma-
bili á undan (1916—20) voru 520 af 1000 karlkyns, en 480 kvenkyns.
Undanfarið hafa annars kynferðishlutföll fæddra barna verið svo sem
hjer segir:
Tala sveina af 1000
lifandi fæddra andv. fæddra fæddra alls
1876-85 .................. 510 614 514
1886-95 .................. 509 547 510
18*6-05 .................. 514 572 516
1906—15 ................ 517 572 519
1916—25 .................. 518 530 518
Af andvana fæddum eru tiltölulega fleiri sveinar heldur en af lif-
andi fæddum. Sýnir það, að þegar á undan fæðingunni er lífi sveina
hættara en lífi meyja.
7. Andvana fæddir.
Morl-nés.
Af þeim 13 162 börnum, sem fæddust árin 1921—25, voru 12 838
fædd lifandi, en 324 andvana. Hafa þannig 25 af hverjum þúsund börn-