Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1953, Qupperneq 69

Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1953, Qupperneq 69
Iðnaðarskýrslur 1950 35 taldir í viðkomandi greinum í dálkum nr. 5, 12 og 19 og 6, 13 og 20, en eru það ekki, heldur ein- vörðungu taldir í öðrum flokkum vegna vöntunar á aðgreiningu vinnuvikna. Dálkar nr. 9, 16 og 23 eru svo fœrðir sem samtöludálkar fyrir alla þá aðila, sem hafa tryggt vinnuafl í viðkomandi greinum, hvort sem tala tryggðra vinnuvikna hefur verið aðgreind eða ekki. Skýringar við töflur 4 A—C (bls. 22—33). Um flokkunarreglurnar (dálka 1—3) vísast í kaflann „Svið iðnaðarskýrslnanna“, í inngangi. — Skilgreiningu á orðinu fyrirtœki (dálkur 4), eins og það er notað hér, er að finna á bls. 34. — Tala tryggðra vinnuvikna (dálkur 5) er ekki í öllum flokkum sú sama í þessum töflum og í yfirlitinu um tryggingarskylda aðila og tryggðar vinnuvikur í töflu 3. Stafar þetta af því, að hugtökin fyrirtœki og tryggingarskyldur aðili falla ekki saman, eins og glögglega sést í töflunum á bls. 5—20 (sjá einnig skýr- ingar við töflu 3).— Skilahlutfallið (dálkur 6) er grundvöllur talnanna í dálkum 7—17. Ef skilahlutfallið er 90%, þá taka tölurnar aðeins til 90% viðkomandi iðnaðargreinar, miðað við tryggðar vinnuvikur. Þá eru skýrslur ekki fyrir hendi fyrir fyrirtœki með 10% vinnuvikna, og mun mega nota þá hlutfalls- tölu að einhverju leyti til viðbótaráœtlana. í tölu skrifstofufólks í 7. dálki er eingöngu fastráðið fólk, sem hefur skrifstofustörf hjá viðkomandi fyrirtœkjum að aðalatvinnu. Keypt aðstoð við bókhald á bókhalds- og endurskoðunarskrifstofum er ekki talin. Séu skrifstofustörfin unnin af systurfyrirtœki í annarri grein, eru þau öll talin þar, og ef það eru verzlunar- eða útgerðarfyrirtœki, kemur sú skrifstofuvinna alls ekki fram hér, nema hægt hafi verið að greina vel á milli skrifstofustarfa í þágu iðnaðarins annars vegar og verzlunarinnar eða út- gerðarinnar hins vegar. — Ekki er víst, að fullt samræmi sé milli vinnustundafjöldans í dálki 9 ásamt áætlaðri viðbót vegna skýrsluvöntunar og tryggðra vinnuvikna í dálki 5. Hver tryggð vinnuvika er yfirleitt jafngildi 48 vinnustunda, en hins vegar kemur oft fram í skýrslunum frá fyrirtækjunum (og þar með í 9. dálki) vinna, sem ekki hefur verið tryggð, sbr. bls. 34.Tryggðar vinnustundir eru því að jafnaði nokkru færri en vinnustundirnar alls eins og þær eru tilgreindar í 9. dálki. í 12. dálki er söluverðmætið lagt til grundvallar og í 13. og 14. dálki kaupverð. í sambandi við 13. dálk er þess að gæta, að sum fyrirtæki hafa ekki talið efni, sem viðskiptavinir leggja til (t. d. mörg fyrirtæki í fatagerð og bifvélavirkjun) meðal hráefna, og þá er það heldur ekki talið með söluverð- mætinu í 12. dálki, hcldur cinungis seld vinna. — Með vinnsluvirði í 15. dálki er átt við söluverðmæti framleiðslunnar og veittrar þjónustu, að frádregnu kaupverði notaðra hráefna, hjálparefna og orku- gjafa. Það er með öðrum orðum vinnuvirðið, ásamt afskriftum og öðrum fjármagnskostnaði, sköttum, ýmsum kostnaði og ágóða (eða tapi, sem þá kemur til frádráttar). Hlutur vinnuvirðisins er gefinn upp í 10. og 11. dálki. Það, sem eftir verður, er þá aðallega hlutur afskriftanna, skattanna, ágóða o. fl. Hlutur afskriftanna er eðlilega ákaflega misjafn eftir greinum og fyrirtækjum, þar sem þær miðast við kaupverð, og vélakostur iðnaðargreinanna er misjafnlega mikill og misjafnlcga gamall, svo að taflan gefur mjög litla hugmynd um ágóða eða tap einstakra greina og fyrirtækja. í 16. dálki eru byggingar, vélar og áhöld talin eftir vátryggingarverðmæti. Sum fyrirtæki hafa þó aðeins gefið upplýsingar um kaupverð eða bókfært verð fyrir vélar og áhöld, en fasteignamatsverð bygginga. Þar sem fasteignamat hefur verið gefið upp, hefur talan verið margfölduð með 10—12 í Reykja- vík, en lægri tölum úti á landi (mismunandi eftir stöðum), til þess að komast nær hæfilegu vátrygg- ingarverðmæti. Hráefna- og afurðabirgðir eru hins vegar taldar með verðmæti þeirra í efnahagsreikn- ingi fyrirtækjanna. — Þar eð talsverður liluti iðnaðarfyrirtækja starfar í leiguhúsnæði, þykir rétt að láta leiguupphæðina koma fram. Eftir henni mætti gera lauslega áætlun um fjármagn það, sem bundið er í iðnaðarhúsnæði til viðbótar tölunum í dálki 16. Sum fyrirtæki hafa aðeins látið í té upplýsingar um fjölda starfsfólks og kaup þess ásamt vinnu- stundum. Það eru cinkum fyrirtæki, sem starfrækja sérstakt verkstæði algjörlega eða að mestu leyti í eigin þágu (t. d. bifrciðaviðgerðir bifreiðastöðva, trésmíðaverkstæði ýmissa stórra fyrirtækja, prent- smiðjur sumra blaðanna, o. fl.), en einnig nokkur, sem hafa ekki talið sér fært að láta aðrar upplýs- ingar í té. Þessi fyrirtæki eru höfð í sérstakri línu í hverjum flokki í töflunni og gefið upp sérstakt skila- hlutfall fyrir hvorn hópinn — þau fyrirtæki, sem fylltu út allt skýrslueyðublaðið, og hin, sem aðeins gáfu upplýsingar um ákveðna þætti. Um einstaka flokka þykir rétt að gera eftirfarandi athugasemdir: 206a: Afgreiðslufólk er talið hér með (einnig í tryggðum vinnuvikum), þó að það hafi ekki verið gert í yfirlitinu um tryggingarskylda aðila og tryggðarvinnuvikur á bls. 5—20. Erþetta gert af hagkvæmnisástæðum, í sambandi við skýrslu- gjöf brauðgerðanna. 204b: Síldarsöltun er sleppt, nema að því leyti, sem hún kemur fram í skýrslum hraðfrystihúsa, sem hafa saltað síld. Miklir örðugleikar liafa verið á söfnun skýrslna frá saltendum, og eru þær of fáar til þess, að unnt sé að byggja á þeim frekari áætlanir. 312b-c: Flokkar 312 b og c eru teknir saman, því að erfitt er fyrir fyrirtækin að gefa sérskýrslu um mjöl- og lýsisvinnslu úr síld annars vegar, en öðrum fiski hins vegar. Nú er líka þannig komið, að flestar síldarverksmiðjumar framleiða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Hagskýrslur um iðnað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um iðnað
https://timarit.is/publication/1130

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.