Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1953, Page 70
36
Iðnaðarskýrslur 1950
mikið fiskmjöl og búklýsi. 312d: Hér er rétt að geta þess, að sem hráefni er talinn kostnaður við úthald
skipanna (þar með talin erlend skipaleiga), og er litið svo á, að hvalvinnslustöðin kaupi hvalina til
vinnslu fyrir það verð, þótt vafalaust vœri eðlilegra að hafa það nokkru hœrra. En þetta er gert af
hagkvæmnisástæðum. Tölur um mannahald, kaupgreiðslur, fjárfestingu, orkunotkun o. fl. miðast líka
eingöngu við iðnaðinn sjálfan, en ekki útgerðina, svo að fyrirtækinu er skipt í tvennt (útgerð oghval-
vinnslu). Söluverðmæti aflans hjá útgerðinni verður því hráefnaverðmæti hjá hvalvinnslustöðinni.
Þetta verðmæti er hér skoðað hið sama og kostnaður við úthald skipanna, þar með talin skipaleiga,
enda þótt eðlilegt væri að bæta við það álagi fyrir ýmislegum kostnaði og ágóða o. fl. 386: Viðgerðar-
verkstæði flugfélaganna verða hér ekki talin sérstök fyrirtæki, enda era það deildir, sem næstum því
eingöngu vinna í þágu félaganna sjálfra.