Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 4
fimmtudagur 25. september 20084 Fréttir
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Gunnar Stefán Wathne vann áfangasigur fyrir bandarískum dómstólum í vikunni þeg-
ar dómari úrskurðaði að hann hefði aldrei þurft að snúa aftur til Bandaríkjanna svo hægt
væri að rétta yfir honum. Hann gæti því sloppið við frekari fangelsisvist. Verði hann fund-
inn sekur um peningaþvættið sem hann er ákærður fyrir, á hann yfir höfði sér allt að 20
ára fangelsi. Bandarísk dagblöð fylgjast mjög náið með málaferlunum yfir Gunnari.
LAGAFLÆKJUR
BJARGA WATHNE
Gunnar Stefán Wathne, sem nú berst
fyrir framtíð sinni fyrir dómstólum
í Kaliforníu, vann í vikunni áfanga-
sigur í málaferlunum þegar dómari
úrskurðaði að handtaka Gunnars
Stefáns á flugvelli á Indlandi síðasta
haust hafi ekki verið með lögmætum
hætti. Þessi niðurstaða getur þýtt að
Gunnar Stefán sleppi við fangelsis-
vist í Bandaríkjunum, en að öðrum
kosti getur hann átt yfir höfði sér allt
að 20 ára fangelsi.
Gunnar Stefán, sem er íslensk-
ur ríkisborgari, er gjarnan kallaður
sonur hinna frægu Wathne-systra,
Bergljótar, Þórunnar og Soffíu. Móð-
ir hans og systur hennar tvær hafa
efnast mjög á sölu á tískufatnaði.
Bandarísk dagblöð og netmiðlar um
allt land hafa fylgst náið með máli
Gunnars Stefáns, enda velta margir
vöngum yfir því að erfingi milljarða
króna viðskiptaveldis skuli flækjast í
risastórt peningaþvætti sem tengd-
ist einni umfangsmestu LSD-fram-
leiðslu sem komist hefur upp á síð-
ari árum.
Lögmannateymi til bjargar
Gunnar sat í fangelsi á Indlandi
í tvo mánuði síðasta haust eftir að
hann var handtekinn við komuna
til landsins frá Rússlandi, þar sem
hann hefur verið búsettur síðustu
ár. Bandarísk yfirvöld létu lýsa eftir
honum hjá alþjóðalögreglunni, Int-
erpol, eftir að hann yfirgaf Bandarík-
in þegar ásakanir á hendur honum
um gríðarlega umfangsmikið pen-
ingaþvætti komu upp. Gunnar Stef-
án hefur verið ákærður fyrir peninga-
þvætti á um 330 milljónum króna.
Stjörnum prýtt lögmannateymi hans
hefur haldið uppi vörnum á þeim
forsendum að handtaka hans á Ind-
landi og síðar framsalskrafa á hend-
ur honum hafi verið ólögmæt, þar
sem peningaþvættið sem hann er
sakaður um hafi ekki verið ólöglegt
á Indlandi þegar meint brot áttu sér
stað. Jafnvel þótt fjárglæpirnir teng-
ist Indlandi ekki á nokkurn hátt er
ólöglegt samkvæmt indverskum lög-
um að framselja menn sem hafa ekki
gerst brotlegir við sams konar lög og
gilda þar í landi.
Gæti verið frjáls á Íslandi
Úrskurðurinn þýðir að Gunn-
ar hefði aldrei þurft að snúa aftur
til Bandaríkjanna svo hægt væri að
rétta yfir honum. Hann er þó ekki
alveg sloppinn því ákærunni hef-
ur ekki verið vísað frá dómi. Karen
Snell, lögmaður hans, sagði þó við
bandaríska fjölmiðla að dómarinn
hafi nú fulla ástæðu til að vísa mál-
inu frá dómi. Réttarhöldunum verð-
ur haldið áfram á næstu dögum.
Með þessum úrskurði gæti Gunn-
ar sem fyrr segir sloppið við fangels-
isvist með því að setjast að á Indlandi
og í öðrum löndum sem hafa ekki
framsals-
samn-
inga við
Bandarík-
in. Sam-
kvæmt ís-
lenskum
lögum gæti
hann einnig
strokið um
frjálst höf-
uð á Íslandi
þar sem yf-
irvöld hér á
landi fram-
selja ekki
íslenska rík-
isborgara
til annarra
landa.
Úrskurðurinn þýðir að
Gunnar hefði aldrei
þurft að snúa aftur til
Bandaríkjanna svo
hægt væri að rétta yfir
honum. Hann er þó
ekki alveg sloppinn því
ákærunni hefur ekki
verið vísað frá dómi
vaLGEIR ÖRN RaGNaRSSON
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
Gunnar Stefán Wathne
gunnar sat í fangelsi á indlandi í
tvo mánuði síðasta haust eftir
að hann var handtekinn við
komuna til landsins frá
rússlandi þar sem hann hefur
verið búsettur síðustu ár.
Heita vatnið
hækkar
Orkuveita Reykjavíkur til-
kynnti í gær að verðhækkana á
heitu vatni sé að vænta nú um
mánaðamótin. Um er að ræða
9,7 prósenta hækkun sem iðn-
aðarráðherra hefur staðfest.
Íbúar á veitusvæði OR mega
því reikna með að hitareikning-
ur meðalíbúðar hækki um 300
krónur á mánuði frá 1. október. Í
tilkynningu Orkuveitu Reykja-
víkur segir að hækkun kostnaðar
og fjárfesting í nýrri hitaveitu frá
Hellisheiði séu ástæður hækk-
unarinnar.Segir í tilkynning-
unni að hækkunin nú sé fyrsta
verðbreytingin frá því fyrirtækið
lækkaði verð á heitu vatni árið
2005.
Lést af
slysförum
Bráðabirgðaniðurstaða
krufningar hefur leitt í ljós
að maðurinn sem fannst lát-
inn í Fossvogi í Kópavogi á
sunnudagsmorgun hafi látist
af slysförum. Maðurinn féll
um þrjá metra niður í fjöruna
og lést af áverkum sínum.
Gangandi vegfarendur fundu
manninn sem var látinn þeg-
ar að var komið. Hann var
61 árs.
Vöknuðu við
óboðinn gest
Fjölskylda í Ásgarði í Reykja-
vík vaknaði í fyrrinótt við að
drukkinn og ókunnugur maður
var kominn inn í íbúð hennar.
Þegar sá drukkni varð var við
hreyfingu í íbúðinni lagði hann
á flótta og hvarf út í nóttina.
Samkvæmt upplýsingum frá
varðstjóra lögreglunnar er mað-
urinn ófundinn en íbúðin sem
maðurinn fór inn í reyndist hafa
verið ólæst.
Rafmagnsbruni
í Hnífsdal
Lögreglan á Ísafirði hefur
lokið rannsókn á upptökum
bruna í einbýlishúsi í Hnífsdal í
gærmorgun. Er það mat lögreglu
að eldurinn hafi kviknað út frá
rafmagni í timburmillivegg. Þeg-
ar slökkvilið kom á vettvang var
mikill eldur í húsinu. Íbúar voru
ekki heima þegar eldurinn kom
upp en þeir höfðu farið til vinnu
og í skóla um klukkustund áður
en eldsins varð vart. Nágrannar
urðu varir við reyk sem lagði frá
húsinu og höfðu samband við
Neyðarlínuna í kjölfarið. Tölu-
vert tjón varð á húsinu, sem var
út timbri, vegna elds og reyks.
Lögreglan rannsakar enn lát Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur:
Þrír handteknir vegna morðsins
Þrír menn hafa verið handteknir
í smábænum Cabarete í Dóminíska
lýðveldinu vegna morðsins á Hrafn-
hildi Lilju Georgsdóttur. Lögreglan
telur að um ástríðuglæp sé að ræða,
en í gærkvöldi varðist lögreglan frétta
af málinu.
Stofnaður hefur verið styrktar-
reikningur til handa fjölskyldu Hrafn-
hildar. Harmur fjölskyldunnar og vina
er gríðarlegur. „Það er ekkert verra en
að missa svona yndislega og lífsglaða
manneskju og ætti enginn að þurfa
að hafa áhyggjur af neinu öðru en að
komast í gegnum daginn,“ stendur
skrifað á bloggsíðu hennar. Yfir tut-
tugu manns hafa vottað fjölskyldu
hennar og vinum samúð sína á blogg-
síðu hennar, estrella.bloggar.is.
Hrafnhildur fannst látin á baðher-
berginu í íbúð sinni á Extreme-hótel-
inu í Cabarete, þar sem hún gegndi
stöðu rekstrarstjóra. Krufning leiddi í
ljós að hún hefði látist af þungu höf-
uðhöggi, en einnig hafði hún ver-
ið stungin með eggvopni í öxl, hönd,
bringuna og höfuðið. Talið er að
morðið hafi verið framið á sunnudag-
inn, en hún fannst síðdegis á mánu-
dag.
Cabarete er í Puerto Plata-hérað-
inu á norðurströnd Dóminíska lýð-
veldisins. Svæðið er vinsælt meðal
ferðamanna og bjóða Heimsferðir
upp á dvöl í um hálftíma fjarlægð frá
Cabarete. Á vefsíðu Heimsferða er
bænum lýst sem „skemmtilegum
smábæ“. Mikið er af ungu fólki í bæn-
um og er hann frábrugðinn íslenska
ferðamannasvæðinu að því leytinu
til. Margir veitingastaðir og barir eru
við ströndina. Bærinn er þekktur fyr-
ir mikið sjóbrettalíf og stunda marg-
ir þar sjósport sér til afþreyingar. Þó
nokkrir Íslendingar hafa dvalið í Cab-
arete.
Lögreglan í Dóminíska lýðveldinu
segir rannsókn málsins vera á við-
kvæmu stigi. Visir.is greindi frá því í
gærkvöldi að meðal hinna handteknu
í málinu væri kærasti Hrafnhildar.
Það fékkst þó ekki staðfest hjá lög-
reglu þegar eftir því var leitað í gær-
kvöldi.
Hrafnhildur Lilja
styrktarreikningur fyrir
fjölskyldu hennar hefur
reikningsnúmerið 0537-
14-609973 og kennitöl-
una 081079-5879.