Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 12
fimmtudagur 25. september 200812 Fréttir
Paulson vill ráða öllu einn
Henry Paulson, fjármálaráðherra
Bandaríkjanna, fær algjört vald
yfir öllum björgunaraðgerðum í
efnahagsmálum samþykki Banda-
ríkjaþing tillögur hans. Paulson
kynnti á dögunum hugmyndir sín-
ar um innspýtingu metfjárhæða
in í bandarískt fjármálakerfi til að
auðvelda mönnum baráttuna við
kreppuna. Nú er hins vegar kom-
ið í ljós að hann vill ekki aðeins
dæla fé út í atvinnulífið. Hann vill
líka ráða öllu um hvaða aðgerðir
er ráðist í og að hvorki sé hægt að
bera það undir aðrar ríkisstofnanir,
þing né dómstóla.
Barneignir utan hjónabands eru
mikið áhyggjuefni segir breski próf-
essorinn John Ermisch við Institute
of Social and Economic Research. Ef
sama þróun og átt hefur sér stað und-
anfarin ár heldur áfram má búast við
því að um miðjan næsta áratug fæðist
meirihluti breskra barna utan hjóna-
bands.
Í dag fæðast 55 prósent barna
í norðausturhluta Englands utan
hjónabands. Hlutfallið er litlu lægra í
Wales þar sem 52 prósent foreldra eru
ógift þegar börn þeirra fæðast. Nú er
svo komið að 44 prósent barna fæðast
utan hjónabands og er það hátt í sex-
falt hærra hlutfall en árið 1971 þegar
aðeins tólfta hvert barn fæddist utan
hjónabands.
Ermisch segir að börn sem alast
upp án þess að búa með báðum for-
eldrum séu mun líklegri til að lenda í
vandræðum síðar á lífsleiðinni en þau
börn sem alast upp hjá báðum for-
eldrum sínum. Börn sem fæðast inn
á heimili þar sem foreldrarnir eru gift-
ir búa að öllum líkindum hjá báðum
foreldrum þar til þau flytjast að heim-
an. Slík börn búa að meðaltali 1,6 ár af
fyrstu sextán æviárunum hjá einstæðu
foreldri. Ef foreldrarnir eru einung-
is í sambúð þegar barn fæðist en ekki
giftir verja börnin hins vegar tæplega
þriðjungi þessa fyrsta hluta ævi sinnar
með aðeins öðru foreldri sínu. Fæðist
barn hins vegar einstæðu foreldri má
búast við að það búi á heimili með að-
eins einu foreldri helminginn af fyrstu
sextán æviárum sínum.
Þetta skilar sér í lakari einkunn-
um, verri heilsu og takmarkaðri at-
vinnumöguleikum þegar barnið vex
úr grasi, segir Ermisch og byggir það á
opinberum tölum.
Bretar hafa áhyggjur af því að fleiri eignast börn utan hjónabands:
Sífellt fleiri lausaleiksbörn
InterPol tIl varnar
fInnsku lögreglunnI
Í kjölfar morðanna í Jokela-framhaldsskól-
anum í Tuusula í Finnlandi í nóvember
var ákveðið að hækka aldur til byssueign-
ar úr fimmtán árum í átján, sú ákvörðun
hefur ekki orðið að veruleika. Atburðirnir
í Tuusula endurtóku sig á mánudaginn í
iðnskóla í Kauhajoki og sleginn finnskur
almenningur spyr hvort ekki hefði verið
hægt að komast hjá því. Lögreglan hefur
verið sökuð um handvömm fyrir að hafa
ekki handtekið Matti Saari þegar hann
var yfirheyrður sólarhring áður en hann
varð tíu skólafélögum sínum að bana.
Sú spurning brennur á mörgum af
hverju finnska lögreglan gerði ekki
neitt í ljósi myndskeiðsins sem Matti
Saari setti á YouTube og hún hefur
verið sökuð um handvömm fyrir að
hafa ekki í það minnsta gert skotvopn
hans upptæk.
Það er gott að vera vitur eftir á og í
ljósi þeirra atburða sem skóku Kauha-
joki innan við sólarhring eftir að lög-
reglan yfirheyrði Saari vegna mynd-
brotsins segja margir að ákvörðun
lögreglunnar hafi verið afdrifarík.
Atburðunum í Kauhajoki svipar
óhugnanlega mikið til skotárásar í
Tuusula í Finnlandi fyrir um tíu mán-
uðum. Þá gekk Pekka-Eric Auvinen,
átján ára nemandi við skóla í Jokela,
berserksgang vopnaður skotvopnum
og þegar yfir lauk lágu níu manns í
valnum; átta voru myrt af Auvinen,
sem síðan beindi byssunni gegn sér.
Auvinen hafði, líkt og Saari, sett yfir-
lýsingu á YouTube þar sem ýjað var
að væntanlegum aðgerðum af hans
hálfu. Eftir á að hyggja er engu líkara
en Saari hafi horft til Auvinens með
útfærslu að skotárásinni. Báðir settu
myndskeið á YouTube, báðir gáfu
upp fæðingardag sinn og báðir voru
sjúklega hrifnir af fjölamorðunum
sem framin voru í Columbine-skól-
anum í Bandaríkjunum árið 1999.
Matti Juhani Saari og Pekka-Eric Au-
vinen höfðu gilt byssuleyfi.
Lögreglumenn ekki ófreskir
Nú hefur yfirmaður alþjóðalög-
reglunnar, Ronald Noble, stigið fram
fyrir skjöldu finnsku lögreglunni til
varnar, og að hans mati er létt að líta
til baka, en ómögulegt að segja til um
atburði sem ekki hafa gerst. „Það er
ósanngjarnt að ætla að lögreglan sé
ófresk líkt og í kvikmyndinni Minority
Report og að hún geti sagt af eða á um
hvort sá sem gerir myndband ætli sér
að framkvæma ódæði í anda mynd-
bandsins,“ sagði Noble. Kvikmyndin
sem Noble vísar til er frá 2002 og var
leikstýrt af Steven Spielberg og fjallar
um lögreglusveit sem getur séð fyrir
glæpi áður en þeir eru framdir.
„Fólk mun velta vöngum vegna
málsins. Vitandi að hann [Matti Sa-
ari] myrti þetta fólk, horfir fólk á
myndbandið – og það er enn óhugn-
anlegra. Og því spyr fólk: „Af hverju
sleppti hún [lögreglan] honum? Af
hverju tók hún hann ekki fastan? Af
hverju var hann ekki settur á geðdeild
til skoðunar í þrjá daga?““ sagði Ron-
ald Noble.
Vopnaleyfi afturkallað
Skotvopnaeign meðal borgara
í Finnlandi er með þeirri mestu í
heimi og skotvopnalög þar í landi
með þeim rýmstu sem þekkjast í Evr-
ópu. Fimmtán ára krakkar geta fengið
byssuleyfi og byssu til að æfa skotfimi
eða veiða. Áform ríkisstjórnarinnar
um að herða skotvopnalögin, í kjöl-
far fjölamorðanna sem áttu sér stað
í Jokela-framhaldsskólanum í Tuus-
ula í nóvember á síðasta ári, hafa enn
ekki orðið að veruleika. Ef þau áform
ganga eftir mun aldur til byssuleyfis
hækka úr fimmtán árum í átján.
Tarja Halonen, forseti Finnlands,
og forsætisráðherrann, Matti Van-
hanen, eru sammála um nauðsyn
hertra laga í ljósi fjöldamorða í tveim-
ur skólum á innan við einu ári. Van-
hanen viðraði í gær þá skoðun sína
að til álita kæmi að banna skamm-
byssur í einkaeign: „Hvað varðar
skammbyssur er það einfalt mál, við
verðum að íhuga hvort þær skuli vera
aðgengilegar almenningi. Mín skoð-
un er sú að þær tilheyri skotæfinga-
svæðum.“
Að mati Ronalds Noble gæti hluti
lausnarinnar falist í ákvæði sem
heimilaði lögreglunni að afturkalla
byssuleyfi þeirra sem sýndu einhver
merki þess að öðrum stafaði hætta
af þeim. Þá hefðu lyktir í Kauhajoki
orðið aðrar, sagði Noble, og lýsti at-
burðarásinni eins og hún hefði getað
orðið þegar Matti Saari var yfirheyrð-
ur af lögreglunni: „Þá getur lögregl-
an sagt: „Okei, við höfum ekki næga
ástæðu til að handtaka þig, en við
munum vissulega leggja hald á
skotvopn þín.““
Unnið undir ásökunum um
handvömm
Með skugga rannsóknar á
ákvörðunum sínum eftir yfir-
heyrsluna á Matti Saari vann
finnska lög-
reglan í gær við
að bera kennsl
á brunnin lík
fórn- arlamba
Saaris. Auk þess að vera vopn-
aður Walther P22-skammbyssu,
sem hann sýndi í myndskeið-
inu á YouTube, hafði hann í far-
teskinu bensínsprengjur sem hann
notaði til að kveikja í fórnarlömbum
sínum.
Annars staðar í Finnlandi var
fólk í áfalli og dagblöð endurspegl-
uðu þær spurningar sem brunnu
á fólki. Eitt helsta dagblað Finn-
lands, Helsingin Sanomat, skipti
út auglýsingu, sem á fastan
sess á forsíðunni, fyrir ljós-
mynd af konu sem kveikir
á kerti til minningar fyrir
framan skólann. Einnig
er mynd af Matti Saari
og fyrir ofan stendur
„Hví?“
Í leiðara blaðsins segir að ekki
sé hægt að skella skuldinni á netið,
en það sé réttmætt að spyrja að hve
miklu leyti netið næri dökkar hliðar
mannlegs eðlis.
Finnska þjóðin telur um fimm
milljónir íbúa, skráð skotvopn eru um
1,6 milljónir og almenn skotvopna-
eign er með þeirri mestu í heiminum.
„Finnland er norðlægt land og býr að
víðfeðmri náttúru og veiðar eru al-
gengt áhugamál, og að sjálfsögðu
eru þúsundir manna sem stunda þær
löglega. Því má reikna með að stór
hluti fólks eigi mörg skotvopn,“ sagði
Tarja Halonen. Þrátt fyrir mikið magn
skotvopna í einkaeign er glæpatíðni
tiltölulega lág í Finnlandi.
KoLbeinn þorSteinSSon
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
„Og því spyr fólk: „Af hverju sleppti hún [lögreglan] honum? Af hverju tók hún hann ekki fastan?
Af hverju var hann ekki settur á geðdeild til skoðunar í þrjá daga?““
Hví? finnsk dagblöð endurspegluðu
hugsanir finnsku þjóðarinnar.
MYnD AFP
Hjúskaparstaða foreldra mikilvæg
ermisch segir að börn einstæðra og ógiftra
foreldra komist mun verr af en börn hjóna.