Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 27
fimmtudagur 25. september 2008 27Vesturland
Brauð og kökur í miklu úrvali
Verið velkomin!
Harðarbakarí - Kirkjubraut 54 - 300 Akranes - Sími: 431 2399
H
ild
ur
H
lín
Jó
ns
dó
tt
ir
/ h
ild
ur
@
dv
.is
synir hafi verið ráðnir. Þeir hafi gef-
ið upp ákveðin merki um að áhugi
væri hjá þeim að snúa aftur til liðs-
ins en ákvörðun um ráðningu þeirra
hafi ekki verið tekin fyrr en Guðjón
var farinn. „Það voru fleiri kostir í
stöðunni en þetta var sá kostur sem
við töldum gáfulegastan. Þeir höfðu
unnið kraftaverk áður árið 2006 þeg-
ar þeir sneru gengi liðsins við. Sem
leikmenn hafa þeir einnig burði til
að breyta stíl liðsins og auka mönn-
um sjálfstraust. Það tókst ekki að
breyta stöðunni að þessu sinni en
það er meiri bragur á leik liðsins.“
Bjarni fer og Guðjón tjáir sig
Það olli mikilli reiði meðal stuðn-
ingsmanna að Bjarni Guðjónsson,
fyrirliði liðsins, skyldi ganga til liðs
við erkifjendurna í KR, en ekki síð-
ur ummæli sem Guðjón, faðir hans,
hafði uppi í samtali við útvarp KR-
inga. Var hann þar spurður um hvað
hefði farið úrskeiðis hjá ÍA og lát-
ið hafa eftir sér að „maður býr ekki
til kjúklingasalat úr kjúklingaskít“
sem margir litu á sem aðför að leik-
mönnum liðsins. Gísli segir það til-
viljun eina að Bjarni skuli hafa yfir-
gefið herbúðir liðsins á sama tíma
og Guðjón fór. „Félagaskiptaglugg-
inn hafði verið opinn og var að lok-
ast, þrjú félög höfðu lýst yfir áhuga á
að fá hann til sín. Það var vilji okk-
ar að halda Bjarna, en niðurstaðan
varð sú eftir að menn settust niður
að hann leitaði á önnur mið. Þannig
er fótboltinn, leikmenn og þjálfarar
koma og fara. Það sem er sérstakt í
þessu máli er auðvitað að hann er
sonur þjálfarans sem var að fara og
einn af burðarásum liðsins, það er
ekki oft sem leikmenn af þeim gæð-
um færi sig milli liða á miðju sumri.“
Hvað athugasemd Guðjóns varð-
ar segir Gísli hana hafa skiljanlega
farið í margan stuðningsmann ÍA,
en sem slík hafi orð hans ekki truflað
stjórnina mikið, oft þétti hópurinn
raðirnar við slíkt. Og það var reynt.
Gífurlegt áfall að falla
Þegar Gísli er beðinn um að taka
saman tímabilið segir hann það fyrst
og fremst markast af gríðarlegum
vonbrigðum í ljósi þess að liðið hafi
fallið. „Þótt öll merki hafi verið á lofti
um að þetta gæti gerst var bragðið
mjög beiskt. Skaginn er ekki vanur
að standa í fallbaráttu eða að ná ekki
helstu markmiðum, þannig að þetta
var verulegt áfall. Það þýðir ekki að
horfa framhjá því að þótt lítið hafi
fallið með okkur hvort heldur sem er
hjá dómurunum eða annað, stend-
ur eftir að liðið spilaði ekki vel. Það
á enginn áskrift að efstu deild. Við
þökkum fyrir þegar menn segja að
þeir vilji hafa Skagann í efstu deild,
en ég segi jafnframt að það á eng-
inn sæti í efstu deild nema að verð-
leikum. Þar vorum við undir pari og
þess vegna erum við í þessari stöðu,“
segir Gísli.
Framtíðin í fyrstu deild
Gísli segir undirbúningsvinn-
una fyrir næsta tímabil vera vel á
veg komna og hafna fyrir nokkru. „Á
þessum dökku dögum verður samt
að segja að birtan í því er sá stuðn-
ingur sem liðið hefur fengið á síð-
ustu vikum. Það var mjög gott að
finna það. Við horfum líka á það að
við erum með unga stráka sem eru
að verða fótboltamenn, 2. flokkur
stóð sig með mikilli prýði þar sem
Ólafur og Steinar Adolfssynir unnu
mikið og gott verk sem þjálfarar,“
segir Gísli og bætir við að stefnan sé
tekin rakleiðis upp aftur, án þess þó
að vanmeta 1. deild.
Beint upp aftur
Gísli segir að ekki verði miklar
breytingar á leikmannahópi Skaga-
manna þrátt fyrir fallið þar sem
meirihluti núverandi leikmanna sé
samningsbundinn til lengri tíma.
Einhverjir af eldri leikmönnum liðs-
ins munu væntanlega leggja skóna
á hilluna eftir langa og dygga þjón-
ustu. Mál þeirra skýrast eftir helgi.
Gísli segir að viðræður standi yfir
um að Arnar og Bjarki haldi áfram
með liðið, enda sé áhugi beggja að
svo verði. Verið sé að gera ákveðnar
ráðstafanir varðandi það að tryggja
þeim nauðsynleg leyfi og réttindi.
„Stefnan er sett á að ná samning-
um við þá bræður auk Steinars og
Ólafs Adolfssona og Þórðar Þórð-
arsonar, sem er með öll réttindi til
þjálfunar í öllum deildum. Þetta er
það fimm manna teymi sem við ætl-
um að treysta á fyrir meistaraflokk
og annan flokk. Og teljum að við
séum með toppmenn í höndunum
til að fylgja þessu eftir. Þó svo að við
séum í fyrstu deild verður því ekki
mætt öðruvísi en að við ætlum að
vera með lið á Landsbankadeildar-
mælikvarða. Og stefnan er sett beint
upp aftur, það er ljóst. Það er þó ekki
sjálfgefið, enda góð lið í fyrstu deild.
Skaginn fer ekki niður í fyrstu deild
til að vera þar. Við sameiginlega
skuldum samfélaginu það eftir sum-
arið,“ segir Gísli Gíslason, formaður
ÍA, bjartsýnn að lokum.
mikael@dv.is
Knattspyrnulegt gjaldþrot á sKaganum
Mikið áfall að falla gísli gíslason
segir fótboltasumarið hafa verið
vonbrigði og fall um deild áfall.