Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 40
fimmtudagur 25. september 200840 Vesturland
Við hjónin keyptum reksturinn
hér í Baulunni þegar ég hafði ver-
ið rekinn af togara sem ég var stýri-
maður á heima í Grundarfirði,“ segir
Kristberg Jónsson verslunarmaður.
Kristberg, sem jafnan er kallaður
Kibbi, hefur staðið vaktina í Baul-
unni með stuttum hléum frá árinu
1999. „Ég velti því aldrei fyrir mér af
hverju ég missti plássið á sjónum. Ég
var þegar byrjaður að svipast um eft-
ir vinnu, þannig að þarna kom eitt-
hvert tækifæri til mín,“ heldur hann
áfram.
Kibbi tekur á móti blaðamanni í
bílskúrnum í nýja húsinu í Borgar-
firðinum. Þetta er ekki hefðbund-
inn bílskúr, heldur einhvers konar
musteri dellukarlsins. „Það er varla
hægt að segja að hér hafi nokkurn
tímann komið bíll inn fyrir dyr.“ Inni
er þó mótorfákurinn, sem er í aug-
ljósu uppáhaldi, ásamt byssuskáp
og nokkru magni af alls kyns veiði-
tólum.
Á hárréttum tíma
„Fyrri eigandi var kominn með
reksturinn í þrot. Við gátum í raun-
inni keypt þrotabúið og nutum að-
stoðar Kristjáns Snorrasonar, sem
þá var útibússtjóri Búnaðarbankans
í Borgarnesi. Kristján er alveg fanta-
góður drengur, jafnvel þótt hann sé
framsóknarmaður,“ heldur Kibbi
áfram.
Hann hallast að því að þau hjón-
in hafi eignast söluskálann á hár-
réttum tíma. Hvalfjarðargöngin hafi
verið opnuð fyrir umferð árinu áður.
„Fróðir menn eru sammála um að
umferð ferðamanna um Borgarfjörð-
inn og Vesturlandið hafi náð nýjum
hæðum eftir tilkomu ganganna, en
þó ekki fyrr en í kringum árið 2000.“
Samningurinn um kaupin á Baul-
unni gekk saman á réttri viku. Þau
hjónin fluttu svo snarlega inn í sum-
arbústað sem þau áttu í næsta ná-
grenni. „Frúin er ættuð héðan úr
sveitinni og við vorum búin að koma
okkur upp sumarhúsi sem hentaði
ágætlega. Þar bjuggum við svo í sjö
ár, þangað til við byggðum okkur
þetta hús í hitteðfyrra,“ segir Kibbi.
Endalaus vakt
„Reksturinn hefur gengið alveg
ágætlega hjá okkur. En þetta er þess
eðlis að maður verður alltaf hreint að
standa vaktina sjálfur. Það má aldrei
líta af þessu.“ Hjónin hafa því skipt á
milli sín vöktunum í þau níu ár sem
þau hafa rekið staðinn.
Kibbi segir þó að með nokkurri
skipulagningu hafi hann náð að
sinna áhugamálunum inni á milli.
„Ég kemst hæglega í gæsaveiði hérna
í næsta nágrenni sem er ágætt. Ég get
þá skroppið í morgunveiði ef frúin er
á þeirri vaktinni.“
Mótorfákinn dregur svo Krist-
berg reglulega fram. Hann fagnaði
því meðal annars í vor að hafa verið
reyklaus í ár með því að aka hringinn í
kringum landið, nánast í einum rykk.
„Ég get ekki alveg gefið nákvæmlega
upp hve lengi ég var. Ég var lagður
af stað klukkan sex að morgni hérna
frá Baulunni. Ég var svo kominn aft-
ur heim áður en dagurinn var liðinn.
En ég stoppaði bæði sjaldan og stutt
í einu. Þetta var ljúfur túr.“
Frá Grundarfirði
Kibbi er fæddur og uppalinn í
Grundarfirði í átta systkina hópi.
„Mamma átti okkur öll á tólf ára
tímabili og var hætt þessu þegar hún
stóð á þrítugu. Þetta er glæsilegur
systkinahópur að sjá, þegar maður
skoðar myndir. Systurnar giftust og
fluttu hingað og þangað um landið.
Þegar ég flutti frá Grundarfirði, árið
1999, var staðan sú að allir bræðurn-
ir voru enn fyrir vestan.“
Kibbi gekk í Stýrimannaskólann
og stundaði sjómennsku af krafti.
„Ég var á ísfisktogara. Við veiddum
fyrst og fremst bolfisk og seldum allt
„Fyrir vestan varð ég
svo sósíalisti, nánast
um leið og ég hafði ald-
ur til.“
Verslunareigandinn, veiðimaðurinn og sjómaðurinn fyrrverandi Kristberg Jónsson í Norðurárdal tekur á móti við-
skiptavinum sem koma á þyrlu og býður upp á pylsur. Hann furðar sig á því að Davíð Oddsson sé nánast orðinn
fullkomlega samstíga vinstri-grænum í viðhorfum sínum til viðskiptamanna og Evrópumála. Kibbi segir frá.
Í musteri dellukarlsins
Systkinahópurinn Kristberg til
vinstri, svo Laufey og Ásrún. Vilborg er í
miðju og Ágúst við hlið hennar. Neðst
eru rakel, Heimir og svala.
Fákurinn mótorhjólið fær að
dvelja í skúrnum með sérstakri
undanþágu. Kibbi ók hringinn í
vor. Í einum rykk.