Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Page 50
Linda Björk Guðrúnardóttir, verk- efnisstjóri hjá Akraneskaupstað, hef- ur verið önnum kafin síðustu vikur í tengslum við komu 29 palestínskra flóttamanna til landsins. Fjölmiðl- ar, jafnt innlendir sem erlendir, hafa sýnt flóttamönnunum mikinn áhuga og segir Linda Björk að jafnvel þótt ágangurinn hafi á köflum verið nokkuð mikill, þá hafi það verið já- kvætt fyrir konurnar að fá tækifæri til að segja sögu sína. „Við undirbjugg- um þær fyrir þetta á Heathrow-flug- vellinum í London. Við spurðum konurnar hvort þeim væra sama þó fjölmiðlar tækju myndir þegar þær kæmu hingað til lands. Þær sam- þykktu það og þær hafa vijlað tala því þær hafa aldrei haft rödd fyrr en nú. Jákvæði kosturinn er að þær eru að fá vettvang til að tjá sig og koma á framfæri upplýsingum sem hafa ekki fengið hljómgrunn áður,“ segir hún. Linda Björk bendir einnig á að fjölmiðlar séu vettvangur til að eyða fordómum og hingað til hafi fjöl- miðlaumfjöllunin verið mjög já- kvæð. Ánægð þrátt fyrir veðrið Flóttamennirnir hafa þegar kom- ið sér ágætlega fyrir á Akranesi, á þeim tæpu þremur vikum sem liðn- ar eru síðan þeir komu til hingað til lands. Fulltrúar Rauða krossins höfðu unnið í sjálfboðavinnu við að standsetja íbúðir fyrir fjölskyldurnar og segir Linda Björk að þær séu mjög huggulegar. Aðspurð um hvernig fólkinu hafi gengið að aðlagast líf- inu á Íslandi svarar hún: „Ég held að þeim líki mjög vel. Þeim finnst Íslendingar reyndar tala mjög mik- ið um veðrið. Ein konan sagði fyrir nokkrum dögum að hún ætlaði ekki út úr húsi fyrr en veðrið skánaði. Þá svaraði kona hér í bænum að hún færi þá bara ekkert út. Svona sé ein- faldlega veðrið.“ Rigning og úfinn sjór eru mik- il viðbrigði fyrir fólk frá Mið-Aust- urlöndum, en það er ýmsu vant eft- ir síðasta bústað. „Þau höfðust við í tjöldum í flóttamannabúðum í eyði- mörkinni á landamærum Íraks og Sýrlands. Þar fer hitinn upp í 50 stig og svo niður fyrir frostmark á vet- urna. Sumar konurnar eru veikar í öndunarfærunum eftir sandstorm- ana sem þar geisa. Mikið lagt á fólkið Flóttamennirnir hafa allir geng- ist undir hefðbundna læknis- og tannlæknisskoðun eftir komuna til landsins. Þá eru börnin, sem sum eru á leikskólaaldri, þegar kom- in í aðlögun á leikskóla í bænum. „Það er heilmikið sem lagt er á þau þessar fyrstu vikur,“ segir Linda Björk. Þrátt fyrir að það geti verið erfitt að hefja nýtt líf í nýju landi er Linda Björk ánægð með hversu vel hefur tekist til að búa fólkinu til betra líf. „Fyrirtæki hafa hjálpað okk- ur með því að gefa afslátt af raf- magnstækjum og húsbúnaði. Síð- an höfum við einnig fengið gefins sófa og húsgögn í íbúðirnar. Það hefur gengið mjög vel að stand- setja allt fyrir fólkið.“ fimmtudagur 25. september 200850 Vesturland „Ein konan sagði fyrir nokkrum dögum að hún ætlaði ekki út úr húsi fyrr en veðrið skánaði.“ „Þær hafa aldrei haft rödd fyrr en nú“ Linda Björk Guðrúnardóttir, verkefnisstjóri hjá Akraneskaupstað, hjálpar palestínsku flóttamönnunum að aðlagast lífinu á Íslandi. Hún segir þá miklu fjölmiðlaathygli sem fólkið hefur fengið hafa verið til góðs. Þær hafi aldrei haft tæki- færi til að segja sögu sína áður. Aðlögunin hefur gengið vel, en íslenska veðurfarið hefur komið fólkinu nokkuð á óvart. Linda Björk Guðrúnardóttir „Þau höfðust við í tjöldum í flóttamannabúðum í eyðimörkinni á landamærum Íraks og sýrlands.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.