Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 52
BAULAN
Veitingarstaðurinn Baulan á sínum stað við þjóðveg 1, aðeins 20 km norður
frá Borgarnesi.
Kjörinn áningarstaður fyrir fjölskylduna og ferðamanninn.
Eldsneyti á sjálfsafrgreiðsluverði með þjónustu. Erum með mikið úrval af
vörum fyrir grillið.
Bílavörur í góðu úrvali, veiðivörur, garðáhöld, leikföng, matvörur, veitingar
s,s pizzur, hamborgarar, samlokur, steikur, kótilettur og margt fleira.
Ekki má gleyma hinum vinsælu SS pylsum og kjörísnum.
Og rúsínan í pylsuendanum - Við erum með afgirtan garð þar sem fjölsky-
ldan getur notið sín.
Verið hjartanlega velkomin, tökum á móti ykkur með bros á vör. :)
Starfsfólk Baulunnar
fimmtudagur 25. september 200852 Vesturland
„Þetta snýst um að kenna fólki að
vera svolítið sjálfbjarga í eldhúsinu,“
segir Dóra Svavarsdóttir, matreiðslu-
meistari og eigandi Á næstu grösum,
sem ætlar að halda matreiðslunám-
skeið í grunnskólanum í Borgarnesi
6. október. Námskeiðið er á vegum
Símenntunarmiðstöðvar Vestur-
lands og er ein kvöldstund.
„Námskeiðið, sem ber heit-
ið Grænmetisfæði, er fjölbreyttara
en flesta grunar og er einmitt til að
sýna fólki nýjar og ferskar hugmynd-
ir. Ég mæti með fullt af góðu hráefni
og mikið úrval frábærra uppskrifta
sem fólk getur valið úr. Það mun því
væntanlega enginn elda það sama,“
segir Dóra og bendir á að námskeið-
ið sé eingöngu verklegt, þannig læri
fólk mest.
Að sögn Dóru er alltaf að verða
algengara að fólk eignist maka,
tengdasyni eða tengdadætur sem
eru grænmetisætur. Þetta gerir fólki
oft svolítið erfitt fyrir og því tilvalið
að skella sér á námskeið sem þetta
og fá nýjar hugmyndir að hollu fæði.
„Það sem ég legg hvað mesta áherslu
á er meðlæti, við borðum jú fisk, kjöt
og fleira mjög reglulega en það sem
við erum orðin leið á er meðlætið.
Möguleikarnir eru endalausir,“ legg-
ur Dóra áherslu á.
Dóra hefur haldið fjölda nám-
skeiða bæði í Reykjavík sem og úti á
landi. Hún viðurkennir að oft myndist
sérstök stemning úti á landi. „Þarna
kemur fólk á öllum aldri saman sem
hefur ákveðið að fjárfesta í þessu
kvöldi og gera eitthvað fyrir sjálft sig.
Ekki sakar að oft þekkist fólk innbyrð-
is og þá verður þetta allt svo létt og
skemmtilegt.“ Þegar allir hafa eldað
og prófað sig áfram í eldhúsinu ber-
um við alla réttina fram sem geta orð-
ið allt upp í tuttugu og höldum helj-
arinnar matarboð,“ segir Dóra hress
að lokum og minnir áhugasama á að
skráning á námskeiðið fer fram á si-
menntun.is kolbrun@dv.is
Fjölbreyttara
en flesta grunar
Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og eigandi Á næstu grösum, ætlar að gefa fólki nýjar hugmyndir að hollu
meðlæti og grænmetisréttum á matreiðslunámskeiði í Borgarnesi.
Góð stemning úti á landi dóra
svavarsdóttir matreiðslumeistari segir
sértaka stemningu myndast á mat-
reiðslunámskeiðum hennar úti á landi.