Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Qupperneq 54
„Ef við getum glatt eitt hjarta erum við glaðir,“ segir Guðberg- ur Garðarsson, en hann og In- ácio Pacas da Silva Filho, betur þekktir sem Beggi og Pacas, hafa í þessari viku ferðast um Vestur- land og haldið fyrirlestra á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vestur- lands. Þeir Beggi og Pacas slógu eftirminnilega í gegn í þáttunum Á hæðinni sem sýndir voru á Stöð 2 síðasta vetur. Þeir hafa frætt íbúa Vesturlands um hamingjuna, kær- leikann, ástina og jákvæðnina sem þeir segja að sé svo mikilvæg í allri þeirri neikvæðu umræðu sem ein- kennt hefur þjóðfélagsumræðuna síðustu misseri. Finna jákvæðnina „Við eigum það til að gleyma sjálfum okkur, hamingjunni og kærleikanum sem er svo mikil- vægur. Við höfum öll sól í hjart- anu sem kemst ekki alltaf út og við erum að hjálpa fólki að finna þessa leið,“ segir Beggi. Aðspurð- ur hvernig það hafi komið til að þeir ákváðu að halda fyrirlestra um þetta efni fyrir íbúa Vestur- lands segir Beggi að Símenntunar- stöð Vesturlands hafi beðið þá um það. „Ég tala alltaf út frá hjartanu við Pacas og það hefur komið okk- ur langt. Við höfum verið að búa til þetta kerfi og erum að reyna að kenna fólki að lifa í núinu. Það veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér. Umfram allt er þetta kennsla í jákvæðni sem er lykillinn að ham- ingjunni.“ Vesturlandsbúar móttækilegir En þeir Beggi og Pacas eru ekki eingöngu að boða hamingjuboð- skap því þeir kenna gestum fyrir- lestranna að elda hollan og góðan mat. „Jú, mikið rétt. Við reynum að kenna fólki að elda út frá hjart- anu. Við höfum til dæmis verið að vinna með kjúklingabaunir, döðl- ur, dressingar, pasta og fleiri nátt- úrulega hluti. Það eru svo margir sem ekki þora að prófa nýja hluti. Við leyfum fólki að finna hvernig það er að skapa matinn og hann verður líka betri fyrir vikið,“ segir Beggi og bætir við að íbúar Vest- urlands hafi verið mjög móttæki- legir fyrir þessum nýjungum. „Við höfum fengið frábærar viðtökur og íbúar í þessum landshluta hafa verið tilbúnir að prófa nýja hluti.“ Framandi sviðakjammar Það var á mánudagskvöld- ið sem þeir riðu á vaðið með fyr- irlestri í Búðardal. Beggi segir að ferðin þangað hafi veitt honum sérstaklega mikla ánægju vegna þess að Pacas sá svolítið sem hann hafði aldrei séð. „Ég er alltaf að reyna að sýna honum eitthvað framandi við Ísland en hann seg- ist alltaf hafa séð allt. Ég náði hon- um samt þarna í Búðardal því við sáum þegar bændur voru að svíða sviðakjamma. Þetta þótti hon- um mjög framandi og hann hafði aldrei á ævinni séð neitt þessu líkt. Við tókum myndir af þessu og þær fara beint til fjölskyldu Pacasar í Brasilíu. Þetta er nokkuð sem mér fannst mjög gjöfult og jákvætt,“ segir Beggi og endar samtalið á einfaldan hátt. „Ef við getum glatt eitt hjarta erum við glaðir.“ einar@dv.is fimmtudagur 25. september 200854 Vesturland Hollur og góður heimilismatur í hádeginu: Réttur dagsins Súpa og brauð Salatbar Pizza Keyrum einnig út matarbakka til fyrirtækja í hádeginu. Tökum að okkur veislur fyrir öll tilefni (stórar sem smáar) Pinnaveislur Brúðkaupsveislur Jólahlaðborð Þorrahlaðborð Árgangsmót..ofl Fortuna - Mánabraut 20 - Sími 431-3737 fortuna@simnet.is Kenna fólki að finna hamingjuna Þeir Guðbergur Garðarsson og Inácio Pacas hafa ferðast um Vesturland undandarna daga og haldið fyrirlestra. Þeir kenna fólki meðal annars að finna hamingjuna og jákvæðnina sem er svo mikilvæg í allri neikvæðu þjóðfélagsumræð- unni sem einkennt hefur síðustu misseri. Beggi segir að ferðin um Vesturland hafi veitt honum sérstaka ánægju Hamingjusamir Lykillinn að hamingjunni er jákvæðni og bjartsýni. Þeir hafa ferðast um Vesturland undanfarna daga þar sem þeir hafa kennt íbúum að finna hamingjuna, bjartsýnina og hvernig eigi að láta sólina skína úr hjartanu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.