Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 58
fimmtudagur 25. september 200858 Vesturland
„Við erum alltaf með opið alla daga
og bæði Brák og Mr. Skallagrímsson
verða áfram hjá okkur fram eftir vetri
enda ekkert lát á aðsóknina á þær. En
við erum að sjálfsögðu líka að und-
irbúa nýjar sýningar sem eru enn á
vinnslustigi,“ segir Sigríður Margrét
Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
Landnámsseturs Íslands.
Sigríður og eiginmaður hennar
Kjartan Ragnarsson opnuðu Land-
námssetrið í maí árið 2006 og er ætíð
mikið um að vera hjá þeim hjónum.
„Við seldum húsið okkar í Reykja-
vík og keyptum okkur hús hér í Borg-
arnesi og það er æðislegt. Við kunn-
um mjög vel við okkur hér og okkur
finnst þetta land tækifæranna. Hér er
mjög margt spennandi að gerast og
við búin að kynnast frábæru fólki.“
Sérsniðnar heimsóknir á
Landnámssetrið
Mikið er um það að fyrirtæki komi
í hópeflisferðir á Landnámssetrið og
skelli sér meðal annars í vinsælan
ratleik um svæðið. Að sögn Sigríð-
ar er lögð áhersla á það að sérsníða
heimsóknir eftir þörfum hópanna.
„Fólk sem er til dæmis að skipuleggja
vinnustaðaferðir getur sérsniðið þær
svolítið eftir sínum þörfum. Ef fólk
vill fá leiðsögn getur það fengið ým-
ist hálftíma eða klukkutíma leiðsögn
en það er alltaf best að hafa bara
samband við okkur og láta okkur
vita hvað fólk vill gera og þá getum
við vonandi orðið við óskunum. Svo
er líka einstaklega skemmtilegt um-
hverfið í kringum Landnámssetrið.
Það er til dæmis stutt að fara í sund
og er gaman að flétta það inn í ferð-
ina.“
Áhersla lögð á hollustufæði
Á Landnámssetrinu er einnig að
finna huggulegan veitingastað þar
sem er bæði boðið upp á mat í há-
deginu fyrir fólk á ferðinni og eins
fyrir sýningar á kvöldin. „Við erum
að leggja alltaf meiri og meiri áherslu
á hollustufæði. Þetta verður þó ekki
beinlínis grænmetisstaður heldur
leggjum við áherslu á að vera með al-
veg rosalega fersk hráefni og spenn-
andi matreiðslu,“ segir Sigríður.
Aðspurð hvort mikið sé um það
að Íslendingar leggi leið sína á Land-
námssetrið svarar Sigríður: „Íslend-
ingar hafa komið mjög mikið til
okkur og útlendingarnir líka. Bæði
Íslendingar sem eru á ferðalagi og
eru á leiðinni norður í land en vilja
stoppa og fá sér hollan og góðan mat
í fallegu umhverfi og eins til að fara á
sýningarnar. Það er ekki nema þrjár
mínútur sem það tekur að keyra frá
gatnamótunum og niður í Borgar-
nes. Það eru alltaf fleiri og fleiri sem
taka þessa vinstri beygju og koma
alveg niður í gamla bæinn að heim-
sækja okkur. Ég finn það líka núna
þegar það er ekki eins gott veður að
fólki finnst gott að koma inn í hlýj-
una og fá sér heitt kakó og jafnvel
vöfflur og skoða sýningarnar sem eru
opnar daglega frá klukkan ellefu yfir
vetrartímann.“
Vel heppnuð saga til
næsta bæjar
Í sumar voru gerðar tilraunir til að
vera með sagnamannakvöld á sunnu-
dögum í Landnámssetrinu sem köll-
uðust saga til næsta bæjar og heppn-
uðust gríðarlega vel. Kvöldin voru
tekin upp í samvinnu við Ríkisútvarp-
ið og unnir voru hálftíma þættir upp-
úr sögunum sem sagðar voru.
„Við vorum rosalega metnaðar-
gjörn og ákváðum að fá fólk alls stað-
ar af á landinu til okkar. Við fengum
til dæmis Hákon Aðalsteiðsson aust-
an af fjörðum, Frey Ejólfsson úvarps-
mann, alþingismenninga Kolbrúnu
Sérsniðnar heimsóknir
og úrval Sýninga
Hjónin Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Kjartan Ragnars-
son opnuðu Landnámssetrið í maí 2006. Þar hafa þau byggt
upp fjölbreytta starfsemi jafnt fyrir einstaklinga sem og
hópa og er skemmst frá því að segja að leiksýningar sem
settar hafa verið upp á Söguloftinu hafa slegið í gegn.
Í vetur verður að venju mikið um að vera í Land-
námssetrinu, tónleikar, leiksýningar, ratleiki,
sagnamannakvöld og óhefðbundin jólahlað-
borð svo fátt eitt sé nefnt.
Landnámssetur Íslands „Það er
ekki nema þrjár mínútur sem það
tekur að keyra frá gatnamótunum og
niður í borgarnes. Það eru alltaf fleiri
og fleiri sem taka þessa vinstri
beygju og koma alveg niður í gamla
bæinn að heimsækja okkur. “
Sigríður fyrir utan Landnáms-
setrið Í Landnámssetrinu ráða
hjónin sigríður margrét og Kjartan
ragnarsson ríkjum og er fjöbreytt
vetrardagskrá framundan í setrinu.
DV mynd: Einar Ólason