Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Qupperneq 70

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Qupperneq 70
Nú mega sko hinir vinsælu Moggabloggarar Jenný Anna Baldursdóttir, Stefán Friðrik Stefánsson, Ómar Ragn- arsson og Ásdís Rán fara að vara sig. Svarthöfði ætlar að opna sína eigin moggabloggsíðu og blogga við hverja einustu frétt á mbl.is sem hann telur sig varða. Svarthöfði hefur rýnt í sam- félagið í áratugi, er glöggur mann- þekkjari og hefur nóg af skoðunum sem hann nennir ekki að liggja á lengur. Svarthöfði á erindi við alþjóð og verður því að sjálfsögðu að blogga eins og allir hinir. Þótt Svarthöfða skorti næmni Jennýar, skopskyn Ómars, þráhyggjukennda elju Stefáns og fegurð Ásdísar ætlar hann að skjóta þeim öllum ref fyrir rass á mettíma. Björn segir að fylla þurfi skörðin: Nú er nóg komið Björn! Er ráðherra dómsmála gengin til liðs við myrk- raöflin? Blasir það ekki við hverjum sem sjá vill að hverfi ofurlöggan Jói Ben. á braut ásamt sínum nánustu samstarfsmönnum á Suðurnesjum að landið mun standa eftir galopið fyrir dópsmyglurum, Vítisenglum og siðblindum austantjaldsmorðingj- um? Þetta hyski óttast ekkert nema Jóa Ben. og nú er búið að flæma þessa alþyðuhetju burt vegna þess að hann er svo dýr! Það kostar pening að verja landið Björn! Og það átt þú að vita. Svo dettur ráðherr- anum ekkert gáfulegra í hug til að segja um þetta ófremd- arástand sem hann hefur skap- að annað en að það þurfi að fylla skörð- in. Fylla þau með hverjum? Annars flokks fólki vegna þess að ofurlöggan er of dýr. Væri bara ekki réttast að Björn leysti deiluna með því að skilja eftir sig skarð við ríkisstjórnarborðið. Það skarð yrði þó í það minnsta auðfyllt. Kynfæraaðgerðir vafasamar: Já, þetta hefur Svarthöfði nú alltaf vitað. Auðvitað er það galið og stórhættu- legt að krukka í þessum líffærum sem skaparinn gaf okkur svo við mættum viðhalda mannkyninu. Og svo telja menn sig vera að gera fegrunarað- gerðir á æxlunarfærunum. Til hvers í ósköpunum? Þessi líffæri eru ekki fyrir augað og eiga ekki að vera það. Þau á að fela ofan í nærklæðunum nema rétt á meðan þau eru notuð í sínum náttúrulega tilgangi. Svarthöfði er sáttur við sína litlu, krumpuðu rækju eins og hún er og hefur aldrei látið sér detta til hugar að svara tölvupóstum frá öllu þessu fólki úti í heimi sem veit einhverra hluta vegna að tommurnar hjá Svarthöfða mættu vera fleiri. Selfoss færðist til í skjálftanum: Jahá! merkilegt. Þarna er loksins komið eitthvað jákvætt við þessa bansettu landskjálfta á Suðurlandi. Best væri er hamagangurinn verði slíkur að Selfoss hristist bara frá landinu næst. Þá losn- um við við þessa hvimleiðu og svokölluðu hnakka- menningu sem hefur gert unga fólkið okkar að landeyðum. Því mun sko ekki fylgja neinn skítamór- all ef bærinn sem kallaði Skítamóral yfir okkur fer til Fær- eyja. Goldfinger enn til umræðu: Ætlar þetta lið aldrei að þreytast á því að æsa sig yfir þessum súludansi? Hvar endar þessi vitleysa í lopapeysulið- inu í Samfylkingunni? Auðvitað hefur Svarthöfði megna skömm á því sem fram fer innan veggja súlustaðanna enda stendur hann bjargfastur í þeirri trú að kynfæri séu ljót og eigi ekki að vera til sýnis. Aldrei hefur Svarthöfði komið inn á svona búllu og vill sem minnst að þessu vita en er nokkuð að því að vesælir og graðir karlar eyði sínum fáu krónum þarna? Þeir dæma sig barasta sjálfir og við þurfum eng- in lög yfir þetta. Við verðum bara að losna við þennan ósóma úr urmæð- unni og auðvitað er þessi viðbjóð- ur best geymdur í iðnaðarhverfum í Kópavogi. Það er gott á þá sem búa í Kópavogi! Lindsay lengi verið lesbía: Vil ég vita þetta? Nei! Af hverju er Mogginn að segja mér að Lindsay sé lesbía? Vill þetta virðulega blað þá ekki bara líka upplýsa mig um kynhneigðir þjóðþekktra íslenskra kvenna? Hvur- slag della er þetta? Sjálfsagt veit ekki stúlkugreyið sjálf í hvorn fótinn hún á að stíga í þessum málum. Hún er með konu í dag, karli í gær og hver veit upp á hverju blessað barnið tekur á morgun. Svona lagað á hrein- lega ekkert erindi við venjulegt fólk. Hver er svo þessi Lindsay eiginlega? Væntanlega leikkona, söngkona eða bara fræg fyrir að vera fræg. Umboðsmaður hennar ætti nú að banna henni að stíga fram sem lesbía. Þetta hlýtur að vera vont út á við og draga úr áhuga karlkynsins á henni. Og gengur ekki allt þetta kynþokkabrölt í þessum skjátum út á að afla sér vinsælda hjá drengj- um með hvolp- avit? Maður spyr sig. Ef ég væri ósmekkleg- ur Mogga- bloggari myndi ég segja að þarna færi góður biti í hundskjaft en ég eftir- læt öðrum hér slíkan ósóma. fimmtudagur 25. september 200870 Umræða svarthofdi.blog.is svarthöfði reynir traustason ritstjóri skrifar Jóhann nýtur mikils og víðtæks trausts almennings. Persónuleg heift Leiðari Sú ákvörðun Jóhanns R. Benediktssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hverfa frá starfi sínu felur í sér váleg tíðindi. Jóhann hefur sjálfur þá tilfinningu að hann hafi sætt einelti sem jaðrar við ofsóknir af hendi Björns Bjarnason- ar dómsmálaráðherra. Embættið er undir dómsmálaráðherra sem hefur haft allt á hornum sér gagnvart því. Þá er spurt hvort ástæðan geti verið sú að embættismaðurinn Jóhann hafi staðið sig illa. Það verður ekki séð í fljótu bragði, þvert á móti. Jóhann nýtur mikils og víðtæks trausts almennings jafnt og samstarfs- fólks. Enginn hefur getað sagt með rökum að hann misbeiti valdi sínu í þágu sjálfs sín eða klíku. Hann hefur farið vel með ákæru- vald sem þýðir að ákvarðanir hans hafa oftar en ekki leitt til sak- fellingar. Ráðherrann Björn, sem með fólsku sinni hefur flæmt lögreglustjórann úr embætti, hefur yfir sér allt aðra ímynd. Í skjóli hans starfar ríkislögreglustjórinn, Haraldur Johannessen, sem uppvís hefur orðið að spillingu og fádæma klúðri í starfi. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Ríkislögreglustjórinn hefur markvisst grafið undan Jóhanni sem fellst ekki á að beita valdi sínu af per- sónulegum ástæðum. Örlög Jóhanns í starfi gefa almenningi fullt tilefni til að rísa gegn þeim sem böðlast á mönnum réttlætisins. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er ekki starfi sínu vaxinn vegna þeirrar persónulegu heiftar sem hann stjórnast af. Ef ein- hver dugur er í Geir Haarde forsætisráðherra setur hann dóms- málaráðherrann af. Fyrsta verk nýs dómsmálaráðherra ætti að vera að gera starfslokasamning við Harald Johannessen. Tilval- ið væri í framhaldinu að skipa Jóhann R. Benediktsson ríkislög- reglustjóra og hefja endurreisn þess embættis eftir langvarandi niðurlægingu. spurningin „Nei, við horfðum bara á fyrri hálfleik og svo var æfing klukkan hálf sex eins og vanalega hjá okkur,“ segir Guðmundur Steinarsson fyrirliði Keflvíkinga og markahæsti maður Landsbankadeildar- innar þegar hann er spurður hvort Keflvíkingar hafi klárað að horfa á leik fH og breiðabliks. ef breiðablik hefði náð stigi í leiknum hefðu Keflvíkingar orðið Íslandsmeistarar en staðan var 3- 0 í hálfleik. kláruðuð þið að horfa á leikinn? sandkorn n Menn tala nú um það sín á milli að Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri sé útlærð í almannatengslafræðum eða eigi sér mjög góða ráðgjafa. Frá því hún tók við starfi borg- arstjóra hefur hún varla eða ekki sést nema við jákvæðar kringumstæður. Hún hélt boð fyrir handboltalands- liðið þegar það kom heim og smeygði sér inn í hátíðahöldin í miðbænum. Hún afhenti bikar- inn í bikarúrslitum kvenna í fót- bolta, tók í notkun nýju strætis- vagnaakreinina, heimsótti BSRB og svaraði í símann í þjónustu- veri Símans. Alls staðar var hún mynduð með bros á vor og virð- ist það sú ímynd sem borgarbú- ar eiga að fá af nýja borgarstjór- anum. n Þessari aðferð þykir svipa mjög til þess tíma þegar Davíð Oddsson var einn vinsælasti borgar- stjóri í sögu Reykjavíkur. Þá var haft á orði að Davíð væri í fararbroddi þegar kæmi að vinsæl- um verkum en stillti svo fram embættis- mannakerfi borgarinnar eða öðrum borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins þegar fjalla þyrfti um óvinsælli mál og tilkynna um ákvarðanir sem gætu fallið í grýttan jarðveg. n Undirrót þess að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ákvað að láta auglýsa embætti Jóhanns R. Benediktssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, laust til umsóknar er af flestum talin sú að Haraldur Johannes- sen ríkislögreglustjóri hefur óþol gagnvart Jóhanni. Kumpánarn- ir Björn og Haraldur eru taldir hafa mikla velþóknun á Sigríði Björk Guðjónsdóttur vararíkis- lögreglustjóra og víst að plottið er að koma henni í starfið. Sjálf mun hún vera klár í umsókn. n Senn dregur að því að Ás- mundur Stefánsson ríkissátta- semjari láti af starfi sínu og nýr maður taki við friðarfánanum. Flestir reikna með því að arftak- inn verði Magnús Gunnarsson, fyrrverandi formaður Vinnuveit- endasam- bandsins, sem nýtur trausts víð- ast hvar. Viðbú- ið er að nóg verði að gera í Karphúsinu á næstunni þegar Ásmundur verður lagstur í ferðalög eftir far- sæla starfsævi. Hver hópurinn af öðrum krefst nú sama réttlætis og ljósmæður fengu hjá Árna Mathiesen fjármálaráðherra. Engin þjóðarsátt er í sjónmáli. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðaLnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, ásKriftarsÍmi: 512 7080, augLýsingar: 515 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Annar var venjuleg- ur en hinn frekar tæpur náungi.“ n Björn Bragi Arnarson um mennina sem hann sá kljást með hníf í lest í Kaupmannahöfn. Björn sagði að breski veðbankinn William Hill hefði gefið stuðulinn 1,25 að sá tæpi hefði verið undir áhrifum efna sem ekki er að finna í lotukerfinu. - DV. „Ég leik draug- inn, ég er vondi karlinn.“ n Halla Vilhjálmsdóttir, eða Hatla Williams eins og hún kallar sig, um hlutverk sitt sem morðóður draugur í myndinni Ghost Machine. - Morgunblaðið. „Ætli það sé ekki að halda utan um deyjandi mann.“ n Sigfús Sigurðsson handboltakappi spurður um óvenjulegustu lífsreynsluna. - Vikan. „Ég var varla stærri en ánamaðkur og svaf fyrstu næturnar í skókassa.“ n Skúli Óskarsson kraftlyftingakappi sem fæddist fjórar merkur. Hann á öll Íslandsmet sem sett hafa verið í 75 kíló flokki í kraftlyftingum nema í bekkpressu. - Séð og heyrt. „Það hefur fjölgað á áhorfendapöllun- um jafnt og þétt í sumar.“ n Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflavíkur í knattspyrnu, en níu leikmenn liðsins eru nýbakaðir feður eða eiga von á barni. Sjúkraþjálfarinn líka. - Séð og heyrt. bókstafLega
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.