Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Blaðsíða 23
föstudagur 10. október 2008 23Helgarblað Kleinur, flatkökur speltflatkökur skonsur, vínarbrauð laufabrauð snúðar Sólkjarnarúgbrauð Maltbrauð Normalbrauð Speltrúgbrauð Orkukubbur Ömmubakstur ehf sími 554-1588 Við opnun bankans í gær: Ertu sáttur við yfirtöku ríkisins á Kaupþingi? „Ég er ekkert endilega að hugsa um hvort innistæðan mín sé betur tryggð hjá ríkinu. Mín innistæða er ekki aðalmálið, það er frekar heildarmyndin, fjölskyldurnar í landinu. Það deyr enginn þótt ég tapi einhverjum tvö eða þrjú hundruð þúsund krónum. Ég kom hingað í útibúið til að athuga með innistæðuna og borga inn á lánin mín. Þetta er allt búið að vera í hafi en ég hef þó engar sérstakar áhyggjur.“ Valdimar Tómasson, 37 ára farandverkamaður „Ég bjóst alveg við því að þetta myndi gerast. Ástandið er orðið alveg hræðilegt. Þetta snertir samt ekki marga í minni fjölskyldu. Það er eiginlega enginn með lán nema ég. Ég er að fara í bankann til að athuga með erlenda lánið mitt. Ég hef smá áhyggjur af því að það haldi áfram að hækka og ég nái ekki að borga af því. kaupþing er samt góður banki og ég er mjög ánægð með hann.“ Brynja Guðnadóttir, 26 ára nemi „kaupþing er minn viðskipta- banki. Hér hef ég verið í yfir tuttugu ár. Ég vonaði að hann myndi halda, allra hluta vegna. ekki bara mín vegna heldur fólksins í landinu. efnahagsástandið kemur illa við alla. Ég hef þó engar áhyggjur af minni innistæðu og núna var ég bara að sinna daglegum viðskiptum sem gengu snurðulaust fyrir sig. Ég vona bara það besta fyrir almenning.“ Guðmundur Valdimarsson, ellilífeyrisþegi á níræðisaldri „Ég hrökk dálítið við þegar ég heyrði af þessu. Ég bjóst alls ekki við því að þetta yrði raunin. Mér finnst erfitt að segja til um hvort afleiðing- arnar verði slæmar. eiginlega hef ég ekki velt því mikið fyrir mér. Ég er ekki með nein lán en kom hingað til að athuga hvort það væri allt í lagi með reikningana mína. Ég var áhyggjufullur og fannst rétt að koma til að athuga stöðuna.“ Ólafur Pálsson, 67 ára útgefandi „Ég er mjög áhyggjufullur yfir þessu ástandi öllu í þjóðfélaginu. einhverjir ævintýramenn eru búnir að setja okkur á hausinn. Ég kom hing-að til að taka út smá pening. Þeir eru að tala um að ríkið ábyrgist innistæður en ég held að það geti allt eins verið að bankarnir loki um tíma. Ég náði mér því í smá reiðufé til öryggis en maður getur auðvitað ekki legið á ótal seðlum. Ég reikna með því að fólk geti nálgast innistæður sínar fyrir rest.“ Einar Þór Þorsteinsson, fyrrverandi sóknarprestur „Ég veit eiginlega ekki hvernig mér varð við þegar ég heyrði þessar fregnir. Þeir þurftu auðvitað að gera eitthvað en það hefði þurft að taka á málunum miklu fyrr. Mér finnst kannski svolítið langt gengið að taka yfir alla bankana. en þeir hljóta að skila einhverju til baka þegar þetta gengur yfir. Mín viðskipti eru aðallega í sparisjóði Mýrasýslu en ég bý hér í grenndinni og kem því oftast í kaupþing. Ég býst við að ástandið verði orðið betra eftir árið.“ Óðinn Hugi Ágústsson, 34 ára múrari Hröð atburðarás FimmTudaGur 25. sEPTEmBEr Þorsteinn Már baldvinsson, stjórnarfor- maður glitnis, og Lárus Welding, forstjóri glitnis, gengu á fund davíðs oddssonar seðlabankastjóra og sögðu bankann í ákveðnum erfiðleikum. Því óskuðu þeir eftir láni frá seðlabankan- um og lögðu fram veð því til tryggingar. LauGardaGur 27. okTÓBEr geir H. Haarde fundar með stjórn seðlabankans. Hann segir í fjölmiðlum að um ósköp hefðbundinn fund hafi verið að ræða og tekur fram að hann fundi oft með stjórn bankans. engra tíðinda sé að vænta. sunnudaGur 28. sEPTEmBEr boðað til leynifundar í seðlabankan- um. Þar komu saman formenn stjórnarflokkanna, auk ráðherra. fundinum lauk skömmu fyrir miðnættið og voru menn brúnaþungir eftir fundinn. fundarmenn sögðust bundnir trúnaði um efni fundarins. mÁnudaGur 29. sEPTEmBEr samkomulag gert milli ríkisstjórnar Íslands og eigenda glitnis banka hf. um að ríkissjóður leggi bankanum til nýtt hlutafé. geir H. Haarde á kvöldfund með björgólfi thor björgólfssyni í forsætis- ráðuneytinu. ÞriðjudaGur 30. sEPTEmBEr Þorsteinn Már baldvinsson segir í viðtali við kastljós að davíð oddsson hafi stillt glitnismönnum upp við vegg. Hann segir það ein stærstu mistök sem hann hafi gert lengi að leita til davíðs um aðstoð. miðVikudaGur 1. okTÓBEr forsvarsmenn kaupþings eiga kvöldfund með geir H. Haarde í forsætisráðuneytinu. arnór sighvatsson, aðalhagfræðingur seðlabankans, segir að ekki hafi verið haft samráð við hann um yfirtöku ríkisins á glitni. FimmTudaGur 2. okTÓBEr Í stefnuræðu sinni leggur geir H. Harrde áherslu á að nú þegar efnahagsleg óvissa sæki að hafi þjóðin ástæðu til að gleðjast. Hann nefnir að margs konar menningarstarfsemi standi í blóma og íslenskir listamenn og aðrir andans menn beri hróður landsins víða. FösTudaGur 3. okTÓBEr davíð oddsson seðlabankastjóri segir að mikilvægast sé að menn tali varlega um þá krísu sem nú geisar á fjármála- mörkuðum. Í samtali við rÚV lagði hann áherslu á að efnahagsvandinn yrði ekki magnaður upp með óvarlegum ummælum. LauGardaGur 4. okTÓBEr forystumenn samtaka launafólks, lífeyrissjóða og sveitarfélaga funduðu í höfuðstöðvum alþýðusamtakanna um neyðarástand í íslensku fjármálakerfi. ráðherrar funduðu einnig í ráðherra- bústaðnum og fengu til sín forystu- menn í fjármálalífinu. ,,Þessi helgi hefur skilað því að við teljum ekki nauðsynlegt að vera með sérstakan pakka,“ sagði geir í lok kvölds. sunnudaGur 5. okTÓBEr fundahöld stóðu yfir í ráðherrabú- staðnum frá morgni til kvölds. allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar mættu á staðinn, auk forsvarsmanna kaup- þings, glitnis og Landsbankans, auk fjármálaeftirlitsins. forrystumenn verkalýðsins voru einnig boðaðir þangað. fundargestir vörðust allir frétta. mÁnudaGur 6. okTÓBEr geir H. Haarde ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu. eftir fundinn lagði hann fram frumvarp um neyðarlög til bjargar íslenskum efnahag. Þar kom fram að fjármálaeftirlitið gæti tekið yfir bankastofnanir. frumvarpið varð að lögum þetta sama kvöld. geir neitaði að ræða stöðu einstakra banka. ÞriðjudaGur 7. okTÓBEr fjármálaeftirlitið fór inn í Landsbank- ann um nóttina og tók yfir reksturinn. öll viðskipti hjá Icesave, undirbanka Landsbankans, stöðvast. tilkynnt um að rússar ætli að lána Íslendingum fjóra milljarða evra. davíð oddsson fór mikinn í kastljósi og sagði að ekki stæði til að skuldir bankanna erlendis yrðu greiddar. fjármálaeftirlitið fór inn í glitni um kvöldið og tók yfir reksturinn. miðVikudaGur 8. okTÓBEr gordon brown, forsætisráðherra breta, segir í samtali við daily telegraph í morgun að bresk yfirvöld ætli í mál gegn íslenska ríkinu vegna skuldbind- inga á Icesave-reikningunum í bretlandi. geir H. Haarde segir stjórnvöld tryggja að eigendur Icesave-reikninga tapi ekki peningum sínum. Líklegast standi eignir Landsbankans undir þeim. Lán frá rússum var orðum aukið en formlegar viðræður hefjast brátt. FimmTudaGur 9. okTÓBEr fjármálaeftirlitið fór inn í kaupþing um nóttina og tók reksturinn yfir. allir þrír viðskiptabankarnir eru komnir undir ríkið. Nýi glitnir banki ehf. stofnaður. bankastjórar Landsbankans reknir og elín sigfúsdóttir tekur við. Nýi Landsbanki Íslands ehf. tók til starfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.