Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Blaðsíða 4
föstudagur 10. október 20084 Fréttir Sandkorn n Metsöluhöfundurinn marg- faldi Arnaldur Indriðason lætur sig að sjálfsögðu ekki vanta í jólabókaflóðið þetta árið en nýjasta glæpasaga hans, Myrká, kemur út 1. nóvember en Arnaldur hefur ætíð haldið sig við þennan útgáfudag. Sagan hefst á því að fáklæddur ungur mað- ur finnst í blóði sínu í snyrtilegri íbúð í Þingholtunum. Engin merki eru um innbrot eða áflog en óminn- islyf í jakkavasa hans vekja grunsemdir um að ekki sé allt með felldu. Lögreglugengi hins margrómaða lögregluforingja Erlends Sveinssonar finnur því fljótlega slóð dulins ofbeldis og sálarmorða og harma sem seint verður fullhefnt. Söguþráðurinn lofar því góðu og sjálfsagt er lítil hætta á að Arnaldur bregðist aðdáendum sínum með þessari tólftu skáldsögu sinni. n Á meðan Ísland stendur í ljósum logum og efnahagslegar þrengingar bitna á hverju ein- asta mannsbarni falla smákóng- arnir hver á fætur öðrum. Á meðan Róbert Wessman lagði fimm millj- arða í hluta- bréf Glitnis þremur dögum fyrir ríkisvæð- ingu heyrast þær fregnir af Þorsteini M. Jónssyni, stjórnarfomanni Vífilfells, að hann íhugi sölu á bréfum sínum í fyrirtækinu. Ekki er ljóst hver hugsanlegur kaupandi er en samkvæmt óstaðfestum heim- ildum bjóða menn tvö hundruð milljónir fyrir meirihlutaeignina í Vífilfelli. n Nú er illt í efni fyrir ímynd Ís- lands. Ekki aðeins vegna þess að Bretar hafa beitt hryðju- verkalögum á íslenskan efnahag heldur hefur slúðurkóngurinn Perez Hilton gagnrýnt stjórn- völd vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Perez heldur úti gríðarlega vinsælu vefsvæði sem tugir milljóna lesa á hverj- um degi. Því má með sanni segja að hin svala ímynd sem Ísland byggði upp hafi hlotið talsverðan hnekki. Það verður því athyglisvert að sjá hvort yfirvofandi ímyndarkreppa bitni á framleiðandum Sigur- jóni Sighvatssyni eða Baltas- ar Kormáki sem er við tökur á kvikmynd fyrir bandarískan markað. n Og meira um hryðjuverkalög. Stjórnvöld hafa barist hatramm- lega gegn kreppunni og þá helst með þjóðnýtingu bankanna. Fremstir í flokki hafa verið Geir H. Haarde, forsætisráðherra og Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra. Fjölmargir hafa hins vegar velt því fyrir sér hvar fjármálaráðherrann Árni M. Mathiesen hafi haldið sig und- anfarna daga. Hann dúkkaði þó upp í umræðunni í gær eftir að hann ræddi við fjármála- ráðherra Breta, Alistair Darling, í síma. Eftir símtalið tók breska ríkisstjórnin ákvörðun um að lögsækja Ísland vegna Icesave auk þess sem hún beitti fyrir sig hryðjuverkalögum til þess að stöðva íslenska banka. Hræsninnar helgustu vé Skáldið Skrifar Víkingasveit íslenska alþýðulýð- veldisins er komin heim og þótt enn finnist menn sem námu það við móðurkné að hafa hið illa í hávegum hvenær sem þess gefst kostur eru lyddur sagðar einráðar í sveit þeirri sem nú er til grafar borin. Knerrir eru ýmist brennd- ir á báli eða þá að hræ víkinga eru heygð með hrossi, hundi, sverði og skildi. Það er liðin tíð að menn sæki útfyrir landsteina til að brytja Skrælingja sér til skemmtunar. Hinir þróttmiklu höfðingjar sem ekki héldu vatni yfir einstakri velgengni útrásar vík- inganna kasta nú af sér allri vætu og er lek- andinn slíkur að menn vita ekki í hvern skó- inn næst beri að míga. Höfðingjarnir lofa þá velmegun sem í Valhöll bíður, því jafnvel þótt menn falli þar í valinn eftir vopnfiman leik munu þeir rísa við og fá ný tækifæri – ný fley og nýjar árar. Gullroði himnanna mun enn og aftur verða að glýju í augum þeirra sem gírugastir eru. Höfðingjarnir sem leyfðu víkingaskipunum að sigla – þeir sem ýttu skipunum frá, kannast ekki við það í dag að hafa átt nokkurn þátt í því að illa fór. Nei, núna er komið að því að þjóð- in öll axli ábyrgðina. Já, kæra þjóð, þetta gerist vegna þess að þeir sem landinu hafa stjórnað síðustu árin eru svo mikil dusilmenni að þeir munu aldrei játa á sig mistök, þeir munu alltaf skella skuldinni á þá sem fengu leyfi til að sigla skipunum í strand. Núna keppast þeir hver um annan þveran við að afneita útrásinni og enginn skal til af- töku leiddur, jafnvel þótt höfðingjar okkar hafi stolið frá þjóðinni öllu nema stoltinu einu. Höfðingi útrásarinnar gerir strandhögg í landi Engilsaxa og neitar allri sök, jafnvel þótt hann sé staðinn að verki. Nú hafa hin helgustu vé hræsninnar loksins verið opnuð uppá gátt. Nú fáum við séð hverjir eru hetjur og hverjir eru loddarar og liðleskj- ur. Þeir sem lifa á lygum og óráðshjali; hefnd- arfíkn og valdagræðgi eru þeir sem biðja Guð að blessa íslenska þjóð. Hinir einu sönnu söku- dólgar – fjárglæframenn okkar ágætu þjóð- ar eru þeir sem gáfu eignir ríkisins í nafni al- ræmdrar einkavæðingar – framkvæmdar sem seint verður nógsamlega rómuð. Botninum er náð og við vitum að höfuðpaur- ar samsærisins gegn þjóðinni eru sjálfstæðis- menn og framsóknarmenn – þeir sem hér hafa stjórnað síðustu árin. Þessum mönnum færi ég, hverjum og einum, eftirfarandi boðskap: Þú forðast bæði frið og stríð, þú frítt vilt hafa spilið en um þig síst ég yrki níð, þú átt það varla skilið. V Kristján Hreinsson sKáld sKrifar. „Núna keppast þeir hver um annan þveran við að afneita útrásinni og enginn skal til aftöku leiddur.“ Framsóknarmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu sem felur í sér breytingu á skipan frídaganna uppstigningardags, sumardagsins fyrsta og 1. maí. Með því vilja þeir að meiri samfella verði í frídögum svo þeir slíti ekki sundur vinnuvikuna og komi niður á fram- leiðni. „Erfitt að færa alþjóðlegan baráttudag verkafólks,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Gunnar í Krossinum leggur blessun sína yfir tilfærsluna í kringum uppstigningardag. 1. MAÍ ALLTAF Á MÁNUDEGI „Ég efa nú ekki að þetta frumvarp muni vekja mikla umræðu, sitt sýn- ist hverjum í þessum efnum, en ég hef fulla trú á því að meginþorri al- mennings vilji breyta þessu fyrir- komulagi með þessum hætti enda myndu trúlega allir njóta töluverðs góðs af þessu bæði fjölskyldurnar og atvinnulífið,“ segir Birkir Jón Jóns- son, þingmaður Framsóknarflokks- ins, um nýja þingsályktunartillögu sem felur í sér breytingu á skipan frí- daga. Birkir Jón, Samúel Örn Erlingsson og Bjarni Harðarson eru flutnings- menn tillögunnar en þar vilja þeir flytja fimmtudagsfrídagana upp- stigningardag og sumardaginn fyrsta yfir á föstudag og að 1. maí verði haldinn hátíðlegur frídagur verka- manna fyrsta mánudag í maí. „Mér finnst þetta vera það sem fólk er mikið að tala um, að það verði meiri samfella í frídögum og við höfum bara horft til þess í mörgum löndum sem við berum okkur sam- an við, þar hafa menn gert þessa hluti. Og með þessu móti fá fjölskyldur meira út úr þess- um frídögum,“ segir Birkir Jón um hugmyndina að baki tillögunni. Hugmyndafræðin góð en erfitt er það „Það er erfitt að færa alþjóðleg- an baráttudag verkafólks á einhvern annan dag. Hann er 1. maí,“ seg- ir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Þetta er náttúrlega svolítið vígalegt, en hug- myndafræðin á bak við þetta, það er að segja, að lengja frí með þess- um hætti, er góð,“ segir Vilhjálmur og bætir við að heimilt sé samkvæmt kjarasamningum að færa frídaga sem falla á fimmtudaga með því að vinna þann dag af sér og taka út frí á föstudögum. Birkir Jón segir að allt sé hægt ef viljinn sé fyrir hendi. „Það er í raun- inni mikilvægt að halda upp á þenn- an dag með einhverjum hætti og framkvæma þessar breytingar í sam- ráði við atvinnulíf og verkalýðsfé- lög en ég hef fulla trú á því að menn muni ná saman í þeim efnum. Það væri þá hægt að halda upp á 1. maí að kvöldi til, það er ekkert sem úti- lokar það,“ segir Birkir Jón bjartsýnn. Uppstigningardagur viðkvæmur Í þingsályktunartillögu framsókn- armannanna segir að flutningur frí- dags vegna uppstigningardags verði „viðkvæmt mál þar sem hann er einn af helgidögum þjóðkirkjunnar“ en Birkir Jón er bjartsýnn.„Ég efa nú ekki að þetta frumvarp muni vekja mikla umræðu sitt sýnist hverj- um í þessum efnum en ég hef fulla trú á því að meginþorri almennings vilji breyta þessu fyrirkomulagi með þessum hætti enda myndu trúlega allir njóta töluverðs góðs af þessu bæði fjölskyldurnar og atvinnulífið,“ segir Birkir Jón Jónsson, þingmað- ur Framsóknarflokksins, um nýja þingsályktunartillögu um tilfærslu. Helgihald með lögboði ekki viðeigandi Gunnar Þorsteinsson, forstöðu- maður Krossins, er jákvæður í garð tillögu framsóknarmannanna er sneri að flutningi frídagsins í kring- um uppstigningardag yfir á föstu- dag. Það bæri ekki að leggja ok á menn kirkjunnar vegna. „Það á ekki að sníða helgidagahald eftir dyntum kirkjunnar heldur á almenningur að lofa Guð í frelsi. Helgihald með lög- boði er ekki viðeigandi í nútímasam- félagi,“ sagði Gunnar spurður um skoðun sína á tilfærsluhugmyndun- um. Hann er þeirrar skoð- unar að slíka frídaga eigi að sníða eftir þörfum almennings og í því samhengi sé uppstigningardag- ur ekki heilög stærð í þeim efnum. SiGUrðUr MiKael jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is „Það á ekki að sníða helgidagahald eft- ir dyntum kirkjunnar heldur á almenningur að lofa Guð í frelsi.“ Fyrir fjölskyldurnar Bjarni Harðarson og Birkir Jón Jónsson, þingmenn Framsóknarflokksins, leggja fram þingsályktunartillöguna ásamt Samúel Erni Erlingssyni. Ekkert heilagt Gunnar leggur blessun sína yfir þær hugmynd- ir að breyta skipan frídagsins í kringum uppstigningardag. Hugmyndafræðin góð Góð hugmynd en erfitt að færa alþjóðlegan baráttudag verkafólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.