Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Blaðsíða 32
föstudagur 10. október 200832 Helgarblað
Árið 1977 átti Vilhjálmur Vil-hjálmsson, flugmaður og söngvari, sterka endurkomu í íslenskum tónlistarheimi. Lög
eins og Lítill drengur og Söknuður voru
á hvers manns vörum. Björt framtíð
blasti við honum og Þóru Guðmunds-
dóttur, eiginkonu hans. Vorið 1978
fæddist hjónunum dóttir og hamingjan
virtist fullkomnuð. Örfáum vikum síð-
ar hrundi veröld þeirra þegar Vilhjálm-
ur lést í bílslysi í Lúxemborg, aðeins 32
ára. Eftir stóð ekkja með hvítvoðung.
Þóra segir DV sögu þeirra Vilhjálms.
„Við Vilhjálmur kynntumst í Lúx-
emborg þegar ég var flugfreyja hjá
Loftleiðum en hann var flugmaður
hjá Luxair. Töluverður samgangur var
á milli Íslendinga í Lúxemborg og þá
lágu leiðir okkar gjarnan saman. Þarna
var lítið Íslendingasamfélag á þessum
tíma og fólkið sótti mjög í að hitta aðra
Íslendinga þegar vélarnar komu. Við
sem komum frá Íslandi færðum lönd-
um okkar íslensku blöðin og annað að
heiman.“
Vilhjálmur var á þessum árum fyr-
ir 1970 fyrir löngu orðinn þjóðþekktur
fyrir söng sinn og með systur sinni, Ellý
Vilhjálms. Þegar þau Þóra kynntust var
það í fyrstu aðeins kunningsskapur.
„Mér líkaði strax vel við hann þótt í
fyrstu væri aðeins um það að ræða að
við heilsuðumst og spjölluðum gjarn-
an stuttlega saman. Hann var mjög
sjarmerandi maður og hlýr. Hann gerði
aldrei mannamun en talaði við alla. Þá
hlustaði hann vel á fólk og virtist hafa
nægan tíma fyrir alla.“
Árið 1974 fór Vilhjálmur til Karakas
í Venesúela á flugráðstefnu. Þar veikt-
ist hann hastarlega og var lagður inn á
sjúkrahús í snarhasti.
„Það hafði sprungið í honum mag-
inn og hann var næstum dáinn. Þarna
var fjarlægður stór hluti magans, eða
um 75 prósent. En hann lifði af. Seinna
sagði Vilhjálmur mér að hann hefði
orðið fyrir einstakri reynslu þar sem
hann lá milli heims og helju. Honum
fannst sem hann væri dáinn og í göng-
um þar sem ljós sást við endann. Þá
heyrði hann sagt: „Þinn tími er ekki
kominn enn.“ Hann sagði mér að þarna
hefði hann dáið og snúið aftur.
Vilhjálmur sneri heim til Íslands eft-
ir sjúkrahúsleguna til að ná upp styrk
og jafna sig. Þá tók samband þeirra
Þóru á sig alvarlegri blæ.
„Nokkru eftir þetta, árið 1974, hætti
hann hjá Luxair og flutti heim. Þá fór-
um við að búa saman. Við leigðum
okkur íbúð á Tunguvegi 1 í Hafnarfirði.
Árið 1976 giftum við okkur svo.“
Hamingja í Hafnarfirði
Hamingjan blasti við hjónunum í
Hafnarfirði. Vilhjálmur fékk starf við
flug á Íslandi. Hann flaug fyrir Helga
Jónsson og Sverri Þóroddsson sem
gerðu meðal annars út á leiguflug.
Árið 1977 fékk hann svo aftur vinnu
við millilandaflug þegar hann réð sig
hjá Arnarflugi. Sama ár sló Vilhjálmur í
gegn með plötu sinni Hana nú.
„Vilhjálmur hafði kynnst þessum
strákum, Jóni Ólafssyni hljómplötuút-
gefanda, Magnúsi Kjartanssyni tónlist-
armanni, Pálma Gunnarssyni söngvara
og fleirum. Það varð úr að hann gerði
plötu, Með sínu nefi, sem var við ljóð
Kristjáns frá Djúpalæk. Það var útgáfu-
félagið Fálkinn sem gaf út þá plötu. Árið
eftir gerði hann svo Hana nú sem gefin
var út af Hljómplötuútgáfunni sem var
í eigu Jóns Ólafssonar. Villi var aldrei
með neinn draum um það að geta lifað
af söngnum. Hann vildi sameina það
tvennt að fljúga og sinna tónlistinni.“
Þóra segir að Vilhjálmur hafi átt
mjög auðvelt með að semja texta. Þeir
runnu upp úr honum á augabragði. Og
textarnir hans voru engin froða. Hann
vildi að þeir hefðu merkingu og dýpt.
„Þegar hann var að semja kall-
aði hann það að fá ljóðadrullu. Hann
skrifaði niður textana um leið og þeir
komu upp í hugann. Það voru alls kon-
ar sneplar og miðar um allt með kveð-
skapnum. Stundum gerðist eitthvað
sérstakt og hann samdi um það. Oftast
vildi hann að textarnir innihéldu ein-
hver skilaboð, ekki bara eitthvert bull.
Hann vildi snerta við fólki og þannig
varð það á plötunni Hana nú. Stund-
um kom þó upp í honum litli púkinn
og hann samdi texta sem voru með lín-
ur eins og „Óli kallinn Jó“ þar sem hann
var að syngja um forsætisráðherrann.
En það var auðvitað allt í góðu og alls
ekki illa meint. Villi hafði þann hátt á
að láta nokkra tónlistarmenn fá sama
textann. Síðan kom hver og einn með
sína hugmynd að lagi og besta útkom-
an var valin.“
Stríðinn og skemmtilegur
Þóra segir að Vilhjálmur hafi í raun
verið tímalaus. Hann hafi getað sam-
samað sig alls kyns fólki og alls konar
aðstæðum. Og það kemur á daginn nú,
árið 2008, þegar nýtt lag kemur út með
texta Vilhjálms. Lagið Tölum saman á
jafn vel við nú og fyrir rúmum 30 árum
og nýtur mikilla vinsælda.
„Þessi texti á ágætlega við í dag.
Vilhjálmur var einhvern veginn tíma-
laus og hann gat verið alls staðar, með
hverjum sem er. Við áttum mjög vel
saman. Vilhjálmur var í senn skemmti-
legur og þægilegur. Hann var duglegur
heimafyrir og hafði yndi af matargerð.
Hjá honum lærði ég að búa til mitt
fræga spaghetti bolognese. Það vantaði
ekkert upp á kímnigáfu hans og manni
leiddist ekki í návist hans. Hann gat
verið pínulítið stríðinn en það var allt í
góðu. Hann hlustaði á alls konar tónlist
og söng gjarnan heima. Um það leyti
sem Elvis Presley lést áttum við leið til
New York. Þar keyptum við forláta egg-
laga stól sem var með innbyggðum há-
tölurum. Hann tengdi síðan græjurnar
við stólinn og sat tímunum saman við
að hlusta og stúdera tónlist. Þessi stóll
er ennþá til en systir mín er með hann
núna.“
Vinsæl í stúdíóinu
Sumarið 1977 hlustaði þjóðin á lög-
in af Hana nú og platan náði gríðarleg-
um vinsældum. Lagið Lítill drengur var
í efstu sætum vinsældalista og er fyr-
ir löngu orðið sígilt eins og Söknuður.
Þóra segir að þótt platan hafi selst vel
hafi það ekki haft neina úrslitaþýðingu
fyrir fjárhag þeirra.
„Á þessum tíma voru þetta ekki sér-
lega miklir peningar. En allt í kring-
um gerð plötunnar var gefandi og
skemmtilegt. Ég var gjarnan við upp-
tökur í Hljóðrita og fylgdist með. Það
var óskaplega gaman að fylgjast með.
Vilhjálmur var mjög öruggur í söngn-
um og það þurfti ekki margar upptök-
ur til að ná því fram sem hann vildi.
En þetta voru langir dagar. Vilhjálm-
ur, Maggi og aðrir sem komu að gerð
plötunnar voru að vinna á daginn.
Hann var kannski að fljúga frá morgni
til kvölds en mætti þá í Hljóðrita og var
fram á nótt. Mér blöskraði svo ruslfæð-
ið sem strákarnir lifðu á að ég tók upp á
því að elda fyrir þá heima. Síðan fór ég
með pottana út í bíl og kom með heit-
an mat til þeirra í stúdíóið. Ég uppskar
miklar vinsældir fyrir.“
Vilhjálmur átti sterka endurkomu
í íslenska tónlistarheiminn með nýju
plötunni. Þóra segir að þótt næstum
hvert mannsbarn hafi þekkt hann hafi
það lítið truflað líf þeirra. „Fólk gaf sig
oft að Villa á förnum vegi og hann tók
því ævinlega vel. Stundum gat maður
auðvitað orðið dálítið pirraður þegar
við fórum út að skemmta okkur og allir
vildu tala við hann. En Villi gaf sér alltaf
tíma til að tala við alla. Hann var ein-
faldlega þannig.“
Góður tími í Afríku
Sumarið 1977 þegar hálf þjóðin raul-
aði texta Vilhjálms óraði engan fyrir því
hvaða örlög biðu söngvarans. Þóra var
barnshafandi og þau biðu spennt eft-
ir að barnið kæmi í heiminn. Ný plata
var í spilunum en þó ekki strax. Fyrst
átti að leyfa Hana nú að ná markaðn-
um. „Haustið 1977 var Vilhjálmur að
fljúga fyrir Arnarflug. Fyrsta verkefnið
var í Kenía. Í október hætti ég að fljúga
og tók mér frí. Ég fór þá út til Kenía og
var þar um jól og áramót. Við bjuggum
á íbúðahóteli. Auðvitað voru jólin í Afr-
íku sérstök en ég var orðin því nokkuð
vön að vera erlendis um hátíðarnar.
Meðgangan gekk vel og við nutum þess
að vera saman. Þetta var góður tími.“
Þóra og Vilhjálmur héldu heim til
Íslands í byrjun janúar. Hann fór einn
til Kenía í febrúar en ákveðið var að
hann færi í frí eftir þá vinnutörn og yrði
við fæðingu barns þeirra. Í þeirri ferð
samdi hann sinn seinasta dægurlaga-
texta, Skýið. Þar er að finna ljóðlínur
eins og „að leysast uppi í læðing, sem
litar tímans svörð“. Eftir á að hyggja
er mjög sérstakt að hann skyldi semja
svona texta sem reyndist vera hans síð-
asti.“
Fæðing fyrir tímann
Eftir áramótin 1977-1978 gekk líf-
ið sinn vanagang hjá Þóru. Vilhjálm-
ur var framan af í Kenía að fljúga. Um
mánaðamótin febrúar-mars lá leið
Vilhjálms til London frá Kenía. Þóra
ákvað að nota tækifærið og hitta hann í
heimsborginni, þótt aðeins væru fimm
vikur í fæðinguna.
„Ég fékk far með Arnarflugsvél til
London þar sem við hittumst. Við
dvöldum þar í tvo daga og notuðum
tækifærið til að undirbúa okkur áður
en barnið kæmi í heiminn. Við keypt-
um barnavagn og annað sem þurfti.
Við flugum svo saman heim 6. mars.
En þá dró til tíðinda því ég missti vatn-
ið, það var brunað með mig beint á
spítala og ég eignaðist dóttur fjórum
vikum fyrir tímann. Villi var viðstadd-
ur fæðinguna. Það þurfti að nota sog-
klukku en allt gekk vel. Við gerðum þó
grín að því að vegna sogklukkunnar var
höfuðlag dóttur okkar ekki eins og það
átti að vera í fyrstu en það jafnaði sig
auðvitað.“
Vegna þess að stúlkan fæddist fyrir
tímann þurfti hún að vera á gjörgæslu
í tvær vikur. Vilhjálmur var allan tím-
ann við hlið eiginkonunnar og barns-
ins og naut þess að sinna dóttur sinni.
Ungu hjónin voru alsæl þegar þau
fengu að fara með dóttur sína heim í
Hafnarfjörð. Hamingjan var mikil en
skuggarnir læddust að, örlaganorn-
irnar voru komnar á kreik. Vilhjálmur
Vilhelmína Eva Vilhjálmsdótt-
ir, eina dóttir Vilhjálms, var einung-
is þriggja vikna þegar hann lést í lok
mars árið 1978. „Ég horfi ekki á hann
sem hinn dáða söngvara þjóðarinnar.
Fyrir mér er hann bara pabbi eins og
flestir eiga pabba. Auðvitað er maður
rosalega stoltur af honum. En hann er
fyrst og fremst bara „pabbi“ í mínum
huga,“ segir Vilhelmína.
Hún bætir við að vissulega sé það
svolítið skrítið að sjá og heyra í föð-
ur sínum í sjónvarpi og útvarpi og sjá
hversu vinsæll hann sé hjá íslensku
þjóðinni, en hafa aldrei kynnst hon-
um. „Það er óneitanlega skrítið að vita
svona mikið um mann sem þú hefur
aldrei kynnst. En að sama skapi hafa
allir verið svo hjálplegir við að veita
manni upplýsingar og segja manni
sögur af honum, til dæmis Maggi
Kjartans og fleiri vinir hans. Það hefur
að mörgu leyti bætt það upp að hafa
aldrei kynnst honum og manni finnst
því hálfpartinn eins og maður þekki
hann.“
Vinsældir Vilhjálms telur Vil-
helmína mega rekja til þess hversu
tímalaus lögin hans séu. „Þau virð-
ast einhvern veginn ekki festast í ein-
hverjum tíma og hverfa. Það er sama
hvort maður talar við fólk sem er jafn-
gamalt og maður sjálfur eða mikið
yngra, allir virðast kunna lögin sem
hann söng og þeir sem kunna að spila
á gítar á annað borð kunna flest lag-
anna hans. Lögin virðast einfaldlega
klassísk og tímalaus.“
Vilhelmína kveðst að sjálfsögðu
hlusta á lög pabba síns annað slagið.
„Eftir að ég eignaðist dóttur mína er
Svefnljóð í uppáhaldi. Svo finnst mér
Hrafninn alltaf klassísk og skemmti-
leg melódía. Síðan auðvitað þessi
klassísku sem þjóðin þekkir eins
og Söknuður, Bíddu pabbi og Lítill
drengur.“
„Nýtt“ lag með Vilhjálmi ef svo
má kalla það, Tölum saman, hefur
heyrst á öldum ljósvakans að undan-
förnu en það kom í leitirnar fyrr á ár-
inu. Vilhelmína er ánægð með lagið.
„Mér líst mjög vel á það. Það er ótrú-
lega gaman að lagið skyldi finnast og
vera gefið út núna. Og mér finnst út-
setningin á því koma rosalega vel út.“
Vilhelmína segir að ánægjulegt
væri ef fleiri lög kæmu í leitirnar. „Það
er mjög gaman að svona skuli koma
fram svo löngu eftir að pabbi deyr. Og
maður er alltaf að vonast eftir því að
fleiri ljósmyndir og annað komi fram.
Ég hefði til dæmis rosalega gaman af
því ef fólk sem á einhverjar myndir af
honum hefði samband við mig svo
ég gæti fengið afrit af þeim. Það er
nefnilega ekki til það mikið af mynd-
um af honum.“
Vilhelmína Eva Vilhjálmsdóttir, dóttir Vilhjálms:
Finnst eins og ég þekki hann
Vilhelmína Eva Vilhjálmsdóttir Heldur mikið upp á lögin svefnljóð og Hrafninn.
„Seinna sagði Vil-
hjálmur mér að
hann hefði orð-
ið fyrir einstakri
reynslu þar sem
hann lá milli heims
og helju. Honum
fannst sem hann
væri dáinn og í
göngum þar sem
ljós sást við end-
ann.“
Þurfti að lifa áfram „Þegar Villý var
tæplega þriggja mánaða tók ég ákvörðun
um að fara að fljúga aftur. Það var kominn
tími fyrir mig til að fara að ráðum ömmu og
sleppa. Villi þurfti að fá að fara sína leið, hver
sem hún er, og ég þurfti að halda áfram að
lifa,“ segir Þóra.
MYND HEIÐA HELGADÓTTIR