Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 10. okTóbeR 2008 27Fókus
Hvað er að
GERAST?
Söngleikurinn Fólkið í blokk-
inni verður frumsýndur á Stóra
sviði Borgarleikhússins í kvöld,
föstudag. Söngleiknum er lýst
sem hjartnæmri sögu af skraut-
legu lífi fólks í blokk í Reykjavík
sem ákveður að setja upp söng-
leik þar sem efniviðurinn er það
sjálft. Hárfinnur hárfíni er í for-
svari fyrir hljómsveitina Sóna sem
æfir stíft í kjallaranum á meðan
Robbi húsvörður reynir ólmur að
koma í veg fyrir að söngleikurinn
komist á koppinn. Sjarmörinn
Hannes reynir allt hvað hann get-
ur að ganga í augun á Söru. Tekst
þeim að frumsýna söngleikinn?
Ná Sara og Hannes saman? Og
hver á skjaldbökuna í baðkarinu?
Höfundur er Ólafur Haukur
Símonarson, leikstjóri er Unnur
Ösp Stefánsdóttir og leikarar eru
Guðjón Davíð Karlsson, Halldór
Gylfason, Halldóra Geirharðs-
dóttir, Hallgrímur Ólafsson, Jó-
hann Sigurðarson, Jóhanna Vig-
dís Arnardóttir, Jóhannes Haukur
Jóhannesson, Magnús Guð-
mundsson, Margrét Helga Jó-
hannsdóttir og Sara Marti Guð-
mundsdóttir.
Tónlistarstjóri er Jón Ólafs-
son en tónlist verksins er flutt af
hljómsveitinni Geirfuglunum.
Danshöfundur er Lára Stefáns-
dóttir, leikmyndahönnuður er
Vytautas Narbutas og búninga-
hönnuður er Filippía I. Elísdóttir.
Hjartnæm saga af litríkum Reykvíkingum á fjalirnar:
blokkARFólkið á Svið
föstudagur
n DJ Stef á Hverfisbarnum
Plötusnúðurinn með krullurnar, DJ Stef,
sér um að halda uppi fjörinu á Hverfis-
barnum í kvöld. Hann er annálaður
partípinni sem svíkur engan svo ef þú
vilt vera þar sem stuðið er þá mætirðu á
Hvebbann í kvöld.
n DJ Tweak á Tunglinu
Annar helmingur plötusnúðateymisins
sívinsæla Plugg’d, sjálfur DJ Tweak,
mætir á Tunglið í kvöld og sér til þess að
tunglið verði fullt í alla nótt. Aðgangs-
eyrir er þúsund krónur og fer miðasala
fram við dyr.
n Kristján í Óperunni
Cavalleria Rusticana og
Pagliacci eru tvær einþátt-
ungsóperur þar sem daglegt
líf fólks, harmur þess og gleði
eru í forgrunni. Þessi
glæsilega uppfærsla er
skipuð nokkrum af
fremstu söngvurum
þjóðarinnar, þar á
meðal sjálfum kristjáni
Jóhannssyni sem hefur
slegið rækilega í gegn.
n Frumsýning á Fólkinu í blokkinni.
Söngleikurinn Fólkið í blokkinni eftir ólaf
Hauk Símonarson er frumsýndur í kvöld í
borgarleikhúsinu. Margir ungir og
efnilegir leikarar fara með hlutverk í
þessum skemmtilega söngleik.
n Retro Stefson á Prikinu
Fjörið byrjar snemma á Prikinu í kvöld.
Hljómsveitin Retro Stefson heldur tónleika
á neðri hæð staðarins og hefjast þeir
klukkan 22. á miðnætti tekur síðan Dj
Danni Deluxxx við og spilar hippídíhopp
langt fram eftir nóttu. ekkert kostar inn á
tónleikana.
laugardagur
n James Holden og Nathan Fake
Techno.is stendur fyrir komu kappanna
til landsins og munu þeir trylla lýðinn á
NASA. James Holden mun þeyta skífum
en Nathan Fake mun heilla gesti með
lifandi tónum eins og honum er einum
lagið. Húsið opnað á miðnætti og er
miðaverð í forsölu 2000 krónur en
miðasala fer fram í All Saints í kringlunni.
n Funky Fleivur á 22
Það verður fönk og stuð á skemmti-
staðnum 22 í kvöld. Mættu snemma,
fáðu þér pitsu og byrjaðu svo að dansa
við netta tóna plötusnúðsins Funky
Fleivur. Funky spilar bara svala tónlist og
kann að skemmta dansþyrstum
einstaklingum.
n Dj Shaft á Q-bar
Skafti kallinn er eins og heimilisköttur á
Q-bar og er heldur klókur í skífuþeyting-
unum. DJ Shaft spilar dansvæna
gleðitónlist og ætti ekki að valda neinum
vonbrigðum á þessum heitasta gay-bar
landsins.
n Minningartónleikar Vilhjálms
Vilhjálmssonar
Sannkallaðir stórtónleikar til minningar
um tónlistarmanninn vilhjálm vilhjálms-
son fara fram í laugardalshöllinni tíunda
og ellefta október. enn eru nokkrir miðar
til á aukatónleika sem fram fara í dag
klukkan 16.00. Margir af fremstu
tónlistarmönnum þjóðarinnar koma
fram á tónleikunum. Nánari upplýsingar
og miðasala á midi.is
n Rikki og Áki á Sólon
Partísession með Rikka G á neðri
hæðinni er uppskrift að góðu kvöldi á
Sólon. á efri hæðinni ætlar DJ áki Pain
svo að þeyta skífum fram á morgun.
Stemninginn byrjar að venju snemma á
Sólon og henni lýkur seint.
LiTLa STúLKaN og
SígaReTTaN
Hressandi lesning í öllu
því fári vondra bóka sem
nú ríður yfir veröldina.
m
æ
li
r
m
eð
...
HeaVy MeTaL
iN BagHDaD
Íraskir þunga-
rokkarar rokka í
gegnum stríðið.
ReyKJaVíK-
RoTTeRDaM
ávísun upp á
úrvalsskemmt-
un.
m
æ
li
r
eK
Ki
m
eð
...
JaNiS 27
Góður söngur
og vel
heppnuð
sviðsmynd en
verkið ekki
leiksviðstækt.
MacBeTH
Macbeth er
ekki hér.
skrifað bókina af mikilli innri þörf
en hann sé þó alls ekki að kynna til
sögunnar nýja lausn í stað 12 spor-
anna og hann ætli sér alls ekki að
verða gúrú í alkafræðunum með
fjöldahreyfingu í kringum þessa
lausn sína. Hann hafi engan áhuga
á að verða nýr Bill heldur hafi hann
viljað benda fólki á að AA-lausnin sé
alls ekki sú eina og hver og einn geti
fundið sína eigin leið úr öngstræt-
um alkóhólismans. Þar sem hann
hefur gert ítrekaðar tilraunir til þess
að leysa vanda sinn í AA komi sam-
tökin vissulega mikið við sögu og
hann er ófeiminn við að gagnrýna
hugmyndir Bills og Bobs sem hann
hefur litla trú á.
Í bók sinni, Alkasamfélagið, seg-
ist hann einungis vera að greina frá
sinni persónulegu lausn. Lausn sem
hann fann fyrir sig og þurfi alls ekki að
gagnast örðum þótt hann geti eflaust
stappað stálinu í aðrar ráðvilltar fylli-
byttur. Þessi hugmynd Orra um prívat
og persónulega lausn gengur þvert á
boðskap AA en þar er lagt mikið upp
úr því að berja þá „ranghugmynd“
úr hausnum á forföllnum drykkju-
sjúklingum að þeim standi einhverj-
ar sérleiðir til boða. Það segir sig því
vitaskuld sjálft að Orri á ekki samleið
með AA eins og bókin sjálf ber glöggt
vitni um.
Þreyttur á aa-söngnum
„Ég fór fyrst í meðferð 1994 en það
var ekki fyrr en í maí í fyrra sem ég
sá leið út úr þessum ógöngum,“ seg-
ir Orri en AA-lausnin var þungamiðj-
an í þeim meðferðum sem hann hef-
ur gengið í gegnum. „Þetta var oftast
mikið ströggl og ég náði aldrei löng-
um edrútíma í AA eftir þessar með-
ferðir mínar hjá SÁÁ. Það var ekki fyrr
en ég fór í víkingameðferð á Vogi og
Staðarfelli árið 2007 að ég komst á rétt
ról og allt hefur gengið eins og í sögu
síðan.“ Andi AA svífur yfir vötnum á
Staðarfelli en Orri fann engu að síður
taktinn í víkingaprógramminu.
„Þetta er meiri, stífari og ítarlegri
meðferð þar sem koma við sögu alls
konar atriði sem eru ekkert endi-
lega úr AA-fræðunum. En AA var þó
illu heilli enn í öndvegi. Ég var orð-
inn langþreyttur á .þessum svarthvíta
hugsunarhætti sem er í gangi í AA-
fræðunum og hjá ýmsum sem hafa
tileinkað sér þau. Ég var þreyttastur
á þesum söng að það sé bara til ein
lausn og hún sé svona fyrirfram upp-
skrifuð leið og ef þú ferð hana ekki
bíður þín bara geðveiki eða dauði. Ég
hef séð menn taka þetta of bókstaf-
lega og ef þeim mistekst bara drekka
þeir sig í hel,“ segir Orri um menn sem
misstu alla von þegar þeir gerðu sér
grein fyrir að hin eina lausn væri ekki
ætluð þeim.
Tvíeggjaður vanmáttur
„Þetta er einhvern veginn bara
díllinn og það er náttúrlega alið á
tali um vanmátt sem menn trúa
sterkt. Maður sér það raunar alveg
jafnmikið í edrú alkasamfélaginu og
hjá þeim sem detta mikið í það og
út úr prógramminu. Þeir sem hafa
fengið þessa skólun trúa því fram í
rauðan dauðann að enginn mann-
legur máttur geti stöðvað þetta og
ganga þá bara mjög rösklega til helj-
ar. Þannig að þessi áhersla á van-
máttinn er tvíeggjuð.“ Þungamiðjan
í AA er að alkinn viðurkenni van-
mátt sinn, að hann hafi ekki stjórn
á eigin lífi og sé tilbúinn til þess að
gefa sig og líf sitt æðri mætti á vald.
„Fyrir þann sem er guðleysingi eins
og ég finnst mér það í raun ekkert
vera í boði að finna einhvern æðri
mátt.“
Lausn AA á vanda trúleysingjanna
er sú að þeir geti fundið sinn æðri mátt
í guði eins og þeir sjálfir skilja hann.
Ekki endilega þeim sem er tilbeðinn í
kirkjum. Orri kaupir þetta þó ekki. „ Ef
þú lest AA-fræðin vel er alls staðar tal-
að um himnaföðurinn og skaparann.
Einhverja alheimsvitund. Þetta geng-
ur ekki upp. Þessi klásúla með „sam-
kvæmt skilningi þínum á honum“ var
bara sett inn til að lokka fleiri í sam-
tökin. Bill var alltaf með skýrar hug-
myndir um Guð og sagði að hitt væri
bara nóg til að byrja með. Það má ekki
gleyma að lesa smáa letrið og það er
alltaf ætlast til þess að þú komist í
beint vitundarsamband við einhverja
súpernatúral veru. Jesús og krossinn
eru uppi um alla veggi hjá AA í Banda-
ríkjunum þannig að þar fer ekkert á
milli mála um hvaða æðri mátt er átt
við. AA kemur beint úr kristilegu költi,
Oxford -hreyfingunni og ástæðan fyrir
því að hver og einn fékk að finna guð
samkvæmt eigin skilningi var að þeir
voru byrjaðir að þurrka upp kaþólikka
og fleiri sem vildu ekki vera í einhverri
lúterskri reglu. Prógrammið og sporin
eru endurskrifuð upp úr prógrammi
Oxford-hreyfingarinnar.“
Mannfyrirlitning og hroki
Orri segist einfaldlega hafa fund-
ið sínar leiðir út úr ógöngunum og að
með bókinni sé hann bara að leggja
áherslu á að það séu til fleiri leiðir og
lausnir. „Allir geta fundið sinn farveg
og þurfa ekki einhverja eina tegund af
samtökum til að halda sér edrú. Ég er
að stappa stálinu í fólk og benda um
leið á hvað AA sé í grunninn og það
eigi að vera óhrætt við að fara sínar
eigin leiðir. Fólk á bara að standa með
sjálfu sér og byggja á sjálfsþekkingu.
Samkvæmt AA-bókinni er alveg úti-
lokað að ná bata með sjálfsþekkingu.
Ég er bara, eins og svo margir aðr-
ir, gangandi dæmi um hið gagnstæða.
Það er svo mikið um kreddur í þessu
og það er sagt um menn eins og mig,
sem geta verið edrú án AA, að við
séum á hnefanum og séum enn veik-
ir og að ég sé hrokafullur að telja mig
geta verið edrú án AA. Þetta lýsir raun-
ar mannfyrirlitningu og einmitt hroka.
Fjölmörg dæmi eru um fólk sem hætt-
ir bara að drekka eins og ekkert sé án
þess að vera í AA. Þá er ómögulegt að
gangast við þeirri edrúmennsku þótt
allt virðist ganga vel og vera til fyrir-
myndar í alla staði. Þá er því einfald-
lega slengt fram að viðkomandi hafi
alls ekki verið alkóhólisti í fyrsta lagi.
Þeir sem eru í AA ríghalda í þetta sem
Bill var að skrifa 1938 og taka því sem
einhverri heilagri ritningu. Þetta er
bara vitleysa
engin gremja á ferð
Hrokinn er einmitt talinn einn
helsti veikleiki alkóhólistans og að í
honum sé fallið falið, auk þess sem
gremja er samkvæmt AA öllum alkó-
hólistum stórhættuleg. Orri þvertek-
ur fyrir að hann sé að fá útrás fyrir
gremju í garð AA-samtakanna með því
að skrifa bókina. „Það er hið besta mál
að AA sé til og samtökin eru fín fyrir
þá sem finna sig þar. Mér finnst bara
grátlegt að SÁÁ skuli ekki stilla upp
fleiri úrræðum. Í Bandaríkjunum er
til hellingur af litteratúr um aðrar leið-
ir og fræði. Þessir menn vita af þessu
og þeir vita líka að allar rannsóknir á
árangri AA sýna sláandi lélegan ár-
angur. Það er litið á alkóhólisma sem
sjúkdóm en ætli það myndi ekki heyr-
ast eitthvað ef við værum enn að nota
sömu krabbameisnlyf og 1938.
Það er sértrúarfnykur af þessu
vegna þess að þetta er allt á þessum
nótum og það er ekki eðlilegt. Það
fer kjánahrollur um mann þar sem
þetta snýst allt um prógrammið sem
hefur alltaf rétt fyrir sér og efasemd-
ir eru afgreiddar sem sjúkdómsein-
kenni. Þetta minnir mjög á sértrú-
arsöfnuði og auðvitað er gagnrýnin
hugsun bönnuð vegna þess að þeir
vita að þetta þolir ekki nokkra skoð-
un ef maður fer ofan í þetta. Það er að
minnsta kosti mín niðurstaða.“
Orri segist hafa skrifað bókina í
einum rykk þegar hann var búinn að
vera edrú í um það bil ár. „Þá mundi
ég eftir því að mér hafði virkilega þótt
vanta svona bók og ákvað að drífa í að
skrifa hana. Ég ákvað að hafa textann
stuttan og snarpan frekar en að leggj-
ast í miklar stúdíur og skrifa langa
fræðilega bók. Ég var búinn að safna
svo lengi í sarpinn að þetta flæddi út
úr mér. Ég var lengi að lifa bókina en
fljótur að skrifa hana.“ toti@dv.is
Blússandi blokkarstuð Hinn þaulvani söngleikjahöfundur ólafur Haukur
Símonarson er höfundur verksins.
orri Harðarson hefur tekið nokkrar dramatískar snerrur við Bakkus í gegnum tíðina
og hefur eins og flesta alkóhólista sem leita lausnar rekið á fjörur AA-samtakana. Sú
lausn sem þar er í boði hentaði ekki trúleysingjanum Orra sem ekki gat fundið sinn
æðri mátt. Hann hefur verið edrú frá árinu 2007 og byggir edrúmennskuna á sinni eig-
in persónulegu lausn en slíkt er talið útilokað samkvæmt AA-fræðunum. Hann hefur
sent frá sér bókina Alkasamfélagið þar sem hann beinir spjótum sínum að AA og vill
nota eigin reynslu til þess að stappa stálinu í þá alkóhólista sem enn þjást og geta ekki
samsamað sig AA-samtökunum og þeirri endanlegu lausn sem þar er predikuð.
alkasamfélagið er ekki ætlað að vera
sérstakt andsvar við AA-bókinni og með
henni ætlar orri sér ekki að frelsa alka í
öllum löndum. Heldur aðeins að miðla af
reynslu sinni í þeirri von að hún hleypi
öðrum kappi í kinn.