Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Blaðsíða 44
föstudagur 10. október 200844 umsjón: kolbrún pálína helgadóttir kobrun@dv.is PItsukvöld hefð er víða að fjölskyldur, vinir og vandamenn hittist og njóti matar saman. pitsukvöld er nokkuð sem algengt er á mörgum heimilum um helgar enda ekkert nema gleði og gaman að baka pitsur saman. dV tók saman uppskriftir að einföldum og fljótlegum pitsubotnum, heimalagaðri pitsusósu en svo verðið þið að sjá um að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín þegar kemur að álegginu. deig sem dugir á eina ofnplötu n 7 dl hveiti n 1 pakki ger n 1 msk olía n 3 dl heitt vatn n ½. tsk. salt n 1.tsk. sykur n 1.msk. hunang aðferð blandið vel saman öllum þurrefnunum. bætið síðan olíu, vatni og hunangi við og hnoðið vel saman. látið degið hefast í um það bil hálftíma. hnoðið og fletjið út á ofnplötu. speltdeig sem dugir á eina ofnplötu n 1 1/2 dl gróft spelt n 1 1/2 dl fínt spelt n 3 tsk. vínsteinslyftiduft n 2 msk. extra virgin ólífuolía n krydd að vild, t.d. oregano, salvía, steinselja eða basil n smá salt n vatn aðferð blandið saman spelti, lyftidufti, kryddi og salti. bætið því næst olíunni við og að lokum vatninu. gætið þess að þið náið að hræra deigið saman í passlega blautan massa til að hnoða. hnoðið deigið eins lítið og mögulegt er. fletjið út og setjið á ofnplötu. pitsusósa n 2 msk. tómatmauk n 2 msk. mjólk n ½ tsk. basil n ¼ tsk. rósmarín n ¼ tsk. hvítlauksduft aferð hrærið öllu vel saman. álegg: hér eru engin takmörk, setjið það álegg sem ykkur dettur í hug á pitsuna ykkar. ef öll fjölskyldan bakar pitsu saman er tilvalið að setja gott úrval áleggs, osta og grænmetis í skálar og leyfa hverjum og einum að gera sína eigin pitsu eða raða draumaálegg- inu á sinn hluta pitsunnar. Verði ykkur að góðu & ínMatur Hægeldaður lambaframpartur – fyrir fólk sem er að flýta sér Þetta er ekkert grín, framparturinn er eldaður í 24 klukkustundir en hentar samt vel fyrir önnum kafið fólk. Skellið frampartinum í ofninn að kvöldi (um það leyti sem þið viljið borða kvöldmatinn daginn eftir) og njótið þess að kvöldmaturinn hefur séð um sig sjálfur á meðan allir voru í vinnunni eða skólanum. Frábær sunnudagssteik fyrir alla daga vikunnar og ekki spillir að stinga hvít- lauksgeirunum inn í kjötið til að fá meira bragð. Uppskrift fyrir 4-6: n 1/2 lambaframpartur, á beini n salt n nýmalaður pipar n 1 búnt tímían n 10 hvítlauksgeirar kryddið frampart með salti og pipar. setjið hann í ofnskúffu og leggið hvítlauk og tímían bæði ofan á og undir. bakið við 60°C í 24 klst. hækkið þá hitann í 200°C og bakið áfram í u.þ.b. 10 mín. eða þar til hann verður fallega brúnn. einnig má nota úrbeinaðan frampart í rúllu eða lambalæri. berið fram t.d. með blönduðu grænmeti, salati og kartöflum. kjötið er það meyrt og safaríkt að það þarf enga sósu með því. ef þið hins vegar viljið bera sósu fram með kjötinu kemur hvaða sósa sem er til greina. Ég mæli með klettakálspestói. klettakálspestó: n 1 poki klettakál n 5 hvítlauksgeirar n 2 msk. furuhnetur n 2 msk. parmesanostur n 1 msk. ljóst balsamedik n 1 msk. sítrónusafi n 1 msk. sykur n salt n pipar n 2 dl olía setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel saman. Lambasalat Hlédís Sveinsdóttir, mastersnemi í lýð- heilsufræðum og aðstoðamaður Karls V. Matthíassonar alþingismanns. Einnig starf- andi eigandi www.kindur.is og einlægur aðdá- andi íslensku kindarinnar og afurða hennar. Þetta er salat sem hægt er að klæða „bæði upp og niður“, er sem sagt jafngilt í fín matar- boð þá með góðu meðlæti og jafnvel rauðu líka. Svo má elda þetta á mánudagskvöldi yfir Kastljósi. Það gleymist oft með lambakjötið að það má svo auðveldlega nota í létta rétti líka, þarf ekki alltaf að vera grillað eða stórsteik. Það til dæmis hægt að kaupa 200 til 500 gramma lambakjöts- bita í Krónunni. Við erum allt of gjörn á að velja kjúkling í allt, hver er ekki kominn með leið á kjúklingasalati? Svooo yesterday! Uppskrift að lamba- salati fyrir 4: n 1 poki klettasalat n 1 poki klettasalatsblanda n 1 krukka fetaostur n 1 krukka ólífur n 1 krukka sólþurrkaður tómatar n 2 box kirsuberjatómatar n 1 gúrka n 1 gul paprika n 1 pakkning baunaspírur ( mung- baunir) n 1 poki ristaðar kasjúhnetur n 800 g lambainnanlæri n balsamiksíróp og hörfræ. aðferð: kjötið er sneitt niður í heppilegar sneiðar og steikt, saltað og piprað á pönnu upp úr olíu, fyrir alvöru sælkera er gott að setja smá smjörklípu með. eftir steikingu er sett skvetta af balsamiksírópi á kjötið ( passa að setja ekki of mikið) og hörfræjum stráð yfir. Það má alveg leika sér eins og maður vill, nota lambalundir í staðinn og þess vegna grafið lamb. brytjið niður grænmetið og setjið í skál ásamt restinni af hráefnunum. Það má blanda saman að vild, taka út það sem maður vill og bæta við eins og maður vill. ristið hneturnar. Ég skora á hann Karl V. Matthíasson alþingismann, en ég fer reglulega á fund í hans heimahúsi og fæ þá alltaf eitthvað gott að borða.. M atg æð ing ur inn SúkkulaðiSmökkun nýjar rannsóknir á tilfinningalífi og heilastarfsemi hafa leitt í ljós að neysla súkkulaðis veitir okkur svip- aða vellíðun og ástin. Það er því eins með ástina og súkkulaðið, það þarf að vanda valið vel. Þetta er ekki öllum gefið, en hægt að læra það og því býður alliance française upp á námskeið þriðjudagskvöldið 14. október þar sem þátt- takendur verða leiddir inn í undraheima súkkulaðisins. kennari er Viggó Vigfússon, kokkalandsliðsmaður og súkkulaðikonnessör. skráning fer fram á alliance@af.is eða í síma 552 3870. uppskrift: úlfar finnbjörnsson mynd: kristinn magnússon Helgarblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.