Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Blaðsíða 34
föstudagur 10. október 200834 Helgarblað Engum dylst að Vilhjálmur Vil- hjálmsson er einn dáðasti söngv- ari sem íslenska þjóðin hefur átt. Vandfundinn er sá Íslendingur sem ekki getur sungið að minnsta kosti hluta úr hans þekktustu lögum, til að mynda Söknuði, Litlum dreng og Bíddu pabbi. Lög hans heyrast reglulega í útvarpinu og eru sung- in og spiluð bæði á gleðistundum og sorgarstundum eins og við brúð- kaup og útfarir. Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson var fæddur í Höfnum á Suðurnesj- um 11. apríl 1945, sonur Vilhjálms Hinriks Ívarssonar, bónda í Merki- nesi í Höfnum, og Hólmfríðar Odds- dóttur. Vilhjálmur var yngstur fimm systkina en næstelst í hópnum var Ellý sem var orðin landsþekkt söng- kona löngu áður en litli bróðir henn- ar steig fram í sviðsljósið. Þorsteinn Eggertsson, textahöfundur og vin- ur Vilhjálms, segir á vefsíðu Popp- minjasafns Íslands að hann hafi verið mesti prakkarinn í systkina- hópnum. Vilhjálmur gekk í Héraðsskólann að Laugarvatni og Gagnfræðaskól- ann í Keflavík og var þar einatt kall- aður Hólmar. Hann virtist alltaf vera í góðu skapi og spaugsamur í meira lagi. Vilhjálmur var þó ekkert að flíka því að hann kynni á hljóðfæri og því kom það flestum á óvart þegar hann fór að syngja með hljómsveit Ingi- mars Eydal á Akureyri árið 1965 þeg- ar hann var í menntaskólanum þar í bæ. Vilhjálmur spilaði líka á bassa með hljómsveitinni og ekki leið á löngu þar til hann var farinn að syngja inn á plötur með henni. Gekk í strangasta tónlistarskólann Magnús Kjartansson tónlist- armaður vann með Vilhjálmi að tveimur plötum á áttunda áratugn- um, Með sínu nefi og Hana nú. Hann segir það tónlistarlega uppeldi sem söngvarinn ástsæli fékk hjá hljóm- sveitarstjórum á borð við Ingimar og Magnús Ingimarsson hafa orðið til þess að Vilhjálmur varð mjög þjálf- aður tónlistarmaður. „Hann fór í gegnum strangasta skóla sem hægt er að hugsa sér á þessu sviði. Bæði Magnús og Ingi- mar voru ákaflega færir og kröfu- harðir hljómsveitarstjórar og stjórn- uðu sínum hljómsveitum með röggsamri hendi. Krafan um að menn væru fljótir að læra utan að var mikil. Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar var til dæmis með útvarpsþætti í beinni útsendingu þar sem þurfti að frumflytja fullt af efni. Tíminn til æfinga var oft lítill og því voru ósjaldan teknir miklir séns- ar. Þetta var ákaflega mikill og góð- ur skóli.“ Magnús bætir við að menn gleymi því oft að Vilhjálmur var ekki bara framúrskarandi söngvari held- ur líka frábær bassaleikari. Þegar Vilhjálmur hóf nám við Há- skóla Íslands, þar sem hann ætlaði upphaflega að læra til tannlæknis, fóru helstu hljómsveitirnar í Reykja- vík að slást um hann. Þorsteinn Eggertsson segir enda að fyrir utan söng- og bassahæfileikana hafi Vil- hjálmur haft eitthvert afslappað og magnað aðdráttarafl sem var einna helst í líkingu við seiðmagn Elvis á upphafsárum rokksins. Og ekki leið á löngu þar til plötur með söng hans voru spilaðar daginn út og inn í Rík- isútvarpinu. Snyrtimennið verður peysubítill Magnús kynntist Vilhjálmi á fyrri hluta áttunda áratugarins í gegn- um konu sína sem var flugfreyja. Vilhjálmur var þá fluttur til Lúxem- borgar til að starfa sem flugmaður. „Hún flaug oft til Lúxemborgar en Íslendingarnir þar, eins og þeirra er venja, sóttust eftir félagsskap hver annars. Hún hitti Vilhjálm svo ein- hvern tímann þarna úti,“ lýsir Magn- ús. Vilhjálmur hafði þá fengið send- ar plötur að heiman, meðal annars einhverjar sem Magnús vann að. „Villi frétti að þetta væri konan mín og bað hana að færa mér bestu kveðjur, og þá frétt að hann ætlaði sér að vinna með mér í framtíðinni. Einhvern veginn las hann það út úr plötunum.“ Einu kynnin sem Magnús hafði haft af Vilhjálmi fram að þessu var þegar hann sá hann einhvern tím- ann syngja á Röðli og Þórscafé. En Vilhjálmur var heldur betur sann- spár og upp úr þessu fóru þeir að vinna saman. „Við náðum strax prýðilega saman og urðum smátt og smátt hinir mestu mátar.“ Að sögn Magnúsar var Vilhjálmur þarna orðinn síðhærður peysubítill og kominn með skegg og sígarettu í munnvik, þessi ungi maður sem hafði árin á undan verið stuttklippt- ur og snyrtilegur og verið ímynd fág- unar og snyrtimennsku. Kombakk með draumaplötunni Með sínu nefi kom út árið 1976 og innihélt bæði ný og gömul lög við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk. Kristján var í miklu uppáhaldi hjá Vilhjálmi og kynntist hann honum norður á Akureyri. Upp frá því hafði það verið draumur Vilhjálms að hrinda þess- ari plötu í framkvæmd. Platan fékk ljómandi góðar móttökur og var fólk ánægt með þá nýju hlið sem Vil- hjálmur sýndi þar. „Þarna var hann farinn að leita,“ segir Magnús. „Þetta var hans kombakk eftir að hafa ver- ið í burtu frá bransanum í nokkur ár. Og það þarf ekki að halda sig lengi til hlés í þessum bransa til að falla í gleymskunnar dá.“ Vilhjálmur var alltaf léttur í lund þegar á upptökum stóð segir Magn- ús. „Villi var mjög vanur hópvinnu og passaði vel upp á að menn væru í stuði og vinnugír, var mikill brand- arakall. Hann var svolítið eins og starfsmaðurinn á vinnustaðnum sem heldur stemningunni uppi. En hann var jafnframt mikill heimspek- ingur og vel lesinn.“ Þegar þeir kumpánar fóru svo að leggja drög að næstu plötu vildi Vil- hjálmur semja alla textana sjálfur. „Hann var farinn að semja töluvert án þess að gera það opinbert. En núna vildi hann nota sína texta, auk texta sem hann hafði snarað yfir á ís- lensku, aðallega eftir Harry Chapin. Villi fór í framhaldinu að keyra um bæinn til að láta lagahöfunda hafa texta eftir því sem honum fannst eiga við þá. Og sumir fengu sömu textana. Svo fór Villi í heimsóknir til höfundanna, settist inn, fékk sér kaffi og rak menn áfram. Menn tóku þessu mjög vel og síðan söfnuðum við þessu saman þegar lögin voru tilbúin.“ Símtal um miðja nótt Magnús og Vilhjálmur tóku svo upp þau lög sem þeim leist vel á. Af- raksturinn var platan Hana-nú sem kom út 1977. Hún sló algjörlega í gegn og er löngu orðin sígild í ís- lenskri tónlistarsögu. Tvö lög urðu eftir og er annað þeirra lagið Tölum saman sem kom út á dögunum. Hitt lagið heitir Manni og voru Magnús og Tony Cook að vinna með upp- tökuna af því nóttina sem Vilhjálm- ur lenti í bílslysinu í Lúxemborg sem varð honum að aldurtila, aðfaranótt 28. mars 1978. „Síminn hringir og hinum meg- in á línunni er Ómar Valdimarsson blaðamaður sem var á næturvakt,“ lýsir Magnús. „Hann spyr hvort við höfum frétt eitthvað af Villa. Ómar hafði nefnilega frétt að utanríkis- ráðuneytinu hafi borist telex þar sem sagði að Villi hefði lent í hræðilegu bílslysi og væri að öllum líkindum látinn. Á meðan vorum við með hann hlæjandi og gerandi að gamni sínu á segulböndunum sem við vorum að vinna með.“ Magnús á erfitt með að koma orðum að því hvernig honum leið þegar hann fékk þessar hörmulegu fréttir. „Ég dofnaði allur upp. Mér fannst þetta svo óraunverulegt. Við Tony gátum lítið gert og löbbuðum bara um í einhverjum reyk. Það tekur smá tíma að svona tíð- indi verði að raunveru- leika hjá manni.“ kristjanh@dv.is Vilhjálmur Vilhjálmsson varð þjóðinni harmdauði þegar hann féll frá í blóma lífsins árið 1978, tæplega þrjátíu og þriggja ára að aldri. Hann fór leynt með tónlistarhæfileika sína framan af en þegar Vilhjálmur fór að hefja upp raust sína varð mönnum fljótt ljóst að hann var framúrskarandi söngvari. Hæfileikar hans á bassanum og við textasmíðar voru litlu síðri og að sögn kunnugra var hann jafnframt mikill húmoristi og heimspekingur. Húmoristi og Hei spekingur Vilhjálmur Vilhjálmsson einn ástsælasti, ef ekki allra ástsælasti, söngvari þjóðarinnar. Flugmaðurinn Vilhjálmur bjó í nokkur ár í Lúxemborg vegna starfs síns sem flugmaður. Borinn til grafar „Ég dofnaði allur upp,“ segir Magnús kjartansson um það þegar hann frétti af andláti Vilhjálms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.