Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Blaðsíða 2
Einkaþotuþjónustan Icejet verður fyrir talsverðum
samdrætti en forsvarsmenn hennar líta björtum augum til fram-
tíðar. Framkvæmdastjóri Icejet, Jón Ingi Jónsson, segir fyrirtæk-
ið vera að hasla sér völl í Bretlandi og stefni meðal annars á Rúss-
land í þeim efnum. Alls voru átta einkaþotur hér á landi fyrir ári
en þar er meðal annars einkaþota Bakkavararbræðra sem kostar
fjóran og hálfan milljarð. Þá er þota auðkýfings einnig til sölu.
föstudagur 10. október 20082 Fréttir
Þetta helst
- þessar fréttir bar hæst í vikunni
DV greindi frá því á miðviku-
daginn að Geir H. Haarde færi
allra sinna ferða með tvo líf-
verði úr sérsveit ríkislögreglu-
stjóra. Af þessum viðbúnaði
mátti draga þá ályktun að líf og limir
forsætisráðherra væru talin í hættu.
Sérþjálfaðir lífverðirnir elta ráðherra-
bifreið Geirs á ómerktum bifreið-
um til að vekja ekki athygli. Fylgst er
með öllum mannaferðum í kringum
Stjórnarráð Íslands og sérsveitin köll-
uð út ef einhverjir þykja grunsamleg-
ir. Ekki hefur áður þótt ástæða til að
vernda forsætisráðherra Íslands eða
aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar á götum úti en vegna ástandsins í fjár-
málaheiminum þykir mönnum nú nauðsynlegt að vernda Geir. Sam-
kvæmt heimildum DV var Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra
líka með lífverði en afþakkaði þá eftir tvo daga.
Lífverðir Geirs
RíkisstjóRn
BuBBa
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
dv.isbesta rannsóknarblaðamennska ársins
miðvikudagur 8. október 2008 dagblaðið vísir 186. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295
sérsveit Björns Bjarnasonar verndar ráðherra:
Viðbragð við óánægju almenningsFylgja ráðherranum heim að dyrumViðskiptaráðherra afþakkaði lífverði
Bubbi Morthens
íhugar framboð
LeituM ásjáR hjá
ógnandi RússuM„íslensk stjórnvöld munu fylgjast grannt með umsvifum Rússa,“ sagði geir h. haarde fyrir mánuði
BíLaLánuM
ekki
BjaRgað
FRéttiR
FjáRMáLakeRFiReistá sandi
Geir með
lifverði
eVRan á 130
tiL
244
kRónuR
Endalok
ferðalaga?
neytenduR
FRéttiR
m
YN
d
si
g
tr
Yg
g
u
r
Fréttavefurinn DV.is
greindi frá því fyrstur
allra miðla að Kaupþing
væri fallið í forsjá Fjár-
málaeftirlitsins seint á
miðvikudagskvöld. Þá hafði
DV traustar heimildir fyrir því að
stjórnendur Kaupþings myndu
óska eftir því við Fjármálaeftir-
litið að það tæki bankann yfir
þá um nóttina. Það gekk eftir og
viðmælendur DV töldu orsök-
ina fyrir fallinu fyrst og fremst að
finna í orðum Davíðs Oddssonar
í Kastljósi á þriðjudagskvöld.
DV.is hafði áður verið fyrstur
með fréttir af yfirtöku FME á
Landsbankanum og Glitni kvöldin á und-
an. Fall Kaupþings er þrátt fyrir hin stóráföllin það alvarlegasta og
eftir að Kaupþing komst í þrot urðu áhyggjur af því að gjaldþrot blasti
við íslensku þjóðarbúi raunverulegar
Davíð feLLDi kaupþinG
fimmtudagur 9. október 20088
Fréttir
Athugun á samskiptum breskra og
íslenskra ráðamanna undanfarna
daga leiðir í ljós að ekkert er þar
að finna um að íslenska ríkið hafi
ekki ætlað að ábyrgjast innistæður
breskra sparifjáreigenda í íslensk-
um bönkum í Bretlandi. Ljóst þyk-
ir því að reiði bresku ráðherranna
í fjölmiðlum í gær átti rætur sínar í
ummælum Davíðs Oddssonar, for-
manns bankastjórnar Seðlabank-
ans, í Kastljósþætti Ríkisútvarps-
ins í fyrrakvöld. Leiða má líkur að
því að ummælin hafi leitt til hastar-
legrar greiðslustöðvunar íslensku
bankanna í gærmorgun og afskipta
breska fjármálaeftirlitsins af þeim.
Jafnframt að matsfyrirtæk-
ið Moody‘s hafi lækkað
lánshæfismat íslenska
ríkisins um heilan
flokk, úr AA1 í A1,
en slíkt hrap er
einsdæmi.
Ísland í
skotlínu
Bretlands
Alasdair
Darling, fjár-
málaráðherra
Bretlands, sagði í
breskum fjölmiðl-
um í gærmorgun
að íslensk stjórn-
völd hefðu lýst því
yfir deginum
áður að ís-
lenska
ríkið hygðist ekki ábyrgjast inni-
stæðurnar hjá íslensku bönkunum
þar í landi. Gordon Brown forsæt-
isráðherra hótaði síðan að lögsækja
íslenska ríkið vegna málsins en eign
breskra sparifjáreigenda í íslensk-
um bönkum ytra gæti numið um
500 milljörðum króna.
Athygli vakti að Geir H. Haar-
de forsætisráðherra frestaði blaða-
mannafundi sem boðaður hafði
verið klukkan ellefu í gærmorgun til
klukkan fjögur síðdegis, en þannig
gafst svigrúm til þess að reyna að
bæta samskipti þjóðanna og leið-
rétta misskilning eða misvísandi
upplýsingar.
Ágreiningur landanna vakti gíf-
urlega athygli og var blaðamanna-
fundurinn síðdegis í gær þéttsetinn
erlendum blaða- og fréttamönn-
um.
Af orð-
um Geirs
mátti
ráða að
tekist
hefði
að
slökkva elda. Hann lýsti því að mað-
ur hefði gengið undir manns hönd
til að bæta samskiptin og sagðist
meta mikils að bresk stjórnvöld ætl-
uðu að tryggja innistæður. Góðar
líkur væru á að eignir Landsbank-
ans stæðu undir innistæðum Breta
í Icesave. „Ríkisstjórnin er staðráðin
í að láta þetta ekki skyggja á vináttu
Íslands og Bretlands.“
Böndin berast að Davíð
Samkvæmt óyggjandi heimild-
um DV er ekkert í samskiptum ís-
lenskra og breskra ráðherra undan-
farna daga sem gefur tilefni til svo
harðra viðbragða sem Darling og
Brown viðhöfðu í breskum fjölmiðl-
um í gær. Samskipti ráðamanna eru
skrifuð niður og unnt að bera þau
saman. Eftir því sem næst verður
komist var í gær farið gaumgæfilega
yfir samtöl ráðamanna undanfarna
daga án þess að nokkurt tilefni fynd-
ist til hastarlegra viðbragða bresku
ráðherranna. Þetta kann líka að
varpa ljósi á hversu vel ráðherr-
um beggja landanna gekk að ná
sáttum þegar leið á daginn, áður
en blaðamannafundur forsætis-
og viðskiptaráðherra var hald-
inn síðdegis. Fullvíst má því vera
að ummælin um að íslenska rík-
ið ætlaði ekki að
ábyrgj-
ast
neitt
eru
komin úr Kastljósþætti RÚV í fyrra-
kvöld þar sem Davíð Oddsson
seðlabankastjóri fjallaði um emb-
ættisverk sín. Þar sagði Davíð með-
al annars: „Við tökum þessa harka-
legu ákvörðun að segja: Við ætlum
ekki að borga þessar erlendu skuld-
ir bankanna.“ Davíð sagði einnig
að eigið fé bankanna yrði notað til
að mæta skuldbindingum erlend-
is en „erlendu kröfuhafarnir munu
fá fimm, tíu, fimmtán prósent upp
í sínar kröfur. Því miður.“ Og enn-
fremur: „Við erum að ákveða að
við ætlum ekki að borga erlendar
skuldir óreiðumanna.“
Lánshæfi fellur
„Áhrif þessara ummæla sjást
gleggst í því að Moody‘s lækkaði
umsvifalaust lánshæfismat íslenska
ríkisins um heilan flokk, úr AA1
í A1, sem er
meiri lækkun matsfyrirtækis en
við höfum nokkru sinni fyrr staðið
frammi fyrir,“ segir Ólafur Ísleifsson
hagfræðingur. „Þetta sýnir hvílík-
an óhemjuskaða ógætileg ummæli
ráðamanna geta valdið. Segja má að
ummælin hafi kippt teppinu undan
því litla sem eftir var af íslenska fjár-
málageiranum,“ segir Ólafur.
Skaðræði fyrir bankana
Athygli vakti að sænski seðla-
bankinn veitti Kaupþingi í Sví-
þjóð jafnvirði 90 milljarða króna
lán í gær. Það er liður í því að auka
stöðugleika sænska bankakerfisins
að því er fram kom í máli Stefans
Ingves seðlabankastjóra Svíþjóð-
ar í sænskum fjöllmiðlum. Stefan
sagði að Kaupþing væri lítill banki
á sænskan mælikvarða sem ætti
um sárt að binda vegna ástandsins
á íslenskum fjármálamarkaði. „Það
er því mikilvægt að við liðsinnum
þessum banka hið bráðasta með
þeim hætti að vandi Kaupþings
grafi ekki um sig í sænsku fjármála-
lífi.“
Á sama tíma er að sjá sem ís-
lenski seðlabankastjórinn hafi graf-
ið undan starfsemi Kaupþings í
Bretlandi og truflað aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar með ummælum sín-
um í Kastljósi í fyrrakvöld.
„Það hlýtur að skaða bank-
ana þegar seðlabankastjóri í við-
komandi landi talar um banka og
stjórnendur þeirra eins og gert var
í Kastljósþætti sjónvarpsins í fyrra-
kvöld,“ segir Lúðvík Bergvinsson,
þingflokksformaður
Samfylkingar-
innar.
Davíðs Oddssonar
davíð talaði
kaupþing í ka
Jóhann haukSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Óttast er að Davíð hafi með orðum sínum
kippt teppinu undan því litla sem eftir var af
ís-
lenska fjármálageiranum.
Vík milli vina davíð oddsson virðist með
orðum sínum hafa hleypt öllu í uppnám í
bretlandi með ófyrirsjáanlegum afleiðing-
um fyrir kaupþing og íslenska fjármálagei
r-
ann. geir H. Haarde tókst þó að róa gordo
n
brown, forsætisráðherra bretlands, fyrir
blaðamannfund sinn í iðnó í gær.Davíð oddsson „
Við ætlum ekki að borga
þessar erlendu skuldir bankanna,“ sagði
hann í kastljósi og virðist með orðum sínu
m
hafa hleypt öllu í bál og brand.
ólafur Ísleifsson
hagfræðingur Segir
frammistöðu davíðs í
kastljósi sýna hvílíkan
óhemjuskaða ógætileg
ummæli ráðamanna
geta valdið.
2
Kröfur um brottrekstur
seðlabankastjóranna hafa
aukist eftir því sem liðið
hefur á vikuna og íslenskt
efnahagslíf hefur sokkið
dýpra í öldudal fjármála-
kreppunnar. Hagfræðingarnir Jón
Daníelsson og Þorvaldur Gylfa-
son sögðu í DV á mánudaginn að
það myndi styrkja íslenskt efna-
hagslíf ef skipt yrði um banka-
stjórn Seðlabankans. Hávaxta-
stefnan og lækkun bindiskyldu
bankanna þóttu hafa verið mis-
ráðnar og þjóðnýting Glitnis án
samráðs við helstu hagfræðinga bankans leiddi til hruns íslensku
krónunnar. Sérfræðingar erlendis og innanlands hafa fylgst agndofa
með aðgerðum Seðlabankans og hrista höfuðið yfir hverju axarskaft-
inu á fætur öðru. Þorvaldur sagði við DV að gerræðisleg aðferð við að
þjóðnýta Glitni væri alvarleg brottrekstrarsök.
þeir réðu ferðinni
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
dv.isbesta rannsóknarblaðamennska ársins
mánudagur 6. október 2008 dagblaðið vísir 184. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295
SeðlabankaStjórarnir axli ábyrgð:
Þeir réðu
ferðinni
Stöðug fundahöld til að bjarga málum
fólkSkorar á
Skjá einn
lífróður íSlenSku
þjóðarinnar
Glitnismynd-
bandið hvarf
Mætti ekki
hjá Sáá
fólk
fréttir
neytendur
nóg til
af kjöti
fréttir
Morðtól
í tíSku
„lúxushvíldarheimili fyrir afdankaða stjórnmálamenn”kostar á þriðja hundrað milljóna að segja þeim uppSjö mistök bankastjóra Seðlabankans
14,5%
20%
12,7%
13,3%
11,8%
12,3%
Fatlaður söngfugl
sárreiður
fréttir
3
,,Eitt af því mikilvæg-
ara sem við gerum er að
koma til bjargar skuld-
ugu fólki. Íbúðalánasjóð-
ur mun fá takmarkalausa
heimild til að kaupa upp öll
veðlán sem tengd eru húsnæð-
iskaupum,“ sagði Björgvin G.
Sigurðsson viðskiptaráðherra
á þriðjudag spurður um örlög
fólksins í landinu sem tekið hef-
ur húsnæðislán tengd erlendri
mynt og horfir nú upp á að eiga
enga möguleika á því að standa
undir afborgunum sem hafa
hækkað í hlutfalli við fall krón-
unnar. Björgvin sagði að þau
lán sem um ræðir verði tekin
inn í Íbúðalánasjóð sem sam-
kvæmt heimild muni lækka þau til samræmis við það gengi sem var
þegar lánið var tekið. ,,Þannig munum við koma til móts við þá sem
skulda. Að auki munu vera heimildir til að veita skuldafresti fyrir þá
sem eiga í erfiðleikum.“
björGum skuLDurum
F r j á l s t , ó h á ð d a g b
l a ð
dv.is
besta rannsóknarblaðamennska ár
sinsþriðjud
agur 7. október 2008 dagblaðið vísir
185. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295
Dagurinn í Dag verður erfiður:
fólk
Vill Davíð
í endurhæfingu
Hollur
matur
Hækkar mest
fréttir
fréttir
Gréta Morthens söng með föður sínum
„Þjóðin horfist nú í augu við skelfilegar aflei
ðingar“
Hrikalegar
verðHækkanir yfirvofandi
Bubbi stoltur
af dótturinni
neytendur
Hannes
var rétt að byrja
fréttir
eining evrópu
brostin
Skuldurum
verður
bjargað
„sláum skjaldborg um hag almennings,“
segir björgvin g. sigurðsson
erlendu lánin verða yfirtekin og lækkuð
verðtryggð lán snarhækka eftir gærdaginn
4
hitt málið
Háklassaflugfélagið Icejet, sem hefur
boðið upp á einkaþotuflug undan-
farin ár, hyggst hasla sér völl í Bret-
landi eftir stórfelldan samdrátt á Ís-
landi í einkaþotuviðskiptum.
„Það hefur mikið breyst,“ segir Jón
Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Ice-
jet, og lítur björtum augum til fram-
tíðar á krepputímum en auk þess að
vera með þotur í Bretlandi stefnir fyr-
irtækið á landvinninga meðal annars
í Rússlandi.
Alls eru átta einkaþotur í eigu ein-
staklinga á Íslandi en meðal þeirra
er glæsileg fjögurra milljarða Gulf-
stream-þota Bakkavararbræðranna
Lýðs og Ágústar Guðmundssona sem
áttu meðal annars í Kaupþingi.
Ráðamenn á einkaþotum
Einhver mesti holdgervingur góð-
æristíma Íslendinga voru tíðar ferð-
ir einstaklinga og ráðamanna fyr-
irtækja með einkaþotum. Það hafa
ekki aðeins auðmenn ferðast með
hinum þægilega og glæsilega farkosti
heldur var það umdeilt þegar forsæt-
isráðherra Íslands, Geir H. Haarde,
og utanríkisráðherrann, Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, flugu til Búdapest
á ráðstefnu í apríl fyrr á árinu. Þá
fékkst kostnaðurinn ekki uppgefinn
hjá forsætisráðuneytinu. En nú eru
breyttir tímar, mikill samdráttur er í
einkaþotuþjónustu hér á landi auk
þess sem auðkýfingar reyna að selja
þotur sínar samkvæmt heimildum
DV.
Breyttar aðstæður
„Það hefur hægst á síðustu vikur,“
segir Jón Ingi um afleiðingar efna-
hagslegu hamfaranna á einkaþotu-
þjónustuna hér á landi undanfarn-
ar vikur. Viðskiptavinir fyrirtækisins
voru helst fyrirtæki og einstaklingar
en sjálfur vildi hann ekki gefa upp
einstaka viðskiptavini þegar hann
var spurður hvort ríkisvæðing bank-
anna hefði haft dramatísk áhrif á
rekstur félagsins. Aðspurður segir
hann ástandið á einkaþotuþjónustu-
markaði einnig hafa breyst víðar, þá
bæði í Evrópu og vestan hafs enda
kreppan farið eins og eldur um sinu
um gjörvallan heiminn þó svo Ísland
standi tæpast sé tekið mið af erlend-
um viðskiptafréttum.
Stefna á Rússland
„Áhrifin á okkur eru slík að við
erum búnir að hasla okkur völl í
Bretlandi og höldum vélum þar úti
og höldum áfram að sækja inn á
önnur mið,“ segir Jón Ingi sem deyr
ekki ráðalaus í því svartnætti sem
virðist steðja að íslensku efnahags-
lífi. Hann segir hluta af flugvélaflota
Icejet þegar kominn til Bretlands en
vélarnar eru á Heathrow í London.
Hann segir að fyrirtækið hafi und-
irbúið farveginn í talsverðan tíma
erlendis og til að mynda hafa þeir
haft flugvélar og veitt þjónustu í
Bretlandi síðan á síðasta ári. Hann
segir að fyrirtækið hyggi á frekari
landvinninga og nefnir þar meðal
annars Rússland en svo heppilega
vill til fyrir Icejet að íslenska rík-
ið ætlar að freista þess að fá fimm
hundruð milljónir evra lánaðar frá
birninum í austri.
Þotur til sölu
Fyrir ári voru átta einkaþotur hér
á landi í einkaeign en samkvæmt
heimildum er að minnsta kosti ein
þota á sölu og hefur verið í talsverð-
an tíma. Um er að ræða þotu sem er
í eigu Hannesar Smárasonar auð-
manns en hann er staddur í Bret-
landi núna.
Þá má geta þess að Bakkavarar-
bræður eiga glæsilega Gulfstream V-
þotu sem kostar í dag fjóra og hálf-
an milljarð. Þá á Björgólfur Thor
Björgólfsson eina glæsilegustu þotu
landsins.
Ekki er ljóst hvernig sendinefnd
á vegum Seðlabankans mun fara til
Rússlands á fund þarlendra yfirvalda
vegna hugsanlegs láns, en Icejet gef-
ur ekkert upp um viðskiptavini sína.
Icejet fer í
kreppuútrás
„Áhrifin á okkur eru slík
að við erum búnir að
hasla okkur völl í Bret-
landi og höldum vél-
um þar úti og höldum
áfram að sækja inn á
önnur mið.“
valuR gRettISSon
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
glæsileg þota ein af
þotum sem eru í einkaeigu
er glæsileg þota bakkavar-
arbræðra sem kostar fjóra
og hálfan milljarð króna.
Heathrow Icejet haslar sér
völl í bretlandi og er með
hluta af flugvélaflota sínum
á flugvellinum í London.