Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Blaðsíða 26
FÖSTUDAGUR 10. okTóbeR 200826 Fókus u m h e l g i n a LandsLög HugLeiks Hugleikur Dagsson opnar sýningu sína Landslög á morgun, laugardag, klukkan fjögur. Sýningin fer fram á Laugavegi 15 þar sem áður var til húsa spilaverslunin Hjá Magna. Auk fallegra landslagsmynda eftir Hugleik verða síður bókarinnar Jarðið okkur til sýnis en bókin er sú síðasta í „okkur“-bókaröðinni. ný bók Þorsteins frá Hamri Hvert orð er atvik nefnist ný ljóða- bók Þorsteins frá Hamri, sú átjánda með frumbirtum ljóðum hans. Bók- in vísar í senn til sögu og fortíðar og inn í samtíðina þar sem þessi heiti, hreini skáldskapur á brýnt erindi og krefst íhugunar og afstöðu, segir í kynningartexta um bókina. Þor- steinn hefur fyrir löngu tryggt sér sess meðal fremstu ljóðskálda sem ort hafa á íslenska tungu. Hann hef- ur hlotið margvíslegar viðurkenn- ingar fyrir skáldskap sinn, meðal annars Íslensku bókmenntaverð- launin árið 1992 fyrir ljóðabókina Sæfarinn sofandi. Með nóbels- verðlauna- höfum Auður Jónsdóttir rithöfundur er í góðum félagsskap Nóbels- verðlaunahafa, vísindamanna og kóngafólks í bók sem er nýkom- in út á Spáni. Bókin heitir Lof orðanna og inniheldur texta eftir hundrað rithöfunda alls staðar að úr heiminum. Þar á meðal eru heimsfrægir höfundar á borð við José Saramago og Paulo Coelho og José Luis Rodrígues Zapatero, forsætisráðherra Spánar. Í ritsmíð sinni fjallar Auður um töfra skáld- skaparins fyrir börn. Listahátíðin Sequences 2008 real-time art festival verður formlega opnuð á morgun, 11. október, við hátíðlega opnun í Nýlistasafni Íslands. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin hér á landi og stækkar hún með hverju árinu. Hátíðin sem samanstendur af tímatengdum listaverkum stend- ur yfir frá 11. október til 17. októ- ber og hefur dagskráin aldrei verið glæsilegri. Listamenn hvaðanæva úr heiminum koma fram á há- tíðinni í ár sem og íslenskir lista- menn og má meðal annars finna dansverk eftir Gunnlaug Egilsson, kórgjörning eftir Elínu Hansdótt- ur og Úlfar Hanson. Ár hvert er listamaður heiðr- aður og heiðurinn að þessu sinni hlýtur listakonan Rúrí. Hún mun standa fyrir gjörn- ingnum Vocal IV ásamt Jóhanni Jóhannessyni í Hafnarhúsinu á sunnudaginn klukkan 20. Yfir tuttugu verk verða sýnd á meðan hátíðin stendur yfir og er hægt að nálgast frekari upplýs- ingar á heimasíðu hátíðarinnar sequences.is. Dagskránni verð- ur einnig dreift með Reykjavík Grapevine sem finna má á öll- um kaffihúsum bæjarins. Opnunarveisla Sequences- hátíðarinnar hefst klukkan 14 í Nýlistasafni Íslands. Listahátíðin Sequences 2008 real-time art haldin í þriðja sinn: RúRí HeiðRUð Seint á fjórða áratug síðustu aldar komu fyllibytturnar Bill Wil- son og Robert Smith, best þekktir sem Bill og Bob, saman og mót- uðu kerfi til þess að losa sjálfa sig og aðra undan oki Bakkusar. Þeir þróuðu 12 spora kerfið og tókst að halda sjálfum sér og nokkrum öðr- um drykkjusjúklingum edrú með góðum árangri sem spurðist út þannig að AA-samtökin Alcoholics Anonymus mynduðust í kringum þá. Árið 1939 kom svo AA-bókin út en hún hefur í gegnum áratugina verið leiðarvísir ótal alkóhólista sem hafa tekið slaginn við óheil- brigða áfengislöngun. AA-sam- tökunum hefur vaxið fiskur um hrygg í gegnum tíðina og sjálfagst má finna AA-deildir í nánast flest- um heimshornum í dag. Samtök- in kynna lausn sína sem nánast þá einu sem geti virkað til frambúðar en árangurinn er þó upp og ofan og drykkjusjúklingum hefur geng- ið misvel að tileinka sér hana svo ekki sé meira sagt. Ekki ný AA-bók Alkóhólistinn Orri Harðarsson hefur nú árið 2008 skrifað bók um eigin áfengisvanda og lausnina frá honum, þar sem hann gefur ekki mikið fyrir AA-lausnina sem hann telur byggða á alls kyns úreltum kreddum og beri of mikinn keim af sértrúarsöfnuði. Orri segist hafa drykkjuskjálfti og kjánahrollur klassík í kilju Miðnæturbörn eftir Salman Rushdie er komin út í kiljuklúbbi Forlagsins Erlend klassík. Bókin er ein rómað- asta skáldsaga 20. aldar og gerði Rushdie heims- frægan í einu vet- fangi. Árið 1981 hlaut sagan hin virtu Booker- verðlaun og hef- ur tvisvar fengið viðurkenningu sem besta Booker-verðlauna- bók allra tíma. Í Miðnæturbörn- um er sögð saga tveggja indverskra drengja, Shiva og Saleem, sem fæðast ásamt níutíu og níu öðrum börnum á miðnætti 15. ágúst 1947, á sömu mínútu og Indland öðlast sjálfstæði. Öll börnin eru gædd sér- stökum hæfileikum en drengjunum tveimur er víxlað í fæðingu; annar elst upp við fátækt en hinn við ríki- dæmi. Rúrí Heiðruð á listahátíð- inni Sequences sem hefst annað kvöld og stendur yfir í viku. Orri Harðarsson Fékk nóg af vanmáttaráherslu AA-samtakanna og sigraðist á áfengisfíkn sinni á eigin forsendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.