Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Blaðsíða 42
Jón fæddist á Ísafirði en ólst upp í Miðbæ Reykjavíkur frá unga aldri. Hann lauk lokaprófi í tónsmíðum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1955, stundaði framhaldsnám í tón- smíðum við Royal Scottish Academy í Glasgow 1955-56, lauk tónmennta- kennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1961 og stundaði tón- smíðanám við Guildhall School of Music í London 1963. Jón stofnaði og var söngstjóri Liljukórsins um árabil, var söngstjóri Karlakórs Keflavíkur 1971-73, Karla- kórsins Fóstbræðra 1973-74, stjórn- aði Sinfóníuhljómsveit Íslands við flutning verka sinna, var skólastjóri Tónlistarskólans í Neskaupstað 1956- 58, kennari við Lækjarskóla í Hafnar- firði 1959-64, við KÍ frá 1962, var einn af stofnendum og kenndi við Söng- skólann í Reykjavík 1976-2006, lektor við KHÍ frá 1976, var dósent þar frá 1986 auk þess að vera stundakennari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Jón er félagi í Tónskáldafélagi Ís- lands frá 1960, var formaður þess 1968-71 og var tónlistargagnrýn- andi við Morgunblaðið um árabil frá 1970. Meðal tónsmíða Jóns eru óper- urnar Þrymskviða, Galdra-Loftur og ópera, byggð á Möttulssögu, ballett- inn Blindingsleikur, hljómsveitar- verkin Þjóðvísa, Lilja, Fornir dans- ar og Sjöstrengjaljóð, kammerverk, kvintett og oktett fyrir blásara, kór- verkið Tíminn og vatnið, og fjöldi smærri kórverka, einsöngslaga og raddsetninga á íslenskum þjóðlög- um auk þess sem hann samdi tón- listina við kvikmynd Baltasar Korm- áks, Hafið. Þá þýddi hann ritverkið Saga vestrænnar tónlistar eftir Ch. Headington 1987. Jón var borgarlistamaður 1996,var gerður að heiðursdoktor í tónlist við KHÍ vorið 2008 og var sæmdur Hinni íslensku fálkaorðu. Fjölskylda Eiginkona Jóns er Elísabet Þor- geirsdóttir, f. 12.12. 1931, húsmóð- ir. Hún er dóttir Þorgeirs Elísar Þor- geirssonar sjómanns og Guðrúnar Kristjánsdóttur húsmóður. Börn Jóns og Elísabetar eru Þor- geir, f. 5.10. 1955, arkitekt í Reykja- vík; Arnþór, f. 20.8. 1957, sellóleikari, tónlistarkennari og varaformaður SÁÁ, búsettur í Reykjavík, en kona hans er Agnes Kristjónsdóttir, söng- kona, blaðamaður og líkamsrækt- arkennari og er dóttir þeirra Kristín Amalía auk þess sem hún á soninn Harald Ara Stefánsson, en börn Arn- þórs og Nancyar Gunnarsdóttur eru Gunnar, Anna Elísabet og Hlín; Guð- rún Jóhanna, f. 1.5. 1966, söngkona og tónlistarkennari en maður henn- ar er Stig Rasmunsen verkfræðingur. Hálfsystkini Jóns, sammæðra: Jónína Guðrún Guðmundsdóttir, f. 20.3. 1910, d. 19.9. 1919; Grettir Guð- mundsson, f. 30.9. 1912, d. 11.10. 1967; Bragi Magnússon, f. 14.1. 1917, nú látinn, lögregluþjónn á Siglufirði; Magnús Kristján Magnússon, f. 22.2. 1919, starfsmaður FAO í Chile; Guð- mundur Ásgeirsson, f. 24.9. 1920, d. 30.6. 1978, skrifari hjá Eimskipafélagi Íslands í Reykjavík; Kjartan Ásgeirs- son, f. 8.6. 1922, nú látinn, sjómað- ur í Garði; Guðmundur Skúlason, f. 22.7. 1921, nú látinn, trésmiður á Ísa- firði; Áslaug Skúladóttir, f. 1.8. 1924, nú látin, sendiráðsfulltrúi í Stokk- hólmi. Foreldrar Jóns voru Skúli Skúla- son, f. 10.7. 1888, d. 19.4. 1957, kaup- maður á Ísafirði, og Jóhanna Amalía Jónsdóttir, f. 7.10. 1885, d. 23.8. 1963, ljósmóðir. Ætt Skúli var sonur Skúla Kristjáns, úrsmiðs á Ísafirði Eiríkssonar á Brúnum, mormónatrúboða (Steinar Steinsson í Steinahlíðum í Paradísar- heimt Halldórs Laxness) Ólafssonar, b. í Hlíð undir Eyjafjöllum Sigurðs- sonar. Móðir Eiríks var Helga Eiríks- dóttir, á Murnavöllum Erlendssonar. Móðir Skúla Kristjáns var Rúnhildur Runólfsdóttir, skálds á Skaganesi Sig- urðssonar, pr. á Ólafsvöllum, bróður Sæmundar, b. í Eyvindarholti, föð- ur Tómasar Fjölnismanns, afa Jóns Helgasonar biskups og Álfheiðar, ömmu Sigurðar Líndal lagaprófess- ors og Páls Líndal ráðuneytistjóra. Sigurður var sonur Ögmundar, pr. á Krossi, bróður Böðvars, afa Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur. Ögmundur var sonur Presta-Högna, á Breiðabólsstað Sigurðssonar. Móð- ir Sigurðar á Ólafsvöllum var Salvör Sigurðardóttir, systir Jóns, afa Jóns forseta. Jóhanna Amalía var systir Þóru, móður Þráins Löve, fyrrv. aðstoð- arrektors KHÍ. Jóhanna Amalía var dóttir Jóns, b. á Horni í Mosdal Þórð- arsonar, b. á Kistufelli Jónssonar. Móðir Jóns var Guðríður Þorvalds- dóttir, b. á StóraKroppi, bróður Jóns, langafa Jóns Björnssonar, kaup- manns í Borgarnesi, föður Selmu, forstöðumanns Listasafns Íslands, og Halldórs stjórnarformanns, föð- ur Garðars, arkitekts og fyrrv. húsa- meistara ríkisins. Systir Þorvalds var Ástríður, langamma Guðrún- ar, móður Guðmundar Arnlaugs- sonar rektors. Þorvaldur var sonur Jóns, ættföður Deildartunguættar Þorvaldssonar. Móðir Guðríðar var Guðrún Finnsdóttir, hreppstjóra í Miðvogi Narfasonar. Móðir Finns var Guðlaug Sigurðardóttir. Móðir Guð- laugar var Guðríður Björnsdóttir, systir Snorra á Húsafelli. Móðir Jóhönnu var Benónía í Tjaldanesi Ólafssonar á Laugabóli Guðlaugssonar. Móðir Benóníu var Þuríður Ívarsdóttir í Hokinsdal. Í tilefni afmælisins býður sam- starfsfólk Jóns við Söngskólann í Reykjavík, til morgunveislu. Boðið verður upp á andlega og veraldlega næringu og koma þar ýmsir við sögu; Óperukórinn í Reykjavík, stj. Garðars Cortes, Gradualekór Langholtskirkju, stj. Jón Stefánsson, Karlakórinn Fóst- bræður, stj. Árni Harðarson Kvenna- kór úr HÍ stj. Margrét Bóasdóttir. Nemendur og kennarar Söngskólans í Reykjavík Söngskólinn býður öllum vinum og vandamönnum Jóns til veislunn- ar í tónleikasal Söngskólans - Snorra- búð, Snorrabraut 54 og er áætlað að hún standi frá kl. 9.00-11.00 afmælis- morguninn. Þar mun skólinn einn- ig kynna ýmsa tónlistarviðburði sem efnt verður til í vetur í tilefni afmæl- isársins. 80 ára á laugardag Jón G. ÁsGeirsson tónskáld og heiðursdoktor frá khÍ Ættfræði Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson kgk@dv.is Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stóraf- mæli á netfangið kgk@dv.is Ingólfur Aðalsteinsson fyrrv. forstjóri Hitaveitu Suðurnesja Ingólfur fæddist á Hamraendum í Mið- dölum en ólst upp í Brautarholti í Döl- um. Hann lauk stúd- entsprófi frá MA 1946, cand. phil.-prófi frá HÍ 1947 og stundaði nám í veðurfræði 1947-49. Ingólfur starfaði á Veð- urstofu Íslands 1949- 75, lengst af á spádeild Veðurstofu á Kefla- víkurflugvelli, og var framkvæmdastjóri og síðar forstjóri Hitaveitu Suðurnesja 1975-92. Hann hef- ur búið í Njarðvík frá 1958. Fjölskylda Ingólfur kvæntist 30.6. 1949 Ingibjörgu Ólafsdóttur, f. 9.2. 1926, bókaverði. Hún er dótt- ir Ólafs Methúsalemssonar, f. 17.6. 1877, d. 13.6. 1957, kaup- félagsstjóra á Vopnafirði, og k.h., Ásrúnar Jörgensdóttur, f. 11.9. 1892, d. 27.9. 1970, hús- móður. Börn Ingólfs og Ingibjarg- ar eru Aðalsteinn Ingólfsson, f. 7.3. 1948, listfræðingur og fyrrv. forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, kvæntur Janet Shep- herd ritara og eiga þau þrjár dætur; Ólafur Örn Ingólfsson, f. 9.6. 1951, hagfræðingur og fyrrv. deildarstjóri hjá SPRON, kvæntur Ingibjörgu Guð- mundsdóttur skrifstofumanni og eiga þau eina dóttur; Birgir, f. 23.1. 1953, auglýsingateikn- ari hjá Íslensku auglýsinga- stofunni, kvæntur Auði Jóns- dóttur félagsfræðingi og eiga þau tvö börn; Ásrún, f. 21.10. 1955, hjúkrunarfræðingur á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, gift Magnúsi Snæbjörnssyni, tækni- fræðingi og framkvæmdastjóra Íslandsbyggða, og eiga þau tvö börn; Leifur, f. 6.9. 1960, iðn- verkamaður, í sambúð með Lilju Margréti Möller kennara og eiga þau eina dóttur; Atli, f. 21.8. 1962, tónskáld í Reykjavík, kvæntur Þuríði Jónsdóttur tón- skáldi og eiga þau tvö börn. Hálfsystir Ingólfs: Svava, f. 1922, d. 1971, húsmóðir í Reykjavík. Alsystkini Ing- ólfs: Guðrún, f. 1924, d. 1977, húsmóðir í Kópavogi; Gunnar, f. 1926, nú látinn, bóndi og síðar deildarstjóri hjá Kaupfélagi Borg- firðinga; Svanhild- ur, f. 1929, húsmóðir í Reykjavík; Brynjólfur, f. 1931, bóndi og síðar múrari í Garðabæ; Em- elía Lilja, f. 1934, hús- móðir í Kópavogi. Foreldrar Ingólfs voru Aðalsteinn Bald- vinsson, f. 12.9. 1897, d. 21.9. 1980, kaupmaður í Brautarholti í Haukadal í Dölum, og Ingileif Sigríður Björnsdóttir, f. 15.6. 1899, d. 14.6. 1977, húsfreyja. Ætt Aðalsteinn var sonur Bald- vins, b. á Hamraendum Bald- vinssonar, b. á Bugðustöðum Haraldssonar. Móðir Baldvins á Hamraendum var Sæunn Jónsdóttir. Móðir Aðalsteins var Halldóra Guðmundsdóttir, b. á Fellsenda Daðasonar. Ingileif var dóttir Björns, b. og kaupmanns í Brautarholti Jónssonar. Móðir Ingileifar var Guðrún Ólafsdóttir, b. á Vatni Brandssonar, og Katrínar, syst- ur Skarphéðins, föður Friðjóns, fyrrv. ráðherra, og Pálma, föður Guðmundar jarðeðlisfræðings, og Ólafs, bókavarðar Seðla- bankans. Katrín var dóttir Jóns, b. í Stóra-Galtardal Þorgeirs- sonar og Halldóru Jónsdóttir, b. á Breiðabólstað á Fellsströnd Jónssonar. Systir Halldóru var Hólmfríður, langamma Ingi- bjargar, ömmu Ingibjargar Har- aldsdóttur rithöfundar. Önnur systir Halldóru var Steinunn, langamma Auðar Eydal, fyrrv. forstöðumanns Kvikmynda- eftirlits ríksins, móður Tinna, ritstjóra Húsa og hýbíla. Bróð- ir Halldóru var Þórður, lang- afi Friðjóns Þórðarsonar alþm. og Gests, föður Svavars sendi- herra, föður Svandísar borgar- fulltrúa. Ingólfur verður að heiman á afmælisdaginn. 85 ára á föstudag Bryndís Petra Bragadóttir leikkona Bryndís fæddist í Reykjavík en ólst upp í Danmörku og síðan í Lúxemborg. Hún kom til Íslands 1975, fór þá í Skógaskóla, ML og Flensborgarskóla og lauk svo leiklistarprófi frá Leiklistarskóla Ís- lands árið 1986. Bryndís vann meðal annars í skreið og salt- fiski hjá Ísbirninum á námsárunum og var flokkstjóri í Unglinga- vinnunni. Eftir útskrifaðist frá Leiklist- arskólanum hefur hún lengst af stundað leiklist. Hún hefur leikið á milli 50 og 60 hlutverk í ýmsum verkum, lék m.a. Ísbjörgu í Ég heiti Ísbjörg – ég er ljón og Línu í Línu Langsokk hjá LA. Þá lék hún í kvikmyndinni The Junip- er Tree. Bryndís hefur nýlokið við að leikstýra verki á Skagaströnd um landnámskonuna Þór- dísi spákonu. Hún leik- ur í farandsýningunni, Ég á mig sjálf, sem er forvarnarverk um anór- exíu. Bryndís syngur með Gospelsystrum Reykjavíkur. Fjölskylda Dóttir Bryndísar er Petra María Rögnvalds- dóttir, f. 26.7. 1997. Bróðir Bryndísar er Sturla Óskar Bragason, f. 6.1. 1962, flugþjónn í Reykjavík. Foreldrar Bryndísar eru Bragi Óskarsson, f. 27.3. 1935, raf- magnstæknifræðingur, og Sonja Hakansson, f. 25.5. 1933, d. 21.12. 2003, myndlistarkona. 50 ára á laugardag föstUdaGUr 10. oKtóber 200842 Ættfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.