Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Blaðsíða 12
föstudagur 10. október 200812 Helgarblað Margir eru komnir í gríðarleg vandræði með afborganir af lánum sínum vegna falls krónunnar og verðbólgu í 14,0 prósentum. Mikl- ar líkur eru taldar á því að verð- bólga aukist á næstu mánuðum en lágt gengi krónunnar mun leiða til hærra vöruverðs sem aftur skilar sér í aukinni verðbólgu. Lán sem tekin voru fyrir ári hafa hækkað mismikið en þau sem hækkað hafa mest eru myntkörful- ánin sem tekin voru í erlendri mynt að ráðleggingu bankanna. Dæmi eru um að afborganir hafi nærri því tvöfaldast á einu ári. Óljóst er hvernig verður komið til móts við þessa lántakendur. Tek ekki þátt í vitleysunni Pétur Gunnarsson, fjármála- stjóri hjá SP fjármögnun, segir fyr- irtækið miða við gengi Seðlabanka Íslands þegar gengisbreytingar og hækkanir á lánum séu reiknaðar út. Þegar hann var spurður hvort hann gæti gefið dæmi um þró- un myntkörfuláns hjá fyrirtækinu sagðist hann ekki taka þátt í slíkri vitleysu. Hann sendi DV póst til þess að útskýra hvers vegna hann vildi ekki gefa upplýsingar um þró- un lána hjá fyrirtækinu: „Á þessum óvissutímum hefur fólk áhyggjur af mörgu, hækkandi lánum, hækk- andi verðlagi, atvinnuleysi ofl. ofl. Að setja upp eittthvað tilbúið dæmi um erlent bílalán hjálpar engum.“ Greiða bara vextina Hans Hjartarson, sérfræðing- ur hjá Frjálsa fjárfestingarbank- anum, gaf DV hins vegar almenn- ar upplýsingar um þróun lána hjá þeim. Lán einstaklings sem tók fimm milljón króna myntkörfulán til fjörutíu ára í japönsku jeni og svissneskum franka fyrir ári hefur hækkað um í kringum 80 prósent á þessu tímabili. Fyrir ári þurfti lán- takandi að borga 27 þúsund krón- ur á mánuði en í dag eru mánað- arlegar greiðslur orðnar 53 þúsund krónur. „Við bjóðum upp á að fólk greiði einungis vexti af lánunum í allt að eitt ár í senn. Á meðan mynt- in er dýr borgar sig að borga sem minnst,“ segir Hans. Hann segir það ekki borga sig að borga af höf- uðstólnum á meðan erlend mynt sé svo dýr og á meðan er hægt að greiða einungis af vöxtunum. Búist er við því að krónan hækki í verð- gildi þegar ró kemst á íslenskt efna- hagslíf og því ættu erlendu lánin að geta lækkað á nýjan leik. Hækkun um 16,6 milljónir Fyrir ári kostaði svissneskur franki 52,50 krónur og japansk jen 0,54 krónur. Í dag er frankinn kom- inn upp í 93,5 krónur og jenið er í 1,05 krónum. Sá sem tók 20 millj- ón króna húsnæðislán í erlendri mynt og notaðist við þessa gjald- miðla borgaði 108 þúsund á mán- uði í september í fyrra, sú tala er nú komin upp í 206 þúsund krónur á mánuði. Lánið hefur því hækkað um 83 prósent á einu ári. Ljóst er að margir eiga í erfiðleikum með að greiða af slíku láni þegar þeir höfðu gert ráð fyrir mun lægri greiðslum. Lánið sem var 20 milljónir í fyrra er í dag komið upp í 36,6 milljón- ir króna. Það hefur því hækkað um 16,6 milljónir þrátt fyrir að lántak- andinn sé búinn að greiða mánað- arlega af því. Tekin yfir og umreiknuð Hugmyndir hafa verið viðraðar þess efnis að greiðslum af lánum í erlendri mynt verði frestað um sinn og á endanum verði lánin tekin yfir af Íbúðalánasjóði. Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði munu lán í erlendri mynt væntan- lega vera tekin yfir á þeim kjörum sem bréfin bera með sér. Það þýðir að ef gengið verður óhagstætt þeg- ar lánið verður tekið yfir þá verður höfuðstóll þess ennþá mun hærri en þegar þau voru tekin. Einar Örn Stefánsson, sérfræðingur í kynn- ingar- og markaðsmálum Íbúða- lánasjóðs, segir ýmsa möguleika vera í stöðunni og verið sé að vinna í þeim. Íbúðalánasjóður hefur sam- kvæmt neyðarlögunum heimild til þess að yfirtaka íbúðarveðlán fjár- málafyrirtækja. Þetta á við bæði um lán í íslensk- um krónum og í erlendri mynt. Gert er ráð fyrir að hvorki Íbúðalána- sjóður né einstakl- ingarnir stjórni því heldur þurfi lána- stofnanirnar sjálf- ar að óska þess. Verðtryggðu lánin hækka minna Lán sem tekið var í september í fyrra til fjörutíu ára hjá Íbúðalána- sjóði upp á átján milljónir hefur í dag hækkað um rúmar tvær millj- ónir. Vextir lánsins eru 5,10 prósent og í aukinni verðbólgu hefur höfuðstóllinn hækkað vegna verð- tryggingarinnar. Mánaðarlegar greiðslur af þessu láni voru í fyrra 88 þúsund krón- ur en eru nú komnar í 99 þúsund krónur. Þannig hefur greiðslubyrði lántakenda aukist um 11 þús- und krónur á mánuði og á sama tíma hefur lánið hækkað um 2,188 milljónir. Það er tæp 12,15 prósent hækkun frá því í fyrra. Samkvæmt lögum fær Fjár- málaeftirlitið heimildir til að yf- irtaka starfsemi þeirra banka og fjármálastofnana sem vafi leikur á að geti sinnt hlutverki sínu. Heim- ildinni er ætlað að tryggja eðlilega starfsemi á fjármálamarkaði. Ekki mun reyna á yfirtökuheimildina nema fjármálafyrirtækin kom- ist í alvarlegan vanda og á þessari stundu liggur ekki fyrir hvort til þess komi. Skuldir heimilanna hrannast upp í kjölfar gengisfalls og verðbólgu. Dæmi eru um að myntkörfulán hafi svo gott sem tvöfaldast á einu ári. Óvíst er hvað gert verður fyrir það fólk sem skuldar lán í erlendri mynt en verið er að vinna að lausn. Lán hjá Íbúðalánasjóði hafa hækkað um svo gott sem 11 prósent á seinasta ári. Samkvæmt nýjum lögum getur Íbúðalánasjóður tekið yfir lán fjármálastofnana. Sérfræðingur í kynning- ar- og markaðsmálum Íbúðalánasjóðs segir ýmsa möguleika í stöðunni og verið sé að vinna í þeim. Bíll á mynTkörfuláni Lánið hefur hækkað um 80 prósent. Hús á mynTkörfuláni Í frönkum og jenum. Hefur hækkað um 83 prósent. lán Hjá íBúðalánasjóði Lán hjá íbúðalánasjóði hefur hækkað um 12,15 prósent. LÁNIN HÆKKUÐU UM 83 PRÓSENT jón Bjarki maGnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Við bjóðum upp á að fólk greiði einung- is vexti af lánunum í allt að eitt ár í senn. Á meðan myntin er dýr borgar sig að borga sem minnst.“ skuldurum bjargað björgvin g. sigurðsson hefur sagt að komið verði til móts við skuldara en þó er ekki ljóst með hvaða hætti og að hve miklu marki. Hærri greiðslur Þeir sem tóku myntkörfulán fyrir ári borga nærri því tvöfalt meira af íbúð sinni núna en fyrir ári síðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.