Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1902, Blaðsíða 79
73
G e i t f j e fer óðum fjölgandi sfðustu árin, svo ekki verður gengið fram hjá því í
þessu yfirliti. Tala geitfjár hefur verið á ymsum tímum:
1703 818 1891—95 meðaltal ... 86
1770 755 ’ 1896 99
1858—59 meðaltal 767 1897 188
1861—69 343 1898 235
1871—80 195 1899 225
1881—90 62 1900 271
Geitfje hefur stuud um verið talið með sauðfjenu, og tala þess er því óáreiðanleg sum
árin, einkum 1871—90. Geitur hafa ekki fengið þá þýðingu fyrir landsmenn, sem þær ættu
að hafa, en það er að gefa heimiluni við sjóinn sem ekki geta haft kú ofurlítið af mjólk mik-
inn hluta ársins.
H r o s s hafa verið á ýmsum t/mum:
1703 26900 1871—80 meðaltal ... .. 32400 Að folöldum
1770 32600 1881—90 31200 meðtöldum
1783 36400 1891—95 ... ... 33700 36400
1821—30 meðaltal 32700 1896 . 39065 43235
1849 37500 1897 ... 39513 42470
1858—59 40200 1898 40408 44134
1861—69 meðaltal 35500 1899 ... 39261 41942
1900 . 37886 að folöldum meðtöldum . 41654
Folöld eru meðtalin frá 1703—1849 og aptur rrá 1891—1900 í síðari dálknum.
Bezt sjest hvernig hrossaeignin stendur af sjer, þegar litið er á hve mörg hross koma
á hvert 100 manns. Hross og folöld voru á landinu:
1703 53 hross á hvert 100 manns
1770 71 — - — 100 —
1849 63 — - — 100 —
1896 56 — - — 100 —
1897 56 — - — 100 —
1898 58 — - — 100 —
1899 55 — - — 100 —
Við byrjun 18. aldar og við lok 19. aldar er hrossaeignin hjer um bil hin sama. Hún
er þó meiri við lok síðustu aldar, ef þess er gœtt hve margt fólk nú á heima í kaupstöð-
um, og getur ekki átt hesta. Síðari hlnt 18. aldar 1770 og 1783, þó hefur hrossaeignin ver-
ið afarmikil, þau hafa gengið sjálfala á vetrum, og fjellu sumstaðar uunvörpum þegar hart
var. Þótt hross sjeu ekki mörg, þá er það naumast vottur um apturför í búnaði.
Annars er það naumast efamál að búnaði hefur hnignað frá 1896 og til aldamótanna
síðustu. Nautpeningur er lítið eitt færri 1900 en þá vav, þótt honum sje einmitt að fjölga
tvö allra síðustu árin. Fjenaði hefur fækkað um 172000, og hrossum um 1600, sem allt ber
fremur vott um deyfð í búnaði, og að fólk og tje sje srnátt og smátt að yfirgefa þann atvinnu-
veg. Sá sem gæti fundið góðan markað fyrir lifandi sanðfje, væri líklega mesti velgjörðamað-
ur landsins nú á dögum.
Virt til peninga eins og áður hefur verið gjört, verður kvikfjáreignin öll árið 1900
og nokkur undanfarin ár, einb og eptirfarandi tafla sjúiir í þúsundum króna:
10