Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1902, Blaðsíða 193
Refatollur er eliki nefndur tekjumegin hjer, því hann er fyrir löngu fallinn burtu,
sem sundurliðuð tekjugrein. Kostnaður við refaveiðar er talinn útgjaldamegin.
8. Hundaskatturinn gamli var aldrei nein tekjugrein, lögunum 25. júní 1869 var
blátt áfram ekki hlytt. Gamli hundaskatturinn nam
1876—80 ........................................... 55 kr. að meðaltali árlega.
Nyju lögunum er framfylgt rækilega, því nú nemur Imndaskatturinn :
1893 16468 kr. 1896 .................... 14839 kr.
1894 ....................... 14618 — 1897..................... 15252 —
1895 13076 — 1898 .................... 15850 —
1899 ......................... 15462 kr.
9. Ovissar tekjur eða ymislegar tekjur eru vanalega mjög há tekjugrein,
og í þeim felast allar þær tekjur sveitasjóðanna, sem ekki eru nefndar hjer að framan. —
Þessar tekjur eru: eptirlátnir munir þurfamanna, endurgoldin sveitarlán, tillög frá ætt-
ingjum þurfamanna, sem voru mjög lítil, gjafir til fátækra, sektir, andvirði óskilafjár, bráða-
byrgðalán, sem sveitirnar taka, sjerstakar tekjur af barnaskólum og skólagjöld. —
Við það, að borguð láu frá þurfamönnum eru talin með óvissum tekjum, og lán til þurfa-
manna eru talin með óvissum útgjöldum, og bráðabirgðalán sem sveitasjóðir kunna að taka
eru talin á sama hátt, þá verða tekjur og útgjöld hærri en þau ættu að vera í reikningi
yfir hreinar tekjur (virkilega byrði á gjaldþegnum), og hrein útgjöld.
Þessar tekjur hafa verið:
1861 (óvissar og fleiri tekjur, en ekki eptirstöðvar) 43861
1871—75 meðaltal (árið 1871 talið með) 107211
1876 80 85484
1881 90 91977
1891 95 - 106443
1896 87293
1897 106321
1898 152611
1899 98499
Óvissu tekjurnar 1861 og 1871 eru fundnar þannig, að frá tekjuliðnum óvissar og fleiri
tekjur og eptirstöðvar, eru dregnar frá eptirstöðvarnar, sem voru við lok fardagaársins. —
Um þær veit maður, enn um eptirstöðvarnar í byrjun ársins veit maður ekkert eptir skyrsl-
unum frá þessum árum.
Útgrjöld sveitasjóðanna.
10. Tala þeirra, sem þiggja af sveit er ekki ávallt tilgreind svo vel
sem æskilegt væri. í bæjarreikningunum frá Akureyri eru þeir ekki nefndir. Annarsstaðar
t. d. í Noregi er árlega gefin sjerstök skyrsla um þurfamenn og aldur þeirra og kynferði á
ári hverju. Það er ekki sama, hvort þurfamenn eru t. d. tóm gamalmenni og börn, eða þeir
eru vinnandi menn. Vrentanlega verða þessar skyrslur um þurfamenn heimtaðar á síðan,
t. d. eptir að nefndin, sem nú hefir verið sett í fátækralöggjöfina hefir lokið starfi sínu, og
líklegast heimtar hún sjálf þessar skyrslur af sveitastjórnunum.
Tala þurfamanna hefir verið borin saman við fólksfjöldann á landinu :
Fólkstala Sveitarómagar Þurfaheimili Þurfamenn alls
Árið 1840 ........... 57094 .... ................ 1961
— 1850 ............ 59157 .... ................ 1244