Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1902, Blaðsíða 129
123
í Suönramtinu liofir framteljendum undir 5 hundruð fækkað, en fjölgað í hærri flokk
unum, það er líkiegt að það komi af því niðurdrepi, sem búskapurinn þar var í eptir lang-
varandi fjárkláða, og niðurskurð, og af framför þilskipaútvegsins. í Vesturamtinu hefir hef-
ur fjölgað í flokkunum fyrir neðan 10 hundruð, en frokkað í flokknum fyrir ofan 10, nema
flokkuum fyrir ofan 50 hundruð, en allir í þeim flokki eru annaðhvort hvalfangarar eða út-
gjörðarmenn. I Norður- og Austuramtinu hefur fjölgað mjög í lægstu flokkunum, sem er af-
leiðing af þvi að fólkið þar dregur sig til sjáfarins. Framteljendnm yfir 10 hundruð hefur
fækkað þar mjög mikið, í öllu amtinu er nú að eins einn framteljaudi sem á yfir 50 hundruð,
en hann er bóndi. 1878 voru 12 manns í landinu sem töldu fram yfir 50 hundruð, þeir vóru
allirbúandi menn, nú eru að eins 3 búandi menn á landinu sem telja svo mikið fram. Hitt
eru hvalveiða- eða útgjörðarmenn.
Tala búlausra var ekki tekin sérstaklega 1878, en 1899 hefur hún verið tekin út af
fyrir sig. Aðaltala þeirra er 2822. Þeim hefur fjölgað mjög mikið, þótt ekki sje hægt að
segja hve mikið. Búlausir eru þeir taldir, sem ekki búa á jörð eða jarðarparti. Allir kaup-
staðarbúar og tómthúsmenn eru búlausir, og þessutan eru taldir með þeim hjú í sveit, eða
börn bænda sem tíunda lausafje.
Þegar allt landið er tekið sem heild, þá eru skyrslurnar að framau talandi vottur um
það, hve mikið stórbúum hefur fækkað, en smáeignunum fjölgað. Bú fyrir ofan 10 hundruð
hafa fækkað, 10—15 hndr. um 32, 15—20 um 101, 20—30 hndr. um 43, 30—40 hndr. um
29, 40 —50 hndr. um 4. Framteljendum yfir 50 hundruð hefnr fjölgað um 2, en það voru
allt búanii menn 1878, en nú eru að eins þrír búandi menn af þeim. — Það mætti segja að
búum yfir 50 lmndruð liefði frekkað um 3/4 eða 9.
Tiundarlögin eptir 1878 eru önnur en fyrir 1878, en verulegur munur getur ekki
legiö í þeim. Það þarf auðvitað fleira geldfje í hundrað síðara árið, eu skip eiu tíunduð hærra
aptnr á móti, og l/. fjenaðarins síðara árið er ekki dreginn frá, í fyrri tíundarlögunum mátti
draga frá sjóundu hverja kú, og það hefur sjálfsagt verið gjört; í skyrslunum 1899 er sjöunda
kyrin ekki diegin frá.
Meiningin með skýrsluuum hjer að framan hefir verið, að draganpp eins konar landa-
brjef yfir velmegun búnaðarins á Islandi nú um aldamóttn. Þetta lundabrjef ætti að verða
mjög hugðuæmt þegar frá líður t. d. um næstu aldamót.