Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 15. mars 2010 FRÉTTIR Á skömmum tíma hafa tvö ungmenni, tólf og sextán ára, svipt sig lífi í Hafnarfirði þar sem að minnsta kosti í öðru tilvikinu hafði viðkomandi orðið fyrir langvarandi einelti í skóla. Kolbrún Baldursdóttir sálfræð- ingur segir einelti orsakaþátt sem verði að taka mjög alvarlega og undir það tekur Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir sem biður fólk um að hlusta á börnin sín. „Þegar áföll eiga sér stað í lífi ung- menna verðum við að fylgjst sérstak- lega vel með þeim og það á líka við í skólanum þar sem þau verja miklum tíma í hverri viku. Þá er ákveðin hætta á því að sé einelti ekki tekið alvarlega geti það leitt til sjálfsvígs. Það er engin spurning og það höfum við séð,“ segir Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur. Á skömmum tíma hafa tvö ung- menni, tólf og sextán ára, svipt sig lífi í Hafnarfirði þar sem að minnsta kosti í öðru tilvikinu hafði viðkom- andi orðið fyrir langvarandi einelti í skóla, án þess að einelti hafi verið úr- skurðað sem orsök sjálfsvígsins. Bæj- arbúum er brugðið og hafa tíðindin sett sinn svip á umræður bæjarbúa. Þeir sérfræðingar sem DV leit- aði til benda á einelti sem orsaka- þátt sem verði að taka mjög alvarlega. Þegar verst lætur geti þunglyndi, sem af einelti getur skapast, leitt til sjálfs- vígstilrauna ungmenna. Öll sund lokuð „Einelti brýtur niður sjálfsmynd barnanna og langvarandi einelti er grafalvarlegt mál sem eyðileggur líf og getur orðið til þess að taka líf við- komandi. Í mínu starfi hef ég séð erf- ið tilvik þar sem einelti hefur hrein- lega skemmt krakka og þau svipt sig lífi,“ segir Kolbrún. Skóla- og félagsmálayfirvöld í Hafnarfirði biðja foreldra í bænum að fylgjast sérstaklega með líðan og hegðun barna sinna, til að mynda samskiptum í gegn netsíður. Það gerir Matthías Halldórsson aðstoð- arlandlæknir líka því oft hafi ung- menni sem svipta sig lífi minnst á þann möguleika áður. „Gjarnan eru einelti og þunglyndi að baki slíkra tilvika. Það kemur öðru hverju fyrir hjá öllum að öll sund virðast lokuð og ungmennin fara þessa leið hugs- anlega í einhverju bráðræði. Einelti er örugglega einn helsti orsakaþátt- urinn í þessu þar sem ungmenn- in sjá enga aðra leið. Það er mjög oft, þegar krakkar á ungum aldri svipta sig lífi, sem einelti er nefnt og það má alls ekki taka það létti- lega ef ungmennin hafa áður tal- að um eða reynt sjálfsvíg,“ segir Matthías. Verðum að tala saman Kolbrún segir það því miður koma reglulega fyrir að ungmenni svipti sig lífi. „Þetta eru alltaf erfið mál og ástæðurnar geta verið margar. Að baki er gríðarleg vanlíðan þar sem viðkomandi sér enga aðra leið út úr vandanum og virðist ekki geta opnað sig um sína líðan við einhvern. Oftast koma sjálfsvíg ung- mennanna því fólki algjörlega í opna skjöldu en svo eru líka dæmi um að viðkomandi hafi áður gert tilraun- ir til sjálfsvígs. Þegar svo er þá er það ávísun á að tilraun- in sé endurtekin og fyrir því þurfa að- standendur að vera betur vakandi,“ segir Kolbrún. „Einelti veldur vanmáttarkennd og vanlíðan hjá börnunum. Það getur verið svo erfitt að laga þetta, stundum er þetta í formi þess að vera skilin út undan og stundum í formi andlegs eða líkamlegs ofbeldis. Sárin gróa stundum aldrei.“ Vera vakandi Þorsteinn Sæberg, skólastjóri Ár- bæjarskóla, telur skólana flesta vel í stakk búna til að taka á eineltismál- um enda sé það afar mikilvægt. Fyr- ir fjórum árum svipti ungur drengur sig lífi, á ellefta aldursári, í Árbænum en Þorsteinn segir það ekki hafa ver- ið rakið til eineltis. „Því miður fannst engin skýring á því. Stundum geta börnin orðið það kvíðin að þau geta ekki opnað sig um það. Heimilin og skólinn þurfa að vera gríðarlega vak- andi fyrir því að grípa inn í. Því miður eru merki um eineltismál víða í sam- félaginu. Það verður að taka á ein- elti með mjög öflugum hætti því slík mál eru mjög alvarleg. Við þurfum að vera mjög vakandi og fylgjast með vísbendingunum,“ segir Þorsteinn. Kolbrún tekur í sama streng og segir samvinnu heimila og skóla mjög mikilvæga. „Flestir skólar eru með sínar áætlanir en því miður eru brotalamir í kerfinu því sumir skólar vinna ekki nægjanlega vel í eineltis- málum. Ég vil koma á fót lítilli sér- SVIPLEG SJÁLFSVÍG TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is n Ungmennið hefur mörg einkenni þunglyndis n Vaxandi kvíði og félagsfælni n Ungmennið talar um sjálfsvíg, vonleysi eða vanmátt n Ungmennið lendir í tíðum slysum eða óhöppum n Ungmennið talar um dauða og það að deyja n Ungmennið grætur meira en áður, en er tilfinningalega lokað að öðru leyti n Ungmennið er farið að gefa öðrum eigur sínar n Félagsleg einangrun n Vímuefnanotkun, þar með talin áfengisnotkun n Vaxandi hömluleysi í allri hegðun n Vaxandi áhættuhegðun Heimild: umhuga.is Hættumerki tengd sjálfsvígum: Það er mjög oft, þegar krakkar á ungum aldri svipta sig lífi, sem einelti er nefnt og það má alls ekki taka það léttilega ef ung- mennin hafa áður talað um eða reynt sjálfsvíg. Mjög alvarlegt Kolbrún segir mikilvægt að fylgst sé sérstaklega með ungmennum sem lent hafa í áföllum eða einelti í skóla því þunglyndi af þeim sökum geti leitt til sjálfsvígstilrauna. Hlustum á börnin Matthías varar við því að einelti sé einn helsti orsakaþáttur sjálfsvíga hjá ungmennum þar sem öll sund virðast þeim lokuð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.