Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 18
RÁÐHERRA SLÆR Í GEGN n Árni Páll Árnason félags- málaráðherra er á góðri leið með stimpla sig rækilega inn sem leiðtogaefni Samfylkingar. Hann kallaði forsvarsmenn bílalánaokur- fyrirtækjanna til sín fyrir helgi og boðaði að lánin yrðu skorin niður í upphæð sem yrði nálægt markaðsvirði. Brugðust menn fölir og fáir við þess. Hinn breiði hópur skuldara fagnar ógurlega. Svo eru aðrir sem telja að ráðherr- ann sé að lýðskrumast og muni ekki standa við áformin. EYÞÓR BÆJAR­ STJÓRAEFNI n Eyþór Arnalds má glaður una við yfirburðasigur sinn í prófkjöri sjálfstæðismanna í Árborg. Fyrir síðustu kosningar glansaði hann einnig inn en dró sig í hlé sem oddviti eftir frægt mál og talaði hjarta sitt hreint. Nú hafa kjósendur veitt honum nýtt og sterkt umboð og fortíðin er að baki. Mikið verk er fyrir höndum í Árborg þar sem skuldir sliga íbúana eftir óheppi- lega fjármálastjórn undanfarin ár. Ekki er ólíklegt að Eyþór gæti orðið bæjarstjóri eftir kosningar. ÍSÓLFUR VILL HEIM n Hinn glaðbeitti Framsóknar- maður og fyrrverandi þingmaður, Ísólfur Gylfi Pálmason, liggur nú undir þykkum feldi og íhugar hvort hann bjóði sig fram í oddvitasæti hjá Framsókn á Hvolsvelli. Þingmaðurinn fyrrverandi er sveitarstjóri í Hrunamanna- mannahreppi en er greinilega að íhuga að færa sig um set. Hann staðfesti við Dagskrána að hugur hans stefndi í Rangárþing eystra og vísar til átthaga sinna og ættartölu sinnar þar um slóðir. Hann er því á heimleið. Lýkur þá væntanlega löngu ferðalagi hans sem hófst þegar hann var kjörinn á þing og sat þar um skeið með systur sinni, Ingibjörgu. SVEITARSTJÓRI BRÁÐNAR n Kjarnakonan Andrea Róberts unir hag sínum hið besta í Hálsakoti í Kjósinni. Þar er sum- arhúsabyggð en Andrea óskaði eftir því á sínum tíma að fá að skrá húsið sem heilsárshús og þar með lögheimili. Þessu mun hafa verið hafnað af sveitarstjórn. En Andrea, sem er ein fegursta kona Íslands, sá við yfirvöldum. Hún lagði að sögn leið sína á kontór sveitarstjórans. Hann stóðst ekki nærveru hennar og skrifaði undir þá pappíra sem þurfti. Bankamenn eru rannsóknar-efni. Þeir eru menn sem gefa skuldugum ekkjum engan séns en veita helsekum útrásarvík- ingum sérstaka þjónustu. Ef útrásar- víkingar skemma eitthvað, til dæmis fyrirtæki, koma bankamennirnir hlaupandi á eftir þeim og bjóða þeim að eignast það með afslætti. Ef ekkja lendir í vandræðum er svarið einfalt: Borgaðu allt! Ef slíkur maður fer í sálfræðimat er niðurstaðan einföld. Hann er andfélagslegur siðblind- ingi. En Svarthöfða grunar samt að bankamenn skilji siðblindingjann eftir í vinnunni þegar þeir fara heim. Enda eru þeir ekki vondir í sjálfu sér. Þeir eru bara tannhjól í kerfi sem leiðir núna nánast alltaf til ósann- gjörnustu niðurstöðunnar. Skylda sérhvers bankamanns er að hámarka arð bankans af hverjum viðskipta- vini. Ef bankamað- ur er góður við við- skiptavin er það til þess að hámarka heildararðinn til langs tíma. Þá er hann að koma í veg fyrir að við- skiptavinurinn fari annað. Sagt er að viðskiptavin-urinn sem skuldi bankanum milljón sé eign bankans, en sá sem skuldi bankanum milljarð eigi bankann. Þetta er ekki alveg rétt. Sá sem er í persónulegum ábyrgðum fyrir skuldinni er eign bankans. Sá sem skuldar í gegnum einkahlutafé- lag á bankann. Hann getur hvenær sem er, virðist vera, farið í kennitölu- hopp. Sævar Jónsson, fyrrverandi knattspyrnumaður hjá Val og fleiri liðum, hefur tæklað sín- ar aðstæður á athyglisverðan hátt. Vegna yfirvofandi gjaldþrots síns ákvað hann að færa skartgripaversl- unina sína, sem hann átti með helstu forsprökkum Baugs, yfir á eiginkonu sína. Í samtali við DV útskýrði hann aðstöðu sína svona: „Ég er búinn að missa húsið og ég hef engan áhuga á því að missa fleira. Ég átti raunveru- lega engan annan kost.“ Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi eigandi Lands-bankans, hefur misst allt. En ekki alveg. Hann er blessaður með framúrskarandi eiginkonu. Og húsið þeirra og bíllinn eru skráð á hana. Því er hann ekki alveg á flæðiskeri staddur, þrátt fyrir gjaldþrot. Nú er komið í ljós að Sævar missti eitt hús, en er að byggja annað miklu stærra. Það er skráð á eiginkonuna, eins og skartið. Ólíkt venjulegum Íslend- ingum á Sævar fjár- hagslegt framhaldslíf. Fyrir nokkrum mán-uðum vofði gjald-þrotið yfir Bjössa í World Class. Hann flutti rekstur sinn á milli kennitalna með hjálp bankans. Á sama tíma var hann að byggja veglegan sumarbústað við Þingvallavatn. Þetta á sér ekki orsök í því að bankarnir og bankamenn-irnir séu vondir menn, heldur að yfirvöld gerðu reglurnar þannig að bankinn hagnast á því að níðast á ekkjum og hygla fjárglæframönnum. Yfirvöld gerðu það þannig að fólk fær húsnæðislán með veðsetn- ingu í sér sjálfu, en ekki húsnæðinu. Maður getur ekki lagt niður sjálfan sig, eins og athafnamenn- irnir leggja niður eitt fyrirtæki og stofna annað. Orðið „Av-atar“ úr sanskrít merkir „form af sjálfi“. Einkahlutafélög útrásarvík- inga voru þeirra Avatarar. Rétt eins og í kvikmyndinni Avatar gátu þeir athafnað sig án áhættu fyrir sjálfa sig með því að nota Avatarinn. Avatar er eins og klón, nema í þeirra tilfelli er það fjarstýrt. Svarthöfði hefur sem sagt leitað allra leiða til að útskýra og skilja ranglætið í íslensku samfélagi. Kannski þrífst ranglætið ein-faldlega vegna þess að yfir-völd komu því á og viðhalda því. Og á meðan það borgar sig að níðast á ekkjum, en hygla siðblind- ingjum, verð- ur níðst á ekkjum og siðblind- ingjum hyglað. AVATAR ÍSLANDS „Það var eins og ummyndast,“ segir Kristján Árnason, þýðandi og bókmenntafræð- ingur, sem í síðustu viku fékk Menningarverð- laun DV fyrir þýðingu sína á bókinni Ummyndanir eftir rómverska skáldið Óvíd. Þegar Kristján sá nafn sitt á forsíðu DV út af tilnefningunni til verðlaunanna hélt hann um stund að hann væri kominn í hóp útrásarvík- inga. HVERNIG VAR AÐ VERA ÚTRÁSARVÍKINGUR ? „Já, já, það er verið að draga elliheimilið Fóstbræður á flot.“ n Fóstbróðirinn Þorsteinn Guðmundsson um fyrirhugaða leiksýningu sem fer af stað í mars á næsta ári. - Fréttablaðið „... ég er ánægð- astur með hvað ég lít vel út.“ n Páll Óskar Hjálmtýsson um það að verða fertugur. Hann segist stefna á að verða 111 ára. - DV „Hún var orðin vandamál fyrir aðra í kringum mig.“ n Baltasar Kormákur um það af hverju hann sagði skilið við áfengi. Baltasar hefur ekki drukkið í ein átta ár eftir að hann ákvað að hætta einn daginn. Engin meðferð, bara hætti. - DV „Hann er heillandi, flottur og skemmtilegur en ég held að ég sé ekki ástfangin.“ n Fyrirsætan Kristrún Ösp Barkardóttir um samband sitt við fótboltastjörnuna Dwight Yorke. Hann spilaði meðal annars með Manchester United á sínum tíma. - DV „... við erum ekkert að tala um einhverja menn á mótorhjólum.“ n Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra um að bregðast verði hratt og örugglega við því að alþjóðleg glæpasamtök séu að reyna að skjóta rótum hér á landi. - DV Bubbi og Baugsfeðgar Tónlistarmaðurinn og samfélags-rýnirinn Bubbi Morthens hefur aldrei farið troðnar slóðir. Þetta á við um tónlist hans jafnt og mál- flutning um þjóðfélagsmál. Bubbi skrifaði bloggpistil á Pressuna þar sem hann lýsti þeirri afstöðu sinni að hrunið væri um að kenna stjórnvöldum og þá helst Davíð Odds- syni. Málflutningur Bubba er sá að ekki sé hægt að kenna útrásarvíkingum einum um það hvernig fór. Nefnir Bubbi sérstaklega þá Baugsfeðga, Jóhannes Jónsson og Jón Ás- geir Jóhannesson sem sitja gjarnan undir þeim málflutningi að bera stærsta ábyrgð. ,,Þeir sem bera ábyrgð á hruninu eru gjör- spillt embættismannakerfi og ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sem lagði grunninn með allsherjar spillingu sem og meðreiðarsvein- arnir,  Framsóknarflokkurinn. Ríkisstjórn Geirs Haarde og meðreiðarsveinar hennar. Jarðvegurinn fyrir hrunið var löngu plægð- ur,“ skrifar Bubbi. Rök Bubba eru ágæt. Reiði almennings í garð útrásarvíkinga er þó eðlileg og skilj- anleg. En jafnframt blindar hún fólki sýn og það sér ekki heildarmyndina. Útilok- að er að halda því fram að fámennur hóp- ur manna hafi sett landið á hausinn. Stóra myndin er sú að þeir sem kosnir voru til að stjórna landinu og hinir sem ráðnir voru til eftirlits brugðust algjörlega. Útrásarvíking- ar geta ekki talist vera í aðalhlutverki þar þótt það henti ákveðnum áróðursmönnum að halda slíku fram til að varpa af sjálfum sér sökinni. Íslendingar kusu aldrei Björgólf Guðmundsson fremur en Jón Ásgeir. Þjóðin kaus Davíð og Geir til að vaðveita fjöreggið. Augljóst er að útrásarvíkingar gerðu mörg og dýrkeypt mistök. Vandinn er hins- vegar sá að Ísland hefur um áratugaskeið verið rótspillt og þess vegna ákjósanleg- ur jarðvegur fyrir það sem gerðist örlaga- haustið 2008. Þjóðin verður að gera þessi mál öll upp og setja ný viðmið hvað varðar siðferði í viðskiptum og stjórnmálum. Það verða fleiri útrásarvíkingar að stíga fram eins og Pálmi Haraldsson í Fons gerði í helg- arviðtali við DV. Pálmi lýsti þar af hrein- skilni því siðleysi sem átti sér stað með- an mesta útrásaræðið geisaði. Þegar allir eru tilbúnir undanbragðalaust til að gera upp sín mál myndast jarðvegur fyrir nýtt Ísland. En meðan umræðan er lituð með þeim hætti sem Bubbi bendir á í pistli sin- um er engin von um siðbót. REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Reiði almennings í garð útrásarvíkinga er þó eðlileg. 18 MÁNUDAGUR 15. mars 2010 UMRÆÐA SANDKORN LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. LEIÐARI SPURNINGIN SVARTHÖFÐI BÓKSTAFLEGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.