Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 6
Hreiðar með í för Hreiðar Már Sigurðsson var með Bakkavarar- bræðrum á Annabels-klúbbnum fyrr í mánuðinum. 6 MÁNUDAGUR 15. mars 2010 FRÉTTIR Fer til að hjálpa fólki á Haítí Sigurjón Valmundsson, sjúkraflutn- inga- og slökkviliðsmaður, fór til Haítí á laugardag. Þar kemur hann til með að starfa við tjaldsjúkrahús norska Rauða krossins í Petit Goave, sem er sjötíu kílómetra frá höfuð- borginni Port-au-Prince. Sigurjón sinnir tvíþættu hlut- verki. Hann verður annars vegar sjúkraflutningamaður og hins vegar bráðatæknir við að veita sjúklingum fyrstu aðhlynningu. Á myndinni sést hann ganga frá farangri sínum fyrir ferðina ásamt Kristínu Ólafsdóttur sem er verkefnisstjóri sendifulltrúa hjá Rauða krossi Íslands. Hraðakstur við grunnskóla Rúmlega fjórði hver ökumaður keyrði á ólöglegum hraða þegar lögreglumenn mældu hraða bíla gegn Setbergsskóla í Hafnarfirði. Alls fóru 86 bílar um Hlíðarberg á einni klukkustund og af þeim mædust 26 á of miklum hraða. Þetta þýðir að einhver mældist brotlegur á um það bil tveggja mínútna fresti. Hámarkshraði er 30 kílómetr- ar á klukkustund en meðalhraði hinna brotlegu var 42 kílómetrar á klukkustund, sá sem ók hraðast fór þarna um á 51 kílómetra hraða. Ánægðir með ESB-ferlið Ungir framsóknarmenn fagna því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu sé í eðlileg- um farvegi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn Sambands ungra framsóknarmanna. Þar er því fagnað að ferlið haldi áfram þrátt fyrir deiluna um Icesave og tekið fram að mikilvægt sé „að Ís- land mæti til viðræðna með reisn og gefi aldrei eftir í Icesave-mál- inu vegna umsóknarinnar. Um er að ræða þróun Evrópusamstarfs til framtíðar og ber að vanda til verka“. Ungir framsóknarmenn segja að ef til aðildarviðræðna kemur reyni á íslensku samninganefnd- ina að verja íslenska hagsmuni í samræmi við ályktun flokksþings Framsóknarflokksins í fyrra. „Búinn að ákveða þetta sjálfur“ „Ég var eiginlega ákveðinn í því, að draga mig í hlé næst þegar haldinn yrði landsfundur,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson sem hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram sem formað- ur Frjálslynda flokksins. Guðjón Arn- ar stígur þar með niður eftir að hafa gegnt formennsku í flokknum undan- farin sjö ár. Nýr formaður verður kos- inn á landsfundi um næstu helgi. Frjálslyndi flokkurinn fékk engan mann kjörinn í alþingiskosningun- um í fyrra en aðspurður segist Guðjón Arnar ekki hafa verið beittur þrýst- ingi um að stíga til hliðar í ljósi þeirrar niðurstöðu. „Nei, ég var ekki beittur þrýstingi. Ég var búinn að ákveða þetta sjálfur og sagði fólkinu mínu í miðstjórn frá því fyrir nokkru.“ Ekkert þokast áfram í kjarabaráttu starfsmanna Norðuráls, sem hafa frá því í október á síðasta ári fund- að með yfirmönnum félagsins um að jafna launakjör þeirra við þau kjör sem bjóðast í öðrum álverum. Norðurál vill hins vegar ekki bjóða neina launahækkun nema 4,5 pró- sent í bónusgreiðslur til fimm ára. Samkvæmt heimildum DV innan Norðuráls er mikil reiði meðal starfs- manna vegna málsins. Yfirtrúnað- armaður starfsmanna var settur af í miðri kjarabaráttu, þar sem hann fór fram á fjölmiðlabann eftir frétta- flutning DV af málefnum Norðuráls. Það vakti óánægju meðal annarra trúnaðarmanna sem settu hann af. Starfsmaður Norðuráls, sem DV ræddi við, segir langlundargeð starfsfólksins senn á þrotum. Gróði fyrirtækisins sé mikill og það hafi bitnað mikið á móralnum að ekki hafi verið hægt að hækka launin. Starfsmenn Norðuráls séu að með- altali með um 17 prósent lægri laun en gengur og gerist í öðrum álverum. Starfsfólk Norðuráls skoði nú hvort það hafi verkfallsrétt. Aldrei áður hafi lætin innan fyrirtækisins verið meiri. Vilhjálmur Birgisson, formað- ur Verkalýðsfélags Akraness, seg- ir í samtali við DV að kröfur starfs- manna Norðuráls séu sanngjarnar. „Við erum búnir að funda hjá rík- issáttasemjara frá því í október og erum aðeins að fara fram á að launa- kjör starfsmanna Norðuráls verði þau sömu og hjá hinum. Fram til þessa hefur félagið sýnt afskaplega lítinn samningsvilja að okkar mati. Það er frekar dökkt yfir,“ segir hann. Hann segir að munur á launum starfsmanna Norðuráls og annarra álvera nemi tugum þúsunda króna á mánuði. Næsti fundur í samninga- viðræðunum er á mánudag. valgeir@dv.is Veruleg óánægja meðal starfsmanna Norðuráls vegna kjarabaráttu: Starfsmenn Norðuráls íhuga verkfall Norðurál Starfsmaður félagsins lýsir því að verulegrar óánægju gæti vegna kjarabaráttunnar. Lýður og Ágúst Guðmundssynir, sem gjarnan eru kenndir við matvæla- fyrirtækið Bakkavör, fögnuðu því fyrr í mánuðinum á einkaklúbbn- um Annabels í Mayfair í London að nauðasamningar Bakkavarar hefðu verið samþykktir. Bræðurnir eru báðir búsettir í Bretlandi. Með þeim í för var Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings og núverandi íbúi í Lúxemborg, ásamt fleiri Íslendingum sem ekki hafa ver- ið nafngreindir. Bræðurnir höfðu góða ástæðu til að fagna en með nauðasamningun- um, sem samþykktir voru á kröfu- hafafundi Bakkavarar 4. mars, munu þeir eiga möguleika á að eignast fjórðungshlut í félaginu aftur. Þeir bræður stofnuðu félagið á sínum tíma og eru kenndir við það. Hvort af þessu verður veltur hins vegar á því hvernig Bakkavör mun ganga að greiða niður himinháar skuldir sín- ar. Kröfuhafar Bakkavarar hafa eign- ast það að fullu en bræðurnir munu stjórna því áfram. Ef nauðasamningarnir hefðu ekki verið samþykktir hefði Bakkavör verið tekið til gjaldþrotaskipta. Þá hefði þetta flaggskip þeirra bræðra heyrt sögunni til en í staðinn fá þeir að stjórna því áfram og geta eignast hlut í því aftur. Bræðurnir stofnuðu Bakkavör á níunda áratugnum ásamt föður sínum. Annar hópur Íslendinga „Þeir voru á þessum stað þetta kvöld. Þeir einstaklingar sem ég veit að voru þarna eru bræðurnir tveir og Hreið- ar Már,“ segir heimildarmaður DV sem þekkir til málsins. Hann segir að þeir hafi verið á Annabels að fagna nauðasamningnum Bakkavarar auk fleiri Íslendinga og einhverra útlend- inga. Fleiri Íslendingar voru þó á staðnum þetta kvöld og báru ein- hverjir þeirra kennsl á Íslending- ana þekktu. „Það vildi þannig til að það kom annar hópur Íslendinga þarna inn,“ segir heimildarmaður DV. Frægasti einkaklúbbur í London Annabels-klúbburinn er fræg- asti einkaklúbbur Lundúnaborg- ar að sögn heimildarmanns DV og er oft fjallað um hann í slúður- pressunni bresku þegar einhverj- ir þekkt- ir ein- staklingar láta sjá sig þar. Má þar nefna fígúrur eins og Paris Hilton, Gerri Halliwell, Kate Moss og fleiri slíkar stjörnur. Heimildir DV herma að það kosti um 75 þúsund pund, um 15 mlljón- ir króna, á ári að vera meðlimur í klúbbnum. „Þetta er bara eins og annað í Mayfair. Þú hreyfir þig ekki þar fyrir minna en ég veit ekki hvað. Þú færð ekki hótelherbergi fyrir minna en 300 pund á nóttu,“ segir heimildarmaðurinn en menn þurfa að vera meðlimir í klúbbn- um til að komast þangað inn eða þá að vera með einhverjum sem er meðlimur. „Þarna hittast menn og fá sér að borða. Þarna er næturklúbb- ur og þarna er hægt að leigja herbergi og gista og allt. Þetta er með því dýrasta og flottasta sem gerist í London og klúbburinn er frægur,“ segir heimildarmaðurinn en upphaf- lega er Annabels breskur karlaklúbb- ur af gamla skólanum en hlutverk hans hefur breyst í seinni tíð. Bakkabræður og Hreiðar Már Sigurðsson fögnuðu nauðasamningum Bakkavarar á frægasta einkaklúbbi Lundúna fyrr í mánuðinum. Með þeim í för var Hreiðar Már Sigurðsson auk fleiri Íslendinga. Annabels er frægasti einkaklúbburinn í London og kostar um 15 milljónir króna að vera meðlimur í honum. BAKKABRÆÐURNIR FÖGNUÐU Í LONDON INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Fögnuðu nauðasamn- ingum Lýður og Ágúst Guðmundssynir fögnuðu nauðasamningum Bakkavar- ar á Annabels-klúbbnum í London fyrr í mánuðinum. Vinsæll hjá stjörnunum Annab- els-klúbburinn í London er vinsæll hjá þotuliði heimsins. Paris Hilton er ein þeirra sem greint hefur verið frá að hafi sótt staðinn en hún vakti athygli blaðaljósmyndara þar sem hún stóð fyrir utan staðinn í október 2008. Þeir voru á þessum stað þetta kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.