Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 15. mars 2010 MÁNUDAGUR 11 Óskar Sigurðsson, skiptastjóri þrota- bús Fons hf., og Guðjón Ólafur Jóns- son, aðstoðarmaður hans, reyndu að losna við tiltekna kröfuhafa úr þrotabúi Fons hf. með því að greiða þeim kröfur þeirra að fullu á kostnað annarra almennra kröfuhafa. Málavextir eru þeir að Sigurð- ur G. Guðjónsson lögfræðingur á liðlega 200 þúsund króna kröfu í þrotabú Fons. Krafan var áður eign Skeljungs hf. Með því að Sigurð- ur er kröfuhafi hefur hann aðgang eins og aðrir kröfuhafar að skipta- fundi og fundum kröfuhafa í þrota- bú Fons hf. sem Pálmi Haraldsson átti og stýrði. Óþægilegur kröfuhafi Nærvera Sigurðar á fundi kröfuhafa föstudaginn 5. mars síðastliðinn virt- ist koma óþægilega við Óskar skipta- stjóra og Guðjón Ólaf, aðstoðar- mann hans, sem ráða má af því sem síðar gerðist. Á umræddum fundi var rædd tillaga Óskars skiptastjóra um kyrrsetningu eigna sem hann taldi að unnt væri að ná til með riftun samninga á grundvelli gjaldþrota- laga. Sigurður vinnur fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson í riftunarmálinu. Þriðjudaginn 9. mars, í síðustu viku, birtust lögfræðingarnir Guð- jón Ólafur og Daði Ólafsson á skrif- stofu Sigurðar G. Guðjónssonar með 203.143 krónur í umslagi. Upphæð- in var í seðlum og smámynt. Með því vildu þeir greiða að fullu kröfu Sigurðar gegn skriflegri yfirlýsingu hans um að hann hefði ekki frekari afskipti af þrotabúi Fons hf. Sigurður neitaði að taka við greiðslunni og skrifaði ekki undir neitt að því er fram kemur í tölvu- póstum sem DV hefur undir hönd- um. Kvöddu þá Guðjón Ólafur og Daði með þeim orðum að upphæð- in yrði greidd á geymslureikning og þar með yrði Sigurður útilokaður frá því að mæta frekar á skiptafundi hjá Fons hf. Sigurði þótti aðferðirnar vafa- samar og ritaði Óskari skiptastjóra tölvupóst og lýsti þar meðal annars heimsókn og yfirlýsingum Guðjóns Ólafs og Daða, sem kváðust hafa komið í nafni skiptastjórans. Óheimilt að mismuna kröfuhöfum Sigurður segir í tölvupósti sínum til Óskars að gjaldþrotaskipti miði að því að tryggja jöfnuð meðal allra kröfuhafa, sem eigi kröfur í sama flokki. „Hvergi í lögum um gjald- þrotaskipti er heimild skiptastjóra til handa að víkja frá þessari reglu og greiða einstökum kröfuhöfum til- tekins flokks kröfur þeirra að fullu en öðrum ekki – skiptir í því sambandi ekki máli þótt hún sé lágrar fjárhæð- ar.“ Fram kemur einnig í bréfi Sig- urðar til skiptastjóra Fons að gjald- þrotalögin heimili ekki að tiltekinn fjöldi kröfuhafa ákveði utan skipta- fundar að greiða skuli einum, tveim- ur eða þremur almennum kröfuhöf- um kröfur þeirra að fullu en öðrum ekki. „Mál um greiðslu tiltekinna al- mennra krafna að fullu er mál sem á undir skiptafundi og þarf samþykkt- ir eðli máls samkvæmt samþykki allra kröfuhafa sem eiga það á hættu að fá ekki fullar efndir krafna sinna.“ Loks gefur Sigurður til kynna að hann muni bréflega gera Héraðs- dómi Reykjavíkur grein fyrir vinnu- lagi Óskars skiptastjóra, sem hann telur ólöglegt. Bendir Sigurður á að sé ásetningur skiptastjóra að greiða sér og tveimur öðrum kröfuhöfum að fullu út kröfurnar eigi aðrir kröfu- hafar tilkall til þess sama og það gæti skipt hundruðum milljóna króna samkvæmt kröfuskrám þrotabúsins. Hótar Sigurður jafnframt að gera öðrum almennum kröfuhöfum grein fyrir athæfi Óskars skiptastjó- ra, Guðjóns Ólafs og Daða. Geti búið ekki gert öðrum almennum kröfu- höfum jafnhátt undir höfði og ætl- unin var að gera Sigurði og tveimur öðrum kröfuhöfum geti það leitt til skaðabótaskyldu skiptastjóra. Mætir áfram á skiptafundi Síðar sama dag og Sigurður hafn- aði að taka við 100 prósenta greiðslu kröfu sinnar, liðlega 200 þúsund krónum í seðlum, úr hendi Guðjóns Ólafs og Daða, sendi skiptastjóri Sig- urði skeyti. Þar vísar Óskar til þess að Sigurður hafi neitað að taka við greiðslunni. „Þér neituðuð hins veg- ar að veita greiðslunni viðtöku þrátt fyrir áskoranir þar um. Þar sem um fullnaðargreiðslu á kröfu yðar er að ræða, auk þess sem lausnardagur hennar er kominn, er um óheimilan viðtökudrátt að ræða af yðar hálfu,“ segir í skeytinu. Skiptastjóri get- ur um geymslugreiðslu sömu upp- hæðar og að hann líti svo á að Sig- urður eigi ekki lengur kröfu í búið og teljist ekki til kröfuhafa. Sigurður svaraði skeyti Óskars skiptastjóra strax morguninn eft- ir, 10. mars, og ítrekaði þau rök sín að Óskar hefði ekki aflað heimildar allra kröfuhafa til að greiða nokkr- ar kröfur að fullu á kostnað annarra almennra kröfuhafa. „Meðan ekki liggur fyrir formlegt samþykki allra kröfuhafa sem eiga samþykktar al- mennar kröfur verður fé ekki bor- ið á einstaka kröfuhafa í umslögum eins og aðstoðarmenn þínir reyndu í gær. Þegar þú hefur lagt mál þetta formlega fyrir á skiptafundi og feng- ið samþykki allra almennra kröfu- hafa til greiðslu á kröfu minni mun ekki standa á mér að taka við henni. Meðan ekki er hins vegar gætt réttra reglna í þessu máli mun ég mæta á skiptafundi, enda með öllu óbund- inn af geymslugreiðslu þinni,“ segir í tölvubréfi Sigurðar. Sigurður skipta- stjóri sagði í samtali við DV að búið væri að fá samþykki allra kröfuhafa, annarra en Sigurðar, hafi verið aflað, þó ekki á formlegum skiptafundi. 30 milljónir á korteri? Fons hf. varð gjaldþrota í byrjun maí í fyrra og var Óskar Sigurðsson lögfræðingur skipaður skiptastjóri. Honum til aðstoðar er Guðjón Ól- afur Jónsson samstarfsmaður hans á lögmannsstofunni JP lögmenn. DV greindi frá því í byrjun septem- ber í fyrra að Óskar og Guðjón Ól- afur hefðu tekið sér 25 til 30 millj- óna króna þóknun fyrir að selja 30 prósenta hlut Fons í sænsku ferða- skrifstofunni Ticket fyrir á sjöunda hundrað milljónir króna. Hlutur- inn var veðsettur Landsbankanum - NBI. Starfsmenn NBI fordæmdu vinnubrögð skiptastjóra í samtali við blaðamann DV og báru að skipta- stjórinn og samstarfsmenn hans hefðu nánast stillt bankanum upp við vegg. Þess má geta að þóknunin sem skiptastjóri og samstarfsmenn tóku sér nemur nærri 5 prósentum af söluandvirði hlutar Fons í Ticket, en það er svipað hlutfall og sýslumenn mega að hámarki taka vegna upp- boðshalds. Óskar sagði í samtali við DV um sölu Ticket-ferðaskrifstof- unnar að söluþóknunin hefði verið samkomulagsatriði við NBI. Alls nema kröfur í þrotabú Fons um 35 milljörðum króna. Almenn- ar kröfur í þrotabúið nema liðlega 29 milljörðum króna. Langstærsti kröfuhafinn er skilanefnd Glitn- is sem lýst hefur nærri 24 milljarða króna kröfu í þrotabúið. Kröfur vegna Plastprents og Securitas eru hjá skilanefnd Glitnis. Skiptastjóri hefur auglýst Securitas til sölu en ekkert hefur verið upplýst um tilboð eða önnur atriði varðandi söluferlið. Næststærsti kröfuhafinn er Landsbankinn, NBI, með tæpa 5 milljarða króna. Stærstu kröfur skilanefndar Kaupþings í þrotabú Fons eru vegna kaupa félagsins á 35 prósenta hlut í Hamleys. Guðjón Ólafur var varaþing- maður Framsóknarflokksins frá ár- inu 2003 og þingmaður flokksins frá 2006 fram að þingkosningum 2007. Fræg urðu ummæli hans í Silfri Eg- ils í Sjónvarpinu í janúar 2008 þeg- ar hann gerði upp við Björn Inga Hrafnsson, fyrrverandi borgarfull- trúa flokksins. Kvaðst Guðjón Ól- afur hafa hnífasett í bakinu eftir vinnubrögð borgarfulltrúans í að- draganda kosninganna 2003 og 2007. Meðan ekki ligg-ur fyrir form- legt samþykki allra kröfuhafa sem eiga samþykktar almennar kröfur verður fé ekki borið á einstaka kröfu- hafa í umslögum eins og aðstoðarmenn þínir reyndu í gær. Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur sakar Óskar Sigurðsson skiptastjóra um að mismuna almennum kröfuhöfum í þrotabú Fons hf. Óskar sendi menn sína á fund Sigurðar og vildi greiða honum kröfu hans í þrotabúið að fullu í seðlum. Sigurður neitaði að taka við peningunum og segir að fé verði ekki borið á einstaka kröfuhafa í umslögum eins og aðstoðarmenn hans hafi reynt. Neitaði að taka við greiðslu Sig- urður G. Guðjónsson telur ólögmætt að mismuna almennum kröfuhöfum og vill að almennir kröfuhafar í Fons verði upplýstir um athæfi skiptastjóra. Kaupsýslumaður í vanda Fons hf. í eigu Pálma Haraldssonar varð gjaldþrota fyrir tæpu ári. Kröfur í félagið nema alls um 35 milljörðum króna. Í STRÍÐ VIÐ SKIPTASTJÓRA FONS 200 þúsund krónur í hvítu umslagi Guðjón Ólafur Jónsson mætti á skrifstofu Sigurðar G. við annan mann og vildi greiða kröfu hans í þrotabú Fons upp í topp og losna við nærveru hans á skiptafundum. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.