Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 21
ÆTTFRÆÐI 15. mars 2010 MÁNUDAGUR 21
Páll Óskar Hjálmtýsson
SÖNGVARI, PLÖTUSNÚÐUR OG LAGASMIÐUR
Páll Óskar fæddist í Reykjavík, ólst
upp í Vesturbænum og hefur ver-
ið þar búsettur alla tíð. Hann var
í Vesturbæjarskóla, Hagaskóla og
stundaði nám við MH.
Palli vann á unglingsárunum
m.a. við að skúra Kringluna, ný-
byggða, vann við iðjuþjálfun á geð-
deild Landspítalans um skeið og
starfaði við Aðalvídeóleiguna við
Klapparstíg þar sem hann þró-
aði fyrstu kúltúrvídeóleiguna hér
á landi, m.a. með áður ófáanleg-
um myndum frægra leikstjóra og
gömlum, klassískum myndum.
Palli stjórnaði útvarpsþættinum
Sætt og sóðalegt á Aðalstöðinni og
Dr. Love, á Mónó, þar sem fjallað
var hispurslaust um kynlíf og ásta-
mál. Hann var dómari í Idol-sjón-
varpsþáttunum og X-Factor, og
hefur séð um Eurovision-þættina
Alla leið á RÚV sl. tvö ár.
Palli er sjálfmenntaður söngv-
ari og hefur unnið sem slíkur frá
barnsaldri. Hann var tíu ára er
hann söng hlutverk Hans í Hans &
Grétu á Söngævintýraplötu Gylfa
Ægissonar. Síðar hljóðritaði hann
nokkur lög fyrir Gylfa, s.s. Blindi
drengurinn sem var í raun fyrsti
hittari Palla, enda spilað í spað í
Óskalögum sjúklinga. Á mennta-
skólaárunum vann hann að upp-
setningu Rocky Horror Show í MH.
Hinn fullorðni Páll Óskar hefur
verið áberandi sem ein skærasta
poppstjarna þjóðarinnar og eftir
hann liggja fjölmargar upptökur á
hljómplötum, sólóplötur og sam-
starfsverkefni með öðrum tónlist-
armönnum. Síðustu misseri hefur
hann verið einn eftirsóttasti plötu-
snúður landsins. Hann er einn af
fáum íslenskum tónlistarmönn-
um sem er jafnvígur á stuðtónlist
og ballöður. Ferill hans skiptist í
tvennt: diskóplöturnar og dans-
verkefnin á móti ballöðuplötun-
um og hörpuplötunum. Páll Óskar
hefur unnið með latínhljómsveit-
inni Milljónamæringunum, keppti
í Eurovision 1997 og hefur unnið
til Íslensku tónlistarverðlaunanna
fyrir plötur sínar og söng.
Af sólóplötum hans má nefna
Stuð, 1993; Palli, 1995; Seif, 1996;
Deep Inside, 1999, Ef ég sofna ekki
í nótt, 2001 og Ljósin heima, 2003,
sem hann gerði ásamt Moniku
Abendroth, hörpuleikara. Hann
gerði plöturnar Milljón á mann,
1994, og Þetta er nú meiri vitleys-
an, 2001, ásamt Milljónamær-
ingunum, og Stereo, 1998, ásamt
hljómsveitinni Casino.
Sólóplatan Allt fyrir ástina,
2007, varð svo einn stærsti popp-
smellur íslenskrar tónlistarsögu.
Hún var lofsungin af gagnrýnend-
um, elskuð af fjöldanum og seldist
í bílförmum. Hún innihélt smellina
Allt fyrir ástina; Betra Líf, Inter-
national og Er þetta ást?, en lang-
vinsælast varð þó lagið Þú komst
við hjartað í mér, í flutningi Hjalta-
lín. Nýjasta afurð Páls Óskars er
safnplatan Silfursafnið, 2008, sem
seldist sömuleiðis í rúmlega 15.000
eintökum.
Páll Óskar hefur unnið ötul-
lega að réttindabaráttu samkyn-
hneigðra, en hann hefur m.a. set-
ið í undirbúningsnefnd Gay Pride
– Hinsegin daga hátíðarinnar frá
upphafi.
Fjölskylda
Systkini Páls Óskars eru Ásdís, f.
21.8. 1954, matreiðslukona, bú-
sett í Reykjavík; Sigrún, f. 8.8.
1955, söngkona, búsett í Mosfells-
bæ; Lucinda Margrét, f. 7.6. 1957,
bankafulltrúi, búsett í Reykja-
vík; Matthías Bogi, f. 25.5. 1959,
húsasmíðameistari, búsettur í
Reykjavík; Jóhanna Steinunn, f.
19.2. 1962, tækniteiknari, búsett
í Reykjavík; Arnar Gunnar, f. 11.2.
1964, byggingaverkamaður, bú-
settur í Reykjavík.
Foreldrar Páls Óskars: Hjálm-
týr E. Hjálmtýsson, f. 5.7. 1933, d.
12.9. 2002, bankastarfsmaður og
söngvari í Reykjavík, og k.h., Mar-
grét Matthíasdóttir, f. 10.1. 1936, d.
1.11. 1995, ritari.
Ætt
Hjálmtýr var sonur Hjálmtýs,
kaupmanns í Reykjavík Sigurðs-
sonar, á Stokkseyri Sigmundsson-
ar. Móðir Hjálmtýs kaupmanns var
Gyðríður Hjaltadóttir, b. í Skarðs-
hjáleigu Hjaltasonar, b. þar Filipp-
ussonar.
Móðir Hjálmtýs bankastarfs-
manns var Lucinda Fr. V. Hans-
en, dóttir Ludvigs Hansen, dansks
verslunarmanns í Reykjavík, og
Marie Vilhelmsdóttur Bernhöft,
bakarameistara á Bernhöftstorfu í
Reykjavík Daníelssonar Bernhöft,
bakara þar Joachimssonar Bern-
höft, í Neustadt í Holtsetalandi.
Móðir Marie Bernhöft var Johanne
Otharsdóttir Bertelsen, skósmiðs á
Helsingjaeyri.
Margrét var dóttir Matthíasar,
aðalvarðstjóra í Reykjavík Svein-
björnssonar, í Reykjavík Erlends-
sonar, b. á Hóli í Landsveit Svein-
björnssonar. Móðir Matthíasar var
Margrét Þorsteinsdóttir, b. í Arn-
arbæli Vigfússonar. Móðir Mar-
grétar var Margrét Eiríksdóttir, b.
á Laugabökkum Þorsteinssonar og
Ingibjargar Eiríksdóttur, ættföður
Reykjaættar Vigfússonar.
Móðir Margrétar var Sigrún
Melsteð handavinnukennari, syst-
ir Páls Melsteð stórkaupmanns.
Sigrún var dóttir Bjarna Melsteð,
b. í Framnesi, bróður Boga sagn-
fræðings. Bjarni var sonur Jóns
Melsteð, prófasts á Klausturhól-
um, bróður Páls Melsteð sagn-
fræðings, og bróður Ragnheiðar,
ömmu Helga Pjeturs jarðfræð-
ings og heimspekings, langömmu
Brynjólfs Bjarnasonar, heimspek-
ings og formanns Kommúnista-
flokks Íslands, og langömmu Ástu,
ömmu Davíðs Oddssonar Morg-
unblaðsritstjóra. Jón var sonur
Páls Melsteð, amtmanns í Stykk-
ishólmi. Móðir Jóns var Anna Sig-
ríður Stefánsdóttir, amtmanns á
Möðruvöllum Þórarinssonar, ætt-
föður Thorarensensættar Jóns-
sonar. Móðir Stefáns var Sigríður
Stefánsdóttir, systir Ólafs stiftamt-
manns, ættföður Stephensen-
sættar. Móðir Bjarna var Steinunn
Bjarnadóttir Thorarensen, amt-
manns og skálds á Möðruvöll-
um Vigfússonar. Móðir Bjarna var
Steinunn Bjarnadóttir, landlæknis
Pálssonar og Rannveig Skúladótt-
ir, landfógeta Magnússonar. Móðir
Steinunnar Bjarnadóttur Thorar-
ensen var Hildur, systir Brynjólfs,
kaupmanns í Flatey, langafa Ás-
laugar, móður Geirs Hallgríms-
sonar forsætisráðherra. Hildur var
dóttir Boga, fræðimanns á Staðar-
felli Benediktssonar, og Jarþrúð-
ar Jónsdóttur, pr. í Holti Sigurðs-
sonar. Móðir Jarþrúðar var Solveig
Ólafsdóttir, ættföður Eyrarætt-
ar Jónssonar, langafa Jóns Sig-
urðssonar forseta. Móðir Boga var
Hildur Magnúsdóttir, systir Gunn-
laugs, langafa Sigurðar landverk-
fræðings, föður Gunnars Thor-
oddsen forsætisráðherra. Móðir
Sigrúnar handavinnukennara var
Þórunn, systir Kristins, afa Errós.
Þórunn var dóttir Guðmundar,
b. á Miðengi Jónssonar, á Selfossi
Einarssonar.
30 ÁRA
n Karol Eryk Calus Viðarási 99, Reykjavík
n Aneta Barbara Kusmierczyk Erluási 76,
Hafnarfirði
n Kata Gunnvör Magnúsdóttir Tjörn, Stokkseyri
n Andrea Eiríksdóttir Brunnstíg 3, Reykjanesbæ
n Sigríður Dögg Sigmarsdóttir Sandavaði 5,
Reykjavík
n Ingvar Már Leósson Móabarði 36, Hafnarfirði
n Gunnur Sveinsdóttir Furubergi 3, Hafnarfirði
n Agnes Björk Helgadóttir Gulaþingi 10,
Kópavogi
n Sólveig Jónsdóttir Borgarholtsbraut 27,
Kópavogi
40 ÁRA
n Tsering Gyal Tómasarhaga 47, Reykjavík
n Henrik Schjellerup Nielsen Urðarbraut 19,
Blönduósi
n Sigfús Scheving Sigurðsson Fagrahjalla 34,
Kópavogi
n Sæþór Gunnsteinsson Presthvammi, Húsavík
n Birkir Söebeck Viðarsson Lyngholti 16,
Húsavík
n Valgeir Matthías Baldursson Brúnási 5,
Garðabæ
n Jón Einar Jóhannsson Ránargötu 5, Akureyri
n Sigrún Grendal Jóhannesdóttir Löngulínu
9, Garðabæ
n Thelma Ómarsdóttir Hillers Sæviðarsundi
58, Reykjavík
n Eiður Guðni Eiðsson Espilundi 8, Akureyri
n Pálína Jörgensdóttir Hofsstöðum, Borgarnesi
50 ÁRA
n Kristjana Halldórsdóttir Teigaseli 5, Reykjavík
n Þorgeir Ingólfsson Hrísmóum 2b, Garðabæ
n Níels Ólason Lundarbrekku 10, Kópavogi
n Árni Jónsson Rofabæ 45, Reykjavík
n Óttar Ægir Baldursson Valsheiði 6, Hveragerði
n Gunnar Theodór Gunnarsson Melgerði 7,
Reyðarfirði
n Óðinn Kristmundsson Sandholti 9, Ólafsvík
n Birna Ólafía Jónsdóttir Þrastarhólum 10,
Reykjavík
n Sigurbjörg H Magnúsdóttir Brekkustíg 12,
Reykjavík
n Nökkvi Bragason Móaflöt 18, Garðabæ
n Aðalheiður L Gunter Langholtsvegi 26,
Reykjavík
60 ÁRA
n Andrew Scott Fortune Grettisgötu 90,
Reykjavík
n Sigmundur Felixson Gilsbakka 34, Hvolsvelli
n Steinunn Viðarsdóttir Espigerði 6, Reykjavík
n Kristján G Ragnarsson Baughúsum 21,
Reykjavík
n Valur S Kristinsson Gyðufelli 16, Reykjavík
n Stefán Steingrímsson Eyjabakka 20, Reykjavík
n Brynjúlfur Erlingsson Logafold 65, Reykjavík
n Sigrún Stefánsdóttir Rauðagerði 53, Reykjavík
n Benedikt Eggertsson Barðastöðum 51,
Reykjavík
70 ÁRA
n Einar Benediktsson Hringbraut 63, Reykjavík
n Helga S Pétursdóttir Hringbraut 54,
Reykjanesbæ
n Jóhanna Óskarsdóttir Fannafold 161,
Reykjavík
n Þórir Roff Freyjugötu 45, Reykjavík
n Haraldur Hansson Kópavogsbraut 67, Kópavogi
n Friðrika Rósa Sigurbjörnsdóttir Starrahólum
8, Reykjavík
75 ÁRA
n Davíð Gunnarsson Sólbrekku 16, Húsavík
n Sólveig Ástvaldsdóttir Hjallabraut 33,
Hafnarfirði
n Þorsteinn Sæmundsson Bólstaðarhlíð 14,
Reykjavík
n Unnur María Figved Garðastræti 43, Reykjavík
80 ÁRA
n Hörður Stefánsson Álfsstétt 5, Eyrarbakka
n Stefán Kristinn Teitsson Jaðarsbraut 25,
Akranesi
n Guðjón Pétursson Tindaflöt 8, Akranesi
85 ÁRA
n Erla Bjarnadóttir Aflagranda 40, Reykjavík
n Vilhelmína K Magnúsdóttir Safamýri 13,
Reykjavík
n Guðbjörg Ámundadóttir Minna-Núpi, Selfossi
90 ÁRA
n Jóhannes Arason Þórsgötu 25, Reykjavík
n Aðalbjörg Guðmundsdóttir Lindarseli 7,
Reykjavík
40 ÁRA Á MORGUNTIL HAMINGJU INGJU
AFMÆLI 15. MARS 2010
TIL HAMINGJU
AFMÆLI 16. MARS 2010
30 ÁRA
n Kanjananoot Bookathum Þórufelli 6,
Reykjavík
n Przemyslaw Jan Karakuszka Veghúsum 9,
Reykjavík
n Magdalena Agnieszka Brzozowska
Eskivöllum 1, Hafnarfirði
n Mary Grace Cervantes Gapasin Skólavörðustíg
44, Reykjavík
n Helga Arnardóttir Leirubakka 30, Reykjavík
n Kristinn Óskar Haraldsson Höfðagötu 5,
Hvammstanga
n Sindri Birgisson Vindási 4, Reykjavík
n Andrzej Baginski Garðarsbraut 83, Húsavík
n Rannveig Þorvaldsdóttir Þórðarsveig 24,
Reykjavík
n Jóhann Helgi Aðalgeirsson Víkurbraut 54,
Grindavík
40 ÁRA
n Eva Camilla Robertsdóttir Höfðahúsum,
Fáskrúðsfirði
n Andrei Buhhanevits Týsgötu 8, Reykjavík
n Árni Þór Þorbjörnsson Ljósalandi 11, Reykjavík
n Brynhildur Magnúsdóttir Norðurbyggð 13,
Þorlákshöfn
n Páll Óskar Hjálmtýsson Sörlaskjóli 80,
Reykjavík VIP
n Gústaf Þórarinn Bjarnason Þrastarási 21,
Hafnarfirði
n Sjöfn Vilhelmsdóttir Auðarstræti 7, Reykjavík
n Guðmundur Jón Arnkelsson Hamarstíg 16,
Akureyri
n Arndís Magnúsdóttir Glitvöllum 1, Hafnarfirði
n Geir Magnússon Helluvaði 1, Reykjavík
n Jónas Sigþór Þórisson Skólabraut 5, Selfossi
n Rakel Arnfjörð Haraldsdóttir Hrauntungu
47, Kópavogi
n Guðmundur R Matthíasson Spóahólum 14,
Reykjavík
n Eyjólfur Jarl Einarsson Kirkjuteigi 33, Reykjavík
n Anna Sigríður Magnúsdóttir Langeyrarvegi
15, Hafnarfirði
50 ÁRA
n Ryszard Ciapa Birkihvammi 8, Kópavogi
n Patrice Ouellet Andrésbrunni 8, Reykjavík
n Gunnlaug Helga Einarsdóttir Skeiðarvogi 83,
Reykjavík
n Helga Jóhanna Hrafnkelsdóttir Andrésbrunni
7, Reykjavík
n Einar Magnússon Engjavegi 6, Mosfellsbæ
n Hreinn Halldórsson Staðarhrauni 45, Grindavík
n Valentínus G Baldvinsson Njálsgötu 86,
Reykjavík
n Arnheiður Anna Ólafsdóttir Nýlendugötu 23,
Reykjavík
60 ÁRA
n Christopher Ronald Bowen Melabraut 13,
Seltjarnarnesi
n Elín Skúladóttir Skálateigi 1, Akureyri
n Tryggvi Ingólfsson Hvolsvegi 11, Hvolsvelli
n Gunnhildur Óskarsdóttir Hveralind 7,
Kópavogi
n Sveinbjörn Sveinbjörnsson Hraungerði 1,
Akureyri
n Magnús Þórisson Drekavöllum 26, Hafnarfirði
n Hafsteinn Jónsson Krókabyggð 17, Mosfellsbæ
n Geoffrey M Pettypiece Asparfelli 8, Reykjavík
70 ÁRA
n Ásmundur Sigurðsson Hraunbæ 82, Reykjavík
n Pétur Björgvinsson Fellsenda dvalarh,
Búðardal
n Ása Jónsdóttir Miðtúni 16, Tálknafirði
n Sigríður Viggósdóttir Hólabrekku, Varmahlíð
n Andrés J Ólafsson Smáratúni 24, Reykjanesbæ
n Bjarnfríður Haraldsdóttir Ásfelli 3, Akranesi
n Anna Luckas Ásbúð 96, Garðabæ
75 ÁRA
n Guðrún Hall Fögrubrekku 3, Kópavogi
n Agnes Aðalsteinsdóttir Laugarásvegi 34,
Reykjavík
80 ÁRA
n Kristbjörg Halldórsdóttir Lækjargötu 7,
Akureyri
n Þórður Þorgrímsson Þorláksgeisla 23,
Reykjavík
n Sigríður Theodóra Erlendsdóttir Bergstaða-
stræti 70, Reykjavík
n Ingunn Norðdahl Kópavogsbraut 1b, Kópavogi
n Erna Guðbjörg Benediktsdóttir Garðabraut
16, Akranesi
n Gróa Sigfúsdóttir Núpalind 8, Kópavogi
n Jónína Sigurjónsdóttir Glósölum 7, Kópavogi
n Páll Ólafsson Brautarholti 1, Reykjavík
n Þorleifur Sigurlásson Hólagötu 41,
Vestmannaeyjum
85 ÁRA
n Skafti Benediktsson Geitlandi 12, Reykjavík
n Guðný Jónsdóttir Miðstræti 6, Neskaupstað
n Ingólfur Ingvarsson Frumskógum 6,
Hveragerði
90 ÁRA
n Fanney Halldórsdóttir Fellsmúla 9, Reykjavík