Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 15. mars 2010 ÚTTEKT Þetta er náttúrlega ákveðin áskorun,“ svarar Ágúst Kvaran aðspurður hvers vegna hann hleypur jafn langt og raun ber vitni. Ágúst varð fyrir tólf árum fyrsti Íslendingurinn til að hlaupa 100 kíló- metra í einu og sama keppnishlaupinu og kláraði í fyrra Marathon des Sables þar sem hann hljóp yfir 200 kílómetra á fjórum dögum. Á þeim tólf árum sem liðin eru síðan Ág- úst hljóp fyrsta 100 kílómetra hlaupið hafa 27 Íslendingar fetað í fótspor hans. Sumir hafa hlaupið enn lengra en enginn þó lengra en Gunnlaugur Júlíusson sem hljóp 334 kíló- metra í tveggja sólarhringa hlaupi í Borgund- arhólmi í fyrra. Ofurmaraþon eru öll þau hlaup sem eru lengri en maraþon, 42,2 kílómetrar. Þekkt- asta slíka hlaupið hérlendis er Laugavegur- inn þar sem þátttakendur hlaupa 55 kílómetra en einnig hefur tvívegis verið haldin keppni í hundrað kílómetra hlaupi. Skref fyrir skref Ef einhver á skilinn titilinn konungur íslenskra langhlaupara er það fyrrnefndur Gunnlaugur Júlíusson. Honum vefst þó dálítið tunga um tönn þegar hann er spurður hvers vegna hann hleypur og það svona langt. „Ætla það sé ekki bara af því að maður getur það? Það er kannski erfitt að segja. Þetta þróast mest fyrir tilviljan- ir. Svo tekur maður eitt skref á eftir öðru og hefur gaman af þessu. Það er það sem mestu máli skiptir. Á vissu tímabili er hálft maraþon mjög langt, svo er maraþon mikill sigur,“ seg- ir Gunnlaugur. „Þetta leiðir eitt af öðru. Fjall- göngur eru þannig að mann langar alltaf upp á næsta hjalla fyrir ofan.“ Gunnlaugur segist fá mikið út úr hlaupun- um. „Hreyfingin og útiveran eru mjög hollar, að reyna á sig og halda líkamskerfinu gang- andi. Svo er náttúrlega félagsskapurinn. Það er margháttað sem menn fá út úr þessu. Það er töluvert löng upptalning. Svo er í þriðja lagi partur af þessu að ná settum markmiðum, setja sér markmið, setja sér háleitari markmið en áður og ná þeim.“ Gríðarlegar vegalengdir Það er kannski rétt að setja þessar vegalengd- ir í dálítið samhengi áður en lengra er haldið. Ef hlaupari færi út á þjóðvegina til að hlaupa hundrað kílómetra er hægt að taka nokkur dæmi um vegalengdina, eins og þær eru gefn- ar upp á vef Vegagerðarinnar. Þannig gæti hlaupari lagt af stað frá Reykjavík og hlaup- ið alla leið á Grundartanga, en vissulega ekki í gegnum Hvalfjarðargöngin heldur þyrfti hann að hlaupa fyrir fjörð, það eru hundrað kílómetrar sléttir. Akureyringur gæti hlaup- ið um Víkurskarð alla leið í Dimmuborgir og hlaupið þar einn kílómetra til að fylla hundr- aðið. Ísfirðingur gæti hlaupið til Þingeyrar og aftur, samt ætti hann eftir tveggja kílómetra skokk þegar hann væri kominn aftur í heima- bæ sinn. Lengsta keppnishlaup Íslendings er sem fyrr segir 334 kílómetrar, hjá Gunnlaugi í tveggja sólarhringa hlaupi. Það jafngildir því að hann hefði hlaupið frá Akureyri að Fer- stiklu í Hvalfirði. Mikil vakning Hópur þeirra sem hlaupið hafa hundrað kílómetra eða lengra er ekki stór en fer þó stækkandi. Ágúst Kvaran líkir áhuganum við sprengingu. „Það er heilmikil vakning finnst mér. Við erum með félag sem við stofnuðum fyrir fimm árum síðan, Félag 100 kílómetra hlaupara á Íslandi. Þá vorum við fimm í þessum félags- skap, nú erum við 28,“ segir Ágúst. „Í hittifyrra vorum við með okkar 100 kílómetra keppnis- hlaup í fyrsta skipti. Þá voru sextán þátttak- endur og flestir að hlaupa í fyrsta skipti. Það var eins og nýjabrumið færi aðeins af þessu 2009. Þá ætluðum við að hafa þetta aftur en þá var mun færra. Því ætlum við að hafa þetta annað hvert ár.“ Næsta hundrað kílómetra hlaup er á dagskrá í júní á næsta ári og stefnt að því að fá bæði innlenda og erlenda hlaup- ara. Fáir en fjölgar hratt Þó hlaupurum hafi fjölgað mikið hin síðari ár eru ofurhlauparar sem fara um og yfir hundr- að kílómetra tiltölulega fáir. Meðan rétt tæpt hálft prósent þjóðarinnar hefur hlaupið maraþ- on er innan við einn af hverjum ellefu þúsund landsmönnum búinn að hlaupa 100 kílómetra eða lengra. Í þessum hlaupum eins og öðrum íþróttagreinum virðist það vera áskorunin sem rekur menn áfram. „Ef ég tala út frá sjálfum mér þá eru um 20 ár síðan ég byrjaði. Þá byrjaði ég á að hlaupa þessi götuhlaup, tíu kílómetra hlaup, og svo fór maður í hálfmaraþon og síðan í maraþon,“ segir Ágúst. Hann bendir á að hann hafi verið orðinn hátt í fertugur á þessum tíma, fundið að snerp- an minnkaði með aldrinum og að styttri vega- lengdir hentuðu honum því síður. „Svo fann ég að ég gat gert út á þolið. Það hentaði mér betur. Að sama skapi fór ég að æfa hægar en maður virtist geta farið endalaust áfram. Þannig lengd- ist þetta meira og meira. Ég hafði meira gam- an af þessum lengri vegalengdum og þetta varð áskorun um hvað maður gat lengt hlaupin.“ Ágúst kemur þarna inn á eitt einkenni ofur- hlaupa. Þátttakendur er margir heldur eldri en í öðrum íþróttagreinum, meðalaldurinn er hærri en menn eiga að venjast í íþróttum og margir hafa ýmist fært sig seint yfir í ofurhlaup eftir að hafa áður hlaupið skemmra eða jafnvel byrj- að seint að hlaupa og farið að takast á við of- urhlaup. Seigla og úthald Gunnlaugur segir það eðlilegt að langhlaup- arar séu almennt eldri en fólk í öðrum íþrótta- greinum. Þetta sé einfaldlega líffræði að hluta. „Þegar fólk er yngra er líkaminn sneggri og við- bragðsfljótari og byggist meira upp á snerpu og hraða. Þegar fólk eldist hægir á líkamsstarfsem- inni en seigla og úthald eykst. Maður er að gera hluti núna sem manni hefði aldrei dottið í hug að reyna við þegar maður var þrítugur, fertug- ur. Þolinmæðin eykst líka. Þetta er líffræðileg þróun. Ef þú sérð þessar hefðbundnu íþrótt- ir sem ungt fólk stundar byggja þær fyrst og fremst upp á snerpu og hraða. Svo hætta menn. Þarna [í hlaupunum] er seigla, úthald og þolin- mæði kannski orðin meginþættirnir. Ég lít svo á að þeir eiginleikar séu alveg jafnverðmætir, og jafnréttháir og snerpan og hraðinn.“ Síðustu tvö ár hefur Gunnlaugur tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu með þeim hætti að þegar keppnin er að hefjast hefur hann verið að koma í mark eftir fyrri hring dagsins. Þá hefur hann tekið daginn snemma og byrjað að hlaupa eitt maraþon meðan göturnar eru að mestu auðar og því verið orðinn vel heitur þegar form- lega maraþonkeppnin hefst. Enginn tímaþjófur Ágúst og Gunnlaugur eru sammála um að þó oft geti mikill tími farið í hlaupin þurfi það ekki að stangast á við annað. Ágúst hleypur síðdegis með Hlaupahópi lýðveldisins frá Vesturbæjar- laug. Hann segir að þegar hann sé ekki í und- irbúningi fyrir ákveðin hlaup fari kannski tólf tímar í æfingar á viku. „Mér finnst þeim tíma betur varið í hlaup en að glápa á sjónvarp,“ segir hann. Þegar nálgast hlaup eykst hlaupamagn- ið. Þannig tók Ágúst þátt í Marathon des Sables í Saharaeyðimörkinni í fyrra. Þar er venjan að hlaupa sex dagleiðir á sjö dögum. Fyrir það æfði Ágúst með því að hlaupa um og yfir 30 kíló- metra bæði laugardag og sunnudag aðra hvora helgi á undirbúningstímabilinu. Hlaupið fór hins vegar úr skorðum í fyrra þegar Ágúst tók þátt því rigning setti mikið strik í reikninginn. Þó fóru hlaupnar fjórar dagleiðir og sú lengsta var 91 kílómetri. Gunnlaugur hefur aukið æfingar sínar í seinni tíð og hleypur núna um 40 kílómetra á dag báða helgardagana en minna í miðri viku. Hann segir þetta þó ekki þurfa að stangast á við annað ef hugað er að skipulaginu. „Ég er búinn að þróa þetta þannig að ég nota tímann sem ég notaði ekki áður. Ég fer út snemma á morgnana. Ég fer yfirleitt út klukkan sex á morgnana og er á virkum dögum kominn inn svona um sjöleytið þegar þarf að fara að koma krökkunum í skól- ann. Um helgar fer ég út svona hálf sex-sex og er kominn inn hálf tíu, tíu, hálf ellefu. Þá er dag- urinn allur eftir.“ Til að ná árangri í hlaupum þarf meira en að geta hlaupið. „Það er líka aginn, það er skipulagning og það er andlegi þátturinn,“ seg- ir Gunnlaugur. „Í hlaupum sem standa yfir í einn eða tvo sólarhringa þarftu að vera búinn að skipuleggja þig frá upphafi til enda, vera undirbúinn fyrir eiginlega allt sem getur kom- ið upp á, fækka óvissuþáttum sem geta komið þér í vandræði, skipuleggja fæðuna og allt sem því tilheyrir. Þetta er orðið miklu meira en bara að hlaupa.“ Fjölbreytt hlaup Ofurhlaupin eru gífurlega fjölbreytt. Bæði er hægt að velja hlaup þar sem hlaupin er ákveðin vegalengd og eins þar sem hlaupið er í ákveð- inn tíma og sá sem fer lengst yfir á þeim tíma ÞEGAR MARAÞON VERÐUR UPPHITUN Þótt hlaupurum hafi fjölgað mikið undanfarin ár er enn einn hópur manna sem er í algjörum sérflokki. Það eru þeir hlauparar sem hafa klárað 100 kílómetra eða meira í einu og sama keppnishlaupinu, þeir eru 28 tals- ins eða innan við ellefu þúsundasti hver landsmaður. FÉLAG MARAÞONHLAUPARA STOFNAÐ: 1997 Markmið: Bæta aðstöðu langhlaupara og auka áhuga á maraþon- hlaupum. Halda skrá um íslenska maraþonhlaupara og árangur þeirra. Auka félagsleg tengsl hlaupara. Félagafjöldi: 1.445 Inntökuskilyrði: Hafa lokið einu löggiltu maraþonhlaupi. FÉLAG 100 KÍLÓMETRA HLAUPARA Á ÍSLANDI STOFNAÐ: 2004 Markmið: Stuðla að samstöðu þeirra sem hafa hlaupið 100 kílómetra löng hlaup og lengri, stuðla að vaxandi þátttöku í slíkum hlaupum. Félagafjöldi: 27 (eftir á að taka einn inn sem hefur uppfyllt skilyrði) Inntökuskilyrði: Hafa lokið þátttöku í viðurkenndu, opinberu 100 kílómetra keppnishlaupi, eða lengra hlaupi. Félög fyrir lengra komna Á vissu tímabili er hálft maraþon mjög langt, svo er maraþon mikill sigur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.