Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 19
„Yrsa Sigurðardóttir.“ SIGRÍÐUR JÓNA EGGERTSDÓTTIR 51 ÁRS STARFSMAÐUR HJÁ LÖGREGLUNNI Í REYKJAVÍK „Ég las Íslandsklukkuna eftir Halldór Laxness, hún var fín. En ég held að það sé samt Arnaldur Indriðason.“ AGNES HAFSTEINSDÓTTIR 19 ÁRA NEMI „Ég held ég verði að segja Illugi Jökuls- son. Hann er eiginlega tengdapabbi minn.“ KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR 30 ÁRA NEMI „Halldór Kiljan Laxness, að sjálfsögðu.“ INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR 55 ÁRA FYRRVERANDI RÁÐHERRA „Ég les ekki íslenskar bækur.“ KAREN RUT ÆGISDÓTTIR 19 ÁRA NEMI HVER ER ÞINN UPPÁHALDS ÍSLENSKI RITHÖFUNDUR? AUÐUNN JÓNSSON var aðalstjarna Íslandsmótsins í kraflyftingum árið 2010 er hann lyfti 390 kílóum í hnébeygju, 265 kílóum í bekkpressu og 345 kílóum í réttstöðulyftu sem er samanlagt heilt tonn.  VAR AÐ UPPGVÖTA SIGUR RÓS Flugumferðarstjórar boðuðu til verk- falls og kröfðust 6% launahækkunar.  Flug til og frá landinu og innanlands myndi liggja niðri þann tíma. Rík- isstjórnin brást hratt við og ákvað að setja lög til að stöðva verkfallið nokkrum klukkustundum síðar.  Á sama tíma hafa tugir þúsunda Íslendinga beðið eftir niðurstöðu um lögmæti gengistryggðra lána, þar sem fleiri hundruð milljarða eru undir.  Fjölskyldur hafa verið ofsóttar af innheimtumönnum, bílar teknir fjárnámi og heimili sett á nauðung- aruppboð.  Hefði ekki mátt vænta sömu kraftmiklu viðbragðanna frá ríkis- stjórninni og við 4 klukkustunda verkfalli flugumferðarstjóra?  Jafnvel enn kraftmeiri þar sem hagsmunirn- ir eru svo miklir?  Yfir 40 þúsund ein- staklingar skulda bílalán, kaupleigu- og rekstrarleigusamninga í erlendri mynt og tæplega 7 þúsund einstakl- ingar skulda fasteignalán í erlendri mynt hjá stærstu innlánsstofnunum, samtals að verðmæti 200-400 millj- arða íslenskra króna. Ólögmæti erlendra lána Á næstu 6-12 mánuðum mun Hæsti- réttur dæma í málum sem varða lögmæti erlendra lána.  Þegar hefur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt í tveimur málum, og komist að tveim- ur mismunandi niðurstöðum.  Fyrri dómurinn mat gengistryggingu lána löglega, á meðan sá seinni komst að þeirri niðurstöðu að hún væri ólög- leg.  Margir virtir lögmenn telja að seinni dómurinn verði staðfestur af Hæstarétti, þar sem hann hafi verið mjög vel rökstuddur.  Marinó Njáls- son, bloggari og stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, rifjaði nýlega upp umsögn Samtaka banka og fjármálafyrirtækja (undan- fara Samtaka fjármálafyrirtækja) frá árinu 2001 um breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu.  Í henni er bent á að ef frumvarpið yrði að lögum (sem það svo varð) yrði ólög- legt að verðtryggja lán með öðru en vísitölu neysluverðs og hlutabréfa- vísitölu.  Einnig yrði þá eina leiðin til að veita erlend lán að lána lántak- anda erlenda mynt og hann myndi síðan skipta erlendu myntinni í ís- lenskar krónur við móttöku lánsfjár. Ekki verður nóg að dæma bara í þessum tveimur málum, þar sem lánasamningar eru mjög fjölbreyti- legir og reyna verður á fjölmörg atriði er varða lögmæti þeirra. Því þarf að taka þó nokkur mál fyrir áður en skýr fordæmi verða komin frá Hæstarétti.  Á þetta hefur m.a. efnahags- og við- skiptaráðherra bent ítrekað á.  Á meðan bíður stór fjöldi ís- lenskra heimila á milli vonar og ótta. Alþingi getur, ef meirihluti þess vill, samþykkt lög sem fresta nauð- ungarsölum á grundvelli svokallaðra erlendra lánasamninga og tryggt flýtimeðferð mála fyrir dómstólum.  En hvar er viljinn? Treysta kerfinu? Þeir sem hvetja til þess að ekkert sé gert, segja að kerfið muni sjá um þetta.  Treystum bara dómstólun- um til að vinna vinnuna sína. En af hverju ættu íslenskur almenningur að treysta kerfinu, hvort sem það eru dómstólar, ríkisstjórnin eða Alþingi?  Engin þessara stofnana hefur reynst sérstaklega traustverðug hingað til. Meira að segja þegar talað er fyrir réttarbót sem ætti ekki að kosta ríkið neitt, gerist fátt.  Nýlega lögðum við Lilja Mósesdóttir, ásamt fleiri þing- mönnum fram frumvarp til að koma í veg fyrir að kröfuhafar gætu hund- elt gjaldþrota fólk alla ævi. Lítill sem enginn kostnaður er við slíka aðgerð fyrir ríkisvaldið, heldur tryggir hún að fólk sem hefur misst allar sínar eignir við gjaldþrot geti snúið aftur til samfélagsins að fjórum árum liðn- um sem fullgildir þjóðfélagsþegn- ar. Slík lög, ásamt lyklafrumvarpinu, gætu gjörbreytt stöðu skuldara á Ís- landi. ASÍ virðist jafnvel vera búið að gefast upp á ríkisstjórninni og leggur fram sínar eigin tillögur um bætt skuldaúrræði.  Gjörbreyta þarf greiðsluaðlögun ríkisstjórn- arinnar, draga úr innheimtukostn- aði, tryggja að skuldir falli niður við gjaldþrot og að fólk sem misst hefur húsnæði sitt fái að búa í því áfram í allt að 12 mánuði.  Eitt- hvað sem meirihluti Alþingis gæti afgreitt fljótt og vel, jafnvel á einni kvöldstund, - bara ef viljinn væri fyrir hendi. En, nei.  Ríkisstjórnin er víst of upptekin við að setja lög á flugum- ferðarstjóra. Vilji er allt sem þarf UMRÆÐA 15. mars 2010 MÁNUDAGUR 19 1 SYNIR BALTASARS ORÐNIR VARGAR Baltasar Kormákur nýtur lífsins með fjölskyldu sinni á búgarði í Skaga- firði og segir hann syni sína taka sveitalífinu vel. 2 KÆRASTA KANYE WEST HÆTTIR EKKI AÐ KOMA Á ÓVART - MYNDIR Amber Rose vakti athygli með einkennilegum sólgleraugum. 3 EITT MESTA LEYNDARMÁL POPPSÖGUNNAR Kenningar um uppruna lagsins You’re So Vain eftir Carly Simon dúkka enn upp. 4 MORÐ Í MYRKUM SKÓGI Djöfladýrkendur í Yaroslavl í Rússlandi myrtu fjóra unglinga með því að stinga þá 666 sinnum. 5 Í FANGELSI FYRIR AÐ KYSSAST Breskt par á yfir höfði sér fangelsis- vist í Dubai fyrir kossaflens. 6 3D-ÆÐIÐ SKELLUR ÁVitjunartími þrívíddartækninnar er loks kominn. 7 STARFSMENN MICROSOFT DULBÚA IPHONE SÍMANA SÍNA Tíu prósent starfsfólks Microsoft notar iPhone-síma frá Apple þvert gegn stefnu Microsoft. MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN Hver er maðurinn? „Auðunn Jónsson.“ Hvaðan ertu? „Ég er fæddur og uppalinn í Kópavoginum. Það er gott að búa í Kópavogi.“ Hvað drífur þig áfram? „Í sportinu er það er áhugi á æfingum og kröftum. Mér finnst lífið ekki virka nema að vera að æfa á fullu og vera í góðu formi. Svo eru það náttúrlega börnin, ég á þrjár yndislegar stelpur - það er náttúrlega það sem keyrir mann áfram og það sem lífið snýst um.“ Hver er fyrsta minning þín úr æsku? „Það eru félagarnir sem maður var með sem gutti og öll prakkarastrikin okkar.“ Hvenær byrjaðir þú að lyfta? „Ég byrjaði 12 ára gamall þannig að maður er búinn að vera lengi að.“ Hver er þín fyrirmynd í sportinu? „Þegar ég byrjaði að æfa 1984 var Jón Páll sterkastur. Hann er náttúrlega fyrirmyndin. Hjalti Úrsus og Magnús Ver líka en það er bara einn Jón Páll - hann var á efsta þrepi.“ Hver eru þín áhugamál fyrir utan lyftingar? „Það er bara fjölskyldan, vinnan og æfingar. Ég vinn á með- ferðarheimilinu Stuðlum og búinn að vera þar í 12 ár. Það sameinast vel með æfingunum.“ Hvaða tónlist kemur þér í stuð? „Það er alls konar. Ég er algjör alæta en pínu á eftir í tónlist . Sigur Rós er í öllum spilurum núna. Ég náði henni ekki fyrst en hún er að koma sterk inn.“ Getur maður keyrt sig í gang með Sigur Rós? „Já merkilegt nokk. En fyrir æfingar hlusta ég líka á Iron Maiden og Rammstein.“ Hvað hefur þú oft lyft heilu tonni á móti? „Ég var að reyna að telja þetta saman og þetta er í kringum annan tuginn.Ég er ekki alveg viss. En þetta var í 14. sinn sem ég varð Íslandsmeistari.“ Það eru Evrópumót og Heims- meistaramót á árinu. Hvað þarftu að lyfta mörgum kílóum þar til að fá gull? „Evrópumótið í fyrra vannst á 1.022 kílóum. Mig vantar því nokkur kíló í hverri grein. Þá er ég að keppast við að komast á pallinn.“ MAÐUR DAGSINS DÓMSTÓLL GÖTUNNAR KJALLARI EYGLÓ HARÐARDÓTTIR alþingismaður skrifar „Gjörbreyta þarf greiðsluaðlögun rík- isstjórnarinnar.“ Í hvarfi á Hverfisgötunni Þessi garður er að húsabaki á Hverfisgötunni í Reykjavík. Ætla mætti að einhver hefði látið sig hverfa úr miðjum framkvæmdum þegar byrjaði að rigna. MYND RAKEL ÓSK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.