Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 15. mars 2010 FRÉTTIR Fyrir helgi var Colleen LaRose, banda- rísk kona á fimmtugsaldri, ákærð í Bandaríkjunum fyrir glæpi tengda hryðjuverkum, þeirra á meðal að hafa á netinu staðið að því að ráða nýliða til óhæfuverka utan Bandaríkjanna. Colleen, einnig þekkt sem Fatima LaRose, var handtekin í Fíladelfíu í október í fyrra og hefur aukinheld- ur verið sökuð um að hafa samþykkt að myrða sænska listamanninn Lars Vilks, en hann vakti reiði múslíma víða um lönd þegar hann teiknaði spámanninn Múhameð í hundslíki. Colleen, sem er frá Pennsburg skammt frá Fíladelfíu, hafði gert sér ferð til Svíþjóðar til að uppfylla samn- inginn. Samkvæmt yfirlýsingu frá banda- ríska dómsmálaráðuneytinu hafði Colleen LaRose, í félagi við fimm aðra, „ráðið menn í gegnum netið til að heyja ofbeldisfullt heilagt stríð í Suð- ur-Asíu og Evrópu, og ráðið kvenfólk í gegnum netið sem hafði vegabréf og möguleika á að ferðast til annarra landa og veita heilögu stríði stuðning“. Nafnið sem Colleen LaRose gekk und- ir á netinu var Jihad Jane. Ef Colleen verður sakfelld á hún yfir höfði sér lífstíðarfangelsi og einn- ar milljónar dala sekt. Leiðar fráskildar mæður Síðan árásirnar voru gerðar á Banda- ríkin árið 2001 hefur bandaríska leyni- þjónustan verið á varðbergi gagnvart þeirri ógn sem landinu stafar af ís- lömskum öfgamönnum. Sennilega hefur sú skoðun ekki verið ríkjandi að hættan gæti falist í leiðum fráskildum mæðrum í bandarískum  smábæjum. Um helgina var upplýst að önnur bandarísk kona hefði verið handtekin og um væri að ræða ljóshærða móður frá smábænum Leadville í Koloradó. Jamie Paulin-Ramirez, þrjátíu og eins árs, sagði upp starfi sínu sem að- stoðarmaður á sjúkrahúsi í septemb- er í fyrra og lagði land undir fót með sex ára syni sínum til fundar við mús- límskan karlmann sem hún hafði kynnst í gegnum netið. Það næsta sem fjölskyldan frétti af henni var að hún hafði verið handtek- in á Írlandi vegna rannsóknar á sam- særi um að myrða Lars Vilks. Líkt og Jihad Jane er Jamie á fimmtugsaldri, fráskilin og óánægð kona sem varði miklum hluta frítímans á netinu. „Mér leiðist svo“ „Mér leiðist svo, ég gæti öskrað,“ skrif- aði Colleen LaRose á netið. Á vefsíðu The Times er haft eftir heimildar- mönnum úr fjölskyldu Jamie Paulin- Ramirez að fyrir henni hafi verið líkt komið og Colleen; hún hafði verið gift fjórum sinnum og leiddist lífið mikið. „Hún var alltaf að leita að ein- hverju,“ sagði móðir Jamie í viðtali við The Wall Street Journal. Í stað þess að taka þunglyndislyf, leita sér ástmanns eða finna eitthvað áhugamál sneru bæði Colleen og Jamie sér til austurs og komust að þeirri niðurstöðu að svarið lægi í málstað róttækra mús- líma og heilögu stríði þeirra. Jamie Paulin-Ramirez gekk svo langt að skipta út mynd á Facebook- síðu sinni og setti inn mynd af sjálfri sér með híjab-skýlu sem sýndi ein- ungis augun. Einnig tjáði hún furðu lostinni fjölskyldu sinni að hún hefði snúist til íslam-trúar. Samskipti við íslamska róttæklinga Á spjallvefjum Facebook gat að líta skilaboð frá Jamie með fyrirsögnum á borð við „Hættið að kalla múslíma hryðjuverkamenn!“ og hún hafði samskipti við íslamska róttæklinga víða um lönd. Í tvö þúsund og níu hundruð kíló- metra fjarlægð, í Pennsburg í Fíladelf- íu, sat Colleen LaRose við sömu iðju. Athygli FBI á Colleen vaknaði í júlí í fyrra þegar meðlimur vefsamfélags- ins Jawa Report lýsti yfir áhyggjum af því að Colleen notaði Twitter sam- skiptavefinn til að safna fé fyrir her- skáa Pakistana. Um mánuði síðar fór Colleen til Evrópu og skrifaði á netið: „Aðeins dauðinn mun stöðva mig, nú þegar ég er svo nærri skotmarkinu.“ Í september sótti Collen um að- ild að Ladonia, listamannasamfé- lagi á netinu sem listamaðurinn Lars Vilks stendur að. Samkvæmt dóms- skjölum reyndi Colleen að leita Vilks uppi en hafði ekki erindi sem erfiði. Hún sneri heim til Bandaríkjanna og var handtekin þegar hún steig úr vél- inni. Hryðjuverkamenn í bakgarðinum Vitnisburður Collenn leiddi til hand- Undanfarna mánuði hefur fjölgað þeim bandarísku ríkisborgurum sem handteknir eru vegna tengsla við róttæka íslamstrúar- menn og samtök þeirra. Nýjasta viðbótin eru tvær fráskildar bandarískar konur sem eiga það sammerkt að hafa leiðst. LEIÐAR LJÓSHÆRÐAR HÚSMÆÐUR KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Aðeins dauðinn mun stöðva mig, nú þegar ég er svo nærri skotmarkinu. Ljóshærða húsmóðirin Ekki er langt síðan fæstir hefðu tengt Colleen LaRose við hryðjuverk. Fyrirhugað fórnarlamb Fólkið hugðist ráða sænska listamann- inn Lars Vilks af dögum. Hann teiknaði Múhameð í hundslíki. Drottningin fann upp símann Könnun sem gerð var á meðal níu og tíu ára barna á þekkingu í vísind- um leiddi í ljós að eitt af hverjum tíu börnum telur að Elísabet Englands- drottning hafi fundið upp símann. Á meðal annarra sem nefndir voru í því tilliti voru Charles Darwin og sjónvarpsmaðurinn Noel Edmunds. Eitt af hverjum tuttugu börn- um í þeim 1.000 barna hópi sem könnunin náði til hélt að Logi geimgengill, Luke Skywalker úr Stjörnustríðsmyndunum, eða kaup- sýslumaðurinn og iðnjöfurinn Ri- chard Branson hafi fyrstir manna stigið niður fæti á tunglið. Um sextíu prósent barnanna héldu að Isaac Newton hafi upp- götvað eldinn, en hann var einnig talinn hafa fundið upp internetið, uppgötvað sólkerfið eða Ameríku. Engu að síður vildu fleiri börn fá Nóbelsverðlaunin í vísindum en vinna X-Factor. Fölsuð frétt olli öngþveiti Öngþveiti og ótti gerði vart við sig í Georgíu í kjölfar fréttar Imedi-sjón- varpsstöðvarinnar um að rússnesk- ir skriðdrekar væru komnir inn í höfuðborgina Tblisi og að forseti landsins væri allur, enda skemmst að minnast  stríðsins sem braust út á milli Rússa og Georgíumanna 2008. Farsímakerfi landsins gat vart annað álagi og fjöldi fólks streymdi á götur út. Samkvæmt yfirlýsingu frá Imedi var tilgangurinn með fréttinni að sýna hvernig mál gætu þróast ef forsetinn yrði ráðinn af dögum, en yfirmaður stöðvarinnar baðst síðar afsökunar á áhyggjunum sem fréttin olli. Það kom þó ekki í veg fyrir að fréttamenn og almennir borgarar mótmæltu fyrir utan myndver stöðv- arinnar, og sagði einn stjórnarand- stöðuþingmaður að gjörningurinn hefði verið „viðbjóðslegur“. „Verndarsamning- ur“ við mafíuna Samkvæmt uppljóstrurum úr röð- um ítölsku mafíunnar hitti Silvio Berlusc oni, forsætisráðherra lands- ins, eitt sinn guðföður valdamik- illar mafíu og bað um vernd sér til handa. Þessar upplýsingar er meðal annars að finna í afrakstri nokkurra ára vinnu ríkissaksóknara Ítalíu. Uppljóstrararnir fullyrða að fund- urinn hafi átt sér stað í Mílanó árið 1974, á skrifstofu eignarumsýslufyr- irtækis Berlusconis, sem þá þegar var orðinn auðugur athafnamað- ur. Samkvæmt vitnisburðinum gaf Stefano Bontade, sem þá var einn valdamesti mafíuforinginn, Berlusc- oni persónulegt loforð um að öryggi hans yrði gætt. Berlusconi sagði mafíuforingjanum að hann yrði „honum handgenginn að öllu leyti“ í greiðaskyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.