Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 30
Sigurjón Sighvatsson, eða Joni eins og hann er oftast kallaður í Hollywood, hefur fengið breska stórleikarann, Clive Owen, til liðs við sig fyrir myndina The Killer Elite. Fyrir skartar hún Jason nokkrum Statham í að- alhlutverki en hann er einhver heitasta hasarmyndastjarna Hollywood um þessar mundir. Sigurjón á einnig í viðræðum við hinn danska Mads Mikkelsen um að leika í myndinni en hann lék meðal annars illmennið í Bond-myndinni Casino Royale. Síðasta mynd Sigurjóns, Broth- ers, var einnig stjörnum prýdd en í henni léku Jake Gyllenhaal, Tobey Maguire, Natalie Portman og Sam Shepard. Hópur sem kallar sig Öðlingarn- ir efnir til uppboðs til styrktar Neyð- armóttöku vegna nauðgana á Grand Hótel í Reykjavík á miðvikudaginn. Öðlingarnir eru meðal annarra Rún- ar Kristinsson knattspyrnumaður, Karl Sigurðsson Baggalútur, Snorri Ás- mundsson myndlistarmaður og Sverr- ir Þór Sverrisson (Sveppi), leikari og sjónvarpsmaður. Á (upp)boðstólum verða til að mynda knattspyrnutreyja frá ferli Rún- ars Kristinssonar, uppákoma á veg- um hljómsveitarinnar Baggalúts og hefðbundin „kvennastörf“. Uppboðið er um leið lokaathöfn þeirra Öðlinga sem hleyptu átakinu af stokkunum en eru nú búnir að skila því í hendur nýrra kyndilbera. Við þetta tækifæri hlýtur einn þeirra nafnbótina Öðling- urinn 2010 fyrir að hafa vakið mesta athygli á málstaðnum, en markmið átaksins er að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Aukin fræðsla er vopn í þeirri baráttu og þess vegna selja öðlingarn- ir bókina Ofbeldi á Íslandi: Á manna- máli eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Allur ágóði þeirrar sölu fer til Neyðar- móttökunnar og í söfnunarsjóð vegna samstöðufundar gegn kynbundnu of- beldi sem haldinn verður á kvennafrí- daginn 25. október nk.  Uppboðið á miðvikudaginn er öll- um opið og hefst klukkan 17. kristjanh@dv.is GUÐMUNDUR ÓLAFSSON 30 MÁNUDAGUR 15. mars 2010 FÓLKIÐ UPPBOÐ TIL STYRKTAR NEYÐARMÓTTÖKU VEGNA NAUÐGANA: UPPBOÐ ÖÐLINGANNA Þórdís og Öðlingarnir sjö. Rithöf- undurinn og leikskáldið Þórdís Elva, í mjallahvítum bol, og sjö af öðlingunum. SJÓÐANDI Aðalheiður Birgisdóttir, betur þekkt sem Heiða í Nikita, virðist hafa fund- ið ástina á ný. Heiða og barnsfaðir hennar og fyrrverandi sambýlismaður, Rúnar Ómarsson, slitu samvistum fyrir nokkrum misserum en þau stofnuðu hið farsæla hönnunarfyrirtæki Nikita fyrir um áratug. Orðið á götunni er að Amor hafi skotið örvum sínum í Heiðu og Egil Tómasson sem stundum er kenndur við hljómsveitina sálugu Soðna fiðlu. Þau hafa sést nokkuð oft saman undanfarnar vikur, þar á meðal á Menningarverðlaunum DV í Iðnó í síðustu viku en Nikita var þar tilnefnt til verðlauna í flokki hönnunar. Eins og kemur fram í nýjasta tölublaði Séð og heyrt virðist Rúnar einnig á vegum ástarinnar nú um stundir, með Ástu Kristjánsdóttur í E-Label. ást? STJÖRNUR JONA Kúrinn virkar þannig að þegar líkaminn fær góð-an alvöru íslenskan mat þá segir hann „Það er ekki von á neinni kreppu og vandræð- um þannig það er ekki ástæða til að leggja fyrir.“ Hann losar sig þá við gamlar birgðir. En ef þú étur eitthvað drasl þá segir líkaminn „Það er bara kreppa og hleður upp spiki,“ segir Guðmundur Ólafsson hagfræðing- ur sem sprangar nú um göturnar í betra formi en oft áður enda búinn að missa heil 15 kíló. Guðmundur sem er  lektor  í  hag- fræði  við  Háskóla Íslands  og einnig lektor við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, fer á Umferðarmiðstöðina og fær sér að borða íslenskan mat sem þar er á boðstólum - eins og Erlend- ur gerir í bókum Arnaldar. „Ef maður borðar góðan mat og ekki allt of mik- ið af honum rennur þetta af manni,“ segir Guðmundur hress og kátur. Hugmyndasmiður kúrsins góða er Haraldur heitinn Blöndal góðvin- ur Guðmundar. „Hann hafði þessa kenningu og við vorum nú oft búnir að ræða þetta okkar á milli - að gera þetta. Við vorum oft búnir að reyna að megra okkur en það gekk aldrei því við fórum alltaf vitlaust í þetta. Nú fer ég rétt í þetta og þegar hungr- ið kallar þá fer ég á BSÍ og fæ mér að borða. Borða passlega og ekki vera að rífa í sig,“ segir Guðmundur sadd- ur enda nýbúinn að klára alvöru ís- lenskan mat. Guðmundur gengur einnig til að auka brennsluna og er líka með megrunarbréfaskólann. „Það er eitt bréf með einni setningu. Þar stend- ur; Hættu að éta eins og svín - skepn- an þín.“ benni@dv.is 15 KÍLÓ FOKIN Á BSÍ KÚRNUM Guðmundur Ólafsson hagfræðingur hefur sjaldan litið betur út en núna enda búinn að missa 15 kíló. Guðmundur er á svokölluðum BSÍ kúr sem góðvinur hans, Haraldur heitinn Blöndal, bjó til sem gengur út á að borða íslenskt – já takk. Ef maður borð-ar góðan mat og ekki allt of mikið af honum rennur þetta af manni. Íslenskt - já takk Guðmundur segir að líkaminn sé mun betur settur með því að borða íslenskt. Fyrir utan Kjammann Þegar hungrið kallar skellir Guð- mundur sér í veigarnar góðu sem boðið er upp á á BSÍ. Kokkur og eigandi Bjarni Geir Alfreðsson er eigandi Kjammans og býður upp á alvöru íslenskan mat. M YN D IR R A K EL Ó SK S IG U RÐ A RD Ó TT IR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.