Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 15. mars 2010 MÁNUDAGUR 9 www.birkiaska.is Birkilauf- Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Verkir í hásin? Vandaðar stuðningshlífar til meðferðar á hásinabólgu Fjölbreytt úrval VERÐ KR. 9.900 VERÐ KR. 13.900 Handklæða-ofnar Hitastýrð sturtusett með öllu Sturtusettin komin aftur VERÐ KR. . VERÐ KR. . l - f r it t r t rt tt ll Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur OXYTARM Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar DETOX 30days& Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman -120 töflu skammtur - Sigurður G. Guðjónsson hæstarétt- arlögmaður segir að milljarðurinn sem eignarhaldsfélag Pálma Har- aldssonar, Fons, lagði inn á per- sónulegan tékkareikning Jóns Ás- geirs Jóhannessonar sumarið 2008 hafi ekki verið gjöf til Jóns Ásgeirs. „Þetta var nú ekki gjöf til Jóns Ás- geirs. Enda held ég að engum hefði dottið í hug að gefa Jóni Ásgeiri einn milljarð,“ segir Sigurður G. Þrotabú Fons hefur stefnt Jóni Ás- geiri á þeim forsendum að millj- arðurinn frá Fons til Jóns Ásgeirs hafi verið gjafagerningur og vill skiptastjórinn, Óskar Sigurðsson, rifta greiðslunni. Sigurður G. er lögmaður Jóns Ásgeirs í málinu en stefnan í því var þingfest þann 25. febrúar síð- astliðinn. Stefnan er ein af 10 stefn- um þrotabús Fons sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur þennan dag. Auglýsingasamningur við Williams-liðið Sigurður G. segir að milljarður- inn hafi verið hluti Fons af sam- eiginlegri fjárfestingu félagsins og eignarhaldsfélags í eigu Jóns Ás- geirs, Þú Blásól ehf., í formúlulið- inu Williams. Pálmi Haraldsson og Jón Ásgeir voru viðskiptafélagar á árunum fyrir hrunið og fjárfestu meðal annars í ýmsum verslunum í Bretlandi, til dæmis í Hamleys- leikfangabúðakeðjunni og Iceland- keðjunni. Sigurður segir aðspurður að milljarðurinn frá Fons hafi verið notaður til að greiða fyrir auglýs- ingasamning Hamleys við Willi- ams-liðið, Jón Ásgeir hafi svo lagt til sinn hluta af fjárfestingunni í gegnum Þú Blásól. „Þessir pen- ingar fóru til Williams-liðsins þar sem Hamleys auglýsti á formúlu- bílunum þeirra og flutningatækj- um. Þessum peningum var því bara ráðstafað í verkefni sem félög á þeirra vegum höfðu staðið í, og stóðu í allt til loka árs 2008,“ segir Sigurður G. sem einnig gætir hags- muna Pálma í einhverjum af þeim málum sem þrotabú Fons hefur höfðað gegn honum persónulega. Ekki bankareikn- ingur hjá Glitni Aðspurður segir Sigurður, varðandi það af hverju milljarðurinn hafi verið lagður inn á persónulegan bankareikning Jóns Ásgeirs en ekki inn á reikning félagsins Þú Blá- sól, að þetta hafi verið vegna þess að félag hans hafi ekki haft banka- reikning hjá Glitni á þessum tíma. „Það er nú bara vegna þess að Þú Blásól hafði á þessum tíma ekki bankareikning í Glitni-banka. Svo var þetta bara millifært frá Jóni til Þú Blásólar til að standa við þær skuldbindingar sem þeir þurftu að standa við út af þessari Williams- fjárfestingu,“ segir Sigurður G. Fons gjaldfært, segir Sigurður Sigurður segir að lagarökin sem hann muni halda fram í málinu séu meðal annars þau að Fons hafi verið gjaldfært félag á þeim tíma sem millifærslan átti sér stað og því sé erfitt að sanna að um gjafagern- ing hafi verið að ræða. „Þeir eru að reyna að rifta þessu sem gjafagern- ingi... Ef svo ólíklega fer að þeir nái að sanna að þetta hafi verið gjöf til Jóns þá er nú gjöfum ekki rift nema hægt sé að sýna fram á að aðilinn hafi orðið ógjaldfær vegna gjafar- innar eða hafi verið ógjaldfær fyr- ir. Hvorugt á við um Fons sem fékk um 12 til 13 milljarða frá Iceland- keðjunni inn á reikninginn sinn og var með sterka stöðu á þessum tíma... Í mínum huga er þetta ekki mál sem ætti að ná fram riftun á út frá gjaldþrotalögum,“ segir Sigurð- ur. Næstu skref í málinu eru þau að Sigurður á að skila greinargerð í málinu fyrir hönd Jóns Ásgeirs 25. mars næstkomandi. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar segir að milljarður- inn sem Fons lagði inn á reikning Jóns Ásgeirs hafi ekki verið gjöf til hans. Hann segir milljarðinn hafa verið vegna auglýs- ingasamnings við Williams-formúluliðið. Jóni Ásgeiri hefur verið stefnt til að greiða þrotabúi Fons milljarðinn til baka. „ÞETTA VAR EKKI GJÖF TIL JÓNS“ Enda held ég að engum hefði dottið í hug að gefa Jóni Ásgeiri einn milljarð. Auglýsingasamningur við Williams Milljarðurinn var vegna auglýsingasamnings Fons og Þú Blásól við Willi- ams-formúluliðið. Sigurður segir að milljarðurinn hafi farið beint til Jóns Ásgeirs því Þú Blásól hafi ekki verið með bankareikning í Glitni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.