Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 23
ÚTTEKT 15. mars 2010 MÁNUDAGUR 23
ÞEGAR MARAÞON VERÐUR UPPHITUN
vinnur. Þannig er hægt að hlaupa á sérmerkt-
um brautum í sex eða tólf klukkutíma og upp í
sólarhring eða tvo.
Eins eru brautarhlaup þar sem hlaupnar eru
ákveðnar vegalengdir. 100 kílómetra hlaup eru
dæmi um þetta þar sem hlaupið er á ákveð-
inni braut sem getur verið frá nokkur hundr-
uð metrum upp í nokkra kílómetra. Íslenska
hundrað kílómetra hlaupið fer til dæmis þannig
fram að hlaupnir eru tíu hringir af tíu kílómetra
langri leið.
Svo koma utanvegahlaup sem geta ver-
ið mjög misjafnlega löng. Hér á landi er það
Laugavegurinn, 55 kílómetra hlaup upp um
fjöll og firnindi. Þegar opnað var fyrir skráningu
í hlaupið í ársbyrjun varð uppselt á fyrsta degi
og margir sem eru á biðlista milli vonar og ótta
um að detta inn.
Loks má nefna dagleiðahlaup, þar sem
hlaupnar eru ákveðnar vegalengdir yfir nokkra
daga, en slík hlaup hafa ekki verið haldin hér.
Margvísleg afrek
Afrek íslenskra langhlaupara eru margvísleg.
Þorbergur Ingi Jónsson þótti vinna mikið af-
rek þegar hann spretti úr spori á Laugavegin-
um í fyrra og bætti fyrra met um nítján mínútur.
Börkur Árnason hefur lokið Mont Blanc-hlaup-
inu oftar en aðrir Íslendingar og á betri tíma.
Gunnlaugur hefur hlaupið lengstar vegalengdir
allra íslenskra hlaupara.
Svo má nefna árangur Bryndísar Svavars-
dóttur, þó ekki hafi hún fengist við ofurhlaup.
Hún leggur hins vegar maraþon fyrir sig og
meðan mörgum þykir nóg um að klára eitt á
ævinni er hún búin að ljúka allavega 118 slík-
um og hyggst ótrauð bæta í sarpinn. Markmið
hennar er að klára maraþon í öllum fimmtíu
ríkjum Bandaríkjanna og á nú aðeins sex eftir.
Nóg fram undan
Ofurhlaupin hafa verið í sókn og ljóst að menn
ætla að bæta við. Börkur Árnason fetar í vor í
fótspor Gunnlaugs Júlíussonar og reynir við
Western States 100 mílna hlaupið. Arnald-
ur Birgir Konráðsson, framkvæmdastjóri Boot
Camp, og Ágúst Guðmundsson slökkviliðs-
maður hafa skráð sig í 100 kílómetra eyðimerk-
urhlaup í Túnis í mars á næsta ári.
Gunnlaugur Júlíusson ætlar svo að klára
það sem mætti kalla fernu í langhlaupunum.
Hann er búinn að hlaupa í þremur af fjór-
um helstu ofurhlaupum heims. Hið fyrsta var
Western States sem hann hljóp 2005, næsta
var Spartathon sem hann kláraði 2008 og hið
þriðja er London til Brighton hlaupið sem
hann fór síðasta haust. Hið eina sem er eftir
af stóru ofurhlaupunum fjórum er Comrades
hlaupið í Suður-Afríku sem hefur verið hlaupið
frá 1921, alls 89 kílómetrar. Þar taka um og yfir
20 þúsund manns þátt hverju sinni og verður
Gunnlaugur einn þeirra 30. maí næst komandi.
Til marks um hversu fágætt það er að hlaupa öll
þessu fjögur hlaup er Gunnlaugi aðeins kunn-
ugt um sextán manns sem hafa hlaupið tvö
fyrstnefndu ofurhlaupin hér að ofan, Western
States og Spartathon.
brynjolfur@dv.is
Mér finnst þeim tíma betur varið í hlaup en
að glápa á sjónvarp
Tímamótahlaup
1998 Ágúst Kvaran Winshcoten, Hollandi 8:43:08
2005 Höskuldur Kristvinsson Mohican 100 mile,
Bandaríkjunum
29:41:03
2008 Gunnlaugur Júlíusson Ultramarathon
Borgundarhólmi
197,3
kílómetrar
2009 Gunnlaugur Júlíusson Ultramarathon
Borgundarhólmi
334 kílómetrar
2009 Ágúst Kvaran Marathon de Sables,
Marokkó
202 kílómetrar
á 28:44:11*
Fyrsta 100 kílómetra hlaupið
Fyrsta sólarhringshlaupið
Fyrsta dagleiðahlaupið
Fyrsta tveggja sólarhringa hlaupið
Fyrsta 100 mílna hlaupið (161 kílómetri)
*Hlaupið á fjórum dögum, 33, 26, 91 og 42,2 kílómetrar
Nokkur helstu afrek ofurhlaupara
2009
Gunnlaugur Júlíusson hljóp 334 kílómetra í tveggja sólarhringa
hlaupi í Borgundarhólmi. Hann náði næstbesta tíma Norðurlanda-
búa á árinu, ellefta besta heimstímanum og besta tímanum í sínum
aldursflokki. Fyrstur Íslendinga til að sigra í ofurmaraþoni í útlönd-
um.
2009
Þorbergur Ingi Jónsson sló brautarmetið á Laugaveginum. Hann
hljóp vegalengdina á 4:20:32 sem er nítján mínútum betri árangur en
fyrra met sem hafði staðið í átta ár.
2009
Ágúst Kvaran hljóp í Marathon des Sables. Hann hljóp 202,2 kíló-
metra á 28:44:11 á fjórum dagleiðum. Hlaupin voru 33, 36, 91 og 42,2
kílómetra löng, hlaupið var með allan búnað í bakpokum í eyðimörk-
inni.
2009
Sigurjón Sigurbjörnsson náði besta tíma Íslendings í hundrað kíló-
metra hlaupi, 8:23:45 og bætti ellefu ára met Ágústs Kvaran um tæpar
20 mínútur.
2008
Gunnlaugur Júlíusson rauf 200 kílómetra múrinn í sólarhringshlaupi,
hljóp 217,7 kílómetra.
2008
Gunnlaugur Júlíusson hleypur 245 kílómetra í Spartathon, milli Aþ-
enu og Spörtu, á 34:12:17.
2007
Börkur Árnason lýkur Mont Blanc hlaupinu á besta tíma Íslendings
fyrr og síðar, hleypur 163 kílómetra á 35:41:31. Alls hafa fjórir Íslend-
ingar lokið keppni.
2006
Elín Reed lauk fyrst íslenskra kvenna keppni í 100 kílómetra hlaupi,
varð fyrst í kvennaflokki í Lapland ultra í Svíþjóð á 10:39:21.
2005
Gunnlaugur Júlíusson hleypur í Western States 100 mílna hlaupinu
á 26:14:14.
Fyrsti 100 kílómetra hlauparinn
Ágúst Kvaran hljóp 100 kílómetra
fyrstur Íslendinga og átti lengi besta
tímann. Íslandsmetið var ekki slegið
fyrr en í hittifyrra. MYND KRISTINN
100 kílómetrar á bretti Gunnlaugur
hefur unnið ýmis helstu afrek íslenskra
langhlaupara. Síðasta stóra verkefnið
var að hlaupa 100 kílómetra á bretti
fyrstur Íslendinga. MYND HEIÐA