Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 14
Á þremur árum hefur fjárhagsstaða
hefðbundinnar fjögurra manna
fjölskyldu versnað um 74 þúsund
krónur á mánuði. Þetta miðast við
fjölskyldu sem hefur meðaltekjur,
verðtryggt íbúðarlán, myntkörfu-
lán á heimilisbílnum sem hún not-
ar í meðallagi mikið, tvö börn á leik-
skóla og hefur hefðbundnar bíla- og
fjölskyldutryggingar. DV reiknaði út
hvernig verðlags-, launa- og gengis-
þróun hefur verið undanfarin þrjú
ár.
Snúist til verri vegar
Miðað við þær forsendur sem blað-
ið gefur sér hefur fjölskyldan, þrátt
fyrir lægri tekjur, haft 53 þúsund
krónur afgangs um hver mánaða-
mót árið 2007. Miðað við að hag-
ir fjölskyldunnar hafi ekki breyst,
nema því sem nemur breytingum á
verðlagi og gengi, vantar nú 22 þús-
und krónur upp á að fjölskyldan nái
endum saman við mánaðamót. Við-
snúningurinn er 74 þúsund krónur
á mánuði, eða 888 þúsund krónur
á ársgrundvelli. Taka ber fram að
í þessu reikningsdæmi eru engin
óregluleg útgjöld eins og viðgerðir
á bíl, dekkjakaup, leikföng, raftæki,
heimilisbúnaður eða kostnaður við
ferðalög. Fasteignagjöld og vaxta-
bætur eru ekki teknar með í dæm-
ið þar sem erfitt er að gefa sér slíkt
nema með mjög sérhæfðum for-
sendum. Ljóst er að ef óregluleg-
ur kostnaður yrði reiknaður með í
dæmið liti það enn verr út.
Ljóst má vera að sú fjölskylda
sem með naumindum náði endum
saman árið 2007 gerir það alls ekki
nú.
Fjórðungur í verulegum vanda
Samkvæmt nýlegri skýrslu IFS, ráð-
gjafarfyrirtækis á sviði fjármála og
greininga, á um fjórðungur heimila
landsins í verulegum greiðsluerfið-
LJÚFFENGAR
KARAMELLUR
Það getur verið vandasamt að
búa til karamellur. Uppskrift-
in er kannski ekki aðal málið,
þar sem sykur, sýróp og rjómi
eru yfirleitt nóg til að búa til
eitthvað gómsætt. Þeir sem soð-
ið hafa karamellur þekkja það
vandamál að þær eru yfirleitt of
linar eða of harðar. Notið hita-
mæli og sjóðið þar til þær ná 120
gráðum. Slökkvið þá undir og
kælið. Þá verða karamellurnar
passlega stífar.
n „Það er pirrandi að
þeir geti ekki gert þetta
að nóttu til eða í það
minnsta látið vita með
fyrirvara,“ sagði
óánægður viðskipta-
vinur Landsbankans sem gat
ekki millifært af reikningi sínum
á milli klukkan 9 og 13 á
sunnudaginn. Einkabankinn lá
niðri vegna viðhalds og olli það
honum
nokkrum
óþægindum.
n „Núðluskálin á Skólavörðustíg fær
lofið í dag. Þar er hægt að fá
prýðilegan mat á góðu verði þar
sem úrvals hráefni er notað,“
sagði ánægður og saddur
viðskiptavinur. Hann sagði að
skammtarnir væru stórir og
starfsfólkið legði sig
fram við að gera
máltíðina sem besta.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
DÍSILOLÍA
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 205,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 199,9 kr.
Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 206,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 201,3 kr.
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 208,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 202,2 kr.
BENSÍN
Bolungarvík VERÐ Á LÍTRA 206,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 201,2 kr.
Bolungarvík VERÐ Á LÍTRA 206,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 201,3 kr.
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 208,4 kr. VERÐ Á LÍTRA 202,9 kr.
UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / ney tendur@dv.is
el
d
sn
ey
ti
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
14 MÁNUDAGUR 15. mars 2010 NEYTENDUR
JÓHANNES
ÁFRAM
FORMAÐUR
Jóhannes Gunnarsson, for-
maður Neytendasamtakanna,
verður að lágmarki formaður
út næsta kjörtímabil, árin 2010
til 2012, en kjörtímabilið hefst
á næsta þingi samtakanna sem
haldið verður síðla september-
mánaðar. Framboðsfrestur til
formannskjörs rann út 1. mars
síðastliðinn en enginn bauð sig
fram á móti Jóhannesi. Hann
var því sjálfkjörinn í embætti
formanns.
Svona hefur kostnaðurinn hækkað
Föst gjöld og tekjur 2007 2010 Hækkun/Lækkun Forsendur
Bílalán 40.000 kr. 88.800 kr. -48.800 kr. Miðað við að greiðslubyrðin fylgi hækkun höfuðstóls
Matur og hreinlætisvörur 80.000 kr. 108.000 kr. -28.000 kr. Samkvæmt viðmiðum Ráðgjafarstofu heimilanna
Afborgun húsnæðisláns 106.000 kr. 142.782 kr. -37.000 kr. 30 ára verðtryggt húsnæðislán
Bensínkostnaður 15.221 kr. 27.736 kr. -12.514 kr. Miðað við 16 þ.km. árlega og 10 l/100 km
Lækniskostnaður 12.100 kr. 16.400 kr. -4.300 kr. Samkvæmt viðmiðum Ráðgjafarstofu heimilanna
Bílatryggingar 9.000 kr. 12.114 kr. -3.100 kr. Hækkun trygginga samkvæmt Hagstofu Ísl.
Aðrar tryggingar 11.000 kr. 14.806 kr. -3.800 kr. Trygging húsnæðis og fjölskyldu
Fatakaup 12.700 kr. 16.000 kr. -3.300 kr. Samkvæmt viðmiðum Ráðgjafarstofu heimilanna
Net, sími og áskriftir 12.000 kr. 15.120 kr. -3.120 kr. Miðað við hækkun vísitölu neysluverðs
Tómstundir 6.400 kr. 8.200 kr. -1.200 kr. Miðað við hækkun vísitölu neysluverðs
Tvö börn á leikskóla í Rvk. 20.655 kr. 20.450 kr. 200,00 kr. 8 tímar með fæði – 1. flokkur
Barnabætur 13.355 kr. 25.803 kr. 12.448 kr. Miðað við laun hans og hennar
Launin hennar 168.840 kr. 195.925 kr. 27.085,00 kr. Útborguð meðallaun kvenna
Launin hans 195.640 kr. 227.024 kr. 31.384,00 kr. Útborguð meðallaun karla
Alls -74.017 kr.
DÆMIÐ HEFUR
SNÚIST VIÐ
n Grafið sýnir að fjölskyldu,
sem átti 53 þúsund krónur í
afgang árið 2007, vantar nú
22 þúsund krónur til að ná
endum saman.
n Miðast við verðlagsþróun
og miðlungs tekjur árið 2007
og 2010. Sjá forsendur nánar
í töflu.
Kr. 377.835 Kr. 325.076 Kr. 52.759 Kr. 448.752 Kr. 470.408 Kr. -21.656
2007
2010
Afgangur
Föst innkoma
Föst útgjöld
Afgangur
Föst innkoma
Föst útgjöld
Gæðakönnun Matís á nautahakki,
fyrir Neytendasamtökin og Lands-
samband kúabænda, leiddi í ljós
að fullyrðingar um að annað kjöt en
nautakjöt sé í hakkinu eiga ekki við
rök að styðjast. Átta tegundir voru
kannaðar.
Sjávarútvegs- og landbúnað-
arráðuneytið styrkti verkefnið að
hluta. Þrátt fyrir að hvorki hafi aðrar
tegundir kjöts né sojaprótein fund-
ist í hakkinu, kom ýmislegt í ljós. Í
sex sýnum var viðbætt vatn og í einu
tilvikanna kom það ekki fram á um-
búðum. Í of mörgum tilvikum voru
merkingar á umbúðum ekki í sam-
ræmi við gildandi reglur og er það
mat Landssambands kúabænda og
Neytendasamtakanna að ekki eigi
að heimila að bæta öðrum efnum
í nautahakk án þess að slíkt komi
fram í vöruheiti og innihaldslýsingu.
Þá segir í niðsurstöðum könn-
unarinnar að í of mörgum tilvikum
voru merkingar á umbúðum ekki í
samræmi við gildandi reglur. Úr því
verði tafarlaust að bæta.
Þá kemur fram að fituinnihald
hafi í tveimur tilvikum reynst meira
en gefið er upp á umbúðunum. Slíkt
varði við lög. Loks er þess getið að
í einu tilviki hafi nafngift vörunn-
ar verið „nautaveisluhakk“ en Mat-
ís bendir á að „með slíkri nafngift
sé gefið til kynna aukin gæði. Því er
óeðlilegt að í slíka vöru séu notaðar
kartöflutrefjar,“ segir í niðurstöðun-
um. baldur@dv.is
Gæðakönnun hreinsar framleiðendur af ásökunum:
Nautakjöt í nautahakki
Ekki blandað öðru kjöti Nautakjötið
úti í búð er nautakjöt, ekkert annað.
LAUNIN DUGA EKKI LENGUR
Hefðbundin fjögurra manna fjölskylda nær ekki endum saman
lengur. Ef hún náði endum saman með naumindum árið 2007
vantar nú 74 þúsund krónur um hver mánaðamót, eða nærri því
900 þúsund krónur á ársgrundvelli. DV reiknaði út hvernig fast-
ir kostnaðar- og launaliðir hafa hækkað undanfarin þrjú ár.
Samkvæmt ný-legri skýrslu IFS..
á um fjórðungur heim-
ila landsins í verulegum
greiðsluerfiðleikum.