Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 15. mars 2010 FRÉTTIR
„Ég er búin að missa allt. Allt. Ég er
búin að tapa húsinu mínu, bílunum
mínum og manninum mínum. Ég er
sjálf á leið að verða gjaldþrota og bíð
bara eftir hamrinum. Það er bara al-
veg ömurlegt,“ segir Berglind Ásgeirs-
dóttir, stofnandi ZikZak tískuveldisins.
Rekstrarfélag ZikZak tískuhúss er
gjaldþrota og nemur gjaldþrotið hátt
í þrjú hundruð milljónir króna. Þrátt
fyrir þrot heldur Berglind Ásgeirsdótt-
ir, eigandi tískuverslananna, og fjöl-
skylda hennar rekstrinum áfram því
hann er nú undir félagi í eigu ungrar
dóttur hennar, Sigríðar Ómarsdóttur.
Hjónin Berglind og Ómar Andr-
és Gunnarsson stofnuðu Zikzak tísk-
húsin fyrir um átta árum. Þau opnuðu
fyrst verslunina í Brekkuhúsum í Graf-
arvogi og slík var velgengni hennar
að þau opnuðu verslanir í Reykjanes-
bæ, á Selfossi, á Akureyri, í Mörkinni,
á Laugavegi, í Kópavogi, í Hafnarfirði
og Kringlunni. Sú síðastnefnda stóð
ein eftir þegar þrotaferlið fór í gang en
verslunin í Kringlunni fór undir hið
nýja félag dótturinnar. Síðar opnuðu
mæðgurnar aðra verslun í Smáralind-
inni.
Áfram með umboðin
Félagið sem um ræðir heitir 747 ehf.
og var það stofnað árið 1998 í tengsl-
um við rekstur ZikZak tískuhúsanna.
Þar var Berglind við stjórnvölinn en á
því varð breyting í apríl í fyrra. Þá færð-
ist reksturinn yfir á nýtt félag, 6870
ehf., þar sem Sigríður, ríflega tvítug
dóttir Berglindar, fer fyrir stjórninni,
er skráð framkvæmdastjóri og fyrir
prókúru fyrirtækisins. Kröfur í þrota-
bú gamla félagsins námu tæpum 270
milljónum en af þeim voru rúmar 30
milljónir metnar í forgang. Upp í for-
gangskröfur fengust hins vegar rúmar
2 milljónir. Ekkert fékkst því greitt upp
í almennar kröfur sem ekki nutu for-
gangs og aðeins 8 prósent af forgangs-
kröfum fengust greiddar.
ZikZak tískuhús rekur nú verslan-
ir í Kringlunni og Smáralindinni. Þrátt
fyrir gjaldþrotið heldur reksturinn
áfram undir nýja félagi dótturinnar og
eftir því sem DV kemst næst halda eig-
endurnir eftirsóttum fatamerkjaum-
boðum verslananna.
Efasemdir vöknuðu
Auður Björg Jónsdóttir, skiptastjóri
þrotabúsins, segir að vissulega hafi
vaknað efasemdir við skiptingu bús-
ins um hvort eigendurnir hafi kom-
ið eignum undan búinu en segir rök-
in ekki hafa nægt til riftunaraðgerða.
Hún bendir á að milli félaganna hafi
verið að finna greiðslur fyrir lager
tískuhússins. „Það voru efasemdir og
þetta var skoðað. Eigendurnir keyptu
lager áður en fyrirtækið fór í þrot og
fyrir því eru samningar á milli félag-
anna. Það er svo dóttirin sem er skráð
fyrir nýja félaginu. Að sjálfsögðu skoð-
uðum við samningana milli félaganna
því slíkt vekur athygli skiptastjóra. Það
liggur ekkert fyrir og ekki nægur rök-
studdur grunur um til að krefjast rift-
unar,“ segir Auður Björg.
Berglind staðfestir að rekstur versl-
ananna sé nú í félagi dóttur sinnar
og segist hún hafa lagt henni til fé til
kaupanna. Hún ítrekar að með því sé
hún ekki að koma neinum fjármun-
um undan því sjálf sé Berglind á leið
í gjaldþrot. „Ég starfa í versluninni hjá
dóttur minni. Hún ákvað að reyna að
halda áfram og ég studdi hana í því
með peningum sem ég fékk út úr stóru
bílslysi. Á einhverju verðum við að lifa
og við höfum rétt á að skapa okkur at-
vinnu. Sjálf skapaði ég vörumerkið og
vörumerkið á ég þó að fyrirtækið hafi
farið í þrot,“ segir Berglind.
Allt farið og enginn gróði
Berglind bendir á að hennar fyrirtæki
sé ekki það fyrsta og ekki það síðasta
til að fara í gjaldþrot. Sjálf segist hún
hafa haldið vel utan um reksturinn og
hafnar því alfarið að hún sé að koma
fjármunum undan gjaldþrotinu. „Sjálf
stóð ég mig mjög vel í rekstrinum,
borgaði alla hluti á réttum tíma og
starfsfólkið var ánægt hjá mér. Síðan
fór bankinn minn á hausinn, allar vör-
urnar hækkuðu, minna varð að gera
og lánin ruku upp. Það er ekki eins og
ég hafi verið neitt að leika mér að því
að fara með þetta í þrot. Á endanum
fékk maðurinn minn nóg af þessum
vandræðum og við ákváðum að skilja,“
segir Berglind.
„Ég er búin að tapa öllu. Fólk má
ekki halda að ég sé að græða eitthvað
því ég er búin að stórtapa á öllu sam-
an. Það er alls ekki svo að ég gangi um
með fulla vasa fjár þegar ég á stund-
um varla fyrir mat. Ég hef ekki verið
að stinga neinu undan því ég á ekkert
í dag. Það er enginn öfundsverður af
því að verða gjaldþrota. Ég missti allt
mitt.“
Berglind Ásgeirsdóttir, stofnandi ZikZak tískuhúsa, hefur farið frá því að reka hátt í
tug vinsælla tískuvöruverslana yfir í að horfa fram á eigið gjaldþrot. Fyrirtæki henn-
ar fór nýverið á hausinn og nam gjaldþrotið nærri 300 milljónum króna. Ekkert fékkst
greitt upp í almennar kröfur og aðeins 8 prósent af forgangskröfum fengust greidd.
„ÉG ER BÚIN AÐ
MISSA ALLT“
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Fólk má ekki halda að ég sé að
græða eitthvað því ég er
búin að stórtapa á öllu
saman. Það er alls ekki
svo að ég gangi um með
fulla vasa fjár þegar ég á
stundum varla fyrir mat.
Enginn gróði Berglind biður
fólk um að halda ekki að hún sé
að koma eignum undan því hún
sé alls ekki með fulla vasa fjár
heldur horfi fram á gjaldþrot.
Allt farið Það er ekki aðeins fyrirtækið sem er
farið hjá Berglindi heldur er hún líka búin að
missa húsið, bílana og eiginmanninn.
Eyþór efstur
Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðis-
manna í Árborg, varð í fyrsta sæti í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem
fram fór á laugardag. Elfa Dögg
Þórðardóttir hreppti annað sætið og
Ari Björn Thorarensen það þriðja. Í
fjórða sæti varð Sandra Dís Hafþórs-
dóttir og fimmti varð Gunnar Egils-
son. Sjötta sætið hlaut svo Kjartan
Björnsson.
Alls kusu 948 manns í prófkjörinu
af þeim 1.512 sem voru á kjörskrá.
Kjörsókn er því 63 prósent.
Jón Björn leiðir
í Fjarðabyggð
Jón Björn Hákonarson hlaut
368 af af alls 593 atkvæðum í
fyrsta sætið á lista framsóknar-
manna fyrir komandi sveitar-
stjórnarkosningar í Fjarðabyggð.
Jón Hákon varð þar með efstur
í prófkjöri sem Framsóknarfé-
lag Fjarðabyggðar hélt á laug-
ardag. Næstur kom Guðmund-
ur Þorgrímsson og í þriðja sæti
varð Eiður Ragnarsson. Snjólaug
Eyrún Guðmundsdóttir endaði í
fjórða sæti og Jósef Auðunn Frið-
riksson varð í því fimmta.
Þrjár leiðir færar
út úr vandanum
„Menn hafa sagt að það væru
þrjár leiðir út úr vandanum,
Icelandair, Iceland Express og
Norræna,“ sagði Finnbjörn A.
Hermannsson, formaður Sam-
iðnaðar, í þættinum Sprengisandi
á Bylgjunni á sunnudagsmorg-
un. Þar var fjallað um bága stöðu
fyrirtækja í mannvirkjagerð og
mikið atvinnuleysi meðal þeirra
sem unnið hafa í geiranum. Fram
kom að um fimmtungur manna
í byggingariðnaði sé nú atvinnu-
laus. Þar að auki hafa margir leit-
að sér að vinnu í útlöndum.
Haft var eftir Jóni Steindóri
Valdimarssyni, framkvæmda-
stjóra Samtaka iðnaðarins, í
þættinum að svo virtist sem lítið
myndi gerast í mannvirkjagerð á
næstunni, alla vega hefðu menn
ekki fengið nein jákvæð skilaboð
á útboðsþingi fyrir helgi.
Kæruleysi í
lánveitingum
Eignalánafyrirtæki lánuðu fólki
fyrir bifreiðum án þess að kanna
greiðslugetu þess að sögn Árna Páls
Árnasonar félagsmálaráðherra.
Hann sagðist í hádegisfréttum Ríkis-
útvarpsins á sunnudag vilja að bíla-
lán yrðu aðlöguð að verðmæti bif-
reiða og sagðist ekki óttast lögsókn
vegna breytinganna.
Lánin yrðu þá færð niður að 110
prósent af verðmæti bifreiðanna.
Eignaleigufélög óttast að miklar
afskriftir geri fyrirtækin gjaldþrota
en Árni Páll sagði að ekki yrði farið í
slíkar aðgerðr án þess að hafa traust-
an grunn til þess.