Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 15. mars 2010 FRÉTTIR „Mér finnst þetta orðið alveg ferlegt mál. Að mínu viti þarf Hulda sólar- hringsþjónustu og það er líka mat læknis. Samt breytist ekkert og það finnst mér ákaflega skrítið,“ segir Kristín Þorsteinsdóttir, nágranni og vinkona Huldu Magnúsdóttur sem bundin er hjólastól vegna fötlunar. Hulda hefur undanfarna mánuði barist fyrir því að fá þá þjónustu sem hún segir sig nauðsynlega þurfa en í september síðastliðnum hafi hún verið færð af sólarhringsvakt yfir á svokallaðar stubbavaktir. Þær vaktir segir Hulda innifela þrjár heimsókn- ir á dag en þess utan geti hún hringt eftir aðstoð, sem hún stundum fái og stundum ekki. Hulda er háð aðstoð til að komast á fætur á morgnana og til að komast á salernið og segir hún þjónustuna því miður oft hafa brugð- ist þannig að hún komist ekki fram úr rúminu. Kvíði og niðurlæging „Það var síðast um helgina sem ég komst ekki fram úr rúminu því það kom enginn til að aðstoða mig. Ég komst því ekki á fætur og þurfti á endanum að hringja í móður mína til að koma mér til aðstoðar. Ég get ekki treyst á þessa litlu þjónustu sem ég á að fá. Það gerist ekkert í mínum málum, sama hversu mikið er bent á þetta. Það virðist ekki vera hægt að ræða við fulltrúa svæðisskrifstofunn- ar,“ segir Hulda vonsvikin. Hulda er undir verndarvæng Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi og bendir á að skrifstof- unni hafi verið sent læknisálit á and- legri heilsu hennar eftir að þjónustu- stiginu var breytt í haust. Í því áliti læknisins megi lesa að þunglyndi Huldu hafi aukist mjög eftir að þjón- usta við hana var skert og hún sett á stubbavaktirnar svokölluðu. Það sé ekki aðeins þunglyndi sem aukist heldur einnig kvíði og niðurlæging. Versnar stöðugt Aðspurð segist Kristín ítrekað hafa þurft að koma Huldu til aðstoðar þar sem þjónustuaðili hafi ekki mætt þegar til stóð. Hún segir mjög erf- itt að horfa upp á vinkonu sína þjást undanfarið. „Þjónustan klikkar oft og mér finnst þetta ekki ganga lengur. Ég hef sjálf nokkrum sinnum hjálpað henni á fætur á morgnana. Ef ég geri það ekki þarf móðir hennar að keyra ofan úr Árbænum til þess. Sem vin- kona og nágranni finn ég að Huldu hrakar jafnt og þétt. Óöryggi hennar versnar og henni hrakar andlega því skert þjónusta er farin að hafa veru- leg áhrif á hana. Það verður bara að gera eitthvað í þessu,“ segir Kristín. Kristín á sjálf átján ára fatlaða dóttur og hefur áhyggjur af því þeg- ar hún fer að heiman. „Nú kem- ur að því að hún fari að heiman og ég veit ekkert hvort maður geti það vitandi hvernig þjónustan er. Ef ég á það hvort sem er á hættu að þurfa sjálf að hlaupa oft til aðstoðar er þá ekki best að hafa hana hjá sér heima?“ TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Það verður bara að gera eitthvað í þessu. STUBBAVAKTIR AUKA ÞUNGLYNDI HULDU Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi barst fyrir áramót mat læknis á andlegri líðan Huldu Magnúsdóttur, sem bundin er við hjólastól, eftir að sólarhringsþjónusta við hana var skert. Nágranni henn- ar, Kristín Þorsteinsdóttir, hefur áhyggjur af vinkonu sinni þar sem heilsu hennar hraki stöðugt. Fær ekki aðstoð Hulda segist ekki fá þá aðstoð sem hún þarfnist og þannig komist hún stundum ekki fram úr rúminu á morgnana. Það hafi síðast gerst um síðustu helgi. Ekki búið að boða fundi Ágreiningur um grundvöll frekari viðræðna milli Íslendinga annars vegar og Breta og Hollendinga hins vegar hefur orðið til þess að engir fundir hafa verið boðaðir. Fyrir síð- ustu helgi lagði íslenska samninga- nefndin fram plagg sem átti að vera upplegg fyrir framhald viðræðna um lausn Icesave-deilunnar. Að því er fram kom í kvöldfrétt- um RÚV á sunnudag voru hins veg- ar fjölmargar athugasemdir gerðar og frekari viðræðum á grundvelli þess var hafnað. Þrátt fyrir þetta hafa óformleg samskipti verið síðustu daga við Breta og Hollendinga um lausn deilunnar þótt engir fundir hafi verið formlega boðaðir. Í fréttum RÚV var haft eftir Stein- grími J. Sigfússyni fjármálaráðherra að unnið sé að því að koma á fund- um með Bretum og Hollendingum í þessari viku en ekkert sé fast í hendi. Bæjarráð Kópavogsbæjar vill sam- eina skóla í bænum, nánar tiltekið Digranesskóla og Hjallaskóla, og hef- ur sent skólayfirvöldum og foreldr- um nemenda erindi þess efnis. Fyr- irhugað var að sameiningin gengi í gegn fyrir næsta skólavetur en mót- mæli foreldra urðu til þess að bæjar- ráð samþykkti í vikunni að fresta sam- einingunni. Til stóð að sameina skólana næsta haust. Gert er ráð fyrir að annar skól- inn haldi annaðhvort utan um ungl- ingabekkina eða alfarið yngsta stigið. Fulltrúar foreldrafélaganna urðu var- ir við nokkra óánægju, einkum með hversu hratt þessi hugmynd hefur verið unnin. Í kjölfarið var bæjarráði send ályktun þar sem farið var fram á frestun til að hægt væri að skoða sameiningartillöguna nánar. Það er nú í höndum fræðsluskrifstofu bæj- arins að gera ítarlega greinargerð um mögulega sameiningu. Auður Gunnarsdóttir, formaður Foreldrafélags Digranesskóla, viður- kennir að meðal foreldra séu skiptar skoðanir um ágæti sameiningarinnar en bendir á að flestir þeirra séu á því að meiri tíma þurfi til að vega og meta kosti og galla. Hún er ánægð með að bæjarráð hafi hlustað á raddir for- eldra. „Varðandi sameininguna sem slíka eru ekki allir ósáttir við hana en fólk vill fá meiri tíma til að skoða þetta. Það eru skiptar skoðanir innan for- eldrahópsins, ég sjálf vil þessa sam- einingu en þá tala ég bara fyrir mitt leyti,“ segir Auður. Árni Þór Ingólfsson, fræðslustjóri Kópavogsbæjar, segir ekki útilok- að að til sameiningar komi í haust. Hann telur ekki lengur hægt að bíða með hagræðingaraðgerðir í skólun- um tveimur. „Auðvitað sjáum við fleiri kosti við þessa sameiningu heldur en galla og því leggjum við þessa tillögu fram. Áhyggjur foreldra snúa einkum að því að verið sé að setja saman of stórar stærðir en í því eru líka sóknar- færi. Nemendum hefur verið að fækka undanfarin ár og það er ljóst að í ein- hverjar aðgerðir verðum við að ráðast. Það er því alls ekki útilokað að við ráð- umst í þetta í haust,“ segir Árni Þór. trausti@dv.is DV17720180208_Nemendur, skóli, bekkur, krakkar, unglingar, menntaskóli, barna- skóli_1.jpg Kópavogsbær vill sameina skóla en foreldrar krefjast meiri tíma til að meta málið: Bökkuðu eftir foreldramótmæli Skoðað betur Foreldrar kröfð- ust þess að sameiningartillaga skóla í Kópavogi sé skoðuð betur og á það féllst bæjarráð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.