Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 15. mars 2010 FRÉTTIR Margeir Pétursson, aðaleigandi og stjórnarformaður MP Banka, gæti misst eignarhlut sinn í bankanum vegna útistandandi skulda eignar- haldsfélaga í hans eigu við spari- sjóðinn Byr. Veðin fyrir lánunum eru að hluta í í hlutabréfum félag- anna í MP Banka. Til tals hefur komið í stjórn Byrs að leysa til sín hluta af hlutabréfum Margeirs í MP Banka vegna þess að hann hefur meðal annars átt í erfið- leikum með að standa í skilum með vaxtagreiðslur af lánum sínum. Auk þess hefur verið deilt um verðmæti hlutabréfanna í MP Banka og hversu hátt eigi að verðmeta þau upp í skuldina við sparisjóðinn. Stjórn- in hefur átt í viðræðum við Margeir út af skuldum félaganna. Þó mun ekki standa til að leysa bréfin til sín á næstunni en það mun vera einn af þeim möguleikum sem rætt hefur verið um í stjórninni. Annað sem valdið hefur stjórn Byrs áhyggjum út af málinu er að möguleg skaðabótakrafa stofnfjár- eigenda í Byr á hendur MP Banka vegna Exeter-málsins gæti rýrt verð- mæti MP Banka. Exeter-málið er til rannsóknar hjá sérstökum saksókn- ara efnahagshrunsins en það snýst um lánveitingar frá Byr til háttsettra stjórnenda sparisjóðsins sem þurftu að standa í skilum við MP Banka út af lánum sem veitt höfðu verið fyrir kaupum á stofnfjárbréfum í Byr. Byr lánaði stjórnendunum um millj- arð króna sem síðan var notaður til að greiða upp skuldir þeirra við MP Banka. Líkt og DV hefur greint frá voru Exeter-viðskiptin ákveðin af stjórn- endum MP Banka og meðlimum í stjórn Byrs sem tekið höfðu lán til að kaupa stofnfjárbréf í Byr. Með lán- veitingunum frá Byr losnuðu stjórn- armennirnir við lánin frá MP og bankinn fékk skuldirnar greiddar. Byr tapaði hins vegar milljarði króna vegna viðskiptanna. Gæti orðið stærsti hluthafi MP Banka Margeir á nærri 30 prósenta hlut í MP Banka í gegnum eignarhalds- félögin Margeir Pétursson ehf. og Hraunbjarg ehf. Stærsti hlutur hans er inni í Margeir Pétursson ehf., tæp 22 prósent, og kemur fram í ársreikningi félagsins árið 2008 að rúmur helmingur bréfa Margeirs sé veðsettur hjá lánastofnunum út af skuldum félagsins. Byr er næststærsti hluthafi MP Banka á eftir Margeiri með um 13 prósent eignarhluta og hefur spari- sjóðurinn verið að reyna að selja þennan hlut sinn í bankanum. Ef sparisjóðurinn leysir til sín hlut Margeirs eða hluta hans gæti hann því orðið stærsti hluthafi bankans. Samkvæmt heimildum DV setti Byr hlutinn í sölumeðferð eftir að áhugasamur aðili lýsti því yfir að hann vildi kaupa bréfin. Meira en 2 milljarða króna skuldir Heimildir DV herma að heildar- skuldir Margeirs og félaga hans við Byr nemi á milli 2 og 2,5 milljörðum króna. Í ársreikningi Margeirs Péturs- sonar ehf. kemur fram að skuld- ir félagsins við lánastofnanir nemi um 1.200 milljónum króna og að þær hafi verið á gjalddaga árið 2009. Stærstur hluti þessara skulda, tæp- ur milljarður króna, var í íslenskum krónum með 19 til 22 prósenta vöxt- um og kemur fram í ársreikningnum að þessar skuldir hafi verið á gjald- daga í fyrra, árið 2009. Greiddi sér arð þrátt fyrir erfiðleika Heimildir DV herma að stjórn Byrs hafi byrjað að ræða við Margeir vegna skuldanna í fyrra eftir að fyr- ir lá að sparisjóðurinn gæti hugsan- lega tapað á lánveitingunni til félaga Margeirs. Þrátt fyrir þetta greiddi fé- lag Margeirs 46 milljónir króna í arð til hans í fyrra vegna rekstrarársins 2008. Aðalfundur félagsins árið 2009 var haldinn í lok september í fyrra. Samkvæmt ársreikningi skilaði fé- lagið 194 milljóna króna hagnaði á árinu 2008 og var eigið fé tæpir tveir milljarðar króna í árslok 2008. Margeir segist ekki eiga í erfiðleikum Margeir Pétursson segir aðspurð- ur að hann eigi ekki í erfiðleikum með að standa í skilum við Byr út af lánunum frá sparisjóðnum. „Þetta hefur bara verið í fullu samkomu- lagi. Það hafa verið greiddir vextir af þessu og ég hef staðið í skilum þrátt fyrir að árferðið hafi verið erf- itt,“ segir Margeir. Hann segist því ekki hafa áhyggj- ur af því að hann muni missa bréf- in sín í MP Banka í veðkalli hjá Byr. „Ég bara kannast ekki við þetta. Það er þá mjög skrítið ef menn eru að fara að standa í svoleiðis gagn- vart félagi sem stendur mjög vel. Ég hef átt mjög farsæl viðskipti við Byr og staðið í skilum og ég mun gera það áfram. Ég hélt ekki að þeir hefðu sérstakar áhyggjur af þess- um félögum,“ segir Margeir. Aðspurður hvort hluti af vanda- málinu geti ekki verið það að ef- ast sé um raunverulegt verðmæti bréfanna í MP Banka og þar með verðmæti veðsins fyrir láninu seg- ir Margeir. „Þetta eru bara mjög verðmæt bréf,“ og bætir hann því við að rekstur MP Banka gangi vel og að hann sé að stækka. Félög í eigu Margeirs Péturssonar í MP Banka skulda sparisjóðnum Byr á þriðja milljarð króna. Veðið fyrir lánunum er í hlutabréf- um í MP Banka. Komið hefur til tals hjá Byr að leysa til sín um 30 prósenta hlut Margeirs í MP Banka. Margeir greiddi sér tæpar 50 milljónir í arð í fyrra þrátt fyrir erfiðleikana. Margeir segist allt- af hafa staðið í skilum við Byr. MARGEIR GÆTI MISST MP-BRÉFIN Skuldar Byr milljarða Margeir Péturs- son, stærsti eigandi og stjórnarformaður MB Banka, skuldar sparisjóðnum Byr milljarða króna og hefur komið til tals hjá Byr að leysa hlut hans í MP til sín. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Þetta hefur bara verið í fullu samkomulagi. Það hafa verið greiddir vextir af þessu þrátt fyrir að árferðið hafi verið erfitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.