Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Page 15
KJÖTVINNSLA
Í KJALLARANUM
SIGURÐUR HELGI GUÐJÓNSSON, formaður Húseigendafélagsins, svarar fyrirspurnum
lesenda.
NEYTENDUR 15. mars 2010 MÁNUDAGUR 15
TVÆR VIKUR TIL AÐ HÆTTA VIÐ Þú getur alltaf
skilað vöru sem þú kaupir innan fjórtán daga frá því þú
kaupir hana, samkvæmt lögum um húsgöngu- og fjarsölu-
samninga. Þetta þýðir að ef þú kaupir vöru í gegnum int-
ernetið eða af sölumanni sem kemur heim til þín, getur þú
alltaf hætt við innan fjórtán daga, snúist þér hugur. Á þessu
eru nokkrar undantekningar, til dæmis þegar tryggingar
eru keyptar, en þetta gildir um flestar vörur.
VORVERKIN BYRJA Í mars borgar sig að byrja á því að
klippa og snyrta tré og runna í garðinum. Í mars er einnig
tíminn til að sá fyrir kryddjurtum og sumarblómum, að því er
kemur fram á egg.is, vef Blómavals. Þar er hægt að finna mik-
inn fróðleik um þau garðverk sem sinna þarf á hinum ýmsu
árstímum. Í apríl er til dæmis tímabært að klippa rósir, setja
kartöfluútsæði í spírun og sá fyrir grænmetisplöntum. Þá er
hentugt að flytja tré og runna ef þess gerist þörf.
Í þessari grein er fjallað um fjöl-
býlishús, sem ætluð eru til íbúðar
eingöngu, og þau vandamál sem
upp koma þegar einhver eigandi
fer að vinna heima. Eigendum er
skylt að haga hagnýtingu sinni og
umgengni þannig að aðrir í húsinu
verði ekki fyrir meiri ama, ónæði
og óþægindum en óhjákvæmilegt
er og venjulegt í sambærilegum
húsum. Flestar athafnir geta þró-
ast í ónæði. Þegar um er að ræða
atvinnustarfsemi í íbúðum verða
núningsfletirnir fleiri og þá aukast
líkur á árekstrum og leiðindum.
Atvinnustarfsemi í fjölbýlishúsum
er hvergi berum orðum bönnuð í
lögum en henni eru settar skorð-
ur í fjöleignarhúsalögum og opin-
berri löggjöf. Það er meginregla og
stjórnarskrárverndaður réttur að
íbúðareigandi ráði einn hvað hann
gerir eða gerir ekki í íbúð sinni.
Hann hefur rétt til að hagnýta íbúð
sína eftir eigin höfði og gera það
sem hann vill. Þessi réttur er þó
takmörkunum háður vegna hags-
muna sameigenda. Hann miðast
við venjulega og eðlilega hagnýt-
ingu. Sameigendur þurfa ekki að
þola meiri óþægindi og ónæði en
gengur og gerist í sambærilegum
húsum.
Brölt og ónæði
Nágrannar verða að sætta sig við
viss óþægindi og venjulegt fjöl-
skyldubrambolt verða menn að
þola. Mörkin milli athafnafrels-
is eins og næðisréttar annars eru
hárfín. Það er hægurinn að tiltaka
háttsemi og starfsemi sem alltaf er
óheimil og aðra sem ávallt er leyfi-
leg. Það eru tilvikin á gráa svæðinu
sem valda vangaveltum. Atvinnu-
starfsemi í sambýli og fjölbýli getur
haft í för með sér ónæði og óþæg-
indi fyrir þá sem þar búa. Hversu
mikið kveður að fer eftir eðli og
umfangi starfseminnar. Ónæði hef-
ur margar birtingarmyndir. Oft-
ast er það hávaði, sóðaskapur og
slæm umgengni og álag og aukinn
umgangur um sameign og lóð. Það
þýðir svo aukið viðhald og ræstingu
sameignar og lóðar.
Það sem má og ekki má
Venjan hefur skapað þá reglu að
eigendum íbúða í fjölbýli sé heim-
ilt að stunda starfsemi eða vinnu
heima hjá sér sem hefur lítið eða
hverfandi ónæði og óþægindi í för
með sér fyrir sambýlisfólkið. Má
þar nefna ritstörf, þýðingar, forrit-
un, einkakennslu, fræðistörf, sím-
svörun o.fl. Slíkum störfum fylg-
ir yfirleitt ekkert eða lítið ónæði.
Það er hins vegar ljóst að starf-
semi sem er hávær og sóðaleg á
ekki heima í fjölbýlishúsum. Gild-
ir það um íbúðina sjálfa, geymslur
henni fylgjandi og bílskúr. Ólöglega
starfsemi þurfa sameigendur vita-
skuld aldrei að þola. Má t.d. nefna
brugg, kannabisræktun og vændi
og geymslu á þýfi. Það eru gráu til-
vikin sem valda vanda og má t.d.
nefna, hljóðfærakennslu, söng-
kennslu og barnagæslu. Atvinnu-
starfsemi má almennt ekki fela í
sér það sem veldur meira ónæði og
truflun en almenn búseta og brölt
eigenda veldur.
Reglur fjöleignarhúsalaga
Í fjöleignarhúsalögum eru ákvæði
um breytingar á hagnýtingu sér-
eignar sem hafa í för með sér veru-
lega meira ónæði, röskun og óþæg-
indi fyrir aðra eigendur en áður var.
Tilgangurinn var að sporna við at-
vinnustarfsemi í húsnæði sem ein-
göngu er ætlað til íbúðar. Í lögunum
eru vegnir saman hagsmunir eig-
anda af að geta hagnýtt eign sína á
þann veg sem þeim sýnist og hags-
munir annarra eigenda af því að
fá notið sinna eigna án óeðlilegrar
truflunar og í samræmi við það sem
í upphafi var ráðgert og þeir máttu
búast við. Fjöleignarhúsalögin láta
hagsmuni sameigenda vega þyngra
en án þess að hagsmunir eigandans
séu fyrir borð bornir.
Samþykki
Breyting á hagnýtingu séreignar er
alltaf háð samþykki annarra eig-
enda, ýmist allra ef breyting er veru-
leg eða einfalds meirihluta mið-
að við fjölda og eignarhluta ef hún
telst óveruleg. Komið er til móts
við eiganda með því að hindra að
aðrir eigendur synji um samþykki á
ómálefnalegum grundvelli. Þannig
geta aðrir eigendur ekki sett sig á
móti starfsemi ef sýnt er að hún
hafi ekki í för með sér neina röskun
á lögmætum hagsmunum þeirra.
Loks er minnihlutanum fenginn
synjunarréttur ef hann getur sýnt
fram á sérstök óþægindi og trufl-
anir.
Úrræði
Sé starfsemi rekin án tilskilinna op-
inberra leyfa geta eigendur snú-
ið sér til hlutaðeigandi yfirvalda
og krafist þess að þau stöðvi starf-
semina. Eftir að hafa reynt að fá
starfseminni hætt eða dregið úr
óþægindunum er hægt að krefjast
lögbanns með eftirfarandi stað-
festingarmáli. Einnig er hægt að
höfða almennt einkamál og krefj-
ast stöðvunar á viðkomandi starf-
semi eða að úr ónæði og óþægind-
um verði dregið. Einnig kemur til
greina að beita sérstökum úrræð-
um fjöleignarhúsalaga gagnvart
hinum brotlega eiganda, þ.e. bann
við búsetu og dvöl og þvinguð sala.
Fisk- og kjötverkun í sameign
Nýbúar hafa vissulega auðgað ís-
lenskt samfélag. Margir þeirra búa
í fjölbýli og eru upp til hópa vel-
liðnir og góðir grannar í hvívetna.
Þeir líta hins vegar silfrið oft öðr-
um augum en mörlandinn og sjá
gjarnan tækifæri sem við komum
ekki auga á vegna vana og nálægð-
ar. Hjá þeim er einatt mörg matar-
holan og engar bjargir bannaðar.
Fjölskylda frá Austurlöndum fjær
starfrækti umfangsmikið fyrirtæki í
kjallara stórs fjölbýlishúss. Hún var
mjög samhent og dugleg og verkaði
þar fisk og kjöt fyrir veitingahús við
mjög frumstæðar aðstæður. Þetta
vakti að vonum ekki fögnuð hjá
öðrum íbúum hússins sem reyndu
að kvarta en uppskáru handapat
og orðaflaum á fjarlægri útlensku.
Fjölskylduföðurnum fannst það yf-
irmáta frekja og yfirgangur að sam-
býlisfólk hans væri með múður þótt
verkunin færi að mestu fram í sam-
eiginlegu þvottahúsi og sameign og
hefði mikinn sóðaskap og óþef í för
með sér. Þessi matverkun var vita-
skuld án tilskilinna leyfa og sjálfsagt
stórháskaleg fyrir ugglausa veit-
ingahúsagesti. Þessi starfsemi var
stöðvuð og viðkomandi fjölskylda
flutti og eftirbúendur tóku gleði
sína. Það bar við um sömu mund-
ir að kattheimta í hverfinu batnaði
mjög og skyndilega en mikið hafði
verið um að spakir, spikaðir og elsk-
aðir heimiliskettir hyrfu sporlaust.
Kattahvörfin voru mikil og dularfull
ráðgáta og ýmsar tilgátur voru sett-
ar fram. Ein var að hafernir hefðu
ánetjast gómsætri kattabráð, sumir
bentu á köttinn í sekknum, en flest-
ir hölluðust þó að því að hér væru
geimverur á ferð og er það enn ríkj-
andi skoðun.
Mikið hafði ver-ið um að spak-
ir, spikaðir og elskað-
ir heimiliskettir hyrfu
sporlaust.
leikum. Þeir sem tóku myntkörfulán
eru ef til vill verst settir en algengt
er að skuldir þeirra hafi meira en
tvöfaldast á þremur árum. Sá sem
greiddi 40 þúsund krónur af mynt-
körfuláni bílsins árið 2007 greið-
ir 88.800 krónur nú, ef greiðslurn-
ar hafa fylgt gengisþróun jens og
franka, en slík samsetning mynt-
körfu er einna algengust. Taka ber
fram að margir hafa nýtt sér ýmis
frystingarúrræði banka og fjár-
mögnunarfyrirtækja.
Fleiri kostnaðarliðir hafa hækkað
á þessum tíma. Allar vörur og þjón-
usta hefur á undanförnum þremur
árum að jafnaði hækkað um 26 pró-
sent. Þetta þýðir að afborgun verð-
tryggðs 20 milljóna króna íbúðar-
láns hefur hækkað úr 106 þúsund í
143 þúsund krónur, eða um 37 þús-
und krónur á mánuði, svo dæmi sé
tekið. Þá má nefna að bensínkostn-
aður heimila, miðað við 10 lítra
eyðslu á hundraði og 16 þúsund
kílómetra meðalakstur á ári, hefur
hækkað um 12.500 krónur á mán-
uði.
Tekjurnar duga ekki
Þrátt fyrir að laun hafi hækkað um
16 prósent á tímabilinu 2007 til 2010
dugir það skammt, jafnvel þó báð-
ir foreldrar hafi þokkalegar tekjur
og vinni fullan vinnudag. Útborg-
uð laun karlmanns og kvenmanns
voru samanlagt 364 þúsund árið
2007. Þetta miðast ekki við með-
allaun heldur miðgildi launa. Við-
miðunin er sú að jafn margir hafi
hærri og lægri laun en þetta ímynd-
aða par. Samanlagt eru laun þeirra
nú 423 þúsusund krónur, auk þess
sem barnabætur parsins, sem hef-
ur tvö ung börn á framfæri sínu,
hafa hækkað um 12 þúsund krón-
ur. Þá hefur kostnaður vegna leik-
skóla, miðað við að fjölskyldan búi
í Reykjavík, lækkað um 200 krónur
á tímabilinu. Allir aðrir útgjaldaliðir
hafa hækkað undanfarin þrjú ár.
Vart þarf að taka fram að lán
fólks hafa hækkað hratt undanfarin
ár, sérstaklega gengistryggðu lánin.
Gríðarlega margir búa við neikvæða
eiginfjárstöðu og geta hvorki losnað
við bíla sína né húsnæði. Þá hefur
sparifé þess fólks sem lagði pening-
inn í húsnæðiskaup brunnið upp á
methraða, sökum hækkandi lána og
hruns á fasteignamarkaði.
LAUNIN DUGA EKKI LENGUR
Ná ekki endum saman Hefðbundin fjögurra manna fjölskylda, með íbúð, bíl og
miðlungs tekjur, nær ekki endum saman í dag. Við hver mánaðamót hefur hún 74
þúsund krónum minna á milli handanna en 2007. MYND PHOTOS.COM
Þá hefur sparifé þess fólks sem
lagði peninginn í hús-
næðiskaup brunnið
upp á methraða, sökum
hækkandi lána og hruns
á fasteignamarkaði.
Dýrara að kaupa í matinn
Útgjöld íslenskra fjölskyldna hafa aukist
til mikilla muna síðustu tæplega þrjú
árin.