Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2010, Blaðsíða 20
HVAÐ VEISTU? 1. Skopmyndateiknari Morgunblaðsins hefur verið sjanghæjaður yfir á Fréttablaðið. Hvað heitir hann? 2. Dæmt var í mansalsmálinu svokallaða á dögunum. Hvað fengu hinir sakfelldu langan dóm? 3. Menningarverðlaun DV fyrir árið 2009 voru afhent í síðustu viku. Hver fékk heiðursverðlaunin? Á MÁNUDEGI 20 MÁNUDAGUR 15. mars 2010 FÓKUS TANGÓ GEGN KRABBAMEINI Tangófélagið efnir til veglegs tangó- maraþons um næstu helgi til styrkt- ar átaki Krabbameinsfélags Íslands, Karlmenn og krabbamein: Mottu- mars. Maraþonið verður haldið í Iðnó og í Ráðhúsi Reykjavíkur og verða þar plötusnúðar frá Svíþjóð, Danmörku og Íslandi. Þeir sem ekki hafa mikla reynslu af tangódansi en eru áhugasamir geta mætt í kynn- ingartíma í húsi Krabbameinsfélags- ins í dag (kl. 17.30) og á miðvikudag- inn (kl. 18). Aðgangseyrir er 3.500 krónur en fyrir þann pening fæst kennsla og aðgangsmiði á maraþon- ið sem er sérhannaður bolur. SVALIR Í FELLAHVERFI Myndband Gus Gus við lagið Thin Ice hefur nú verið sett á You Tube. Lagið er önnur smáskífa 24/7, breiðskífu sveitarinnar sem kom út á síðasta ári. Myndbandið var tekið upp í Fellahverfi í Breið- holti og er leikstýrt af þeim Heimi Sverrissyni og Jóni Atla Helga- syni. Ekki verður annað sagt en að myndbandið sé nokkuð undarlegt og þarf líkast til að hugsa alldjúpt til að fá samhengi í atburðarás- ins. En það verður ekki af Gus Gus tekið að þeir eru ávallt svalir. Leik- stjórar myndbandsins eru Heimir Sverrisson og Jón Atli Helgason sem leikstýrðu einnig myndbandi Gus Gus við Add This Song sem frumsýnt var í fyrra. STÓRTÓNLEIKAR Í MAÍMÁNUÐI Stórtónleikar verða haldnir í Laug- ardalshöll í vor, nánar tiltekið dag- inn fyrir uppstigningardag 12. maí. Tónleikarnir eru opnunartónleikar Listahátíðar í Reykjavík 2010. Fram kemur hljómsveit Amadou & Mari- am sem í tilkynningu er sögð án efa eitt mest spennandi númer tónlist- arheimsins í dag. Ferill hjónanna frá Bamakó spannar yfir þrjá áratugi en þau hafa á síðustu árum unnið með fjölda listamanna og hljómsveita, meðal annars Damon Albarn og David Gilmour úr Pink Floyd. Þau voru fengin til að semja þemalag HM í fótbolta í Þýskalandi árið 2006 og hafa fengið fjölda verðlauna fyrir lagasmíðar sínar og plötur. Miðasala er hafin á listahatid.is og midi.is. Svör: 1. Halldór Baldursson 2. Fimm ár 3. Jórunn Viðar, píanóleikari og tónskáld Þroskasaga ungrar konu Bókin Það sem ég sá og hvernig ég laug kom út snemma á þessu ári og hefur strax vakið athygli. Fyrir utan að hafa hlotið verðlaun í Bandaríkj- unum hefur hún rokið strax á vin- sældalista hér á landi. Sagan segir frá ungri stúlku, Ev- elyn, sem fimmtán ára gömul upp- lifir meiri hluti en hún skilur. Hana langar til að fullorðnast fljótt þegar hún upplifir fyrstu ástina og þeg- ar hún fær tækifæri til þess í sög- unni uppgötvar hún sannleikann um fjölskyldu sína. Sannleika sem þroskar hana á einu andartaki. Bókin er afar aðgengileg. Káp- an er það heillandi að mann lang- ar að lesa bókina eingöngu hennar vegna. Sagan er sögð frá sjónarhorni aðalpersónunnar, lesandinn er inni í huga Evelyn sem gerir það að verk- um að maður á erfitt með að leggja bókina frá sér. Hún hefur alltaf verið mjög samrýnd móður sinni og þeg- ar sagan hefst eru þær, ásamt stjúp- föður hennar, á leið til Flórída í frí. Frí sem breytist í vettvang glæps. Evelyn verður hrifin af manni sem tengist stjúpföður hennar á þann hátt sem hún vissi ekki. Að lokum gerist hræðilegur atburður sem verður til þess að hún þarf að velja á milli þess að standa með fjöl- skyldu sinni eða segja frá sannleik- anum. Það reynist henni erfitt. Þegar kemur að plottinu er ekki kaf- að mjög djúpt. Ást og glæpir eru sívinsælt og grípandi viðfangs- efni og á þessi bók heima í þeim flokki. Hún skilur ekki meira eftir sig. Það sem veg- ur upp á móti er að höf- undi tekst að koma með ferskan blæ og nálgast efnið frá öðru sjónar- horni en vanalega. Og að flétta því snilldarlega saman. Titillinn passar við söguna og sagan passar við káp- una. Alveg eins og góð skáldsaga á að vera. Og textinn er auðlesinn. Ég naut þess að lesa Það sem ég sá og hvernig ég laug. Bók- in er einlæg, hrein- skilin, áhugaverð, spennandi og hug- ljúf. Þetta er bók sem maður hugsar um þegar maður er ekki að lesa hana. Bók sem segir frá þrám, draumum og þroska. Þetta er bók sem segir líka frá dökkum hliðum persónu- leikans, flótta frá raunveruleika og leyndum ástum. Fjölbreytt og skemmtileg. Ásdís Björg Jóhannesdóttir ÞAÐ SEM ÉG SÁ OG HVERNIG ÉG LAUG Höfundur: Judy Bludell Þýðandi: Magnea J. Matthíasdóttir Útgefandi: Mál og Menning BÆKUR Flöt Lísa í þrívíðu Alice Kingsleigh er orðin nítján ára gömul í útfærslu leikstjórans Tims Burton af hinni sígildu sögu af Lísu í Undralandi. Lísa stendur frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun að þurfa að trúlofast aðalsbornum pilti til að bjarga framtíð sinni, þegar hún enn á ný ráfar í Undralandið sem hún eitt sinn heimsótti í æsku en hafði bælt sem slæmar martraðir með aldrinum. Hefst þá sagan á nýjan leik. Tim Burton er svo óumdeildur snillingur að myndir hans eiga nán- ast hver ein og einasta óhaggandi stað á lista margra yfir uppháhalds myndir þeirra. Mikil eftirvænting ríkti fyrir hver hans sýn á ódauð- lega sögu Lewis Carroll yrði. Burton kemur hvergi á óvart og skilar sínu hefðbundna dagsverki. Að því leyt- inu til að hann ljáir myndinni, sem hægt er að sjá í bíósölum bæði í þrí- vídd og venjulega, sínum dásamlega undarlega blæ. Johnny Depp er allt- af Johnny Depp og leitun að misstigi hans í hlutverkavali síðustu 15 árin. Helena Bonham Carter og hann fá nánast sjálfkrafa hlutverk í myndum hans enda eru þau frábærir leikarar sem henta hans svarta, skrítna stíl. Undirritaður fór með vissar væntingar á myndina. Þær voru miklar. Burton, Depp og Carter, að Anne Hatheway viljandi undanskil- inni, hvernig gat þetta klikkað? Það var því með talsverðum von- brigðum sem ég sat í bíósal, horfði á Alice in Wonderland og upplifði hana sem flata og bragðdaufa. Þrátt fyrir þrívíddargleraugun. Ég segi hér og nú að ef sú tækni verður lenskan í framtíðinni þá sný ég mér aftur að BetaMax-spólunum. Sagan er sú sama þótt Lísa sé orðin eldri og leikin af hinni sykur- sætu Wasikowska. Með smá útúr- dúrum þó er þetta í grunninn sama gamla sagan. Lísa minnkar, hún stækkar, hún fer í teboðið og berst við Hjartadrottninguna sem alla vill afhausa. Carter leikur hana af stakri prýði. Johnny Depp leikur út- brunna útgáfu af Hattaranum brjál- aða óaðfinnanlega. Eilítið fastur í Willy Wonka-hlutverkinu þó í túlk- un sinni. Anne Hathaway sem Hvíta drottningin er ósannfærandi. Frammistaða hennar er meira pirr- andi en tyggjóklessa í bíósætinu sem ekki uppgötvast fyrr en maður stendur upp í hléi. Fyrir minn smekk virðist Burt- on ekki hafa áttað sig á að á mynd- ina yrði horft með þrívíddargler- augum, sem í raun eru sólgleraugu þegar maður situr í dimmum bíósal. Þrívíddarmöguleikarnir skiluðu sér illa og voru vannýttir við hin ýmsu tækifæri í myndinni sem virkaði allt of dökk fyrir „sólgleraugun“. Ég stóð mig ítrekað að því að gægjast yfir gleraugun til að sjá hvað væri að ger- ast. Afskaplega klénn þessi þrívídd- arfídus sem öllu tröllríður um þess- ar mundir. Mér fannst ég hafa séð þetta allt saman áður, og það hafði ég í raun gert. Mér þótti myndin flöt þrátt fyrir að vera ágætis afþreying. Bætti litlu við Undralands-veldið og skilur enn minna eftir. Sigurður Mikael Jónsson ALICE IN WONDERLAND Leikstjóri: Tim Burton Aðalhlutverk: Mia Wasikowska, Johnny Depp, Helena Bonham Carter, Anne Hathaway KVIKMYNDIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.