Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Page 2
ELDGOS HAFIÐ Eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi um síðustu helgi. Hugsanlegt er að gosið færist til í fjallinu eða að Kötlugos sé í vændum. Líklegt er þó að gosið haldi áfram á Fimmvörðuhálsi næstu daga, vikur eða mánuði. Eldgosið á Fimmvörðuhálsi hefur vakið gríðarlega mikla athygli og fjöldi ferðamanna streymir að gosstöðvunum í von um að bera þessi undur náttúrunnar augum. Fréttaljósmyndarar og myndatökumenn hafa náð einstökum myndum af eldgosinu á flugi yfir svæðið, þar sem meðal annars hefur myndast magnað- ur hraunfoss, sá hæsti í heimi. BJARGAÐI LÍFI 7 ÁRA DRENGS „Þetta er stærsti lottóvinning- ur sem ég hef unnið, að taka þátt í að bjarga mannslífi,“ segir Guðlaugur J. Haraldsson, íbúi á Eskifirði, sem sýndi snarræði þegar hann og Kristján Vigfússon björg- uðu lífi sjö ára drengs sem var fastur ofan í á í þorpinu. Drengurinn, sem er á sjö- unda ári, hafði verið að leika sér við ána ásamt syni Guðlaugs þegar grjóthnullung- ur ofan við ána losnaði og rann niður gilið með þeim afleiðingum að grjótið lenti á drengnum, svo hann féll ofan í ána. Grjót- ið staðnæmdist svo ofan á drengnum, sem lá fastur ofan í ánni með hnullungana ofan á sér. Atvikið átti sér stað um miðjan dag á laugardaginn um síðustu helgi og mátti engu muna að verr hefði farið. „Þetta var mjög erfitt og mér fannst við vera mjög lengi að losa hann,“ segir Guðlaugur í samtali við DV. FEELGOOD-ÁÆTLUN MILESTONE UM ÍSLAND Í ársbyrjun 2008 hafði Milestone á prjónunum að fá aðstoð Lands- bankans við að yfirtaka 40 prósenta hlut Baugs í FL Group, stærsta hluthafa Glitnis og Trygg- ingamiðstöðvarinnar. Yfir- takan var kölluð Project Feel- Good og var kynnt þannig að slæm fjárhagsstaða Baugs kallaði eftir tafarlausum að- gerðum vegna þeirra slæmu áhrifa sem skuldsetning Baugs hefði á Lands- bankann og íslenska fjármálakerfið í heild sinni. Þetta kemur fram í trúnaðarskjali frá Milestone sem DV hefur undir hönd- um. Þessi væntanlega yfirtaka Milestone á FL Group var kölluð Project FeelGood, eða „Vellíðunaraðgerðin“. Afar líklegt er að Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, hafi skrifað minnisblaðið. Minnisblaðið gekk því út á að stilla málum upp þannig að Milestone-sam- stæðan stæði afar vel á meðan Baugur stæði illa og því ætti Landsbankinn að sjá hagsmuni sína í því að Milestone ætti frekar ráðandi hlut í FL Group. Ný viðbygging Smáralindarinnar kemur út eins og eista á risavöxnu reðurtákni. Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskóla Íslands, segist ekki þekkja til neinn- ar byggingar sem er jafnaugljóst reðurtákn og Smáralind.- ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST Í VIKUNNI 2 3 1 2 FÖSTUDAGUR 26. mars 2010 FRÉTTIR „Þessi viðbót með eistað er of aug- ljós og þarf engan snilling í mynd- málsskilningi til þess að fatta það,“ segir Guðmundur Oddur Magnús- son, prófessor við Listaháskóla Ís- lands. Eistað, sem Guðmundur Odd- ur er þarna að vísa til, er nýbygging við verslunarmiðstöðina Smára- lindina í Kópavogi en hana er að finna við annan enda aðalbygging- arinnar. Sú bygging er þekkt fyrir að vera yfir 60 þúsund fermetra risa- stórt reðurtákn en loftmynd bygg- ingarinnar sýnir það berlega. Nú er í byggingu viðbygging úr gleri á annarri hlið aðalbyggingarinnar og loftmynd sem ljósmyndari DV tók í vikunni sýnir að þar er að rísa eista við reðurinn risavaxna. Engin tilviljun Guðmundur Oddur segir augljóst að Smáralindin sé risavaxið reð- urtákn og til þurfi einstakling með afar takmarkað ímyndunarafl til að neita því. Aðspurður segist hann ekki muna eftir neinni annarri byggingu sem er eins augljóst reð- urtákn og íslenska verslunarmið- stöðin í Kópavoginum. „Við skul- um ekki gleyma því að arkítektinn er fyrsti maðurinn sem horfir á grunnflötinn sem loftmynd. Það þarf ansi lokaðan arkitekt og gífur- lega tilviljun ef einhver vill halda því fram að þetta sé gert óviljandi,“ segir Guðmundur Oddur. Smáralindin var tekin í notkun árið 2001 en þar er í dag að finna yfir 70 verslanir og veitingastaði ásamt kvikmyndahúsi, Vetrargarð- inum og barnaleiksvæði. Það var arkitektarstofan ASK arkitektar sem hélt utan um verkefnið. Stofan leitaðist við að hafa hönnun versl- unarmiðstöðvarinnar bæði ein- falda og auðskilda. Alveg augljóst Guðmundur Oddur bendir á að síðustu þrjá áratugi hafi fjöldi bygginga verið gerður útfrá tákn- myndum. „Robert Venturi  skrif- aði bókina Learning from Las Veg- as á áttunda áratugnum. Hún er ein af handbókum arkitekta síð- ustu 30 ára og er kennd við póst- módernisma. Þar er byggingin sem tákn lykilmál. Það hafa verið gerð- ar byggingar sem eru stofuklukk- ur, fiskur  og sjónaukar. Abstrakt- myndir af háhýsum hafa verið skilgreindar sem reðurtákn en ég veit ekki um margar flatar og enga eins og augljósa og Smáralind,“ segir Guðmundur Oddur. Henning Freyr Henningsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, segist aðspurður ekki hafa sett við- bygginguna í þetta samhengi og bendir á að hún sé ekki á vegum Smáralindarinnar. „Er þetta ekki bara skemmtilegt? Það er annað fyrirtæki sem er að byggja turninn og hann er því ekki á vegum versl- unarmistöðvarinnar. Við vorum ekki búin að setja þetta í þetta sam- hengi. Við vitum af þessari mynd- líkingu en þetta er okkar vinnu- staður og við lítum aðeins á hann sem glæsilega verslunarmiðstöð,“ segir Henning Freyr. „EISTA“ VIÐ SMÁRALIND TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Blasir við Guðmundur Oddur segir ekki þurfa neinn snilling til að sjá að eistað er komið á Smáralindina og að það geti ekki verið gert óviljandi. MYND BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON Abstrakt myndir af háhýsum hafa verið skilgreind sem reðurtákn en ég veit ekki um margar flatar og enga eins og aug- ljósa og Smáralind. HITT MÁLIÐ ÞETTA HELST 2 MÁNUDAGUR 22. mars 2010 FRÉTTIR FRÉTTIR 22. mars 2010 MÁNUDAGUR 3 „Það er mikilfengleg kvikustróka- virkni sem kemur upp úr þessari gossprungu,“ segir Freysteinn Sig- mundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, en hann flaug yfir gossprunguna að morgni sunnudags. „Aðstæður voru vel kannaðar á sunnudag með flugi með Landhelg- isgæslunni. Síðan höfum við verið að horfa á það myndefni og átta okkur betur á aðstæðum á gosstað. Gosið er lítið og áhrifin enn staðbundin,“ seg- ir Freysteinn sem var í óðaönn að fara yfir gögn um gosið þegar blaðamaður hafði samband. „ Hraun hefur runnið hluta af leið til austurs frá gossprung- unni og eitthvað lengra til vesturs af henni. En það var erfitt að greina það nákvæmlega vegna aðstæðna á gos- stöðvunum, enda var auðvitað ekki hægt að fljúga inn í gosmökkinn.“ Gos þekkt á Hálsinum Freysteinn segir að staðsetning goss- ins hafi ekki komið sérstaklega á óvart. „Við höfum verið að horfa upp á mikil umbrot í Eyjafjallajökli síðustu vikurnar, þar sem kvika hefur verið að troða sér inn í jarðskorpuna, und- ir austanverðum jöklinum. Allur aust- urhluti jökulsins var líklegt upptaka- svæði, þannig að gosið kemur ekki á óvart að því leyti. Vissulega eru gos al- gengari nær toppi Eyjafjallajökuls, en þau eru líka vel þekkt á þessum slóð- um í kringum Fimmvörðuhálsinn, en ekki á sögulegum tíma. Margar gos- sprungur liggja eftir Fimmvörðuháls- inum,“ segir Freysteinn. „Það sem gerist núna er að einhver angi af þess- um kvikuinnskotum nær til yfirborðs. Jarðskjálftavirknin fyrir þetta gos var nokkuð erfiðari í túlkun heldur en fyr- ir mörg önnur eldgos á Íslandi þannig að það verður að fylgjast sérstaklega vel með aðstæðum. Það er mikil mildi að gossprungan liggur utan jökla Eyjafjallajökuls og Kötlu, nú erum við að velta fyrir okkur hvað gerist næst.“ Óvissa ríkir um framhaldið Gæti gosið færst yfir á annan stað í jöklinum? „Já, sú atburðarás sem þykir líklegust er að gosið haldist á þessum stað, en það er fylgst með merkjum um hvort það gæti breyst. Annaðhvort að gosstöðin, sprungan, lengist á þessum stað. Ef hún leng- ist til suðurs gæti hún náð undir jök- ul. Annar möguleiki er að það komi hreinlega upp gos annars staðar í Eyjafjallajökli - eða Kötlu. Það er fylgst Já, sú atburðarás sem þykir líkleg- ust er að gosið haldist á þessum stað, en það er fylgst með merkjum um hvort það gæti breyst. GÆTI NÁÐ UNDIR JÖKULINN Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræð- ingur var á meðal þeirra fyrstu er sá u gos- ið á Fimmvörðuhálsi með berum au gum. Hann segir óvíst hverju eldfjallið í Eyja- fjallajökli taki upp á næst. Hugsanle gt er að gosið færist í fjallinu eða að Kötlug os sé í vændum. Líklegast sé þó að gosið haldi áfram á Fimmvörðuhálsi fyrst um si nn og verði með svipuðu móti. HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Skógar EYJAFJALLA- JÖKULL MÝRDALSJÖKULL Katla Fimmvörðuháls 1 ÞórsmörkMarkarfljót Básar Gossvæðið n Gönguleiðin um Fimmvörðuháls liggur á milli Skóga og Bása í Þórsmörk. Eins og sjá má á myndinni varð gosið á milli Eyjafja llajökuls og Mýrdalsjökuls. Gossprungan er um 1 kílómetri að lengd og rennur hrau n til norðvesturs í átt að Þórsmörk. HÉR ER GOSSPRUNGAN DV GRAFÍK JÓN INGI n Tveir jarðvísindamenn festu bíl sinn á leiðinni upp á Fimmvörðuháls aðfaranótt sunnudags þegar þeir freistuðu þess að sjá gosið. Lögreglan taldi það ámælisvert þar sem þeir fóru í leyfisleysi. Björgunar- sveitarmenn frá Vík voru sendir í áttina að mönnunum. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur gerði lítið úr atvikinu í samtali við DV. „Við komumst ekkert langt og sáum ekkert af gosinu. Við sváfum bara í bílnum og þetta var ekki merkilegt. Það er erfitt að eiga við eldgos sem verða um hávetur,“ segir Ármann sem var á leið í háttinn laust eftir hádegi í gær. Hann sagði að nú lægi á að ná sýni af efnunum s em gjósa upp úr á Fimmvörðuhálsi. Eldfjallafræðingur festist með þessum möguleikum en það er ekkert sem segir okkur á þessu stigi að það sé að fara að gerast. En það er kannski líklegast að þetta haldi áfram á þessum stað. Aðalfréttin er kannski að það ríkir talsverð óvissa um fram- hald gossins,“ segir Freysteinn. Flókin atburðarás Freysteinn leggur mikla áherslu á að menn fylgist grannt með. „Við þurfum að gæta fyllsta öryggis og fylgjast mjög vel með svæðinu. Ég held að það sé ekki hægt að spá fyrir um lengd goss- ins, jarðskjálftavirknin þarna er erfið í túlkun og langur aðdragandinn að gosinu veldur talsverðri óvissu. Við höfum ekki sömu þekkingu á Eyja- fjallajökli eins og til dæmis á Heklu, því það líður svo langur tími á milli gosa. Við það bætist að atburðarás- in í Eyjafjallajökli er greinilega miklu flóknari, kvikan hefur verið að brjót- ast um lengi,“ segir Freysteinn. „Það er byrjað að tappa af þrýst- ingi í eldstöðinni með þessum ventli sem hefur opnast þarna og það er lík- legast að það haldi áfram þar, en til að gæta fyllsta öryggis fylgjumst við vel með. Gosið á Fimmvörðuhálsi er hraungos. Það á eftir að kanna ná- kvæma efnasamsetningu. Það er frek- ar lítið hraun komið upp. Það kann að vera að hraunið sé nokkuð seigt og fari þess vegna ekki mjög hratt yfir. Ef hraunið heldur áfram að renna mun það renna niður norðurhlíðar fjall- lendisins þarna.“ Róleg og löng gos Freysteinn segir mikinn mun vera á gosum í Eyjafjallajökli og Kötlu. „Í Kötlugosum verða mikil sprengi- gos, aðallega vegna bræðslu jökulíss. Eyjafjallajökull er ekki eins kraftmik- ill. Gosið 1821-23 var miklu rólegra gos en þau sem Katla er fræg fyrir, gosið einkenndist af lítilli virkni en stóð í langan tíma, það var ekki stór- felld sprengivirkni samfara, eins og í Kötlu.“ Sigurlaug Hjaltadóttir, jarðeðl- isfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði á sunnudag að ró hefði færst yfir gosið um tíuleytið að morgni en krafturinn síðan rokið aftur upp klukkutíma síðar. „Þetta hefur sveifl- ast mjög upp og niður undanfarna klukkutíma. Þetta er komið niður fyrir það sem það var um tíuleytið í morgun en það getur risið aftur,“ sagði Sigurlaug. Erlendir fjölmiðlar fylgjast með Íslan di: Eldgosið í heimsfréttum Allir stærstu fjölmiðlar heims hafa fjallað um eldsumbrotin á Fimm- vörðuhálsi. CNN, BBC, Telegraph. Al Jazeera og Times eru meðal fjölmargra fréttastofa sem fjölluðu um gosið í fréttum á vef, útvarpi og sjónvarpi á sunnudag. Frétt CNN af eldgosinu var til að mynda ein mest lesna fréttin á vef fréttastofunnar á sunnudag. Og á nær öllum erlendum frétta- miðlum er eldgosið tiltekið sem eitt stærsta fréttamál dagsins. Á vef danska dagblaðsins Berl- ingske Tidende var mikið rætt um gosið á Fimmvörðuhálsi, sögu Eyjafjallajökuls og tenginguna við Kötlu. Þar var einnig sagt frá að- gerðum Almannavarna og seink- unum á flugumferð til landsins. Katrín Möller í Fljótshlíð sagði við fréttamenn BBC að eldgosið hefði verið ógnvekjandi en ótrú- legt í sjón. Á fréttavef BBC var einnig sagt frá því að gosið gæti leitt til Kötlugoss í náinni framtíð. Fréttirnar bárust víða og var til að mynda fjallað um gosið á vef Bangkok Post. Í fréttum um allan heim Eldgosið á Fimmvörðuhálsi vakti mikla athygli fjölmiðla í heiminum. Eldgos að næturlagi Gosið á Fimmvörðuhálsi hófst skömmu fyr ir miðnætti á laugardagskvöldið. MYND RÓBERT REYNISSON „Það hefur verið mikið rætt um Eyjafjallajökul á blogginu mínu. Ég hef reynt að halda utan um all- ar upplýsingarnar um jarðskjálfta- virknina á svæðinu undanfarið og nú um eldgosið. Fjölmargir les- endur bloggsins hafa skrifað hug- leiðingar sínar um Eyjafjallajök- ul á bloggið og menn hvaðanæva sagt sína skoðun,“ segir dr. Erik Klemetti, eldfjallafræðingur í Ohio og vinsælasti jarðfræðibloggari Bandaríkjanna, í samtali við DV. „Allir viðburðir á borð við þenn- an, þegar stórt eldfjall byrjar að gjósa, sem fólk getur fylgst með allt frá því að jarðskjálftarnir byrja og þangað til eldgosið hefst eru ótrú- lega áhugaverðir. Sérstaklega þegar engin slys eru á fólki og lítil hætta á ferðum,“ segir Erik. Marga langar að fylgjast með „Þrátt fyrir að eldgos séu tíð á Ís- landi, gerast þau ekki í hverjum mánuði og því er spennandi að sjá þetta gerast.“ Erik segist lengi hafa verið á leiðinni til Íslands og býst við að hann nái því á næsta ári. „Mig langar mikið að fara núna til Íslands og fylgjast með gosinu en ég kemst ekki í þetta sinn vegna anna,“ segir eldfjallafræðingurinn bandaríski. Hann væntir þess að fjölmargir fræðimenn og ómennt- aðir áhugamenn um eldgos muni leggja leið sína til Íslands til að fylgjast með Eyjafjallajökli. „Ég held að mjög margir muni fara til Íslands núna vegna eld- gossins, að því gefnu að það haldi áfram. Þetta er nokkuð sjaldgæf- ur viðburður og það langar marga að sjá þetta með berum augum. Ef spár sumra rætast um að þessu gosi fylgi gos í Kötlu, munu ennþá fleiri ferðast til Íslands. Margir á austur- strönd Bandaríkjanna og sömuleið- is í Evrópu eru mjög áhugasamir um eldgos og munu nýta sér þetta tækifæri,“ segir Erik Klemetti. Vinsæll bloggari Erik heldur úti blogginu Eruptions (http://scienceblogs.com/erup- tions). Það er nú eitt vinsælasta jarðfræðiblogg veraldar. „Ég byrjaði að blogga fyrir nokkrum árum þegar Chaitén-eld- fjallið fór að gjósa í Chile. Ég átti í erfiðleikum með að finna almenni- legar upplýsingar um gosið á net- inu og hugsaði með mér, „þar sem ég er nú eldfjallafræðingur, ætti ég ekki bara að taka að mér að safna upplýsingum saman?“ Þannig hófst þetta. Mig langaði að færa fólki vísindalegar upplýsingar um eldgos. Ég hef óslökkvandi áhuga á eldsumbrotum og hvernig þau hafa áhrif á mannfólkið í grennd við eld- fjöllin. Það hefur síðan orðið algjör sprenging hjá mér, bloggið er svo vinsælt. Lesendur mínir eru tug- þúsundir talsins í hverri mánuði,“ segir Erik. Ræða gosið í kennslunni Erik Klemetti kennir jarðfræði við Denison-háskólann í Ohio í Banda- ríkjunum. Hann segir að eldgosið í Eyjafjallajökli muni nýtast honum í kennslunni. „Ég kenni eitt nám- skeið þar sem við ræðum kviku og hraun. Við höfum verið að ræða eldfjöllin á Hawaii - og þetta gos hjá ykkur er mjög svipað þeim sem þar verða - þar sem miklar eldglær- ingar sjást og basískt hraun vellur upp úr,“ segir Erik sem mun halda áfram að birta fréttir af gosinu á Fimmvörðuhálsi á blogginu. „Fólk hvaðanæva hefur verið að fylgjast grannt með því sem ég hef skrif- að um Eyjafjallajökul og ég held að það verði mikið um að vera á blogg- inu mínu.“ Þetta er nokkuð sjaldgæfur við- burður og það langar marga að sjá þetta með berum augum. Bloggarinn og eldfjallafræðingurinn Dr. Erik Klemetti skrifar um gosið á Fimmvörðuhálsi og segir að fólk hvaðanæva fylgist með. Hann segir að fjölmargir eldgo satúristar muni nú leggja leið sína til Íslands til að bera gosið a ugum. GOSTÚRISTAR VÆNTANLEGIR HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Erik Klemetti Einn vinsælasti jarðfræðiblogg - ari heims segir að eldgosaáhugamenn víð a um heim séu mjög áhugasamir um eldgosið. MYND AMERICAN GEOPHYSICAL UNION Eruptions Margir hafa skrifað og spjallað sam an um Eyjafjallajökul í athugasemda- kerfi bloggsins „Eruptions“ sem Erik Kleme tti heldur úti. 6 MÁNUDAGUR 22. mars 2010 FRÉTTIR „Þetta er stærsti lottóvinningur sem ég hef unnið, að taka þátt í að bjarga mannslífi,“ segir Guðlaugur J. Har- aldsson, íbúi á Eskifirði sem sýndi snarræði þegar hann og Kristján Vig- fússon björguðu lífi sjö ára drengs sem var fastur ofan í á í þorpinu. Drengurinn, sem er á sjöunda ári, hafði verið að leika sér við ána ásamt syni Guðlaugs þegar grjóthnullungar ofan við ána losnuðu og runnu niður gilið með þeim afleiðingum að grjótið lenti á drengnum, svo hann féll ofan í ána. Grjótið staðnæmdist svo ofan á drengnum, sem lá fastur ofan í ánni með hnullungana ofan á sér. Atvikið átti sér stað um miðjan dag á laugar- daginn og mátti engu muna að verr hefði farið. Grjótið hrundi Guðlaugur segir að um röð tilvilj- ana hafi orðið til þess að hann kom á vettvang. „Sonur minn og strákur- inn voru að leika sér við ána, ég stóð úti á palli þegar ég heyrði kallað á hjálp. Ég hugsaði með mér hvað væri í gangi, og þá sá ég að steinn hafð runnið ofan í ána og hélt drengnum niðri. Ég kom þegar Kristján var að reyna að ná grjótinu ofan af honum.“ segir hann. Hann segir drenginn hafa legið fastan í ánni með höfuðið ofan í og ekki getað hreyft sig, aðeins stígvélin hafi sést upp úr ánni. Guðlaugur segir að í heildina hafi þrjú grjót verið föst ofan á drengnum. Hann og Kristján, sem er afi drengs- ins, hafi þurft fjórar atrennur til þess að losa stærsta grjóthnullung- inn. „Svo fór ég að hugsa að ég gæti tekið eitt grjót í burtu til að ná stóra hnullungnum. Þetta var þungt og við þurftum báðir að lyfta grjótinu. Þetta var mjög erfitt og mér fannst við vera mjög lengi að losa hann.“ Aðspurð- ur hversu lengi þeir hafi verið að ná drengnum upp úr ánni, segist Guð- laugur ekki vera viss um það: „Ein mínúta jafngildir sekúndu í þessu. “ Helblár Þegar Kristján og Guðlaugur höfðu loksins losað grjótin ofan af drengn- um og náð honum upp úr ánni, kom í ljós að hann hafði misst meðvitund á meðan hann var á kafi. Guðlaug- ur segir að útlitið hafi ekki verið gott á þeim tíma. „Hann var alveg helblár þegar við náðum honum upp. Við tókum hann upp úr ánni og einhvern veginn ýtti ég tvisvar á bringuna á honum, þá kom spýjan út úr honum og hann byrjaði að hósta vatninu upp úr sér og byrjaði að anda almenni- lega. Hann rankaði við sér eftir smá- stund og fór að gráta,“ segir hann. Fólk hafði þá komið á vettvang og var drengurinn fluttur á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Norðfirði til aðhlynn- ingar. Hann var síðar fluttur með flugi til Reykjavíkur þar sem hann var með vatn í lungunum var það metið sem svo að hann þyrfti að fara á Barnaspít- ala Hringsins. Hann þykir hafa slopp- ið ótrúlega vel miðað við aðstæður. Þakklátur faðir Sævar Örn Arngrímsson, fað- ir drengsins, segir fjölskylduna enn vera að átta sig á því sem gerðist. Strákurinn fékk leyfi frá sjúkrahús- inu á sunnudag og er allur að bragg- ast. „Maður er ekki farinn að átta sig á þessu. Þetta var hröð atburðarás og ég er ennþá að jafna mig á því að þetta hafi gerst. Meiðslin eru ekki mjög alvarleg miðað við aðstæður og hann er hérna að leika sér í Playstat- ion og er bara nokkuð hress.“ segir Sævar í samtali við DV. Fjölskyldan vill skila þakklæti til allra sem komu að málinu á einn eða annan hátt. „Við viljum þakka öllum bæði fyrir austan og í Reykjavík, fólk- inu á neyðarmóttökunni og á barna- spítala og slökkviliðinu fyrir austan,“ segir Sævar. BJARGAÐI LÍFI 7 ÁRA DRENGS Guðlaugur J. Haraldsson á Eskifirði var annar tveggja sem björguðu lífi sjö ára drengs sem festist ofan í á í þorpinu eftir að grjóthnullungar losnuðu og runnu ofan á dreng-inn. Engu mátti muna að verr hefði farið og þurftu tveir menn nokkrar tilraunir til þess að losa drenginn upp úr ánni. Hann var þá helblár og meðvitundarlaus. VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Guðlaugur J. Haraldsson Sést hér ásamt syni sínum sem var að leika sér með drengnum þegar grjótið féll ofan á hann. Eins og sjá má er mjög stórgrýtt á svæðinu og ljóst að mjög litlu mátti muna. Kristján Vigfússon afi drengsins átti þátt í björguninni. MYND JÓNAS WILHELMSSON JENSEN Hann var alveg helblár þegar við náðum honum upp. Ráðist var á rúmlega fertugan karl- mann í heimahúsi við Mánagötu í Norðurmýri í Reykjavík á laugar- dag og honum veittir lífshættulegir áverkar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu atvikaðist málið þannig að rétt rúmlega þrítugur karlmaður réðst að manninum með hnífi eða einhvers konar eggvopni og skar hann á háls. Fórnarlambið var síðan flutt á slysadeild í morgunsárið og það- an beint á gjörgæsludeild, þar sem hann lá þungt haldinn. Árásarmaðurinn var handtek- inn skömmu síðar og var hann úr- skurðaður í gæsluvarðhald sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu. Ekki liggur fyrir hvort maðurinn hafi játað að hafa skorið manninn á háls, en Friðrik Smári Björgvins- son, yfirlögregluþjónn hjá rann- sóknardeild lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu, segir að ekki sé gefið upp hvað fer fram í yfir- heyrslu lögreglunnar yfir sakborn- ingum. Ekki er heldur vitað hvort árás- armaðurinn hefur komið við sögu lögreglunnar áður, en það fæst heldur ekki uppgefið hjá lögregl- unni. Þær upplýsingar fengust hjá vakthafandi lækni á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi að maðurinn væri kominn á almenna deild og að líðan hans væri eftir at- vikum. Ekki liggur fyrir hvaða ástæður maðurinn hafði fyrir því að ráðast á fórnarlambið eða hvort þeir höfðu átt í deilum áður en atburðurinn átti sér stað. mikael@dv.is Ráðist var á rúmlega fertugan karlmann við Mánagötu í Reykjavík á laugardaginn: Karlmaður skorinn á háls Landspítalinn í Fossvogi Ekki liggur fyrir hvaða ástæður maðurinn hafði fyrir því að ráðast á fórn- arlambið eða hvort þeir höfðu átt í deilum áður en atburðurinn átti sér stað. Bankar eiga Sjóvá Tryggingafélagið Sjóvá verður í eigu skilanefndar Glitnis og Ís- landsbanka áfram, þar sem hug- myndir áhugasamra fjárfesta um verð eru talsvert lægri en það sem ríkissjóður og skilanefnd Glitnis höfðu gert sér vonir um. Tólf skiluðu inn óskuldbind- andi tilboðum í Sjóvá og fengu sex þeirra að halda áfram, en þeg- ar viðræður héldu áfram reyndist mikill verðmunur á tilboðunum tveimur, eftir því sem fram kom í fréttum Stöðvar 2. Dóttir hinnar myrtu handtekin Mál hinnar myrtu Chanette Søren- sen frá Horsens, sem hinn íslenski Lárus Freyr Einarsson er grunaður um að hafa myrt í Danmörku, tók nýja stefnu á föstudaginn þegar dótt- ir hennar Sandie Holm og kærasti hennar voru handtekin, grunuð um að hafa skotið fimmtán skotum að húsi á Nordmarksvej í Bisholt. Þar býr bróðir Chanette Sørensen. Kynnir sér gosið Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra kynnti sér starf almannakerf- isins í kjölfar eldgossins á Fimm- vörðuhálsi á sunnudag. Jóhanna heimsótti samhæfingarmiðstöðina í Skógarhlíð og fór þaðan á Hvolsvöll þar sem hún kynnti sér aðstæður á sunnudag. Eldgosið verður rætt í ríkisstjórn á þriðjudaginn og segir Jóhanna að bregðast þurfi frekar við ef meira verður úr gosinu. Flugvirkjar funda Fulltrúar frá Flugvirkjafélagi Íslands og frá Icelandair sátu á fundum með ríkissáttasemjara á sunnu- dag og gætti nokkurar bjartsýni hjá viðsemjendum að launadeilan næði að leysast. Í samtali við mbl.is sagði Kristján Kristinsson, formaður samninganefndar flugvirkja: „Ef við erum á beinni lokastefnu þarf ekki að vera ýkja langt inn til lendingar. Ég held í vonina og með smá hug- arfarsbreytingu hjá öðrum hvorum aðilanum ætti þetta að ganga í gegn. Við erum núna að skoða alla færa möguleika í stöðunni.“ 12 MIÐVIKUDAGUR 24. mars 2010 FRÉTTIR FRÉTTIR 24. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR 13 Í ársbyrjun 2008 hafði Milestone á prjónunum að fá aðstoð Lands- bankans við að yfirtaka 40 prósenta hlut Baugs í FL Group, stærsta hlut- hafa Glitnis og Tryggingamiðstöðv- arinnar. Yfirtakan var kölluð Project FeelGood og var kynnt þannig að slæm fjárhagsstaða Baugs kallaði eftir tafarlausum aðgerðum vegna þeirra slæmu áhrifa sem skuldsetn- ing Baugs hefði á Landsbankann og íslenska fjármálakerfið í heild sinni. Þetta kemur fram í trúnaðarskjali frá Milestone sem DV hefur und- ir höndum. Þessi væntanlega yfir- taka Milestone á FL Group var kölluð Project FeelGood, eða „Vellíðunarað- gerðin“. Afar líklegt er að Guðmund- ur Ólason, forstjóri Milestone, hafi skrifað minnisblaðið. Minnisblaðið gekk því út á að stilla málum upp þannig að Mile- stone-samstæðan stæði afar vel á meðan Baugur stæði illa og því ætti Landsbankinn að sjá hags- muni sína í því að Milestone ætti frekar ráðandi hlut í FL Group. DV hefur feng- ið það stað- fest inn- an úr Landsbankanum að Guð- mundur og Karl Wernersson, aðal- eigandi Milestone, hafi kynnt hugmyndirnar úr minnisblaðinu fyr- ir starfsmönnum bankans á fundum. Hugmyndirnar munu þó ekki hafa verið kynntar fyrir stærstu eigend- um hans, Björgólfi Guðmundssyni og syni hans Björgólfi Thor, þar sem starfsmönnum bankans mun ekki hafa litist mjög vel á þær eða tekið þær alvarlega. Einnig spilaði inn í að Milestone var ekki í miklum viðskipt- um við Landsbankann og því þekktu stjórnendur hans Milestone ekki vel. DV hafði samband við Guðmund Ólason fyrir helgi til að ræða við hann um hugmyndirnar í minnis- blaðinu. Guðmundur vildi hins veg- ar ekki tjá sig um þær. Landsbankinn sagður í hættu vegna Baugs Í minnisblaðinu segir að slæm staða FL Group og Baugs kalli eftir því að lánardrottnar félaganna grípi til að- gerða gegn þeim – Landsbankinn var helsti lánveitandi Baugs og er stærsti kröfuhafi félagsins sem skilur eftir sig 300 milljarða skuldahala. „Markaðsaðstæður á íslenska hluta- bréfamark- aðnum kalla eftir tafar- lausum að- gerðum varðandi FL Group. Ástæð- an er sú að félagið er ráðandi aðili í Glitni og Tryggingamiðstöðinni og hefur lausafjárstaða félagsins versn- að til muna. Þar sem FL er stærsti einstaki hluthafi Glitnis banka með 31 prósents eignarhlut hefur skuld- setning hluthafa þess neikvæð áhrif á bankann og dregur úr stöðugleik- anum í íslenska bankakerfinu í heild sinni. Lánardrottnar Baugs hljóta að vera að leita leiða til að koma í veg fyrir að slæmar afleiðingar hljótist af þessu og til að takmarka þá áhættu sem felst í að eiga útistandandi fjár- muni hjá skuldurum sem nú þeg- ar eiga lítið lausafé og þá hættu sem steðjar að bankanum vegna skuld- setningar Baugs og tengdra félaga,“ segir í fyrstu efnisgrein minnisblaðs- ins. Þessi nálgun í minnisblaðinu er nokkuð sérstök þar sem náin tengsl Landsbankans og Baugs voru flest- um kunn. Afar ólíklegt er því að Landsbankinn hefði ákveðið að snúa bakinu við Baugi til að taka upp náið samstarf við Mile- stone. Einnig var litið svo á í minnisblað- inu að dregið yrði úr kerfisáhættu í fjármálakerfinu í heild sinni með því að útiloka Baug frá því að eiga ráð- andi hlut í Fl Group. „... það er vitað að Fjármálaeftirlitið hefur verið að athuga stöðu stærstu hluthafa Glitnis og hefur látið í ljósi áhyggjur sínar af stöðu þeirra og bankans í heild sinni. Þess vegna er líklegt að Fjármálaeft- irlitið og löggjafinn myndi vera já- kvæður fyrir endurskipulagningu FL og mögulegri sameiningu íslenskra banka í kjölfarið.“ Því voru það bæði einkahags- munir og almannahagsmunir sem Milestone taldi styðja þær yfirtöku- tillögur sem félagið stakk upp á við Landsbankann. Vildu láta bankann leysa til sín FL-bréfin Út af þeirri áhættu sem Milestone taldi að væri fólgin í því fyrir Lands- bankann að eiga svo mikilla hags- muni að gæta í Baugi, sem og vegna þeirrar kerfisáhættu sem félagið taldi fylgja þessu, var stungið upp á því í minnisblaðinu að Landsbank- inn myndi leysa til sín bréf félagsins í FL Group. „Landsbankinn er í góðri stöðu gagn- vart Baugi og get- ur komist yfir hlutabréf þess í FL. Gert er ráð fyrir því að Landsbanki Ís- lands geti kom- ist yfir bréf Baugs í FL vegna slæmr- ar eiginfjárstöðu félagsins og mik- illar skuldsetn- ingar þess. Mark- aðsvirði þessa 40 prósenta hlutar í FL er í kringum 56 milljarðar íslenskra króna,“ segir í minn- isblaðinu. Að mati þeirra Mile- stone-manna átti Lands- bankinn í kjölfarið að selja bréfin í FL Group til Mile stone. Kaupverð bréfanna ætlaði Mile stone að greiða með hlutabréfum í Mod- erna Finance, sænska félaginu sem helstu eignir Milestone höfðu verið færðar til í lok árs 2007, sem voru 30 milljarða króna virði, auk þess sem Landsbankinn átti að lána Milestone 26 milljarða fyrir eftirstöðvum kaup- verðsins. „Milestone, sem er skuld- laust félag sem heldur utan um allar eignir sínar í gegnum sænska dóttur- félag sitt Moderna Finance og er með eigið fé upp á 100 milljarða, er reiðu- búið og fært að kaupa 40 prósent hlut í FL af Landsbankanum,“ segir í minnisblaðinu. Bréf Þáttar til FL Group Í kjölfar sölunnar á FL-bréfunum til Milestone hefði Milestone ráðið yfir 40 prósenta hlut Baugs í félaginu, og í reynd ráðið yfir 31 prósents hlut FL Group í Glitni og verið stærsti hlut- hafinn í Landic Property. Auk þess hefði Milestone ráðið yfir Trygginga- miðstöðinni í krafti stöðu sinnar sem stærsti hluthafi FL Group. Eftir þetta átti að endurskipu- leggja FL Group, samkvæmt minn- isblaðinu, og meðal annars að selja 7 prósenta Glitnishlut dótturfélags Milestone, Þáttar International, og Einars og Benedikts Sveins- sona til FL Group. Kaupverðið átti að vera 20 milljarðar króna. Eftir þetta hefði FL Group hald- ið utan um 38 prósenta hlut í Glitni. Næsta skref í fléttunni var að Milestone ætlaði sér að eignast allt hlutafé í FL Group í yfirtöku með því að nota Landsbankann til að stilla hin- um hluthöfum FL Group upp við vegg. „Ef Landsbankinn styður yfir- tökutilboðið er mjög líklegt að allir aðrir hluthafarnir muni samþykkja það; annars eiga þeir á hættu að vera algerlega innikróaðir í FL,“ segir í minnisblaðinu. Eftir alla þessa gerninga átti Landsbankinn að standa uppi með 12,5 prósenta hlut í Moderna Fin- ance-samstæðunni og átti eigið fé fé- lagsins að vera 240 milljarðar króna og heildareignir þess um 580 millj- arðar. Viðskiptin áttu því að þjóna hagsmunum Landsbankans og Mile- stone. Gulrótin í viðskiptunum var Moderna, sem Landsbankinn átti að eignast hlut í með þeim, en heimildir DV innan úr Landsbankanum herma að starfsmönnum bankans hafi ekki litist neitt allt of vel á Moderna og lítið vitað um félagið. Þetta var önn- ur ástæða þess af hverju þeir tóku dræmt í hugmyndirnar. Töluðu um sameiningu bankanna En hugmyndir þeirra Milestone- manna náðu lengra en þetta. Í lok minnisblaðsins kynntu þeir þá hug- mynd sína að sameina Landsbank- ann og Glitni. Ef af þessari sam- einingu hefði orðið hefði nafnið Landsbanki verið notað fyrir hinn nýja sameinaða banka. Eignarhalds- félag þeirra Björgólfsfeðga, Samson, átti að vera stærsti hluthafi bankans en Moderna sá næststærsti. „MFG [Moderna Finance Group, innsk. blaðamanns] og Milestone eru tilbú- in að skuldbinda sig til viðræðna um að sameina Landsbankann og GLB [Glitnir banki, innsk. blaðamanns] undir nafni hins fyrrnefnda með MFG sem næststærsta hluthafann á eftir stærsta hluthafa Landsbankans [Samson, innsk. blaðamanns],“ segir í minnisblaðinu en þar segir einnig að Moderna og Milestone séu sann- færð um að samruni þessara tveggja fjármálafyrirtækja myndi verða sam- þykktur af íslenskum stjórnvöldum. Í kjölfarið væri svo hægt að ræða um samstarf eða sameiningu á milli Tryggingamiðstöðvarinnar og Sjóvár en Moderna hefði þá verið orðið eig- andi þeirra beggja eftir yfirtökuna á FL Group. Þessar hugmyndir voru þó ekki kynntar fyrir Sigurjóni Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, en einn af heimildarmönnum DV segir að hann hafi ekki haft áhuga á henni, þar sem hann var mótfallinn því að lána Milestone peninga. „Sigur- jón hefði ekki veðjað á Milestone í staðinn fyrir Baug,“ segir heimild- armaður DV en Baugur hafði, öf- ugt við Milestone, verið einn stærsti viðskiptavinur bankans um árabil. Milestone treysti hins vegar mest á lánafyrirgreiðslu frá Glitni og nær eingöngu þegar þarna var komið sögu þar sem öll erlend fjármála- fyrirtæki höfðu tekið fyrir lánveit- ingar til Milestone út af ástandinu á íslenska fjármálamarkaðnum. Hug- myndirnar um FL-yfirtökuna urðu því að engu inni í Landsbankanum. Milestone sjálft í bullandi erfiðleikum Þó að forsvarsmenn Milestone og Moderna hafi teiknað dæmið upp eins og félög þeirra stæðu vel um þetta leyti, í ársbyrjun 2008, öfugt við stöðu Baugs sem væri afar slæm, var raunin ekki sú. Hugsanlegt er að matið á stöðu Baugs í minnisblaðinu hafi verið nokkuð rétt en svo er ekki um stöðu Milestone. Sannleikurinn er sá að Milestone var sjálft komið í bullandi vandræði í upphafi árs 2008 og átti í erfiðleikum með að endur- fjármagna lán sín og hafði félagið leitað til tuga erlendra fjármálafyrir- tækja eftir lánum á seinni hluta árs 2007. Ekkert þeirra vildi hins vegar fjármagna Milestone. Um þetta er rætt í skýrslu end- urskoðendafyrirtækisins Ernst & Young sem unnin var fyrir þrota- bú Milestone og kynnt var á kröfu- hafafundi félagsins í byrjun síðustu viku. Þar kemur fram að Milestone hafi í raun verið orðið ógjaldfært félag strax í árslok 2007 og að for- svarsmenn þess hafi með réttu átt að gefa félagið upp til gjaldþrota- skipta þar sem það hefði ekki get- að staðið við skuldbindingar sínar gagnvart lánardrottnum sínum. Af- leiðing þessara lausafjárvandræða varð sú, samkvæmt skýrslunni, að eftir fyrstu 3 mánuði ársins 2008 vantaði félagið rúmlega 1,1 millj- arð króna til að standa við greiðsl- ur sínar. Skoða verður öll viðskipti Mile- stone á árinu 2008 í ljósi þessara lausafjárerfiðleika enda má túlka skýrslu Ernst & Young sem svo að félagið hafi stöðugt verið að kaupa sér frekari gálgafrest á árinu 2008: „Niðurstaða okkar er að Milestone ehf. hafi verið komið í verulega fjár- hagsleg vandræði á haustmánuðum ársins 2007,“ segir í skýrslu Ernst og Young. Örþrifaráð Sömu sögu er að segja um þessar yfirtökuhugmyndir Milestone á FL Group. Líklegt er að forsvarsmenn félagsins hafi eygt möguleika á því að félagið hefði getað fjármagnað sig betur ef af FL Group-yfirtökunni hefði orðið með aðstoð Landsbank- ans. Þannig hefði félagið verið orð- ið stærra og hefði í raun ráðið Glitni. Sameiningin við Landsbankann hefði svo enn frekar aukið mögu- leikana á aðgangi að frekara lánsfé í banka sem væntanlega hefði orðið sá stærsti í Íslandssögunni. Milestone-menn sögðu starfs- mönnum Landsbankans því alls ekki alla söguna um stöðu félagsins á þessum tíma. Einungis um mánuði eftir að yfirtökuhugmyndirnar voru kynntar fyrir Landsbankamönnum var gengið frá Vafningsviðskiptun- um þar sem Glitnir skar Milestone úr snörunni með lánveitingu sem síð- ar rann til Morgan Stanley. Ef Glitnir hefði ekki hlaupið undir bagga með Mile stone hefði félagið misst hluta- bréf dótturfélags síns í Glitni í veð- kalli Morgan Stanley. Veruleikinn var því aðeins annar en Milestone teiknaði upp enda sést á minnisblaðinu að um er að ræða hugmyndir sem líkjast frekar örþrifa- ráðum en raunhæfum viðskiptahug- myndum. Fokið var í flest skjól fyr- ir Milestone og því leitaði félagið til banka sem það hafði átt í litlum við- skiptum við og bað stjórnendur hans um að stinga einn stærsta viðskipta- vin bankans, Baug, í bakið. FEELGOOD-ÁÆTLUN MILESTONE UM SLAND Sigurjón hefði ekki veðjað á Milestone í staðinn fyrir Baug. Forsvarsmenn Milestone vildu aðsto ð Landsbankans við að yfirtaka FL Group í árs- byrjun 2008. Landsbankinn átti að v eðja á Milestone en ekki Baug út af einka- og al- mannahagsmunum. Hugmyndin var kynnt fyrir Landsbankamönnum se m tóku ekki vel í hana. Sameining Glitnis og Lan dsbankans var hluti af hugmyndinn i. Vellíðunaraðgerðin Project FeelGood var vi ðskiptaflétta sem Milestone teiknaði upp til að losa sig út úr fjármögnunarerfið leikum í byrjun árs 2008. Öfugt við það sem satt var kynnti Milestone verkefnið þa nnig að samstæðan væri heilbrigð. Guðmundur Ólason var forstjóri Milestone og Karl Wernersson aðaleigandi þess. Stærstu hluthafarnir Eignarhaldsfélag þeirr a Björgólfsfeðga, Samson, átti að verða stæ rsti hluthafinn eftir sameiningu Glitnis og Landsbankans, samkvæmt hugmyndum forsvarsmanna. Milestone-menn kynntu h ugmyndir sínar um yfirtöku á FL Group fyr ir starfsmönnum Landsbankans. Enginn Jón Ásgeir Jón Ásgeir Jóhannesson hefði misst hlut Baugs í FL Group og þar með Glitni ef Landsbankinn hefði stutt yfirtökuhugmyndir Milestone-manna. Staða Baugs var sögð slæm í minnisblaðin u. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Nýju höfuðstöðvarnar Reikna má með að h öfuðstöðvar Landsbankans hefðu orðið aðalhöfuðstöðvar hins nýja sameina ða Landsbanka-Glitnis. Landsbanka- mönnum leist þó ekkert á hugmyndirnar. Reðurtákn Á flugi yfir Smáralind má sjá að viðbyggingin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.