Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 26. mars 2010 FRÉTTIR
SONUR GEGN
AUÐMANNI
n Ógnarspenna er nú í herbúðum
365 þar sem þess er beðið hvort Jón
Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi
félagsins, nái
að útvega þann
milljarð sem þarf
til að halda félag-
inu. Meðal þeirra
sem reyna allt
sem hægt er til að
bregða fæti fyrir
athafnamanninn
er Einar Sigurðs-
son, sonur Guðbjargar Matthías-
dóttur, aðaleiganda Morgunblaðsins.
Einar starfar í Íslandsbanka og er
sagður fara hamförum. Víst er að
Birna Einarsdóttir bankastjóri á fullt í
fangi með að hemja hann.
UPPREISN ÓLÍNU
n Fundarherferð útgerðarmanna
gegn fyrningarleiðinni fær mismun-
andi undirtektir. Í Vestmannaeyjum
var fyrr í vetur
mikil stemning
og eintóna
með Friðrik J.
Arngrímssyni,
framkvæmda-
stjóra LÍÚ, og
félögum. Það
kvað við annan
tón á Ísafirði þar
sem andófsmenn gegn kvótanum
fjölmenntu til að hlusta á ræður
þeirra sem flestir töldu landauðn
blasa við ef kvótanum yrði ógnað.
Fyrirspurnir vor ekki leyfðar en mikið
um frammíköll. Fundurinn endaði
síðan með þeim ósköpum að Ólína
Þorvarðardóttir alþingismaður
boðaði til framhaldsfundar þar sem
almenningur mátti tala.
SAMHERJI
ÚTGERÐARMANNA
n Það vekur óskipta athygli að Árni
Bjarnason, forseti Farmanna- og
fiskimannasambands Íslands og
fyrrverandi skip-
stjóri Samherja,
er á útopnu í
fundarherferð
útgerðarmanna
til að standa vörð
um kvótann.
Farmannasam-
bandið var um
árabil eindreginn
andstæðingur kvótans og brasksins
sem honum fylgir. Fyrrverandi
forsetar, Guðjón A. Kristjánsson
og Grétar Mar Jónsson, hafa barist
með kjafti og klóm gegn kerfinu.
Árni hefur greinilega talið sér vera
það farsælla að hallast á sveif með
útgerðarmönnum og ná þannig fram
kjarabótum með góðu.
GÁTTAÐUR FORMAÐUR
n Meðal þeirra sem auglýstir voru
sem andstæðingar fyrningarleiðar-
innar í fundarboði Ísafjarðarfundar-
ins var Verkalýðs-
félag Vestfirðinga.
Félagsmenn
voru sumir
hverjir ævareiðir
vegna þessa og
létu ófriðlega.
Formaðurinn,
Finnbogi
Sveinbjörnsson,
varð gáttaður á framsetningunni en
hann hafði að sögn aðeins fallist á að
vera frummælandi í þágu Friðriks J.
Arngrímssonar en alls ekki stuðn-
ingsmaður. Ræða hans gekk enda
út á það mál að vera dreginn inn í
umræðuna með þessum hætti.
SANDKORN
Guðlaugur Þór Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, und-
irbýr frumvarp þar sem gert er ráð
fyrir að skipa rannsóknarnefnd
til að rannsaka starfsemi íslensku
bankanna eftir bankahrunið. Yfir-
gripsmikil skrif DV um bankahrun-
ið og afskriftir eftir það voru kveikja
þingmannsins um mikilvægi þess
að starfsemi bankanna sé rannsök-
uð kirfilega.
Samkvæmt frumvarpinu er
nefndinni ætlað að rannsaka starf-
semi bankanna frá október 2008
til loka síðasta árs og fara yfir alla
gjörninga bankakerfisins. Þannig
skoði hún sölu fyrirtækja, afskriftir
skulda og fyrirgreiðslu til fyrirtækja
og eigenda fyrirtækja í fjárhags-
vanda. Gert er ráð fyrir því að þingið
fái skýrslu nefndar til afgreiðslu og
þar komi fram upplýsingar um fyr-
irtæki og eigendur sem hafi fengið
afskrifaðar skuldir yfir 500 milljón-
um króna.
Markmið frumvarpsins að draga
úr tortryggni í garð bankanna og
skapa traustan farveg í þjóðfélags-
umræðunni. Þar er gert ráð fyrir
því að nefndarmenn hafi heimild til
þess að birta upplýsingar um einka-
hagi, sem annars gildi þagnarskylda
um, séu ríkir almannahagsmunir í
húfi.
Guðlaugur Þór leggur til að rann-
sóknarnefndin fái heimild til þess
að innsigla húsnæði, afgirða svæði,
varna mönnum för og banna að
munir séu fjarlægðir. Þá fái nefnd-
in heimild til húsleita hjá opinber-
um stofnunum, fyrirtækjum og öðru
húsnæði sem nauðsynlegt er talið í
þágu rannsóknar hverju sinni.
trausti@dv.is
Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður leggur til nýja rannsóknarnefnd:
Vill rannsaka bankana eftir hrunið
Vill rannsókn Guðlaugur Þór vill
rannsaka afskriftir og sölur fyrirtækja
eftir bankahrunið og leggur til að
þingið komi á fót rannsóknarnefnd.
Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda-
leikstjóri hefur, þrátt fyrir ítrekaðar
viðvaranir, virt að vettugi athuga-
semdir borgaryfirvalda um ólög-
mæti framkvæmda bæði innan og
utan lóðar hans í Laugarnesi. Síð-
astliðið vor voru gerðar athuga-
semdir við framkvæmdirnar og í
fyrra gerði Fornleifavernd ríkisins
líka athugasemdir. Eftir því sem
DV kemst næst hefur Hrafn svarað
hvorugu.
Framkvæmdir Hrafns eru til
úrvinnslu hjá tveimur sviðum
Reykjavíkurborgar, framkvæmda-
sviði og skipulagssviði. Á því fyrr-
nefnda voru framkvæmdirnar
ræddar í vikunni og ákveðið að
skjóta málinu til hverfisráðs við-
komandi hverfis og til stendur að
senda Hrafni annað bréf með at-
hugasemdum. Óvíst er hvort slíkt
bréf skili árangri því fram til þessa
hefur leikstjórinn ekki svarað at-
hugasemdunum.
Ekki sniðugt
Magnús Sædal, bygg-
ingafulltrúi Reykja-
víkurborgar, stað-
festir að ítrekað
hafi verið gerðar
athugasemdir við
ólögmætar fram-
kvæmdir Hrafns,
bæði innan lóðar
og utan hennar.
Hann bíður
eftir svörum
frá Hrafni.
„Hann hef-
ur stað-
ið í fram-
kvæmd-
um sem
hann
hefur
ekki haft
leyfi fyr-
ir og hefur nú fengið stöðvunarbréf
frá okkur. Við viljum að sjálfsögðu
að hann hætti þessu því þetta er
ekkert sniðugt. Bæði eru takmörk
hvað menn mega gera innan lóða
og svo verða menn að halda sig
innan sinna lóða. Það hefur aldrei
staðið á mér að taka málin föstum
tökum,“ segir Magnús.
Guðný Gerður Gunnarsdótt-
ir borgarminjavörður bendir á að
um fornminjar gildi lög sem beri
að virða. Hvað Hrafn varðar segir
hún að gerðar hafi verið athuga-
semdir á síðasta ári án þess að
hann hafi brugðist við. „Mér er
ekki kunnugt um það að hann hafi
sinnt þeim athugasemdum sem
gerðar voru. Um fornminjar gilda
lög sem segja að óheimilt sé að
hrófla við þeim, óheimilt að
hylja þær og í kringum þær
er ákveðið varnarsvæði.
Minjarnar eru sameigin-
legur arfur okkar og lögin
ber að virða. Hann hef-
ur ekki farið eftir þessu
og mér finnst það
ekki nógu sniðugt,“
segir Guðný Gerður.
Gagnrýnir
sérmeðferð
Sóley Tóm-
asdóttir,
borgarfull-
trú vinstri
grænna,
skilur
ekkert í
þeirri sér-
meðferð
sem Hrafn
virðist fá
hjá borgaryfirvöldum. Eftir hennar
beiðni var málið tekið fyrir í borg-
arráði á fimmtudag. „Mér skilst
að Hrafni hafi verið sent bréf síð-
asta vor og nú á að fara senda hon-
um annað bréf. Það er gríðarlega
mikilvægt að borgaryfirvöld taki á
þeim málum sem varða við regl-
ur borgarinnar um meðferð lóða,
bæði eignarlóða og borgarlands.
Það liggur alveg ljóst fyrir að þarna
er hann bæði að framkvæma í
óleyfi á einkalóð og utan lóðar,“
segir Sóley.
„Ég veit að byggingafulltrúi
hefur þarna gert athugasemdir.
Þetta land er ómetanlegt og okkur
ber að hirða um þetta svæði sem
slíkt. Íbúarnir mega ekki komast
upp með að vanvirða svo merki-
legt svæði. Að það hafi ekki ver-
ið tekið á þessu er óskiljanlegt. Ég
er ekki viss um að Hrafn Jónsson
fengi svona fína málsmeðferð hjá
borginni.“
Við vinnslu fréttarinnar var
reynt að fá viðbrögð Hrafns Gunn-
laugssonar en án árangurs.
Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri hefur lítið sem ekkert sinnt athuga-
semdum frá Reykjavíkurborg vegna ólögmætra framkvæmda innan lóðar hans og
utan hennar. Tvö svið borgarinnar hafa kvartað við leikstjórann og það hefur Forn-
leifavernd ríkisins líka gert án þess að Hrafn hafi brugðist við. Sóley Tómasdóttir
borgarfulltrúi efast um að Hrafn Jónsson fengi slíka sérmeðferð hjá borginni.
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Við viljum að sjálfsögðu
að hann hætti þessu
því þetta er ekkert
sniðugt.
LOGANDI DEILUR
KRINGUM HRAFN
Ómetanlegt svæði Sóley skilur
ekki hvers vegna borgaryfirvöld
hafi ekki tekið á málunum enda
sé verið að vanvirða merkilegt
svæði borgarinnar.
Svarar ekki Eftir því sem DV
kemst næst hefur Hrafn hvorki
svarað framkvæmdasviði borg-
arinnar né Fornleifavernd ríkisins
sem gert hafa athugasemdir við
framkvæmdir leikstjórans.