Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 26. mars 2010 FRÉTTIR
Jón Daníelsson hagfræðingur telur
lánaþörf íslenska ríkisins ekki við-
líka mikla og menn væntu í kjölfar
hrunsins. „Íslenska ríkið skuldar lík-
lega minna en sem nemur árlegri
þjóðarframleiðslu en er samt sett í
flokk með verstu skuldurum í heimi.
Samkvæmt opinberum tölum fjár-
málaráðuneytisins ættum við ekki að
vera þarna. Þetta litla lánstraust end-
urspeglar ekki fjármálalega stöðu
ríkisins, þannig að það er eitthvað
meira sem liggur að baki. Ég held að
markaðurinn meti það svo að pól-
itísk áhætta sé mikil hér á landi um
þessar mundir. Hann treystir því ekki
að Íslendingar hafi náð tökum á að-
steðjandi vandamálum.“
Þórólfur Matthíasson hagfræði-
prófessor kveðst einnig hafa nokkr-
ar áhyggjur af því að ekki sé nægilega
markvisst unnið að jafnvægi ríkisfjár-
mála og það skapi pólitíska áhættu.
Pólitísk áhætta
Að mati Jóns verður mati markað-
arins á pólitískri áhættu ekki breytt
nema með aðgerðum eins og að af-
létta gjaldeyrishöftunum. „Leikregl-
urnar í atvinnulífinu þurfa að vera
stöðugri. Ekki ætti að hringla mik-
ið með skattana og þeir mega ekki
vera of háir. Niðurskurður ríkisút-
gjalda verður að vera raunhæfur og
menn verða að trúa því að ætlun-
in sé að skera niður. Ísland ætti að
hafa betra lánshæfismat en það hef-
ur. En alþjóðamarkaðurinn skynjar
Ísland sem einn pakka. Í honum er
einnig Icesave-deilan. Mönnum er
sjálfsagt sama hver niðurstaða máls-
ins verður, aðalatriðið fyrir markað-
inn nú er að málið verði endanlega
leyst. Óleyst Icesave-málið skap-
ar óstöðugleika. Gjaldeyrishöftin
skapa óstöðugleika. Óvissa um rík-
isfjármálin skapar óstöðugleika og
sömuleiðis óvissa um raunveru-
lega skuldastöðu ríkisins. Þetta leið-
ir til þess að markaðurinn telur pól-
itíska áhættu of mikla. Áhættan er
margþætt. Hún snertir viðskipti með
skuldabréf, lagaumgjörð og margt
annað.“
Hugsanlega betur komin án
AGS
Jón segir að þetta sé bagalegt þar eð
ástandið hér á landi mælist nokkru
betra en vænta mátti. Önnur lönd,
eins og Litháen, Grikkland og jafnvel
Írland hafi farið verr út úr kreppunni.
„Íslenska ríkið þarf að fjármagna
tiltekin lán í lok næsta árs og árið
2012. Það er í sjálfu sér stærsti hluti
þess lánsfjár sem ríkið þarf. Bent hef-
ur verið á að íslenska ríkið tapar á
þessum lánum frá Alþjóðagjaldeyr-
issjóðnum því að vextirnir sem þau
bera eru hærri en vaxtatekjurnar sem
íslenska ríkið hefur af því að láta þau
liggja óhreyfð á banka.
Ég hef einnig bent á að gjaldeyris-
varasjóður, sem tekinn er að láni, er
enginn alvöru varasjóður. Það væri
sem sagt miklu eðlilegra ástand ef
íslenska ríkið gæti fjármagnað sig á
alþjóðlegum markaði án stuðnings
eða samvinnu við AGS. Við þau skil-
yrði kæmi Ísland frekar öðrum fyrir
sjónir sem eðlilegt land. Ef íslenska
ríkið gæti gert þetta er líklegt að fyr-
irtækin gætu einnig farið að sækja út
á lánamarkaðinn. Þetta hangir sam-
an.“
Gjaldeyrismálin eins
og störukeppni
Um stærð gjaldeyrisvarasjóðs segir
Þórólfur að lánin á bak við hann hafi
átt að flýta því að unnt yrði að losa um
gjaldeyrishöftin. „Það er forgangsmál
að gera það. Menn meta þetta út frá
þessu markmiði. Þetta er eins og hálf-
gerð störukeppni. Ef gjaldeyrisvara-
sjóðurinn er of lítill og létt er á höft-
unum tæmist hann strax. Ef hann er
nægilega stór vita þeir sem eru með
allt sitt bundið í krónum að þeir græða
ekki endilega á að fara hratt út með
kaupum á gjaldeyri. Hugsanlega sé
betra að bíða eftir því að gengi krón-
unnar hækki. Að vissu leyti er það rétt
að gjaldeyrisvarasjóður sem tekinn
er að láni er ekki mikils virði nema í
gangi sé áætlun um það hvernig lánin
að baki honum verði greidd. Áætlun-
in með AGS gengur út á að laga jöfn-
uðinn hjá hinu opinbera. Ég óttast
að Ice save-deilan hafi tafið þá vinnu
mjög mikið og togi þetta allt niður á
við,“ segir Þórólfur.
Pólitísk áhætta „En alþjóðamarkaðurinn skynjar Ísland
sem einn pakka. Í honum er einnig Icesave-deilan,“ segir Jón
Daníelsson.
Hagfræðingarnir Jón Daníelsson og Þórólfur Matthíasson telja báðir að langdregin Icesave-deila ásamt
óvissu um ríkisfjármálin valdi því að alþjóðamarkaðurinn hafi ekki öðlast nægilegt traust á Íslandi og telji
pólitíska áhættu í viðskiptum við landið meiri en ella væri.
Óleyst Icesave- málið skapar
óstöðugleika. Gjald-
eyris höftin skapa óstöð-
ugleika. Óvissa um
ríkisfjármálin skapar
óstöðugleika.
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
ÍSLAND - PÓLITÍSKT
VANDRÆÐABARN
„Útlendingar gera sér yfirleitt
grein fyrir, að Íslendingar búa nú
ekki aðeins við efnahagskreppu,
heldur einnig óstöðugt stjórnar-
far,“ segir Þorvaldur Gylfason hag-
fræðiprófessor. „Það blasir við.
Útlendingar leyfa Íslendingum
yfirleitt að njóta sannmælis, hef-
ur mér sýnst, eins og þegar norski
ráðherrann sá ástæðu um daginn
til að minna á, að Íslendingar beri
sjálfir ábyrgð á þeim stjórnvöld-
um, sem þeir hafa kosið yfir sig og
leiddu landið fram af bjargbrún-
inni. Enginn getur andmælt því.
Útlendingar vita nú, að þrír áhrifa-
mestu stjórnmálaflokkarnir þáðu
stórfé af bönkunum fyrir hrun og
leyfðu þeim líkt og í þakkarskyni
að fara sínu fram, vaxa landinu yfir
höfuð og keyra það í kaf. Útlend-
ingar vita nú um spillinguna, sem
hefur gegnsýrt stjórnmálalífið og
viðskiptalífið.“
Þorvaldur tekur með þessum
hætti undir útleggingar um að
stjórnmálalegur óstöðugleiki og
pólitísk áhætta standi þjóðinni
fyrir þrifum. En hann bætir við
spillingunni.
„Ég get frætt lesendur DV á því,
að Þjóðminjasafnið er nú vegna
áskorana byrjað að safna skipu-
legum upplýsingum um spilling-
una í landinu fyrr og nú, og það er
gott. Útlendingar vissu ekki áður
um spillinguna hér, þeir þurftu
þess ekki, en nú vita þeir um vand-
ann, því að þeir hafa nú neyðst til
að setja sig inn í málið. Norður-
löndin hafa lagt fram mikið skatt-
fé til að hjálpa Íslendingum út úr
ógöngunum og þurfa því að hafa
réttar upplýsingar um ástand-
ið á Íslandi. Mikill fjöldi erlendra
fórnarlamba bankanna, bæði lán-
ardrottnar og sparifjáreigendur,
krefjast þess af þarlendum stjórn-
völdum, að þau heimti úrbætur af
Íslendingum. Það myndu Íslend-
ingar einnig gera, ef þeir stæðu í
sömu sporum.“
Fyrir helgina fóru bæði fjár-
málaráðherra og efnahags- og við-
skiptaráðherra til fundar við Dom-
inique Strauss-Kahn, forstjóra
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Wash-
ington. Mikil áhersla er því sýni-
lega lögð á áframhaldandi sam-
starf við sjóðinn.
„Það væri glapræði að slíta
samstarfinu við AGS. Sjóðurinn
hefur reynst Íslandi vel til þessa og
lagt mikið af mörkum við úrlausn
ýmissa verkefna. Tafirnar á fram-
kvæmd efnahagsáætlunarinnar
hingað til stafa af því, að Íslend-
ingar stóðu lengi vel ekki við sinn
hluta samkomulagsins við sjóð-
inn og þurftu ýmsar undanþágur.
Engin undanþága virðist þó vera í
boði varðandi Icesave-deiluna, og
það er að kröfu Norðurlanda. Þau
leggja fram enn meira fé en sjóð-
urinn til að fjármagna áætlunina
og ætlast því til, að tekið sé tillit
til sjónarmiða þeirra. Sjóðurinn
hefur teygt sig út á ystu nöf fyrir
Ísland svo sem reglur hans fram-
ast leyfa. Ísland hefur ekki burði til
að rífa sig upp úr kreppunni á eig-
in spýtur, nema menn sætti sig við
enn frekara gengisfall krónunnar
og langvarandi gjaldeyrishöft með
tilheyrandi undanskotum, spill-
ingu og lögbrotum. Samstarfinu
við AGS er einmitt ætlað að aftra
frekara gengisfalli og langvinn-
um gjaldeyrishöftum og einnig
greiðslufalli ríkisins.“
Útlendingar vita að stjórnmálaflokkarnir þáðu stórfé af bönkunum fyrir hrun:
Spilling spillir orðsporinu
Störukeppnin „Þetta er eins og hálfgerð störukeppni. Ef
gjaldeyrisvarasjóðurinn er of lítill og létt er á höftunum tæmist
hann strax,“ segir Þórólfur Matthíasson.
Pólítísk áhætta á Íslandi „Útlendingar vita nú um spillinguna, sem hefur
gegnsýrt stjórnmálalífið og viðskiptalífið,“ segir Þorvaldur Gylfason.