Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Síða 19
HELGARBLAÐ 6. mars 2010 FÖSTUDAGUR 19 STJÓRNMÁLASPUNI OG KJAFTASÖGUR Okkur sárnaði þetta og okkur þótti ósvífið hvernig tillögur okkar voru meðhöndlaðar. Það má segja að þetta hafi verið upphafið að átökun- um við ríkisstjórnina. Það urðu miklar deilur um 20 prósenta leiðina alveg fram að kosningunum í lok apríl í fyrra. Réttir fram sáttahönd Eftir kosningarnar tóku við deilurnar um Ice- save. Eitt leiddi af öðru og meiri harka færðist í leikinn. Þróunin núna hefur verið á þá lund að allir flokkarnir voru neyddir til þess að vinna saman í Icesave-málinu. Það var í rauninni krafa að utan. Þegar menn fóru að vinna saman og fengu utan- aðkomandi menn til verka fóru hlutir að gerast. Og nú er ástandið orðið þannig, ekki aðeins varð- andi Icesave, heldur almennt í samfélaginu að flokkarnir neyðast til þess að vinna saman. Þol- inmæði með átökum er engin og menn neyðast til þess að vinna saman. Maður verður til dæm- is var við það hér í þinginu að þingmönnum úr öllum flokkum þykir nú skuldaniðurfelling eðli- leg. Það sem við sögðum á sínum tíma, að verið væri að færa lánin úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju með afslætti og að sá afsláttur ætti að ein- hverju leyti að færast áfram til fólksins, virðist nú almennt viðurkennt. Þingmenn úr öllum flokk- um hafa sagt þetta þannig að skyndilega hef- ur skapast grundvöllur til þess að vinna saman. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur talað þannig á fundum með formönnum flokk- anna og í fjölmiðlum að ég sé nú góðan sam- starfsgrundvöll úr þeirri áttinni. Við leggjum því fram þessar tillögur okkar um þjóðarsátt og sýn- um vilja til samvinnu. Ríkisstjórnin hefur fram að þessu ekki verið tilbúin til samstarfs og það hefur að sumu leyti verið eðlilegt viðbragð, eins og hjá Steingrími J. Sigfússyni formanni VG sem sagði eftir kosningar að nú væri hann með meiri- hluta og þyrfti ekki á samvinnunni að halda. En aðstæðurnar eru þannig núna að flokkarnir eru neyddir til samstarfs. Tillögur okkar eru í 10 lið- um og flestar eru þannig að um þær ætti að nást sátt. Kannski verður afstaða okkar til samstarfs- ins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn umdeild. En við stillum þessu alls ekki þannig upp að slíta eigi samstarfinu við hann. Við viljum að skoð- aðar verði aðrar leiðir samsíða. Það kemur ekki til greina að samstarfinu verði slitið einhliða án þess að nokkuð komi í staðinn. Harðsnúinn andstæðingur Icesave-samninga? Þú hefur komið fyrir sem harðsnúinn andstæð- ingur stjórnvalda í Icesave-málinu. Jafnvel á þann veg að ævinlega þegar þér hefur tekist að fá aðra upp á þína þúfu flytjir þú þig sífellt á nýja þúfu. Er þetta rétt lýsing? Þessu mótmæli ég. Það má vel vera að þetta hafi virst vera á þennan veg. Fyrst var byrjað að tala um þetta þegar þingið var að semja fyrirvara við Icesave-samninginn síðastliðið sumar. En þá og alveg fram á þennan dag höfum við verið sjálfum okkur samkvæm og ekki breytt afstöðu nema þegar við gáfum eftir til að koma að því sem ég kalla fimm flokka tillöguna. Það er sú til- laga sem leiddi til nýrra viðræðna og felst í því að menn yrðu opnir fyrir því að tryggja það sem út af stæði þegar búið væri að greiða viðsemjend- um okkar með eigum Landsbankans. En áhrif ykkar í stjórnarandstöðunni hafa verið mikil í þessu samningaferli. Þið höfðuð í gegn að ráðnir voru erlendir sérfræðingar til verka og þið fenguð menn í samninganefndina. Þið hafið legið undir grun um að nota málið til þess að koma ríkisstjórninni frá. Maður heyrir þetta reglulega að við viljum koma stjórninni frá. Við heyrum einnig að við viljum ekki taka við landstjórninni. Þá er kenn- ingin væntanlega sú hjá stjórnarliðum að við viljum stjórnleysi. Þetta gengur ekki upp. Við í stjórnarandstöðunni erum ekki að þæfa málið. Réttara væri að segja að fjármálaráðherra vilji ganga helst til langt og hraða samningum hvað sem það kostar. Menn hafa sem sagt ólíka sýn á þetta mál. En miðað við hversu ólík hún er verð- ur að teljast merkilegt að samstarfið haldi enn. Gætir þú skrifað undir þann Icesave-samning sem nú liggur á borðinu? Ég viðurkenni ekki lagaskylduna að okkur beri að greiða lágmarksinnstæður að upphæð 20.887 evrur fyrir hvern reikning en ég er reiðubúinn að tryggja viðsemjendunum þessa upphæð. Auk þess tel ég að það sé samstaða milli land- anna þriggja, eins og skilið var við Icesave-málið, og að menn ætli að leysa þetta í sátt og samlyndi. Hætta steðjar að Að frátöldu Icesave-málinu: Af hverju hefur þú nú mestar áhyggjur? Við komum alltaf aftur að ríkisfjármálunum. Það er ef til vill ekki spennandi mál í fréttum því menn eiga ekki auðvelt með að tengja persónu- lega hagi sína við ríkisfjármálin. Ástæðan fyrir því að ég hef af þessu áhyggjur er að á endan- um koma ríkisfjármálin við hvern einasta mann í landinu með mjög afgerandi hætti. Í vikunni birtust tölur frá fjármálaráðuneytinu sem sýna að útgjöld ríkisins eru nú 73 prósentum hærri en tekjurnar. Að vísu er fjármagnstekjuskattur ekki reiknaður með í þessum tölum fyrir upphaf árs- ins. Þetta þýðir að það stefnir í gríðarlegan halla- rekstur og skuldasöfnun. Ef ríkið þarf auk þess að greiða fimmtung tekna í vexti er ekki lengur hægt að reka samfélagið eins og við viljum reka það. Við gætum þá verið komin í spíral niður á við sem erfitt er að snúa við. Við gætum misst úr landinu heilu kynslóðirnar eins og Færeying- ar lentu í. Þess vegna verðum við að sameinast um að taka á ríkisfjármálunum. Ríkisfjármálin og skuldastaða heimilanna er því stóra áhyggju- efnið nú. Ég vil efna til samstöðu um þessa hluti. Allt í einu er kominn hljómgrunnur fyrir skulda- leiðréttingu heimilanna. Helgi Hjörvar, formað- ur efnahags- og skattanefndar, talar með þeim hætti, einnig Össur Skarphéðinsson, Lilja Mós- esdóttir og fleiri stjórnarliðar hafa verið að tala á þessum nótum og það eykur mér bjartsýni um frekari samvinnu. Þetta er í rauninni skulda- kreppa og allt leiðir af skuldunum. Vandamál- ið eru skuldir, sama hvert litið er, ríkið, sveitar- félög, heimili, fyrirtæki. Til þess að geta unnið á öllu hinu verður að taka á skuldavandanum. Það er ekki hagkvæmt að viðhalda kröfum sem fást aldrei greiddar. Ef við lítum á þjóðina sem eitt heimili er á þessu heimili meira farg en það stendur undir. Ef létt er á þessu fargi hagnast all- ir á því á endanum, meira að segja kröfuhafarnir. Veðjar á þjóðstjórn næsta vetur Þið hafið haft ríkisstjórnina undir og í raun hef- ur hún frá áramótum að minnsta kosti verið í minnihluta með liðsinni villta vinstrisins í VG. Er þessu ekki þannig háttað? Mér finnst áhugavert hvað menn gera mikið úr þessu og því að allir eigi að lúta flokksaga, at- kvæði eigi að fylgja flokkslínum og svo framveg- is. Það sáum við einnig með minnihlutastjórnina að þar yrðu menn að vinna saman á þinglegum grundvelli. En þetta fór fljótlega í gamla farið, að menn eigi tiltekinn atkvæðafjölda og styrk í þinginu og ríkisstjórnin, framkvæmdavaldið sé með þingmeirihlutann til ráðstöfunar. Mér hef- ur þótt sem þau, sem stundum eru kennd við órólegu deildina í VG, hafi verið meira á minni línu og mér hefur þótt það ágætt. Mér hefur hins vegar ekki þótt rétt sem sumir hafa gert að líta á þetta sem einhvern veikleika fyrir VG eða Stein- grím. formann flokksins. Miklu frekar séu menn aðeins að fylgja sinni sannfæringu og það finnst mér jákvætt. Þannig finnst mér óþarft að setja pressu á Steingrím um að hann verði að skila fullu húsi á þingi með atkvæðum VG. Það er gott á milli mín og Ögmundar Jónassonar en eðli málsins samkvæmt fjarlægðumst við Steingrím- ur vegna Icesave-deilunnar. Hvaða þingmeirihluti verður hér í nóvember næstkomandi og þá hvaða ríkisstjórn? Ég veðja á að þá sitji þjóðstjórn. Það eru margir sem hafa ekki trú á því fyrirkomulagi og færa fyrir því rök. En ég held að ef menn hafa af- markað viðfangsefnin sé ekkert því til fyrirstöðu að flokkarnir vinni saman. Neyðin rekur þá til þess nú. Sigmundur og Indefence Þrýstihópurinn Indefence hefur verið spyrtur talsvert við þig. Þar er maður sem settist í banka- ráð Seðlabankans að þínu undirlagi, Magnús Árni Skúlason, virkur Indefence-maður. Hann hvarf á braut úr bankaráðinu eftir að hafa átt hlut að gjaldeyrisviðskiptum sem orkuðu tví- mælis. Þrálátur orðrómur er um viðskiptatengsl ykkar á milli. Á sá orðrómur við rök að styðjast? Nei. Við kynntumst innan hóps fyrrverandi háskólanema í Bretlandi, í Oxbridgefélaginu. Margir innan þess eru einnig í Indefence, flestir menntaðir í Bretlandi og áhugamenn um land- ið. Þegar hryðjuverkalögunum var beitt fannst okkur íslensk stjórnvöld ekki bregðast rétt við og töldum að nálgast ætti Bretana með öðrum hætti. Magnús er formaður þessa félags. Við vorum á sama sviði í skipulagsmálum; hann er sérfræðingur á fasteignamarkaði og við unnum svolítið saman, héldum meðal annars kynningu fyrir velferðarráð Reykavíkurborgar. Ungir stjórnmálaforingjar á framabraut Þú og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, eruð stundum spyrtir saman sem ungir stjórnmálamenn á framabraut, menn af efnafjöl- skyldum komnir, og hugsanlega með óheppileg tengsl við „gamla Ísland“. Þið séuð synir auð- manna og fæddir með silfurskeið í munni. Sjálfur tengist þú þar að auki talsverðum auði í gegnum sambýliskonu þína, Önnu Pálsdóttur, dóttur Páls Samúelssonar, fyrrverandi eiganda Toyotaum- boðsins. Er þetta haft gegn þér stundum? Ég veit að það er talsvert bloggað um svona atriði. Þetta er nú meira og minna vitleysa sem þar kemur fram. Ég ætlaði um tíma að safna saman sögum á netinu um mig og halda yfir þetta skrá. Menn eru oft ótrúlega frumlegir í því að búa til sögur. Settar eru fram fullyrðing- ar sem engin innistæða er fyrir. Ég hef ekki vilj- að blanda mér í mál fjölskyldu Önnu, sambýlis- konu minnar. Páll er af gamla skólanum, mikill rekstrarmaður og í öllum hlutverkum í fyrirtæki sem hann byggði upp á 40 árum úr engu. Hann var munaðarlaus í sveit sendur á milli bæja. Svo fór hann að reyna að bjarga sér og flutti inn einn bíl, svo annan og svona gekk þetta hjá honum í 40 ár. Ég held að við þurfum á svona mönnum að halda. Hvað varðar fjármálin hefur mér fundist óviðeigandi að líta svo á að þetta séu mín mál. Faðir minn Gunnlaugur Sigmundsson verð- ur stundum fyrir barðinu á því að sonurinn er kominn í stjórnmál. Hann rak nýsköpunarfyr- irtækið Kögun sem var stærsta hugbúnaðarfyr- irtæki á landinu um tíma. Hann er íhaldssamur rekstrarmaður. Honum tókst til dæmis að sneiða hjá netbólunni og lifði hana af með hugbúnað- arfyrirtæki sitt. Hann fylgir þeirri stefnu að síg- andi lukka sé best. Fáir hafa gagnrýnt loftbólu- hagkerfi jafnmikið í mín eyru og hann. Hann segir ævinlega að einhver raunveruleg verð- mæti verði að vera í spilinu. Ég er sáttur við föð- ur minn og tengdaföður og held að við þurfum á slíkum mönnum að halda. Frumkvöðlum eins og Páli, sem byrjaði með tvær hendur tómar, og manni eins og pabba sem haslað hefur sér völl í nýsköpun. Þetta eru prýðilegir atvinnurekend- ur hvor á sinn hátt. Ég geri ráð fyrir að hvorugur þeirra hefur farið varhluta af fjármálahruninu. Ég segi það satt að ég veit ekkert um stöðu þeirra og vil ekki blanda mér í þau málefni. Ég var alinn upp við það að maður ætti ekki að treysta því að foreldrar sæju um alla hluti. Ég byrjaði að vinna 12 ára þegar maður var á sama tíma hvattur til þess að leika sér. Mest um vert að setja sig í annarra spor Margir sögðu að sigur Einars Skúlasonar gegn Óskari Bergssyni í höfuðborginni væru skilaboð til þín um það til dæmis að Evrópusinnar væru að auka völd sín í flokknum. Einnig heyrist að þú ræktir ekki grasrótina nægilega vel. Er þetta svo? Ég hef heyrt þessa sögu um Evrópumálin. Kannanir benda nú í aðra átt um á hvaða leið þjóðin er í þeim efnum. Það sem er niðurdrep- andi við svona sögur er að þær koma úr öllum áttum og stangast stundum á. Það kom frétt í fjölmiðli um að Einar væri á mínum vegum og ég færi þannig gegn Óskari. Svo las maður allt aðra túlkun annars staðar. Sannleikurinn er að ég kom ekkert nálægt þessu. En svona er þetta í stjórnmálum, alltaf er spuni og sögur í gangi. Það er varla vinnandi vegur að hafa áhyggjur af þessu öllu. Maður verður að passa sig á því að lenda ekki í einhvers konar stjórnmálamannablindu. Ég hafði orðið var við slíka blindu áður en ég fór út í þetta sjálfur, meðal annars sem fréttamaður. Stjórnmálamönnum hættir með öðrum orðum við því að telja að allir sjái málefnin sömu aug- um og þeir sjálfir og að aðrir upplifi hlutina eins og þeir. Þingmenn telja að það sem þeir segja í þinginu og gögn sem þeir leggja fram máli sínu til stuðnings sé túlkað á einhlítan hátt og all- ir séu ánægðir með þá. Svo skilja menn ekkert í því þegar svo er ekki. Fólk veit ekki einu sinni af skoðunum þeirra, hefur ekki heyrt af málum sem þeir taka fyrir eða hverjir þeir eru. Stjórn- málamenn lifa þannig í dálítið lokuðum heimi. Ég finn þetta hjá sjálfum mér. Maður verður að muna að það sem maður gerir og segir birtist mönnum á ólíkan hátt og ekki víst að fólk viti einu sinni af því. Ég féll í þessa gryfju eftir að hafa talið mig vinna vel og verið fjarri heimilinu lang- tímum saman, yfirleitt innan um flokkssystkin- in, við að reyna að gera samfélagið betra. Mað- ur fer að sjá hlutina ákveðnum augum og telur sig hafa eitthvað fram að færa. Svo skilur mað- ur ekkert í því því þegar einhver skilur ekki út á hvað þetta gengur eða er með fordóma. Fyrst verður maður sár og hvumpinn en svo hugsar maður: Því skyldi fólk ekki einmitt telja þetta? Ef ég væri ekki í stjórnmálum myndi ég sjálfsagt halda fram svona hlutum. Þegar menn eru utan stjórnmálanna hættir mönnum við að verða for- dómafullir í garð þeirra. En þetta er einnig á hinn veginn; þegar maður er í stjórnmálunum snýst þetta við og maður verður jafnvel fordómafullur í garð hinna sem standa fyrir utan þau. Maður verður að temja sér að setja sig í spor annarra. Okkur sárnaði þetta og okkur þótti ósvífið hvernig tillögur okkar voru meðhöndlaðar. Það má segja að þetta hafi verið upphafið að átökunum við ríkisstjórnina. Splunkunýr flokksformaður Sigmundur Davíð með Önnu Pálsdóttur (t.v.) sambýliskonu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í janúar 2009. Með þeim á myndinni eru Sigurður Friðriksson og Una María Óskarsdóttir. „Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur talað þannig á fundum með formönnum flokkanna og í fjölmiðlum að ég sé nú góðan samstarfsgrundvöll úr þeirri áttinni.“ MYND BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.