Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 26. mars 2010 FRÉTTIR
Sundrung ríkir nú í samskiptum
öflugustu aðildarríkja Evrópu-
sambandsins og hefur José Manu-
el Barroso, forseti framkvæmda-
stjórnar sambandsins, hvatt þjóðir
evrusvæðisins til að komast að
niðurstöðu um aðstoð skuldsettu
Grikklandi til handa.
Að sögn Barrosos yrðu svör við
ákalli hans prófsteinn á skuldbind-
ingu leiðtoga Evrópusambandsins
hvað varðar fjárhagslegan stöðug-
leika innan sambandsins, en eins
og málum er háttað nú um stundir
er Þýskaland, stærsta hagkerfi inn-
an evrusvæðisins, á öndverðum
meiði við aðrar þjóðir með tilliti til
úrræða við fjárhagsvanda Grikk-
lands.
Í gær hófst tveggja daga ráð-
stefna leiðtoga Evrópusambandsins
og þó Grikklands sé ekki sérstak-
lega getið á efnisskrá ráðstefnunnar
brenna mál landsins á öllum.
AGS – ekki ESB
Það sem rekið hefur fleyg í sam-
stöðu risanna í Evrópusamband-
inu er andstaða Þjóðverja gegn því
að Evrópusambandið verði í farar-
broddi björgunaraðgerða Grikkj-
um til handa og vill Angela Merkel,
kanslari Þýskalands, að Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn taki við þeim
beiska bikar. Aukinheldur hef-
ur Angela mælst til þess að lönd-
um sem rjúfa fjárhagsáætlun sam-
bandsins verði refsað.
Þessar hugmyndir Angelu Mer-
kel njóta fylgis í hennar ranni því
þýskum skattgreiðendum hugnast
ekki að seilst sé í vasa þeirra til að
bjarga Grikkjum úr klípunni.
Ef Angela Merkel hefur sitt í gegn
yrði um að ræða fyrsta skipti sem
ríki innan evrusvæðisins væri bjarg-
að frá Washington og að sumra mati
myndi slík líflína veikja evruna enn
frekar.
Portúgal lækkar í einkunn
Nú vill svo skemmtilega til að José
Manuel Barroso, forseti fram-
kvæmdastjórnar ESB, er fyrrver-
andi forsætisráðherra Portúgals. Í
ljósi nýrra tíðinda vekur sú áhersla
sem hann leggur á samheldni öfl-
ugustu aðildarríkjanna kannski
ekki furðu því á miðvikudaginn
lækkaði lánshæfiseinkunn Portú-
gals hjá matsfyrirtækinu Fitch úr
AA í AA-, og hefur það aukið á ótta
um að kreppan í Grikklandi kunni
að breiðast út til annarra landa í
Suður-Evrópu.
Eftir lækkun lánshæfis er Portú-
gal í sama sæti og Írland, Ítalía og
Kýpur og tveimur þrepum fyrir ofan
Grikkland sem er með einkunnina
BBB+.
Á fimmtudaginn báðu ráða-
menn í Frakklandi og á Spáni um
aukafund leiðtoga á evrusvæðinu
sem haldinn skyldi í aðdraganda
ráðstefnunnar eða á meðan á henni
stæði, í von um að hægt væri að slá
á áhyggjurnar.
Forsætisráðherra Hollands, Jan
Peter Balkenende, var ekki hrifinn
af uppástungunni og sagði slík-
an fund bjóða hættunni heim, og
háttsettur þýskur embættismaður
ítrekaði að hvert það samkomulag
sem næðist yrði að fela í sér ströng
ákvæði svo unnt væri að forð-
ast endurtekningu á kreppunni í
Grikklandi.
Argir Grikkir
Í vikubyrjun virtist sem kröggur
Grikkja kynnu að taka á sig nýja
mynd sem birtist í því að ekki væri
lengur um að ræða þjóð sem biði
bjarghrings frá félögunum held-
ur þjóð sem hefði áhyggjur af því
að félagarnir, þeirra á meðal þýski
risinn, reru að því öllum árum að
gera henni erfiðara um vik að ná
landi.
Fyrstan má nefna til sögunnar
forsætisráðherrann George Papan-
dreou sem hefur viðrað þær áhyggj-
ur sínar að spákaupmenn vinni að
því að þrýsta upp lánskostnaði með
þeim afleiðingum að aðgerðir sem
hann hefur gripið til, til að vinna
bug á fjárlagahallanum, fari fyrir
lítið. Sagt er að vert sé að veita orð-
um Papandreous gaum því hann sé
þekktur fyrir að vera seinþreyttur til
vandræða.
Aðra sögu er að segja af aðstoð-
arforsætisráðherranum Theodoros
Pangalos, sem einnig var utanrík-
isráðherra á sínum tíma. Hann er
ekki þekktur fyrir að sitja á strák sín-
um og skefur ekki af ummælum sín-
um í garð Þýskalands sem hann vís-
aði einhverju sinni til sem risa með
barnsheila.
Theodoros Pangalos bar Þjóð-
verjum á brýn að þeir hefðu gefið
þýskum bönkum leyfi til að ráðskast
með grískar ábyrgðir, og sagði að
hvað sem öllu liði hentaði það Þjóð-
verjum að láta evruna falla.
Eitrað andrúmsloft
Eflaust eru þeir margir utan Þýska-
lands sem hugsa Angelu Merkel
þegjandi þörfina vegna þeirrar
staðföstu kröfu hennar að Grikk-
landi verði bjargað af Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum frekar en ríkjum
myntbandalags Evrópusambands-
ins. Varað hefur verið við því að yfir
Evrópu hvíli skuggi verstu kreppu
í langan tíma vegna varanlegra
skulda og hægs hagvaxtar í bland
við eiginhagsmunastefnu Þjóð-
verja.
Á vefsíðu The Times er haft eft-
ir Guy Verhofstadt, fyrrverandi for-
sætisráðherra Belgíu, að umræðan í
Þýskalandi um Grikkland eitri and-
rúmsloftið og skapi and-evrópska
tilfinningu. „Á örfáum vikum erum
við að eyðileggja alla viðleitni okkar
til að þjappa Evrópu saman,“ er haft
eftir Verhofstadt.
Í þýska dagblaðinu Frankfur-
ter Allgemeine Zeitung var sagt
að kreppan á Grikklandi væri að
„breyta pólitískum leikreglum í Evr-
ópu“ og skapa efasemdir um evr-
una í Þýskalandi.
Á örfáum vik-um erum við
að eyðileggja alla
viðleitni okkar til að
þjappa Evrópu saman.
Óttast er að fjárhagskreppan í Grikklandi muni breiðast út til annarra landa í Suður-Evrópu eftir að
lánshæfismat Portúgals var lækkað úr AA í AA- á miðvikudaginn. Þjóðverjum hefur verið borið á brýn
að láta eiginhagsmuni ganga fyrir hagsmunum sambandsins.
RISARNIR
SUNDRAÐIR
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Að mörgu að hyggja
hjá Angelu Merkel
Angela Merkel þarfa að huga að ýmsu um þessar mundir. Lítill vafi
leikur á að stærstur hluti þýsku þjóðarinnar fylgir henni að málum
hvað varðar lausn á kreppunni sem heldur Grikklandi í fjötrum.
Auk þess að fylgja sannfæringu sinni í því máli þarf Angela að horfa til
kosninga í sambandslandinu Nordrhein Westfalen sem fara fram þann
9. maí.
Þar á Angela Merkel á hættu að missa meirihluta sinn í efri deild
þýska þingsins ef hún heldur ekki rétt á spilunum. Engu að síður hafa
þýskir stjórnmálaskýrendur vakið athygli á því að ekkert fordæmi sé
fyrir því sem Angela gerði í fyrri viku þegar hún fór fram á að ríki innan
myntbandalagsins sættu brottrekstri við ítrekuð brot á reglum þess.
Papandreou
krefst samstöðu
George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, hefur ekki farið
dult með áhyggjur sínar vegna afstöðu Þjóðverja, en hefur engu að
síður ítrekað að Grikkir muni finna lausn á eigin vandamálum.
„Við förum fram á samstöðu af hálfu Evrópusambandsins og það fer
fram á að við stöndum við skuldbindingar okkar. Við munum standa
við okkar skuldbindingar... við munum krefjast samstöðu Evrópu og
ég tel að við munum fá hana,“ sagði Papandreou eftir heimsókn af
hálfu rannsóknaraðila Evrópusambandsins.
Papandreou sagði að ekkert annað ríki myndi borga skuldir
Grikklands. „Það er spurning um heiður og stolt þjóðar okkar að taka
til í eigin ranni,“ sagði George Papandreou.
Á brattann að
sækja hjá Sarkozy
Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, hefur að einhverju leyti látið
innanríkismál ganga fyrir þeim áhyggjum sem kreppan í Grikk-
landi hefur valdið innan Evrópusambandsins og kannski ekki að
ástæðulausu í ljósi þeirrar útreiðar sem hann hlaut í héraðsstjórnar-
kosningunum.
Í ræðu sem hann hélt á miðvikudaginn og var ætlað að höfða til
bænda landsins sagði Sarkozy: „Ég væri fyrr reiðubúinn að fá kreppu
í Evrópu, áður en ég samþykkti að landbúnaðarstefna landsins
liðaðist í sundur. Ég mun ekki leyfa að landbúnaður okkar líði undir
lok.“