Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Side 26
Næmni Dags Kára
Nýjasta kvikmynd Dags Kára Pét-
urssonar, The Good Heart, er að
öllum líkindum með betri bíó-
myndum sem Íslendingur hef-
ur gert. Vegna þess hversu góð og
vönduð myndin er er nokkuð sér-
stakt hversu lítið hefur verið rætt
um hana frá því hún var frumsýnd
fyrr í mánuðinum.
Ein skýringin kann þó að vera
sú að myndin er afar lágstemmd,
lætur lítið yfir sér og myndi líklega
flokkast undir að teljast artí eða list-
ræn. Slíkar myndir hala yfirleitt ekki
inn mikla peninga í kvikmyndahús-
um og eru ekki gerðar á þeim for-
sendum að græða á þeim. Mynd-
ir Dags Kára eru yfirleitt þessarar
tegundar en þó kom það mér nokk-
uð á óvart hversu fáir gestir voru á
myndinni daginn eftir að hún var
frumsýnd fyrir nokkrum vikum því
útkoma myndarinnar er tíðindi fyr-
ir íslenska kvikymyndagerð.
Ástæðan fyrir því að myndin er
svo góð er fyrst og fremst sú mikla
næmni sem einkennir persónu-
sköpunina í henni: Myndin er afar
mannleg og segir hjartnæma sögu
um sérstakt samband heimilis-
leysingjans Lucas (Paul Dano) og
fúllynds, hjartveiks kráareiganda,
Jacques (Brian Cox). Jacques tekur
Lucas upp á sína arma eftir að þeir
kynnast á sjúkrahúsi: Lucas hafði
reynt að drepa sig en Jacques hafði
fengið enn eitt hjartaáfallið og lá
fyrir dauðanum.
Lucas er afar góður maður en
nokkuð barnalegur og hefur ekki
brynjað sig fyrir illsku heimsins:
Hann trúir á það góða í manninum,
hegðar sér samkvæmt því en hef-
ur endað á götunni þrátt fyrir gæsk-
una. Öfugt við Lucas er Jacques hálf-
gerður mannhatari sem stöðugt er
bölvandi og ragnandi. Kaldhæðnu
og illskeyttu lífsviðhorfi hans er stillt
upp á móti góðvild Lucasar: Þeir eru
sem svart og hvítt.
Myndin er byggð upp í kringum
það hvernig Jacques smám sam-
an lærir að skilja hvers konar kald-
lynd bestía hann hefur verið eftir
því sem uppgjör hans við dauðann
verður óhjákvæmilegt. Þá verð-
ur það honum mikilvægt að hafa
kynnst Lucasi og gæsku hans því
heimilisleysinginn góði breytir lífi
hans og sýn hans á tilveruna.
Ingi F. Vilhjálmsson
DISNEY VERÐLAUNAR
EDDU ÚTGÁFU
Edda útgáfa hlaut alþjóðlega við-
urkenningu Disney Worldwide
Publishing fyrir einstakan árang-
ur í markaðsfærslu og kynningu á
vörumerkjum Disney hér á landi.
Viðurkenningin var afhent í Bologna
á Ítalíu af Russel Hamton, forstjóra
útgáfusviðs Disney Worldwide, að
viðstöddum fulltrúum frá mörgum
af helstu útgáfufyrirtækjum heims.
Jón Axel Ólafsson tók á móti viður-
kenningunni fyrir hönd starfsfólks
Eddu útgáfu. Edda útgáfa hlaut við-
urkenninguna ekki síst fyrir framúr-
skarandi góðan árangur við að auka
útbreiðslu og áskrift að Andrési Önd.
UM HELGINA
SÍÐASTA SÝNINGARHELGI Í GALLERÍ FOLD
Síðasta sýningarhelgi á sýningum listamannana Halls Karls Hinriks-
sonar og Hrafnhildar Ingu Sigurðardóttur sem staðið hefur yfir í
Gallerí Fold við Rauðarárstíg um tíma. Tækifæri fyrir þá sem enn ekki
hafa séð verk eftir þessa efnilegu listamenn.
SKAPANDI LIST-
SMIÐJA FYRIR
FJÖLSKYLDUNA
Boðið verður upp á örnámskeið í
Hafnarborg næsta sunnudag en
þá verður skapandi listsmiðja fyr-
ir börn og foreldra í tengslum við
sýninguna Í barnastærðum. Þar
verður hægt að láta ljós sitt skína
og nota sýninguna sem innblást-
ur í hugleiðingar um hönnun og
vinnu á verkstæði. Sýningin hefur
notið mikilla vinsælda hjá öllum
aldurshópum þar sem leyfilegt er
að handleika hönnunargripina.
Listsmiðjan hefst kukkan 14 og er
aðgangur ókeypis.
26 FÖSTUDAGUR 26. mars 2010 FÓKUS
BERGÞÓR MORTHENS
OPNAR SÝNINGU
Bergþór Morthens opnar sýninguna
Jón Sigurðsson í Listasal Mosfells-
bæjar næsta laugardag. Verkin á
sýningunni eru tjáningarrík portrett
sem skírskota til atburða, persóna
og aðstæðna í samtíma okkar, svo
sem nútímasamskipta, sjálfstæðis,
þjóðerniskenndar og hetjudýrkun-
ar. Bergþór útskrifaðist frá Mynd-
listaskólanum á Akureyri árið 2004
og hefur síðan unnið ötullega að list
sinni. Sýningin hefst klukkan 14.
Sérstakt samband Paul Dano og Brian Cox sjást hér í
hlutverkum sínum í The Good Heart. Sérstakt samband
þessara gerólíku manna ber myndina uppi.
THE GOOD HEART
Leikstjóri: Dagur Kári Pétursson
Aðalhlutverk: Paul Dano, Brian
Cox, Stephanie Szostak, Damian
Young, Isild Le Besco.
KVIKMYNDIR
„Já, ég hafði oft keyrt framhjá hjól-
hýsahverfinu á Laugarvatni og alltaf
fundist forvitnilegt að sjá inn á þetta
svæði. Svo loksins gerði ég alvöru úr
því að fara þarna inn þegar að ég hafði
ákveðið að skrifa sögu um fólk í hjól-
hýsahverfi,“ segir Valdís Óskarsdótt-
ir, aðspurð hvort hún hafi lengi ver-
ið með þá hugmynd í kollinum að
gera kvikmynd um fólk í hjólhýsa-
hverfi eins og gefur að líta í myndinni
Kóngavegur sem Valdís leikstýrir og
frumsýnd er í kvöld.
Kóngavegur segir frá atburðum
sem eiga sér stað þegar Júníor snýr
aftur heim til Íslands eftir þriggja ára
fjarveru erlendis. Júníor kemur heim í
hjólhýsahverfið með vin sinn, Rubert,
og ýmis vandræði í farteskinu og von-
ar að faðir hans geti bjargað því. En
heimkoman reynist ekki vera alveg sú
sem hann átti von á.
Fólk eins og ég og þú
Hverfið á Laugarvatni var ekki eina
hjólhýsahverfið sem Valdís heim-
sótti heldur skoðaði hún líka hverfin
í Þjórsárdal og í Borgarfirði. Á þess-
um þremur stöðum dveljast tugir
og hundruð manna langdvölum yfir
árið.
„Það var svona samtíningur af
þessum þremur stöðum sem var
steypt í eina heild í þessu hjólhýsa-
hvefi sem byggt var af Gunnari Páls-
syni og Harrý Jóhannssyni í Almanna-
dal,“ segir Valdís en dalurinn sá er í
grennd við höfuðborgarsvæðið. „Sag-
an Kóngavegur er þó engan veginn
byggð á neinum sem býr í þessum
hverfum. Það er saga alveg út af fyrir
sig.“
Valdís ræddi við suma íbúa um-
ræddra hverfa og segir aðspurð þá
ekki hafa verið á neinn hátt öðruvísi
heldur en hún hefði gert sér í hugar-
lund, af þeirri einföldu ástæðu að hún
hafi ekki haft neinar fyrirframgefnar
grillur um íbúana. „Þetta er bara fólk
eins og ég og þú. Ég geri mér aldrei
neinar hugmyndir fyrir fram um eitt
né neitt því þá getur maður orðið fyr-
ir vonbrigðum þar sem væntingarn-
ar eru þá oftast orðnar svo miklar.
Þess vegna er best að hafa ekki neitt
þannig í farteskinu.“
Gaman með rokkívafi
Valdís segir Kóngaveg fyrst og fremst
gamanmynd. „En eins og með allar
gamanmyndir verður að fylgja ein-
hver alvara með því annars er ekk-
ert gaman.“ Á Facebook-síðu mynd-
arinnar er hún sögð vera með „létt
djössuðu spennuívafi“. Valdís segir að
jafnvel megi bæta við „rokkívafi“.
Myndin var tekin upp síðasta
haust og myndar Vesturportshópur-
Kvikmyndin Kóngavegur í leikstjórn Valdísar Óskarsdóttur verður frumsýnd í dag,
föstudag. Þetta er önnur mynd Valdísar sem leikstjóri en einungis er um eitt og hálft
ár síðan sú fyrsta, Sveitabrúðkaup sem fékk mikið lof, var frumsýnd.
ALDREI MEÐ FYRIR FRAM HUGMYNDIR